Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1903, Page 3
XYTI 44 Þjóðviljinn. 175 Stúlkurnar, sem báru það fram, sein um var beðið, virtust mér ekki þessleg- ar, að þær kynnu til þess starfa, og virt- ist mér belzt fýlan, eða ólundin, hanga utan á þeim, rétt eins og þætti þeim fyrir því, að verða nú að gera sér þetta ómak. A eitt af kaffisöluhúsum þessum gekk eg inn mestmegnis í því skyni, að ná i eitt af Reykjavíkurblöðunum, sem nýlega var komið út, og ætlaði eg að blaða í því, meðan og drykki kaffið; en þar var þá ekkert blað haldið(!) Þegar maður nú minnist þess, að þegar maður kemur inn á erlend kaffi- sölu- eða veitinga-hiís, þ1; er það fyrsta verk þjónsins, sem þar er fyrir, að bjóða manni eitthvert dagblað, til að blaða í, þá þykir manni fyrirlitning kaffisöluhús- anna í Reykj avik á blöðum vorum ó- neitanlega töluvert einkennileg, og ekki skil eg, að það setti þau á höfuðið, þótt þau tímdu að halda íslenzku blöðin, og t, d. eitt danskt blað að auk, enda myndi það óefað örfa aðsóknina, og borga sig margfalldlega. Þér sjáið af hinu !frar».an ritaða, hr. ritstjóri, að jeg hefi töluvert að athuga við tilhögunina á kaffisöluhúsunum í höfuðstað vorum, og skyldi mér þykja vænt um, ef þór telduð linur þessar þess virði, að birtast í blaði yðar. Cato. Söguöldin, friðaröldin, Sturlungaöldin, Mikinn fróðleik og mikla ánægju hefi jeg haft af því að lesa hina ágætu fyrir- lestra Jóns sagnfræðings um „'islenzkt þjöðerniu. En margs þarf jeg enn að spyrja, og þar á meðal um sambandið milli þessara þriggja alda eða timabila. Höfundurinn leiðir hjá sér að ráða þessa gátu að öðru leyti en því, að sundr- ungin á Sturlungaöldinni hafi verið helt- nesh hynfylgja; hún hafi búið i blóði is- lenzku þjóðarinnar allt frá landnámstíð, en fyrst bálað upp fyrir fullt og allt á Sturlungaöldinn i. Þessi ráðning nægir mér ekki; mér finnst hún ekki vera róttur sögulegur skilningur; jeg skil það allt öðruvisi og vil nú i fám orðum reyna að gjöra grein fyrir minum skilningi, sem jafn framt er skilningur margra manna, sem mér hafa verið fróðari. Höfundurinn segir, að undirrætur allrar sundrungar á Sturlungaöldinni hafi verið undirferli, ofstopi, metnaður og á- girnd. Þetta eiga þá að vera sórstaklega keltneskir þjóðarlestir. Attu þá Norð- mennirnir ekkert slíkt til í eðli sínu? Fannst það ekki í fari norrænu víking- anna? Rann þá keltneskt blóð í æðum Egils Skallagrímssonar? Þurfti Aðalsteinn konungur ekki að greiða honum drjúgar bróðurbætur, til þess að lypta á honum brúninni? Yildi hann sitja yfir skertum hlut fyrir öðrum, eins og þeim sonum Haralds konungs og Onundi sjóna? Var enginn ofstopi í lundinni? Egill er sannur sögualdarmaður, á hvað sem litið er; honum voru þá flestir líkir — vík- ingar i aðra röndina, en bændur í hina. — Það var líka sama sem að lifa eptir trú- arbrögðum þeirra. Það var hrós og skylda víkinganna, að þola engum órétt, og afla fjár og vegs og valda með oddi og egg. Annað var ekki samboðið frjáls- um mönnum. (xerðu þeir það ekki, þá skyldu þeir fara til Heljar, en þar þótti vistin daufieg eptir dauðann. Það var þá eitthvað sælla að vera með Oðni og berjast duglega. Það þótti lítið gaman að lífinu, eins og guðspjöllunum, ef eng- inn var í því bardaginn. Þetta var or- sökin til vigaferlanna á söguöldinni. Og víkingsskapurinn allur er frjáls- mannlegar athafnir. Það þurfti ekki að fara í launkofa með hann. Það var eng- synd að vera ágjarn til fjár og landa, eða metnaðargjarn, eða lítill jafnaðarmað- ur. En það var synd, að þora ekki að berjast til fjár og frama frjálsmannlega og fara með svikum og undirferli. Það var hvers manns skylda, að hata Loka, rógbera Asanna. frumkveða flærðanna, og vömm allra goða og manna. Undirferlin var ekki víkingseinkenni. I henni var svo mikið af bleyðiskap, að hún komst þar ekki að. Var þá undirferlin sérstak- lega keltnesk? Það gæti sýnst svo, en eg vík að þvi aptur síðar. (Niðurlag.) ísaflrði 19. okt. 1908: „Tíð var hér all-góð framan af þ. m., en norðan-kalzar og hvassviðri megnið af síðustu viku, og haustbrim talsverð. JBóðrar eru enn lítt byrjaðir hjá almenningi, enda beitulítið í Út-Djúpinu, þar sem hvorki hefir fengizt síld né smokkfiskur, nema hvað 180 fyrst verðið þið að segja mór hreinskilnislega, hvar þið hafið fengið hringinn. Verið óhræddir, því jeg heimta að eins hreinskilni, og þó að þið hefðuð stolið hringnum, skuluð þið ekkert mein af því hljótau. Hermennirnir gutu vandræðalega hornauga hvor til annars, og hvorugur þorði að segja neitt. „Sannleikann! Segið mér sannleikann, i guðanna hænum“, mælti greifadóttirin. „J0g heiti því við dreng- skap minn, að þér skuluð i alls engin vandræði komastu. Hermennirnir sögðu þá að lokum söguna um Mol- ínari, og músina hans. Celia Yanoíni hlustaði með athygli, og varð ýmist rjóð eða föl i framan. Brjóst hennar bærðust ákaft, og tárin tindruðu í augum honnar. Og er hermennirnir voru farnir, varpaði hún sér snöktandi á kné fyrir framan keisarafrúna, og mælti. „Það er hann, sá eini! Náð, náðið hann!u Marie Louise reisti bana upp> þrýsti henni innilega í faðm sér og mælti: „Yeslings barn! Hvers vegna hefirðu þagað svona lengi? Við vitum, að hann lifir, og svo framarlega sem faðir minn eigi synjar mór neinnar bænar, akal hann vissulega fá frelsi sitt“. Já, ungi vinur, niðurstaðan varð svo sú, að Molín- ari varð náðaður. Hann tók músina með sór til Sikileyjar, þar sem hann settist að, ásamt sinni ágætu konu, og byggði höll- ina, er við sáurn ný skeð, þegar við fórum þar^jfram hjá. 177 en þótti þó músin á þessari stundinni vera fyllilega hringsins virði. Þessi skipti tókust. Molinari fékk músina, og hermennirnir fóru mjög ánægðir, með hringinn. Kisa sat ein all-lúpuleg, og sleikti drjúgum út um. — Skoðið nú til, ungi vinm ! Til þessa hefir nú allt gengið ofur-eðlilega, en nú kemur það atriði í sögunni, sem hefir meiri ævintýra blæ. Molínari varð að frelsa litlu músina, svo að hún gæti frelsað hann Jeg befi þegar skýrt yður frá því, hvernig Molínari átti það músinni að þakka, að hann varð ekki fábjáni. I þessum skilningi mátti því segja, að músin bjarg- aði hom.m. En i lífi Molinari’s var músinni — að vísu í sam- bandi við hringinn — ætlað æðra takmark, svo sem eg skal nú skýra yður frá. A fundinum í Vínarborg bjuggu stórveldin til nýj- an uppdrátt af Evrópu. Ítalía var eitt þeirra landa, er stórveldin föru, verst með; hún var limuð sundur eptir geðþekkni. Þjóðhöfðingjar þeir, er lönd sín misstu, fengu vana- lega nokkrar ferhyrningsmílur fyrir sunnan Alpafjöllin, i skaðabóta skyni. Maríe Luise, kona Napoleon’s mikla fékk t. d. Parma. Eins og þér munið, var hún dóttir Franz II, Aust- urríkis keisara, og átti því stjórnina í Vin sórstaklega að. Arið 1832 varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa oinka-son sinn, Napoleon II., og til þess að hafa ofan

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.