Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 3
XYI, 49. Þjóðvii.jinx. 19B CI* árVallt lC><ÐI25't, og ætti þyí eigi að yanta á neinu heimili DE FORENEDE BRYGUtERIER Kjobenliavn. mæla með livorvetna verðlaunuðum ölföngum sínum. ALLIANCE POIÍTER (Double brown stout) heíir náð meiri fullkomnun, en nokkurn tíma áður. /l‘i( I ri : >1AI /r-IOXrI I l Alvrr frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt ineðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 0i- Ægte Krone 01. Krone r*ils>ir\er'? fyrir neðan alkoholmarkið, og því ekki áfengt. TUBORG 0L, frá hinu stóra ölgerðarhúsi í Kaupmannahöfn er alþekkt svo sem hin bragðbezta og nœringarmesta bjórtegund, og heldur sér afbragðs vel. TUBORG 0L, sem liefir hlotið mestan orðstyr hvervetna, þar sem það hefir verið haft á sýningu, rennur út svo ört, að af því seljast 50,000,000 fl. á ári, sem sýnir, hve miklar mætur almenning- ur hefir á því. TUBORG 0L fœst nœrri því alls staðar á íslandi, og ættu allir bjórneytend- ur að kaupa það. Spánn. Þar hefir brytt á æsingum af hálfu Carlunga, og hafa því ýmsir af for- ingjurn þeirra verið teknir fastir. Ræningjar hafa gert ýmsan óskunda ný skeð á Spáni, og heitir sá Casanova, er verstur er talinn, og var i ráði, að stjórnin sendi flokk hermanna, til þess að reyna að handsama hann. Bandaríkin. Kýlapestin hefir i haust stungið sér niður í San Francisco. Nýlega fóru fram kosningar til þings Bandamanna („‘Congressins“), til fulltrúa- deildarinnar, og gengu þær „demokröt- um“ heldur í vil, enda þótt „republik- anar“ ráði meiri hluta á þingi eptir, sem áður. Út af kosningasigri „demokrata" aug- lýsti eigandi blaðsins „New York Jour- nal“, að hann ætlaði að hafa flugelda mikla, almenningi til skemmtunar, og söfnuðust þvi saman um 50 þús. manna, til að horfa á flugeldana; en er skothrið- in skyldi byrja, tókst svo ílla til, að ýms skotliylkin sprungu, og kúlurnar þutu út í mannfjöldann. Sló þá svo miklum ótta á menn, að þröngin gjörðist svo mikil, að margir tróðust undir, og létu nokkrir menn lifið, en um 150 særðust meira eða minna. Eigandi „New York Journal“ hefir gefið 1 milj. dollara, til þess að standast kostnaðinn við lækningu særðra manna, og handa ættingjum hinna látnu. Á eyjunni Puertorico urðu i haust all- miklar politiskar róstur, og hlutu 2 menn bana, en 15 fengu sár og meiðsli. Canada. I þorpinu Altona í Mani- toba gjörðist sá atburður 9. okt. siðastl., að alþýðuskólakennari, Henry Torws að nafni, varð ósáttur við yfirmenn sína, skólanefndina, og skaut af skammbyssu á skólanefndarmennina, er voru 3 alls, og særði þá mjög, svo að tvisýni var á lifi þeirra. Hljóp hann svo þaðan í skól- ann, og skaut þar 3 telpur, er voru dæt- ur skólanefndarmannanna, og var ein þeirra þegar látin, en hinar mjög hætt staddar. Að lokum beindi kennarinn skammbyssunni gegn sjálfum sér, og skaut sig í höfuðið, en var þó lífa, er síðast fréttist. Venezuela. Borgarastyrjöldin þar í landi heldur enn áfram; 13. okt. réðu uppreisnarmenn á borgina La Victoría, en Castro forseti var þar fyrir til varn- ar, og urðu uppreisnarmenn frá að hverfa, en borgin eptir full af særðum mönnum. Stjómarflokkurinn kennir Bretum um það, að þeir rói undir, og eggi uppreisn- armenn, og hefir því stjórnin slegið eign sinni á eyju eina þar í grenndinni, er Bretar hafa helgað sér, og verður það á- greiningsefni að líkindum lagt í gjörð, þar sem Bandamenn leyfa eigi Evrópu- mönnum ófrið við ríki þar i álfu, en telja sig sjálfkjörinn verndara þeirra, samkvæmt M'm/oe-reglunn i. Guatemala. Fjallið „Santa Maria“ hefir gosið þar mjög ógurlega, svo að víða hefir verið 6—7 feta þykkt öskulag á kaffiökrunum þar í landi, og er mælt, að um 20 milj. punda af kaffi hafi þann- ig eyðilagzt. — Eldgos þessi hafa einnig svipt marga menn lífi. Brazilía. Þar hefir kaffiuppskeran orðið talsvert minni, en i fyrra, nú 13 milj. punda, en þá 16 milj. Afríka. í löndum Þjóðverja i Afriku hafa fundizt gullnámur, sem taldar eru enn auðugri, en gullnámurnar i Johann- isburg í Transvaal. Eldsvoði varð í nóv. í bænum East- London, og er skaðinn metinn um 200 þús. sterlingspunda. Þjóðverjar halda enn kfram að grafa í rústum Bebylonar, til þess að leita þar fornmenja. enda hafa þeir ný skeð fundið þar 400 steintöflur, sem ýmis konar letur er grafið á, og hefir mönnum þegar tekizt að lesa letrið á tveim þeirra. Á annari töflunni er eins konar orðabók, sem talin er mjög mikilsvirði, að því er snertir forn- tungurnar í Asiu, en á hinni töflunni eru hátíða- söngvar, er sungnir voru i hofinu Esagíla, þegar guðinn Marduk vitjaði þessa lielgistaðar. Guðinn Marduk, eða Merodach, var sonur Eu, og einn í tölu hinna tólf guða, er Bahylons- og Assyríumenn tignuðu öðrum guðum fremur, og var hofið Esagíla mestur helgistaður í ríkinu; en annað hof var guðinum helgað í Sippar. Enn fremur hafa menn og fundið hof lækna- I guðsins, er nefndur var ýmist Ador eða Níneb, og sömuleiðis verndarhring, er notaður var til þess, að verjast árásum hins ílla anda Labartu. Um Ijábartu segir svo, að meinvættur sá drakk mannsblóð, og var jafnan svartur hundur í för hans, og fylgdi þeim hvívetna sorg og sút- í Lundúnum sýndi sig nýlega maður, er gat hreift hjartað, eptir vild sinni, frá vinstri til hægri hliðar, og eru slík náttúru-afbrigði fáheyrð. Alfonso XIII., konungur á Spáni, fæddist sem kunnugt er, nokkru eptir lát föður síns, og var eptirvænting manna mjög mikil, því að eigi var annað sýnna, en að þegar yrði borgara- styrjöld, ef drottningin fæddi meýbarn. Ráðherrarnir, og aðrir tignustu menn ríkis- ins, biðu í næsta herhergi, meðan á fæðingunni stóð, og þangað var sveinninn borinn á silfur- fati, jafn skjótt er hann var fæddur, og þótti ríkið þá leyst úr miklum vanda. Leo Tolstoi lauk siðastl. sumar við nýja skáldsögu, er nefnist „Chadschí Murat“, og gjör- ist sú saga á dögum Nicolaj I. Samkvæmt skattaskrá Lundúna eru þar 16 menn, er hafa yfir 1 milj. króna í árstekjur, en 184 menn, er hafa 200 þús. til 1 milj. króna í tekjur á ári, og 400, er hafa 100—200 þúsundir króna. ——

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.