Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1904, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.01.1904, Síða 2
6 iPJOttv.tr,ji.vn bjartsýnið i landinu, lífga vonirnar, þar seru þær eru farnar að dofna, og glæða trúna á sjálfum. sér, landinu og framtíð þess. Bjartsýnið er þjóðinni, og einstakling- unum, fiestu öðru iiollara, óhjákvæmileg lyptistöng til frama og framkvæmda. Miklu betra því, að farajafn vel lopt- förum i huganum, og telja sér alla vegi færa, en að fyllast örvæntingu, sjá ótal ljón og ófreskjur á veginum, og fara hvergi. Og séu ljón á veginum — og þau eru býsna mörg á þjóðlífsbraut vor ís- lendinga —, þá er að ráða á þau, og sigra þau, ef kostur er. Þetta þótti nauðsynlegt að takafram, og biðja menn, að hafa í huga, er þeir lesa bréfkaflann, sem birtur er hér aptar í blaðinu. Höfundur hans litur ærið svörtum augum á fjárhagsástand landssjóðsins, og á „hvalfjöruaðfarirnar“ á síðasta alþingi, og treystir miðlungi vel ráðherranum nýja. En þetta er ekki ástæða til svartsýn- is, ekki eina sinni í skammdeginu, held- ur hvöt til baráttu, til að bæta úr því, er miður þykir farið. Læri þjóðin að treysta sjálfri sér, og vilji bæta úr því, sem miður þykir fara, þá hjálpar guð þeim, sem hjálpa sér sjáifir. ístandið í læiða skólanum. Ný púðurspreníringf. — Hótunarbrðf. — „Ótt- ast ekki rtauða sinn“. — Iloriin „postilla“. — „Á útgðng-uversinu sprakk liann“. — Ósain- mála yfirstjórnendur. — Sakamúlsrannsóknir. Helzt til snemmt var það, er vér í síðasta nr. „Þjóðv.u gátum þess, að allt væri með friði og spekt í lærða skólan- um, því ,að árla morguns 9. janúar, sama daginn, er blað vort kom út að kveldi, varð áköf púðursprenginq i forstofu skól- ans, svo að húsið hristist, en hvellurinn heyrðist langar ieiðir. Þegar þetta gjörðist, voru piltar ný gengnir frá morgunbænahaldinu inn í bekkina, svo að naumast getur verið neinum skólapilti til að dreifa, er þá var í skólanum; og með því að enginn var í forstofunni, er sprengingin varð, hlauzt eigi slys af; en svo kvað rector hafa sagzt frá, að hylkið, er púðrið hafði verið Játið í, myndi rúmað hafa, sem svarar því, er notað er til fallhyssuskots. — Þá er og fullyrt, að rector Bjórn M. Olsen hafi öðru hvoru verið að fá hótun- arhréf, með bæjarpóstinum, þar sem hon- um sé sagt óþvegið til syndanna, titlað- ur miður virðulega, og haft í ýmsum hótunum við hann. Virðist svo, sem rector Olsen taki hót- unarbréf þessi all-alvarlega, þar sem hann, í stað þess að leiða bréf þessi hjá sór, 8em þýðingarlaus drengjapör, hafði ný skeð haldið all-langan ræðustúf yfir skóla- piltum, þar sem hann, út af hótunar- brófum þessum, lýsti því mjög hátíðlega yfir, að hann vissi það, að allir ættu eitt sinn að deyja, oq að hann öttaðist ekki dauða sinn, og tæki þvi ofur rólega, þótt hann bæri að höndum, er hann væri að gegna sínum embættis- og skyldu-störf- urn o. s. frv. — 11. janúar, er gengið ^ar til hina vanalega morgunbænahalds, kom það í ljós, að „postillanu, og sálmabœkur allar, var horfi.ð, og varð því að þylja eitthvað eptir minni(!) Gegnir það annars stórri furðu, að eigi skulí löngu vera hætt við þessar svo kölluðu bænagjörðir, sem ekki virðast stundum lýsa mikilli guðrækni, eins og þeim er háttað. — Einn morguninn fékkst t. d. enginn piltanna til þess, að syngja sálminn, unz einn piltanna lét þó loks- ins til leiðast, fyrir þrábeiðni rectors, en byrjaði þá svo hátt, að hann sprakk þrisv- ar á söngnum, og mátti þvi segja, sem þar stendur, að „á útgönguversinu sprakk hannu; en hinum var auðvitað dillað, og varð af skellihlátur, og væru slík bæna- höld betur spöruð. — Svo er að sjá, sem yfirstjórnendur skólans séu ekki mjög sammála, þarsem einn ónýtir það, er annar úrskurðar, sbr. 51. nr. „Þjóðv.u f. á.; nýlega hefir og landshöfðingi úrskuröað, að tveir afpilt- um þeim, er reknir voru úr öðrum bekk í seinna skiptið, skuli teknir aptur inn í skólann. Sagt er, að kennurum skólans hafi og verið það mjög á móti skapi, er rector greip til þess óyndisúrræðis, að fara að krefjast sakamálsrannsóknar, út af púður- sprengingunni 9. janúar o. fl., og bendla þannig fjölda skólapilta við vitnaleiðslur og svardaga, sem margt íllt getur af hlotizt, er lítt þroskaðir unglingar eiga hlut að máli. Hófust sakamálsrannsóknir þessar 11. jan., og voru þá 5 eða 6 skólapiltar kvadd- ir fyrir rótt, og nokkrir einnig daginn eptir; en nákvæmari fregnir um þetta efni verða að bíða næsta blaðs. Eptir að ofan ritað var sent i prent- smiðjuna, hefir frétzt, að nýpúðursprenging hafi orðið i forstofu latínuskólans 12. jan. kl. 8 og 40. mín. e. h., og var púðurspreng- ing þessi svo mikil, að skólahúsið brist- ist, og hvellurinn heyrðist langar leiðir. Mælt er, að ekkert hafi enn orðið upp- vist við róttarrannsóknirnar, semhaldnar hafa verið, eptir kröfu rectors. Blaðið „Heykjavíku minnist 14. þ. m. á óstandið í lærða skólanum, og hallar fremur frásögninni á pilta, og skýrir að suinu leyti rangt frá, segir t. d., að ann- ars-bekkingar, sem teknir voru aptur í skólann, eptir fyrri burtreksturinn, hafi beðið fyrirgefningar, sem er tilhœfulaust, gefur í skyn, að hinir burtreknu annars- bekkingar muni vera valdir að óknytt- unum, 8em ritstjórinn þó veit ekkertum, o. fl. — Hver segír honum og, að messu- söngs bókunum, og húslestrarbókinni, hafi verið stolið? Er ekki eins hugsanlegt, að þeim hafi verið fargað, án þess nokkur hafi auðgað sig á þeim? Að minnsta XVIII., 2. kosti virðist réttara. að vera ekki að tala um „þjófnaðargrun eða bjófsorðu. er á piltum hvíli, meðan hvorki ritstjóri „Reykjavíkuru, né aðrir, vita, hvernig á hvarfinu stendur. Að næsta alþingi fari að svipta lat- ínuskólann ölmusustyrknum, vegna ó- standsins í skólanum, eins og ritstjóra ,,Reykjavíkuru finnst sjálfsagt, það er fjarstœða, sem engri átt nær, og má geta nærri, hvort þingmenn, sem eru fulltrú- ar þjóðarinnar, fara að refsa landsmönnum, er pilta eiga í skóla, á jafn ranglátan hátt, enda væri það því líkast, að „hafa býtti á bakara og smiðu. Annars situr fremur illa á „Reykja- víkinniu, er hún er að rausa um það, að hún hafi eigi viljað gjöra skólamál að blaðamáli, þar sem margir munu enn minnast „lúsaleiðaransu, er hún flutti í fyrra vetur, út af því er sézt hafði lús á einhverjum krakkanum í barnaskólanum í .Reykjavík; eða hví skyldi það frem- ur hafa verið blaðamál, en óstandið í lærða skólanum? Var það þeim mun merkilegra? „Freyr“ er nafnið á hinu nýja landbúnaðarhlaði, er þeir Einar Helgason garðyrkjumaður, Gwðjón Gsið- mwndsson landbúnaðarkandidat, og Magnús Ein- arsson dýralæknir byi-juðu að gefa út nú um áramótin. — Það á að koma út einu sinni á mánuði, ein örk í senn, og kostar árgangurinn 2 kr. í fyrsta nr., sem út er komið, eru ýmsar gagnlegar hugvekjur, og má ætla, að blaðið verði eigulegt, og vel úr garði gjört, þar sem jafn hæfir menn leggja saman. Lausn i'rá prestskap. Síra Ólafur Stephensen á Lágafelli hefir fengið lausn frá prestskap frá næstk. fardögum, og ætl- ar að byrja búskap í Skildinganesi. Húsbrunar. Um mánaðamótin nóv.—des. brann hús Gisla Hjálmarssonar i Nesi í Norðfirði, eitt af stærstu húsum á Austfjörðum, og var húsið vátryggt.. Annar húsbruni varð á Seyðisfirði aðfaranótt- ina 11. des.; þar brann hús Eyjölfs ljósmynda- smiðs Jcmssonar, og var albrunnið kl. 21/., um nóttina. — Fólk var vakið upp, og bjargaðist sumt í nærfatnaði einum, en litlu af innanstokks- munum var bjargað. — Bæði hús og innbú var í eldsvoða ábyrgð. Jarðlaust var víðast á norður- og austurlandi fyrir miðj- an des. Fisklaust, eða þvi sem næst, segja siðustu fréttir frá ísafjarðardjúpi, Eyjafirði, og á Austfjörðum. — 29. des. var róið úr Bolungarvík, aðal-verstöð Djúpmanna, og fengúst að eins fáir fiskar á skip. Lýðliáskólinn(i) í Búðardal var um jólin fluttur að prestsetrinu Hjarðar- holti í Dölum, sakir einhvers ágreinings við mat- salann í Búðardal. Svartsýni. (Úr bréfi). „... Við eram orðnir því svo vanir, hús- menn og bændamyndur þessa arma lands, að sletta sjaldnast í oss bita eða sopa, nema það sé að láni tekið, að við það bregður manni ekki. En þegar svo þetta merkilega þjóðfé- lag, sem slíkt, fer einnig að lifa upp á lánin, — sbr. 41. árs gaddavirslánið —,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.