Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.06.1903, Blaðsíða 4
PJOÐVILJIXJ,'. AVii, 2o. Níelssonar á Þúfimi, og var frj á. lionuin í 3 ár, unz hann gekk að eiga Guðbjörgu, dóttur Jóns, systkinabam sitt, árið 1859, og reistu þau hjónin bú að Hálshúsum í Vatnsfjarðarsveit vorið eptir. Að Hálshúsum bjuggu þau hjónin í 9 ár, en fluttust síðan að Miðhúsum í sömu sveit, og bjuggu þar 20 ár, unz þau fluttust að Botni í sama hreppi, því að Guðrnundur hafði þá keypt tvo-þriðju hluta þeirrar jarðar. Þar bjuggu þau í 7 ár, en slepptu svo jörðinni við syni sína, og dvaldi Guðrnundur síðan í Botni, sem húsmaður. Konu sína, Guðbjörgu Jónsdóttur, missti Guðmundur sálugi árið 1900, og höfðu þau hjónin alls eignazt 7 börn; dóu 4 þeirra í æsku, en þessi 3 eru enn á lífi: Jón Guðmundsson, bóndi á Hanhóii í Bolungarvík, kvæntur Salórne Þórar- insdóttur, Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Botni í Mjóafirði, kvæntur Sigriði Markúsdóttur, og Elln Guðmundsdóttir, gipt Bjarna Þorlákssyni, húsmanni í Botni. Guðmundur sálugi var greindur mað- ur, og búhöldur góður, enda búnaðist honum jafnan vel, og var einatt fremur veitandi, en þiggjandi, og gat opt hlaup- ið undir bagga með öðrum, er á lá, bæði með hey o. fl. — Meðan Guðm. bjó í Hálshúsum, og fyrstu búskaparár sín í Miðhúsum, stundaði hann bátfiski frá heimili sínu, þótt langt sé til sjávar, og lánaðist það opt vel, því að á þeim árum gekk fiskur opt þar inn eptir, þótt nú sé slíkt orðið sjaidgæft. — En þó að Guðm. sálugi stundaði þessi árin sjóinn, jafn framt landbúinu, þá var hann þó fremur hneigður til landbúskapar, og mátti með sanni segja, að sú jörð væri vel setin, er Guðmundur bjó á. Túnið í Botni í Mjóafirði stækkaði hann stórum, sléttaði það, og*umgirti það allt, og mun sú jörð bera hans lengi menjar, enda þótt hann væri þá koinin á efri árin, er hann fluttist þangað.j Þegar hreppsnefndir hófust hér á landi, var Guðm. kosinn í hreppsnefnd í sveit sinni, og var hreppsnefndarmaður í mörg ár, og nokkra hríð hreppsnefnd- aroddviti, ‘og komu hyggindi hans og ráðdeild þá opt að góðu liði. — Hann var og ljúfmenni í allri framgöngu sinni, og yfir höfuð drengur góður. A síðastl. hausti andaðist i Barðsvík á Horn- ströndum í ísafjarðarsýslu ekkjan Svanborg 01- afsdóttir, rúmlega sjötug, ekkja Jakobs heitins Ebenezerssonar (ý 1889h er lengi bjó í Þaralát- ursfirði. Aður en Svanborg sáluga giptist átti hún soninn Finnboga Bœringsson, sem nú er lausa- maður á ísafirði, með Bæringi Vagnssyni, bróð- ur Jóns bónda Vagnssonar á Höfða í Grunna- víkurhreppi, og þeirra systkina, en með manni sínum eignaðist hún alls 5 börn, og er nú ekk- ert þeirra barna á lifi, nema Fcdur bóndi Ja- kobsson í Barðsvik. Af hinum börnunum dóu 3 í æsku, en einn sonur uppkominn, Plató að nafni, dó um tvítugt. Svanborg sáluga var væn kona, og vellátin. Úr Grunnavíkurhreppi, Norður-ísafjarðar- sýslu, er skrifað 31. mai siðastl.: „Vorið hefir verið hér mjög kalt, og getur varla heitið, að neins staðar sé enn komin upp nokkur jörð, þó að komið sé fram undir fardaga, og stendur sauðfé því enn alls staðar við gjöf, og er víða farið mjög að skerðast um fóðurbirgðir bænda. — í dag er hér kafaldsbylur. Meðal tíðinda er það talið hér i hreppi, að hreppstjóri vor, hr. Þorvaldur Símonarson i Kjós, hefir i vetur leitað láns úr sveitarsjóði, og er fullyrt, að sveitarnefndin, sem engan sannan þurfamanninn iætur synjandi frá sór fara, hafi liðsinnt honum eitthvað. Hr. Benedikt Kr. Benediktsson, bóndi á Dynj- anda hefir ný skeð byrjað sveitaverzlun hér í hreppi, og getui’ það orðið hagræði, að því er snertir þunga vöru, og sparað mönnum kaup- staðarferðirnar til Hesteyrar, ásarnt ýmsu svalki, sem of opt hefir fylgt með slíkum ferðum“. FÁLKA IeFTOBÁKíÖ ER bezta neftdliakiö. THE North British Ropework C°y. Kirkcaldi) Contractors to H, M, Government b ú a t i 1 rússneskar og ítalskar fískilínur og focri, Manila, Coces og tjörukaðal, allt úr bezta efui og sériega vandað. Biðjið því ætíð um lAircHaldy fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, þvi þá fáið þér það, sem bezt er. 2. Þiiitli Ljóðmæla Mattli. Jochumssonar kemur í bókaverzlunina í sept. )>- á. p. t. ísafirði 26. mai 1903. I>avíd Ostlund. PRENTSMIÐJA ÞJÓBVILJANS. 98 „Hann er að líkindum sofandi í rúminu, því klukk- an er næstum þrjú“, svaraði Mitchell. “Yið skulum ekkert sýsla um það, hvað klukkunni líður“, mælti jeg „en jeg verð þegar að fá að tala við hr. Cressley. Viljið þér fylgja mér til svefnherbergis hans?“ „Já, ef jeg má reiða mig á það, að þér séuð hr. John Bell“, svaraði gamli maðurinn, og horfði, sem von var, all-tortryggnislega á mig. „Já, því er yður óhætt að treysta“, svaraði jeg. Hérna er nafnmiðinn minn, og hérna er hraðskeytið, sem jeg fékk í dag frá húsbónda yðar“. Húsbóndi minn hefir ekki sent neitt hraðskeyti í dag“, svaraði Mitchell. „í því skjátlazt yður; hérna er hraðskeytið“. „Það er mér óskiljanlegt“, svaraði Mitchell, „en þar sem þér eruð ráðvendislegur í sjón, þá ætla eg samt að trúa yður“. „Það er rétt gjört af yður“, svaraði jeg. Við fórum nú inn í húsið. Hann gekk nú á undan mér eptir all-löngum gangi, unz við komum inn í afar-stóran sal, sem að líkindum hefir fyrrum verið hátíðasalurinn. Þó að birta væri lítil, gat eg þó séð, að veggirnir voru úr svörtu eikitré, og fram með veggjunum stóðu riddaralíkneski í öllum herbúnaði; en fánar og veifur héngu niður úr loptinu. Jeg fylgdist svo með gamla manninum upp breiðan stiga, og genguin við svo afar-langa ganga, unz við komum að þeim hluta byggingarinnar, er var af- skekktari. 99 Við snerum svo til hægri handár, og gengurn upp stigann, upp í turninn. „I bverju herberginu sefur húsbóndi yðar?“ spurði jeg. „Hérna er herbergið hans“, svaraði maðurinn, um leið og hann nam staðar og benti mér á hurðina. „Standið þarna, sem þér eruð, ef eg kynni að þurfa aðstoð yðar“, mælti eg. Jeg tók nú við ljósinu, og reyndi svo að opna hurðina. Hurðin var tvílæst. Jeg kallaði, en enginn anzaði. „Við verðum að brjóta upp“, mælti eg við Mitchell. „Ef þér viljið bíða stundarkorn, skal eg sækja lykl- ana mína“, svaraði Mitchell. Hann yfirgaf mig svo, en kom mjög skjótt aptur. Við opnuðum nú hurðina. Það var stórt herbergi, og þegar eg kom inn í herbergið, var þar níðamyrkur. Mér heyrðist eg heyra einhverja hreifingu, en sá ekki neitt. En þar sem jeg hafði vanizt myrkrinu um hríð- kom jeg auga á stórt rúm í hinum enda herbergisins, og var rúm þetta smíðað í mjög fornum stýl. Mér sýndist rúmið eitthvað ekritið, og sneri mér því að gamla Mitchell, og mælti: „Sögðuð þér ekki, að hr. Oressley svæfi í þessu herbergi?“ „Jú, hann hlýtur að vera háttaður fyrir nokkrum kl.timum“, svaraði Mitchell. „Jeg skildi við hann í bóka- herberginu, þar sem hann var að leita að einhverjum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.