Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.12.1902, Side 2
202 XVI, 51. Ríkmannleg gjöf. Enski lávarðurinn Acton, sem látinn er fyrir skömmu, hafði varið afar- miklu fé til hókakaupa, svo að í bókasafni hans voru alls um 60—70 þús. bindi, og fór svo að lokum, að efnahagur hans gjörðist svo þröngur, að hann lét auglýsa uppboð á bókasafni sínu; en rétt áður en uppboðið átti að haldast, lét Acton lávarður hætta við það, og vissu menn þá eigi, hvað því olli. En nú er það orðið hljóðbært, að ameríski auðmaðurinn Carnegie keypti bókasafnið af láv- arðinum, og lét hann halda því, meðan hann lifði, og hefir Carnegie nú gefið Morley bókasafn þetta til fulJrar eignar og umráða, og mun Morley bafa í hyggju, að láta einhvern háskól- ann á Bretlandi fá það. Sjaldgæf rit komast opt í afar-hátt verð, og má geta þess t. d., að félag eitt í Lundúnum, er Hoclgson & Co. nefnist, seldi ný skeð ofur- lítið blað, er skáldið Charles Lamh hafði ritað á þrjú kvæði með eigin hendi, fyrir 74 pund sterling. ísafjarðarsýslu, Álptafirði 1. des. 1902: „Mik- il er árgæzkan hér til lands og sjóar, og afli með bezta móti, er verið hefir nokkur undan far- in ár. Mjög margir róa hér nú á skektum, tveir á skipi, og mun aflinn hjá þeim yfirleitt orðinn úr 20 tn., og þar yfir, en á fjögramannaförum búið að salta úr 30—50 tn.“ Isafjarðarsýslu, Bolungarvik 29. nóv. 1902: „Aflabrögð eru all-viðast góð hér við Djúp, en þó hvergi, sem í Inn-Djúpinu, því þar má heita landburður, og þvi betra, sem innar dregur. Þjófnaður hefir verið framinn hér í Víkinni nýskeð, tvivegis brotizt inn í sölubúð Pétwrs kaupmanns Oddssonar, og stolið þar 10 kr. í pen- ingum í hvort skiptið, og má ske einnig einhverju af vörum. Að líkindum hefir þjófurinn fengið sér lykil að geymsluhúsi, sem stendur bak við sölubúðina, og komizt þaðan inn í búðina gegn- um dyr, sem eigi hafa verið lokaðar. — En ó- vanalega kurteisi má það telja, að þjófsi hefir í hvort skiptið látið sér nægja 10 kr., þótt meiri peningar væru fyrir“. Gjallarhorn heitir hálfsmánaðarblað, er byrjaði að koma út á Akureyri 1. nóv. siðastl. — Útgefendurnir eru: cand. phil. Bernhard Laxdal og verzlunarmaður Jón Stefánsson. Koma þá alls út 3 blöð á Akureyri, og er hætt við, að öll verði ekki langlíf. Drukknun. 30. okt. hvolfdi báti á Eyjafirði. Báturinn var frá Höfða, og var að fást við síldarveiðar. Einn maður drukknaði, Jön Pálsson að nafni, en þremur var bjargað. Tveir af þeim, sem bjargað var, héldu sér uppi á sundi, en Jón Pálsson var ósyndur, og skolaðist því þegar frá bátnum, og sökk. Skemindlr af veðri. í mikla veðrinu, aðfaranóttina 15. nóv. síð- astl., fuku tvö hus í ísafjarðarsýslu, og brotn- uðu; annað húsið var þinghús Eyrhreppinga, er stóð á Hauganesinu í Skutilsfirði, all-vel vandað timburhús, byggt fyrir fáum árum, en hitthús- ið var í Súðavík i Alptafirði, eign Bergsveins bónda Ólafssonar, er þar býr. Á Akureyri skemmdust tvær skipabryggjur f sama veðri, og þilskipið „Jón“, eign Jóns Norðmann’s, sökk þar á höfninni, með þvi að los kom á ísinn á Pollinum, og hefir reka-ísinn þá að líkindum sett gat á skipið. Brú fauk einnig af Héraðsvötnunum i Skaga- firði, og önnur brú fauk af Sæmundará i Yatns- skarði. Brunnin bæjarhús. Aðfaranóttina 14. nóv. síðastl. brann eldhús, og framhýsi, að Úlfstöðum á Vöilum, hjá Stefáni Þjóðviljíikn. lækni Gíslasyni, og brunnu þar matvæli o. fl., er allt var óvátryggt. Friðarl'undur á Vopnaíirði. Þingmenn Norðmýlinga héldu leiðarþing á Vopnafirði 1. nóv. — Sira Sigwrðwr P. Sívertsen á Hofi bar þar fram sams konar friðartillögu, er samþykkt var í Eyjafjarðar- og Suður-Þing- eyjarsýslum. Alþm. Jón Jónsson frá Sleðbrjót studdi tillögu þessa, og var hún samþykkt með öllum atkvæð- um gegn 3, þrátt fyrir mótmæli hins þingmanns- ins, Ólafs vors Davíðssonar, er virðist hafa borið lítið sigurorð af fundinum þeim. Stórkostlegir húsbrunar á Húsavik. Aðfaranóttina 26. nóv. brann sölubúð 0rum og Wulff’s verzlunar í Húsavíkurverzlunarstað. Búðin var tvíloptuð, og dreifðist eldurinn þaðan í vörugeymsluhúsin, er voru 7 að tölu, og voru þau öll brunnin til kaldra kola kl. 8 að morgni. Verzlunarvarningur brann og allur, nema bjargað varð nálega 400 tn. af matvöru, og nokkru af kolum, oliu og salti, en öðru eigi, að teljandi sé. Hæg austangola var, og studdi það að út- breiðslu eldsins. Óvist er enn, hvernig eldurinn kom upp, en hans varð fyrst vart um nóttina, er kona ein i Húsavíkurþorpinu vaknaði, og sá eldinn standa út um skrifstofugluggana á sölubúðinni, og var verzlunarstjórinn, Stefán Guðjohnsen, er býr í sérstöku húsi, Sem verzluninni til heyrir, þá þegar vakinn, og tóku menn þá að gjöra þær björgunartiiraunir, sem kostur var á, en þá var bálið þegar orðið svo magnað, að ekki varð við ráðið. Talsvert af púðri var geymt uppi á búðar- loptinu, og var freistað að ná því, en lánaðist eigi, þar sem allt var fullt þar af brælu. Eldurinn sást langar leiðir, í aðrar sveitir, og kvað það hafa verið mjög tilkomumikil sjón. Bændur neita að baða ffe sitt. í Breiðadals-, Yalla- og Eyða-hreppum hafa bændur skorazt undan, að hlýðnast þeirri skip- un amtsins, að baða fé sitt í vetur, og hafa leit- azt við að rökstyðja þessa undanfærslu sína f bréfi til Páls Briem amtmanns, og er téð bréf undirritað af síra Magnúsi Blöndal í Vallanesi, Sigurði bónda Einarssyni í Mjóanesi og Björgvin Vigfússyni umboðsmanni. Sem ástæður nefna þeir, að enginn fjárkláði sé í Múlasýslum sunnan Lagarfljóts, enda ein böðun ónóg, ef fjárkláði væri. — Samgöngur fénaðar verði og eigi hindraðar, nema fé sé hald- ið f húsum, og geti þvi böðunin orðið árangurs- laus, enda telji hyggnustu bændur og nærfærn- ustu fjármenn, að böðunin geti haft slæm áhrif á heilsufar fjárins, þar sem fé lifí þar mest af útigangi, og lungnaveiki liggi þar mjög víða í landi, eu hætt við, að fé ofkælist við böðunina, og fjárhúsum víða eigi svo háttað, sem þyrfti. Loks telja þeir og, að böðunin myndi leggja 53 kr. kostnað á smábændur, en allt að 172 kr. kostnað á stærstu bændurna. Amtmaður hefir þó, að því er „Norðurland11 segir, haldið fast við skipun sína, sem byggð er á tillögum amtsráðsins í Austuramtinu, og lagt fyrir sýslumanninn í Suður-Múlasýslu að höfða mál gegn öllum fjáreigendum, er eigi hlýðnist þeirri skipun amtsins, að bafa baðað fé sitt fyr- ir miðjan vetur. Húsbruui í ísafjarðarkaupstað. Að kvöldi 13. nóv. síðastl. brann tvíloptað fbúðarbús á ísafirði, er var eign Eirutrs snikkara Bjarnasonar, og varð nær engum innanstokks- munum bjargað, en húsfólkið, er sumt var kom- ið í svefn, bjargaðist með naumindum, t. d. varð Englendingurinn George Owen, er bjó í lopther- bergi þar yfir, er eldsins varð fyrst vart, svo naumt fyrir, að þegar hann, og kona hans, vökn- uðu, sást eldurinn upp um gólfið, og slúppu þau hjónin út hálf-klædd, og rétt í sömu svip- an, er þau voru komin út úr herberginu, datt gólfið niður. Eldsins varð fyrst vart kl. 10 l/2 um kvöldið, og vita menn ógjörla um upptök hans, eða ber ekki saman um það: Til allrai' hamingju var veður lygnt, þvx að ella hlaut eldurinn að hafa borizt til annara húsa. Húsið sjálft var vátryggt fyrir 7 þús., og innanstokkBmunir húseiganda, er sjálfur bjó í húsinu, fyrir 3 þús. króna; en eigur leigjanda, er í húsinu bjuggu, voru allar óvátryggðar, og hafa þeir því orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, sem að vísu hefir að nokkru verið bætt úr með sam- skotum, er þegar voru hafin-þar í kaupstaðnum. Hviilal'riðnnin. Fundir voru haldnir á Akureyri 18. og 25. nóv., til þess að taka í sama strenginn, semAustfirð- ingar, að þvi er snertir hvalaveiðarnar, og varð SÚ niðurstaðan, að skora á alþingi að banna að flytja nokkurn hval i land, eða i landhelgi, en til vara, að skora á þingið, að leggja 500 kr. gjald á hvern hval, er i land væri fluttur. Mannalát. 28. okt. síðastl. and- aðist að Kálfstöðum í Hjaltadal í Skaga- fjarðarsýslu húsfreyjan Margrét Þorfinns- dóttir, kona Arna hreppstjóra Ásgríms- sonar, er þar býr. Meðal bama þeirra hjóna er ungfrú Hólmfriðar Árnadóttir, sem nú er forstöðukona kvennaskólans á Akureyri. — 12. s. m. andaðist Jón bóndi Guð- mundsson á Víðirnesi í Hjaltadal, 73 ára að aldri. Hann var kvæntur Guðrúnu Gunnlögsdóttur, og voru þau hjónin 46 ár i hjónabandi, og lifir hún mann sinn, ásamt 5 bömum þeirra hjóna, en 4 þeirra dóu í æsku. — Jón sálugi var búhöldur góður, greindur vel, og hinn áreiðanleg- asti í öllum viðskiptum. Hann var og maður greiðvikinn, og vildi láta gott af sér leiða, þótt ekki færi hann hátt með það. — 28. nóv. síðastl. andaðist að Þórodds- stað í Kinn prestkonan Ólöf Sigtryggs- dóttir, kona síra Sigtryggs Guðlaugssonar, og höfðu þau hjónin að eins verið 3 ár í hjónabandi. — Banamein hennar var brjósttæring. — Látin er og, á síðastl. hausti, húsfreyj- an Ingibjörg Jónsdöttir á Rauðamýri í ísafjarðarsýslu, kona Halldórs búfræðings Jónssonar, er þar býr. ísafjarðarsýsla (Inndjúpið), 2. des. 1902: „Það, sem af vetrinum er, hefur verið sama sum- arbliðan, nema nokkurra daga norðanhret í önd- verðum nóvember. Snjó dreif þá töluverðan, en nú er örautt aptur. Heyskapur varð almennt í góðu meðallagi, og fénaði þvi ekki fækkað til muna; hvergi hefur enn borið á bráðapest, og skepnuhöld því góð. Til sjóarins er einstök ár- gæzka, hefur síðan í ágúst mátt heita hlaðafli hér við Inndjúpið og beita nóg, þvi á eptir smokknum kom síldin og veiðist hún enn á fjörðunum. Síðan í leitum eru allmargir búnir að salta úr 30 tunnum, og nokkrir langt þar yfir, en allur er fiskurinn mjög smár og ýsumikill. Við Út-Djúpið hefur og verið all-góður afli, en sjaldgjöfulla. DÝRAFIRÐI 24. nóv. 1902: „Þegar sumarið og haustið var liðið, með sínu ómmni- lega hagstæða bliðviðri, þá heilsaði veturinn fyrsta morguninn hér með sunnan ofsaveðri, og húðaregni, þann 25. okt., og hélzt um næstu 4 daga sunnan hvassviðri með vætu; eptir það gekk í norðaustur, með snjókrapa-illviðri, en hljóp stundum i vestur; en 31. okt. hljóp í norður, og gjörði eptix það kafalds kafla, og norðangarð strangan, allt til þess 12. þ. m., svo mennurðu

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.