Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1901, Side 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1901, Side 5
XV, 1,—2. Þjóðviljinn. 5 sem t. d. stjórnarskrármálið, þar sem flokkamunurinn er lítill. Oss hefur verið tjáð, að sýslumönnum þeim, er teljast til íhalds- eða landshöfð- ingja-liðsins, hafi þegar snemma vetrar verið gjört aðvart um þessa ráðstöfun í kyrrþey, svo að þeir gætu séð fyrir sér, og fest sér þá lögfræðinga, sem föng eru á. Eptir þvi ætti þá þessi nýja lands- höfðingja ráðstöfun að vera eins konar politiskt bragð, til þess að svipta stjórn- bótaflokkinn atkvæðum! Hvað hæft er í því, látum vér ósagt; en ekki væri það neitt ólíkt landshöfð- ingja. A hinn bóginn á þjóðin heimtingu á því, að vera eigi svipt fulltrúum á þingi, án ýtrustu nauðsynjar. Og þar sem núverandi landshöfðingi — rsem át ofan í sig þingfararbannið frá 1887, eptir það eina þing — hefur þar með viðurkennt, að það sé ekki óhjá- kvæmilsga nauðsynlegt, að löglærðir menn gegni öllum sýslumannaembættunum þann stutta tímann, er þing stendur yíir, þá getur hann naumast, vilji hann vera sjálfum sér samkvæmur, gert slíka kröfu, að því er til allra sýslumannaembætt- anna kemur. Það er og t. d. allt öðru máli að gegna, að því er umfangsmestu sýslumannaem- bættin snertir, svo sem í Eyjafjarðar- og Isafjarðarsýslum, heldur en Skaptafells-, Rangárvalla- og Dala-sýslur. En geri nú landshöfðinginn, þvert of- an í sjálfan sig mörg undan farin ár, öllum þing-sýslumönnunum sama kostinn, þá lilytur ástœðan til þess acf vera eingöngu politisks efnis. Og þá er þeirri spurningu að ein3 ósvarað, hvort ráðherra Islands lætur það ganga óátalið, að landshöfðingi beiti sér þannig? Beiti sér þannig, til að hnekkja þvi máli, sem þjóðinni er lífsnauðsyn að fái framgang, máli, sem ráðherrann sjálfur þess utan er sagður vera fylgjandi. Frcttir. Úti varð ný skeð unglingspiltur frá Hæk- ingsdal í Kjós. — Hann var á ferð úr Reykja- vík, þar sem hann dvaldi við undirbúningsnám undir skólalærdóm, og ætlaði að bregða sér heim fyrir jólin, en varð þá úti á Svínaskarði. — Nýlega varð og úti vinnumaður á Vatns- leysuströnd í Gullbringusýslu. Upsaveiði var all-mikil á Reykjavíkurhöfn og þar i grenndinni, í síðastl. desembermánuðý TJpsinn var fremur smái’, en þó talinn ágætur til manneldis og skepnufóðurs, og var tunnan seld á 1—2 kr. jjvenær skyldi Isfirðingum lærast, að hag- nýta sér upsann, sem opt má fá hér gnótt af? „Ekkert nema helvízkur upsi'' er hér vana-við- kvæðið, þegar upsinn veður uppi. Mjólkursarnlagsbú,og smjörsala til Englands. Síðastl. sumar var mjólkursamlagsbú stofnað i Hreppunum í Árnessýslu, eptir leiðbeiningu hr. Gröv/eldts, danska mjólkurfræðingsins, sem i vetur dvelur á Hvanneyri. Mjólkursamlagsbú þetta hefur nú tvívegis sent smjör til Englands, og seldist fyrri smjörsendingin á 63 a. th, en siðari sendingin á 81 e., og varð fragt og sölu- kostnaður alls 4 aur. á pundi. Fyrir síðari smérsendinguna voru auk þess greidd 6 aura verðlaun úr landssjóði fyrir ‘th, sem var sú upphœð, er smérið seldist um fram 75 a., þvi að samkvæmt lögunum frá síðasta þingi, nema verðlaunin jafn miklu, sem sölu- verðið erlendis fer fram úr 75 a. Má þetta teljast all-góð byrjun, og verður óefað hvöt til þess, að reynt verði að koma á fót rjómabúum, þar sem þéttbýli og aðrar, á- stæður leyfa. Skarlatsséttin. Síðustu fréttir segja, að skar- latssóttin sé fremur að aukast í Reykjavík, og var sóttkviunarhúsið orðið full sett afsjúkling- um, svo að fleirum var þar eigi viðtaka veitt. Enn fremur hefur og veikinnar vart orðið á 3 bæjum i Olfusi og í Hreppum i Árnessýslu. Þá var og veikin enn fremur komin á Kjal- arnesið, og á 3 bæi í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Úr Skagafjarðarsýslu er ritað 29. des: síðastl.: „Hér er tíðin stillt og frostalítil, og snjólaust í 8veitinni. — Bráðapestin hefur talsvert gjört vart við sig, jafnt þar, sem bólusett var með útlenda bóluefninu, eins og þar sem ekkert var bólusett. Ymsir bændur vilja nú, að stofnað verði hér mjólkursamlagsbú, og haft er jafn framt áorði, að nauðsynlegt sé, að þurrka upp mýrlendið hér i utanverðri sveitinni (í Staðarhreppi), enda t.al- ið sjálfsagt, að landssjóður muni styrkja það fyrirtæki, þar sem hann á 5—6 jarðir, er að því liggja'L Bráðapest gengur nú víða á Suðurlandi, i Borgarfjarðar-, Kjósar-, Arnes- og Rangárvalla- sýslum, og ber öllum sögum saman um það, að bóluefni það, er notað hefur verið í haust, hafi verið allsendis ónýtt. Kenusla i nijólkurmeðl'erð á IIvanneyri. Fyrsta kennslutímabilið (nóv.—jan.) notuðu að eins tveir kvennmenn tilsögn Grönfeldt’s í mjólk- urmeðferð, en kennslutímabil það, er nú fer í hönd (íebr.—apríl) á Hvanneyri, hafa fleiri 10 Jeg rannsakaði nú húsið í krók og kring, og varð þess þá loks var, að spækurnar, sem voru kringum dyr og glugga garð megin, báru þess augljós merki, að klifr- að hafði verið upp eptir surnum þeirra. Spækur þessar voru, sem ságt, kringum dyrnar og fimm gluggana, tvo í stofunni, og þrjá á fyrsta lopti. Eptir því sem vinnukonunni sagðist frá, þá var einn giugginn á fyrsta lopti í þvi ástandi, að honum varð ekki almennilega lokað, og einmitt svo að sjá, sem klifrað hefði verið þar inn. Morðinginn, hvort sem hann hót nú Richardson, eða eitthvað annað, hafði því farið þessa leið inn í hús- ið, og farið svo út um götudyrnar, eptir morðið, með þvi að hann hefur að líkindum eigi treyst sér, til að klifra sömu leið aptur með herfang það, sem hann þá hafði meðferðis. I kringum húsgarðinn lágu garðar, sem nágranna- húsunum fylgdu, og sá jeg þar mjóan gangstíg, sem var að líkindum stígurinn, sem Richardson hafði getið um. Milli garðsins og gangstígs þessa var lág trégirð- ing, sem hægt var að komast yfir, og bar trógirðing þessi eirmig óræk merki þess, að morðinginn hafði klifr- azt þar yfir. En allt þetta talaði jafnt með ogmóti fanganum. Á hinn bóginn duldist mór eigi, að þurft hefði meiri fimleika og likams styrkleika, til að klifra upp eptir húsveggnum, en mér virtist Richardson, þessi ör- magna drykkjuslarkari, hafa til að bera. Aptur á móti voru líkur til, að Richardson hefði, öðrum fremur, verið kunnugt um, hvernig glugginn var á sig kominn, enda hafði hann og einu sinni, er hann var 3 aptan frá, og siðan brugið hnífi á háls hennar, til enn frekari fullvissu. Og á þann hátt hafði þá óefað síðasti lífsneistinn slokknað. En hver var nú sá, er þenna voðalega glæp hafði framið? Gamla vinnukonan var yfir komin af sorg og skelfingu, en varð þó þegar að gefa skýrslu, og kom þá í ljós, hve afar-raunalegt hjónaband frúarinnar hafði verið. Kvaðst gamla vinnukonan, fyrir hér um bil einni kl.stundu, hafa verið að sinna heimilisstörfum í eldhús- inu, og heyrt þá allt i einu voðalegt vein frá herbergi frúarinnar, sem var hinu megin við ganginn. I dauðans angist hljóp hún þá inn í herbergi frú- arinnar, og sá þá þessa voðasjón. Hjá liki frúarinnar sá hún þá standa mann einn, og enda þótt hann flýtti sér, að skjótast út um aðrar dyr, þóttist hún þó þekkja, að þetta var maðurinn frú- arinnar. Höfðu þau hjónin lifað skilin i tíu ár, en frúin þó jafnan styrkt liann nokkuð af sínum eigin efnum. I fimm ár höfðu þau hjónin búið saman, og hafði hr. Richardson i fyrstu tjáð sig sem ágætasta eigin- mann, en farið svo að drekka, er frá leið. Frúin grátbændi hann hvað eptir annað, að hætta þessuin drykkjuvana, en það kom fyrir ekki. Drykkjuskapur hans ágerðist æ meira og meira, og sökk hann æ dýpra og dýpra. Að lokum sá vesalings konan sór það engan veg- inn fært, að búa lengur saman við hann, og neyddist því til þess, að biðja uin skilnað.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.