Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Blaðsíða 2
98 XVII, 25. En með því að ,,fiskkaupa“-ferð þessi var gjörð um þetta leyti, svona að eins 2—3 dög- um á undan kjörfundinum, þá þótti þetta ferða- lag all-kynlegt, og ekki sizt er þáð kvisaðist, að kréfin, sem sent var með, voru til .Jðns læknis Þorvaldssonclr á Hesteyri, Sigurðar Pálssnnar, Hesteyrar-factors, og síra Kjartans, Grunnvík- inga-klerks — þ. e. einmitt til aðai-atkvæða- smala apturhaldsliða í Norður-hreppunum við undanfarnar kosningar, og lagðist því þegar grunur á, að eitthvað væri í hruggi, svo sem síðar varð raun á. Sendimennirnir komu aptur að norðan aðfara- nóttina bvítasunnudagsins — mun hafa þótt líklegast, að síður kæmi þá kvis á —, og sögðu hverjum söguna um ,,fiskkaupin“(!), Sem heyra vildi. Gjörðist þá þegar all-tíðrætt um „fiskkaup- in“(!) á Hornströndum, og þótti því framsóknar- mönnum í héraðinu réttast, að eiga það ekki undir, að sitja heima kjörfundardaginn. II. En það var, eins og skrifað væri í örlaganna bók, að launráð þessi ættu ekki að lánast. Þegar íhaldsliðar sendu norður, til „fiskkaup- anna“ á Ströndum, höfðu þeir gleymt gjörsam- lega „hvítasunnuhretinu11, en það kom — eins o j lög gera ráð fyrir — á hvitasunnudagiim, og gerði þeim slæmt strik í reikninginn. Dyngdi þá niður snjó miklum á Ströndum, með aftaka-norðanveðri, svo að ferðalög öll voru ófær. Hretinu linnti eigi, fyr en annan dag hvíta- sunnu, og var þá orðið um seinan, að senda norður á Hornstrandir, þar sem kjörfundardag- urinn var að morgni, og fórst þvi fyrir öll smala- mennskan á Ströndum, enda tvisýnt, hvað „fisk- azt“ hefði, þótt betur hefði viðrað. Gufubáturinn „Asgeir litli“, er íhaldsliðar leigðu, og sendu norður, nóttina fyrir kjörfund- inn, til að sækja norðan-safnið, kom því að eins með 11 hræður á kjörfundinn. Það var dýr farmur, — „fiskarnir11 færri, en ætlast var á um. III. Kjörfundardaginn, 2. júní, var veður all-fag- urt, og fjölmenntu Djúpmenn þá mjög á fundinn. Úr Nauteyrarhreppi, og úr innri hluta Snæ- fjallahrepps, mættu kjósendur þó fremur fáir, enda eiga kjósendur úr hreppum þessum einna lengsta leið á fundinn, og vissu eigi, að tveir yrðu í kjöri. Grunnvíkingar sóttu og fundinn fremur lin- lega. Nóttina fyrir kjörfundinn höfðu aflazt nokkr- ar tunnur af sild, inni í Sevðisfirði, og var hún komin út i veiðistöðurnar snemma morguns. Það þótti ihaldsliðum á Isafirði bera vel í veiði, og hugðu nú vist, að fundurinn yrði fá- mennur. En þó að fisktregt hefði verið nokkra hríð fyrir hvitasunnuna, og afla-von góð á síldina, létu Djúpmenn það eigi aptra sér frá kjörfund- arsókninni, en hröðuðu sér á fundinn. Var það mjög rösklega og drengilega að ver- ið, og myndu eigi allir hafa gjört ísfirðingum það eptir. IV. A kjörfundinum buðu sig fram, svo sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu: I. Árni kaupmaður Sveinsson á ísafirði, og voru meðmælendur hans: Jón Laxdal verzlunar- stjóri, og „Vestra“-prentarinn Kristján H. Jónssov. II. Skúli Thorodrlsen ritstjóri, og voru meðmæl- endur hans: Pétur hreppstjóri Oddsson í Tröð og síra Sigurður Stefánsson í Vigur. Auk þingmannaefnanna, er töluðu nokkrum sinnum, tóku og meðmælendur þeirra allir til máls, og sérstaklega þvældu þeir Laxdcd, og „Vestra“-prentarinn, .aptur og aptur upp ýmis konar ,,Vestra“-vísdóm(!), um stjórnarskrármál og bankamál, sem hvorugur þeirra virtist hafa botnað neitt í. Var það hálf-leiðinlegt verk fyrir ritstjóra -tr'o OÐ V±y s . „Þjóðv.“, að leiðrétta verstu vitleysurnar, enda námssveinarnir hvergi nærri svo fróðleiksfúsir og skilningsgóðir, sem æskilegt hefði verið, ef verulegs árangurs skyldi vænta á jafn stuttum námstima. Loks kom svo, að kjósendum leiddist svo þvælan, og skilningsleysið í prentara „Vestra“, að ýmsir gerðust all-ókyrrir, svo að Htt heyrð- ist, hvað hann sagði, og þagnaði hann þá loks, við litinn orðstýr, og þótti mörgum, að fyr hefði átt að vera, og vh-ðing hans þá meiri. Búfr. Halldór Jónsson á Rauðamýri beindi nokkrum fyrirspurnum til þingmannsefnisins Arna Sveinssonar, og svaraði hann sumum þeirra, en kvaðst ekki geta lýst skoðun sinni á alþýðu- menntunarmálinu, nema hann hefði frumvarp á vasann, sem hann ekki hefði(!) IJmræður stóðu nær tvo kl.tíma, og að þeim loknum hófst atkvæðagreiðslan. V. Atkvæðagreiðslan fór því næst fram, svo sem hér segir: Sk. Th. A. Sv. Hólshreppur .... ... 33 1 Eyrar .... ... 31 2 Isafjarðarkaupstaður ... 41 26 Súðavíkurhreppur . . ... 20 »» Ogur . . . ... 20 Reykjarfj. . . . ... 10 nn Nauteyrar . . . . . . 7 í Snæfjalla . . . ... 4 í Grunnavík. . . . . . • 7 í Sléttu . . . ... 13 10 186 42 Kjöríundurinn mátti því yfirleitt teljast mik- ið vei sóttur. VI. Þegar kjörstjórnin hafði lýst yfir kosningar- úrslitunum, þakkaði Slcúli Thoroddsen kjósend- um sinum, með nokkrum orðum, gott traust og fylgi, og gengu menn síðan af kjörfundi. Kjörfundur Vestur-ísfirðinga. Kjörfundurinn var haldinn í verzlunarstaðn- um Þingeyri 3. júní síðastl. Kjörfundurinn var mjög vel sóttur úr Þing- eyrar- og Suðureyrar-hreppum, en miður úr hin- um hreppunum. — Súgfirðingar áttu lengst á kjörfundarstaðinn, en höfðu þó fjölmennt mest, næst Þingeyrarhreppi, að tiltölu við kjósanda- fjöldann, og var það mjög vasklega að verið. Meðmælendur síra Sigurðar Stefánssonar voru: Kr. Alhertsson á Suðureyri, og síra Þórður ó)lafs- son á Gerðhömrum, en meðmælendur Jóhannesar hreppstjóra Ólafssonar voru: hreppstjóri Guðm. Á. Eiríksson á Þorfinnsstöðuin, Kristinn búfr. Guðlaugsson á Núpi, síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri, Matthías Ólafsson verzlunarstjóri í Haukadal, Gísli bóndi Ásgeirsson á Alptamýri og búfr. Sveinn Arnason, er talaði með „vanalegri mælskulY!), og þvældi þau ósköp, að kjörstjórn- in varð að taka af honum orðið, og sagði hann, að sér þætti það hart/!). Eptir að þingmannaefnin höfðu haldið ræður sínar, og ýmsir af meðmælendum þeirra höfðu tekið til máls, og eptir að beint hafði verið til hr. Jóh. Ól. fyrirspurn þeirri, sem getið er um á öðrum stað í blaði þessu, og hann svarað henni, svo sem þar segir, var gengið til kosninga,r, og féllu þá atkvæðin þannig: Jóh. Ól. Sig. St. Auðkúluhreppur..........12 „„ Þingeyrarhreppur........44 1 Mýra --------- ..... 10 16 Mosvalbi —— . . . 'r . 14 10 Suðureyrarlireppur .... „„ 16 80 42 Að kjósendur í Mýra- og Mosvalla-hrepþum, er fylgdu framsóknarmönnum nær eindregið að málum við kosningarnar í fyrra, snerust nú á síðustu stundu gegn síra Sigurði Stefánssyni, stafar óefað af þeirri skýru og eindregnu yfir- lýsingu hr. Jóh. Ólafssonar á kjörfundinum, að hann væri ekki stuðningsmaður hinnar núver- andi innlendu stjórnar, en vildi stuðla að því, að landið fengi framsóknarstjórn, og hafa menn þá fremur kosið alþýðumanninn, en prestinn, án þess að gæta þess, að þar sem þeir höfnuðu síra Sig. Stefánssyni, þá höfnuðu þeir einum af verkhæfustu og mikilmetnustu þingmönnum landsins. Má og fullyrða, að hefði sú yfirlýsing hr. Jóh. Ól., er fram kom á kjörfundinum, áður ver- ið kunn, þá myndi síra Sigurður eigi hafaboðið sig fram; en hr. Jóh. Ól. hafði stutt kosningu sýslumanns H. Hafstein's á undanförnum kjör- fundum, og var því eðlilega, af oss og fleirum, skoðaður, sem þingmannsefni landshöfðingjaliðs- ins á þingi, enda studdur af „Vestra“, og öðrum málgögnum þess flokksins. ^ ■ 'i "i i iiiiiiiii,i)ii;.niiiiiiHniiinnim^ ísafirði 9. júní 1903: „Síðasta vikutímann hafa gerigið hér sífelldir sunnan-stormar, og stór- felldar. rigningar, svo að snjó hefir leyst vel til fjalla, og tún eru farin ögn að litkast. En þó að tíðarfar þetta hafi verið hagkvæmt upp á land- ið, þá hefir það verið sannköiluð vandræða-tíð til sjávarins, þar sem síld veiðist ekki, meðan svona viðrar, og ekki til neins að róa með aðra beitu í Út-Djúpinu, þó að stöku sinnum gefi á sjóinn. A hinn bóginn er enginn efi á þvi, að Djúp- ið er fullt af síld og fiski, og aflahorfur því góðar, ef tíð breyttist, og síld næðist, enda hefir nú siðustu dagana aflazt mikið vel á skelbeitu frá Snæfjallaströndinni, 3—4 hundruð með bát. Mesti fjöldi sunnlenzkra fiskiskipa hefir leg- ið aðgjörðalaus hér á firðinum, síðan um hvíta- sunnu, til að biða eptir þvi, að síld kynni að fást, enda hefir tíðin einnig verið mjög storma- söm úti fyrir. — Mikið af þilskipastólnum hefir því verið all-óarðvænleg eign nú um tíma, og er stór furða, að þilskipamenn skuli engir afla sér skelbeitu, þegar síld bregst, og tregt er um afla á ljósa beitu, því að það er margreynt, að kræklingur og kúfiskur er mjög veiðin beita, svo að menn jafn vel taka þá beitu fram yfir síldina í verstöðum innan Arnarness hér við Djúp, enda er það kunnugt, að á fiskiskútum Frakka hér við land er skelbeita mjög notuð. Sakir hinna litlu aflabragða, þá hefir verið óvanalega Jítið um kaupstaðarvinnu hér á Isa- firði, og horfur manna því ekki sem beztar, ef ekki réttist vonum bráðar úr. Verzlunin „Edinborg11 í Reykjavík hefir nú sett upp fasta verzlun hér á ísafirði, og hefir í því skyni leigt verzlunarhús L. A. Snorrasonar kaupmanns, sem hættur er við verzlun sína hér á ísafirði. — Hr. P. Ward er tekinn að reisa fiskitökuhús hér í kaupstaðnum, og kvað ætla að reka hér verzlun. Hefir hann ný skeð keypt hús og lóð Soph. J. Kíelsens, fyrrum verzlunar- stjóra, og var kaupverðið 11 þús. króna. Ekki befir qjin tekizt, að setja gufuvélina í félagsbátnum „Heimastjórn11 svo saman, að hún sé að notum, enda ketillinn talinn of lítill, svo að ekki lítur út fyrir, að sú fleytan bæti í bráð- ina úr hinu tilfinnanlega samgönguleysi hér um Djúpið11. Um kosninga-úrslitin geymir „Þjóðv“. Dæsta nr. að tala, með því að ritstjórinn, sem dvelur á ísafirði, hefir enn eigi frétt um 4—5 kosningar, er þetta er skrifað. Landshöfðingjasveitin (landshöfðing- inn, H. Hafstein, „dánumaður“, ogfélag- ar þeirra), er ætlar sér að uppskera „launin“, hefir þreytt kapphlaup éptir atkvæðum kjósandanna, og fengið sína „beztu menn“(!) kosna, — höfðingjana sjálfa, gamla Tryggva, „Þjóðólfs“-mann Oi fl. Þjóðin hefir sýnt þeim þau brjóst- gæðin, að lofa þeim að vera með, þegar launin verða ákveðin á þinginu í sumar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.