Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Síða 4
36 Þjóðviljixn. XV 9.-10. Andrés Féldsted . . . Eink.: . . £ Stig 191 Ingólfur Gislason . . . . . I. 182 Þorbjörn Þórðarson . . . . I. 160 Þeir sigldu svo allir til Kaupmannahafnar með „Lauru“ í febr., til þess að ganga þar á spít- ala, sem venja er til. Seld yerzlunarhús. Kaupmaður J. P. T. Bryde i Kaupmannahöfn hefur ný skeð keypt hin svo nefndu Knudtzon’s verzlunar- og vöru- geymslu-hús i Hafnarfirði, ásamt mikil li lóð, er þeim fyigir, og var kaupverðið 20 þús. krónur. Skipstrand. Enskt hotnvörpuveiðagufuskip strandaði 14. febr. síðastl. fram undan Ragn- heiðarstaðafjörum í Árnessýslu, lenti þar á skeri, og brotnaði. — Skipverjar voru alls 11, og ætluðu að bjarga sér á báti til lands, en bátnum hvolfdi, og drukknuðu 10, þar á meðal einn Islendingur; en einum tókst að bjarga sér á sundi. Strandbálurinn „Skálholt11 kom til Reykja- víkur 9. febr., aukaferð, hafði verið sendur með þær vörur, er „Laura“ gat ekki flutt. Nýi skipstjórinn á „Skálholt11, sem tekinn er við í stað hr. Aasberg’s, heitir Gottfredsen. Við Faxaílúa var í febr. prýðisgóður afli á opna báta, er til fiskjar gengu af Akranesi, og sömuleiðis í verstöðunum á Garðskaga, og þar í grenndinni. Þilskip lögðu út syðra um miðjan febr., og er það nokkuru fyr, en venja hefur verið. Fjölkvœni. Maður einn á Kjalarnesi, sem lézt vera ekkjumaður, hefur látið sóknarprest sinn gefa sig i hjónaband; en síðan er orðið uppvíst, að hann á konu á lífi suður í Grinda- vík, og hefur því verið hafin gegn honum saka- málsrannsókn. --------------- f Jón snikkari Jónsson. Dáinn á ísaflrði 20. sept. 1900. Hvellur klukkna hljómur að hlustum vorum ber. Skæður skapadómur skráður rúnum er: aldrei breytast Urðar ráð, það, sem bókað eitt sinn er, út ei verður máð. Að dimmu dísar ráði dauðans kalda hönd sló þig loks að láði, og lagði hels í bönd. J?að er oss sorg, og þungbært tjón, að missa þinni aðstoð af íturmennið Jbn. Þín ósk, að allra rómi, á mannfúndum var þíns fólags frægð og sómi í flestum málum þar. Þú hataðir lýgi og hræsnismál, en allt, sem gott og gagnlegt var, gladdi þína sál. Isafjörður ætti opt að minnast þess, hve margra böl þú bættir, og byggðir hægri sess; ráðhollur þeim reyndist bezt, þú hafðir snilld og gáfna gnótt, að grunda’ og skoða flest. Þökk fyrir vit og vilja, og verk á lífsins braut; þú kenndir þeim að skilja, er þína tilsögn hlaut, að sjálfstæði og sannleiksást voru þau vopn, er varðist með, þá vina flokkur brást. Far vel, og lifi lengi þín lofsæl minning hér. O, að Frón vort fengi sem flesta líka þér, þá mundi blómgast bær og lönd, þá mundi hækka hagur vor, og hverfa slculda hönd. 8. Eyjólfsson. Apturhaldssemi „Þjóðólfs“. — Árás ó einstaklingsfrelsið! Blaðið „Þjóðólfur", sem í höndum hr. Hannesar Þorsteins- sonar er orðið að argasta apturhaldsmál- gagni, lætur sér nú ekki lynda það fram- ar, að reyna að spilla fyrir auknu stjórn- frélsi á landi hér, heldur er nú hlaðsneypa þessi einnig farin að ráðast á einstaklings- frelsið, og heimta það takmarkað. Sem dæmi þessa má, auk annars, nefna, að 15. febr. síðastl. flytur blaðið athugasemdalaust, og með sýnilegri vel- þóknun, tillögu frá einhverjum Árnesingi — sem virðist vera í vinnuhjúahraki — þess efnis, að þingið þurfi að reyra fast- ar vistarbandsfjötrana að almenningi, og takmarka réttinn til lausamenDsku að miklum mun. Engum frjálslyndum manni, er metur rétt meðbræðra sinna og systra, þótt við fátækt búi, getur að vísu blandazt hugur um það, að þegar breytt verður lausa- 50 Sátu þeir þar reykjandi, drekkandi, og spjallandi saman. Voru þetta að mestu menn þar úr fjallahéruðunum: fylgdarmenn, burðarmenn og vagnstjórar. Bróðir minn sló sér nú í hópinn, og tyllti sér þar niður. Græddi hann sér á kjötsúpu leifunum, náði sér í brauðbita, og drakk sér kollu af landvíni. Stór Bernhardshundur lagði hausinn á hné bróður mínuin, og lét við hann mjög vingjarnlega, svo að hann miðlaði honum með sér af matnum. í nánd við bróður minn sátu tveir unglegir, dökk- eygðir ítalir, og gaf hann sig á tal við þá. ítalir þessir voru frá borginni Florentz, og hétu Stefano og Battisto. Aðal-atvinna þeirra var í því fólgin, að selja ýmsa útskorna steina, smáhluti með tíglasmíði, o. fl., og var nú ferðinni heitið, yfir Interlaken, til borgarinnar Gen f. Kváðust þeir orðnir full saddir af norðrinu að þessu sinni, og þráðu nú, sem börn, að koinast sem fyrst til átthaga sinna á hinum blómfögru bökkum Arno-árinn- ar, og að líta aptur fjöllin sín bláu, og grágrænu olíu- viðarskógana. Þegar bróðir minn fór að hátta um kvöldið, þótti honum þvi vænt um að sjá, að Italir þessir áttu að sofa þar í sama herberginu. Þar var og þriðji maðurinn fyrir. Hann var þegar í fasta svefni, og sneri sér til þils. Skiptu þeir félagar sér ekkert af honum, en lögð- ust þegar fyrir, með því að áformað var, að leggja af 59 laken næsta þriðjudag, og verða þaðan samferða til Kandersteg, og fylgja svo brúðhjónunum í kirkju á fimmtudaginn. Bróðir minn keypti því næst nokkra útskorna steina, óskaði Itölunum góðrar og ábatasamrar verzlunar, og horfði á eptir þeim, unz þeir hurfu honum sýn. Hann var nú orðinn einn síns liðs, og gekk svo með teiknibók sína upp í dalinn, og var þar allan dag- inn að mála. Um sólsetur borðaði hann einn kvöldverð í her- bergi sínu, og þokaði svo stólnum að eldstónni, því að hann ætlaði sér að lesa ögn. Það var komin nótt, köld og saggasöm nótt. Hálf-rakt brennið snarkaði í eldinum, vindurinn næddi um dalinn, og regnið iamdist öðru hvoru í rúð- urnar, svo að brakaði í. Bróðir minn lagði bókina frá sér, ug fór nú að hugsa um hitt og þetta. Svona leið nú einn kl.tíminn eptir annan. Klukkan ellefu heyrði bróðir minn, að veitinga- húsinu var lokað, og að heimafólkið var að ganga þung- lamalega um á tréskóm sínum, til að koma sér til kyrrðar. En bróðir minn átti enn ómögulegt með það, að taka á sig náðir. Hann bætti þvi enn brenni á arininn, dró ljósið hærra upp í lampanum, og fór að ganga um gólf. Síðan opnaði hann gluggann, lét regnið lemjast framan í sig, og vindinn næða um hár sér. Yar hann því orðinn svo gagndropa, er hann lok- aði aptur glugganum, að hann varð þegar að hafa frakka og skyrtu skipti.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.