Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 6
94 Þjóðviljinn. XV 23.-24. armaður Agúst Benedikfsson, o. fl. — „Ceres“ Jagði aptur af' stað héðan, beint til Roykjavík- ur, 13. þ. m. Fiskikaup Ward’s. Hr. Jóhannes Pétursson kvað nú hafa meðferðis uppbót þá, er Ward skuldar Djúpmönnum, síðan í fyrra, og kvað upphótin vera 5 kr. á sk®., sem er 2 kr. 50 a. minna, en almenningur mun vænzt hafa, og má þó þykja betra, en ekki. I ár kvað hr. Ward ætla að kaupa hér um 800 sk®, og hefur nú ákveðið verðið 30 kr. skHí, til þess að brenna sig eigi á sama soðinu, sem 1 fyrra, er hann miðaði verðið að nokkru við verð á þurrum smáflski. f 14. þ. m. andaðist hér í kaupstaðnum verzlunarmaður Agúst Benediktsson, Jónssonar f'rá íteykjarhlið, 42 ára að aldri. Hann hafði verið við verzlunarstörf á Þingeyri í vetur, og verið þar lasinn í nokkra daga, áður en hann lagði af stað hingað með „Ceres", en versnaði á leiðinni. Agúst heitinn var um nokkur ár forstjóri verzlunar L. A. Snorrasonar hér í kaupstaðnum, en fór frá þeirri stöðu í hitt eð fyrra. Hann lætur eptir sig ekkju, Önnu Teitsdóttur, Jónssonar, fyrrum gestgjafa hér í kaupstaðn- um, og þrjúhörn: Aslaugu, Snorra og Guðrúnu, öll á unga aldri. Þilskip, er héðan ganga til þorskveiða, hafa all-flest aflað í minna lagi, sem af er, enda hef- ur veðrátta verið stormasöm úti fyrir, og haf- isinn einnig hamlað að rnun. -j- ■ 9. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu hér í kaupstaðnum Hallgrímur bóndi Gíslason, frá Tungunesi í Húnavatnssýslu, rúmlega fertug- ur. — Kom hann hingað til kaupstaðarins með strandferðaskipinu „Vesta“ 24. marz síðastl., og var þá orðinn mjög lasinn. Hallgrimur heitinn var dugnaðarmaður, og vel látinn, að dómi þeirra, er hann þekktu. Hann lætur eptir sig ekkju, Elísabet Er- lindsdóttur að nafni, og 4 börn á unga aldri. Héraðsdómur var upp kveðinn hér i kaup- staðnum 14. þ. m. í máli, er realstúdent Björn Sigurðs8on á Bjarnastöðum í Húnavatnssýslu hafði höfðað gegn Jóni hreppstjóra Halldórssyni á Kirkjubóli í Skutilsfirði, út af fjárhaldi Söru Þorleifsdóttur frá Arnardal, sem nú er kona téðs Bjarnar. — Taldi hr. Bjöm Sigurðsson standa eptir at' arfinum 1558 kr. 22 a., og krafðist því, að stef'ndi yrði dæmdur, til að greiða sér upp- hæð þessa, ásamt 5°/0 vöxtum frá sáttakæru- degi, 27. júní f. á., til borgunardags, eða til vara 1230 kr. (55 a., sem og allan af málinu löglega leiddan, og leiðandi kostnað, eins og málið eigi hefði verið gjafsóknarmál, þar á meðal 177 kr., eptir fram lögðum reikningi, er hann taldi sig sjálfan hafa til kostað. A hinn bóginn krafðist umboðsmaður stefnda, rit8tjóri blaðs þessa, að stefndi yrði algjörlega sýknaður, að ummæli stefnanda í sóknarskjali hans, um stefnda: „Hann hefur með fölskum reikningum ætlað að villa sjónir í máli þessu", og enn fremur orðin: „Hvíltkt kæruleysi felst í sliku atferli, að gera sér og öðrum að bráð það fé, sem falið er í góðri trú, til geymslu og vaxta fyrir munaðarlaus börn" o. li., yrðu dæmd dauð og ómerk, og stefnandi hæfilega sektaður fyrir að hafa við haft þau, og að hann yrði dæmdur, til að greiða stef'nandanum hæfilegan málskostnað, eptir mati réttarins. Mál þetta var svo dæmt í gestarétti ísa- fjarðarsýslu, sem fyr segir, með svo f'elldum úrslitum: „Þvl dæmist rétt að vera: Hinn stefndi, Jón hreppstjóri Halldórsson á Kirkjubóli, á að vera sýkn af' kærum og krötum stefnanda, realstúd. Björns Sigurðsson- ar á Bjarnastöðum, i máii þessu. MáJskostn- aður falli niður. í sekt fyrir ósæmilegan rithátt greiði stefnandi, Björn Sigurðsson, 20 kr., að hálfu í landssjóð, en að hálfu til hreppsjóðs Eyrarhrepps. f’raman greind um- mæli um stefnda í sóknarskjali stef'nanda, dags. 27/a þ. á., eiga að vera dauð og ómerk. Dóminum að fuilnægja innan þriggja sól- arhringa frá lögbirting hans. Sæti ella aðför að lögum“. ý í aprílmánuði þ. á. andaðist í Jb’remri- Hnífsdal hér í sýsJu ekkjan Sigríður Bj'órns- dóttir, 79 ára að aldri. — Hún var tvigipt, og hét fyrri maður hennar Friðrik Sigfússon, og varð þeim tveggja barna auðið, er bæði dóu í æsku. — Seinni maður hennar hét Elías Bjarnason, og bjuggu þau hjón 20 ár á Bakka í Hnífsdal, og áttu 5 börn, er þrjú dóu í æsku, en tvö eru enn á lífi: Friðrika, gipt Sigurði Péturssyni k Meiribakka í Skálavík ytri, og Margrét, gipt Halldóri bónda Sölfasyni í Fremri-Hnífsdal. Sigriður heitin var væn kona og vel látin, og dvaldi 27-—28 árin síðustu hjá tengdasyni sínum, Halldóri bónda S'ólfasyni í Fremri-Hnífs- dal; lá hún rúmföst tvö síðustu ár æfi sinnar, og andaðist af ellilasleik. Til de Döve. — En rig Dame. som er blevet belbredet for Dövhed og Öre- susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skænket hans Institut 20,000 Kr., f'or at fattige Döve, som ikke kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa. dem uden Betaling. Skriv til: Institut „Longcott“, Gunnersbury, London, W,, England, _A_lmenn bókbandsverkfæri eru til sölu, við verzlun L. A. Snorrasonar, og fást mjög ódýr, ef allt er keypt. FATASAUMUR. Eg undirrituð, sem lært hefi fatasaum hjá skraddara í Reykjavík, tek að mér alls konar karlmannafatasaum, gegn sann- gjarnri borgun. Einnig tek eg að mér, að veita stiílk- um tilsögn í fatasaum, og kenni þeim að taka mál. Jeg bý í húsi því, er Jón heitinn Magnússon snikkari bjó i. ísafirði 30. april 1901. Kristjana Elíasdóttir. 136 „Stöðvið hann! Stöðvið hann! kölluðu nú allir, sem óðir væru, og hlupu, sem hamslausir, á eptir ílótta- manninum. Bak við húsið var dálítill garður, sem trégrindur voru kringum, og heyrðust nú þaðan tvö skot. Jafn framt heyrðist ogæptþaðan: „Hérna er hann! Hérna er hann! Verið skjótir til hjálpar!“ „Er hann þá tvöfalldur í roðinu, djöíúllinn sá arna?“ kallaði lögreglustjórinn, sem var að elta flóttamann þann, er fyr var nefndur. Lögreglustjóri var samt ekki seinn á sér, að snúa sér við, og hlaupa að garðinum, er kallið kom frá. Og það mátti ekki seinna vera, að hann kæmi þangað. Að eins einn skotfélagsmanna hafði haldið þar vörð, og barðist nú upp, á líf og dauða, við mann einn, er reyndi, að komast út um garðhliðið. Það lá nærri, að komið væri kolniða myrkur, og heyrðust stunurnar í skotféiagsmanninum í myrkrinu. Maður sá, er við hann átti, var höfði hærri, og hafði gripið fremur óþyrmilega um háls honum. Lögreglustjórinn kom nú að, og réð þegar á þræl- inn, sem var rétt kominn út úr hliðinu, og greip í hann svo óvægilega, að hann féll um koll. „Helvízkur hundurinn þinnu, grenjaði þrælmennið, og reyndi að slá lögreglustjóra með skammbyssu skaptinu. Lögreglustjóri gat slegið af sér höggið með byssu- hlaupi sínu, og greip um leið um hálsinn á ræningjanum af alefli. og sóttust þeir nú á, sem óarga dýr. Þetta var þó að eins í örfáar sekúndur, þvii að1 skotfélagsmenn þustu nú sem óðast að, og leið því *eigii 14i jeg efa, að það sé svo lofsvert, er ungir menn hugsa að eins um embætti og stöðu, og þræða því að eins þá götuna, er þangað liggur, án þess að líta til hægri eða vinstriu. „Þá komum við nú enn einu sinni að þvi umtals- efiiinu, sem við aldrei getum komið okkur saman um“, svaraði dómsforsetinn. Að svo mæltu gekk hann að borðinu, og tók að blaða aptur i prófseptirritunum. „Jeg hefi valið eitt mál handa honum“, hélt hann svo áfram, „sem eg bygg, að skaðlaust sé, að fela hon- um að verja. Maðurinn er sama, sem sjálf-dæmdur, svo að við eigum það eigi á hættu, að hann komi saklausum í dauð- ann, þó að vörnin mistakistu. „Mér er spurn, hvaða mál er það?u mælti yfir- dómarinn. „Málið gegn Schomburg og félögum hansu, svaraði dómsforsetinn. Gamli yfirdómarinn brosti. „Já, hann verður þá naumast lárviðarsveig sæmd- ur fyrir vörninau, mælti hann, „því að það er eins víst, að kviðdómendurnir dæma þau sek, eins og það er áreið- anlegt, að þetta verður fimmtugasti kviðdómurinn, sem eg sit íu. „Og einmitt þess vegna“, mælti dómsforsetinn „er vörnin að eins til siðasakau. Að svo mæltu hringdi hann bjöllunni, og kom þá réttarþjónn inn að vörmu spori. „Kallið þér á hann Heidenstein“, mælti hann. Skömmu síðar heyrðist, að barið var hægt að dyrum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.