Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1904, Blaðsíða 3
XVTTI 6. PjÓBVIIiJINN 23 Sigurreig sáluga var freklega fimmt- ug, er hún andaðist. — I ’ 111 ga ddavírslö gin er „Þjóðv.“ ritað af merkum bónda, i Norður-ísafjarðarsýslu, 5. febr. siðastl.: „Nú eru þá lögin um gaddavírsgirðingu stað- fest, og um lántöku fyrir landssjóð i því skyni, og þykja íllar fróttir, því að hver, sem á þau lög minnist bér um sveitir, telur þau bin ómannúðlegustu og verstu lög, er þingið bafi nokkuru sinni sam- þykkt. A þremur stöðum veit eg til, að girt voru dálítil stykki með gaddavír fyrir nokkrum árum, og á öllum þessum stöð- um bafa stórgripir meiðzt, og sumstaðar orðið að drepa þá, og sama er um sauð- pening að segja. En þó að þetta kunni að þykja smá- munir, þá má ekki gleyma hagfrœði þings- ins, að kaupa iitlent efni (gaddavir), í stað þess að nota efni, sem landið getur sjálft lagt fram, þvi að óbætt mun mega fullyrða, að garður úr torfi, bnaus, eða grjóti og torfi, jafngildir gaddavírsgirð- ingu, þegar á allt er litið, bvað þá held- ur grjótgarðar, sórstaklega tvíblaðnir. Það befði virzt heppilegra, að lánið befði verið veitt bændum, til að girðaúr innlendu efni, svo að þessi bálfa miljón befði runnið inn í landið, en ekki út úr því. Vér stöndumst ekki slíkar ritborg- anir, og sízt fyrir ekki betra bnoss, en gaddavirsgirðingarnar munu reynast“. tíkneski Suorra Stnrlusonar. Seyöfirzka kvennfélagið „Kvik“ hefir tekizt á hendur, að safna samskotum, til að reisa Snorra Sturlusyni minnisvarða, og er áskorunin dagsett 7. jan. síðastl. Yonandi, að áskorun þessari verði sæmbega tekið, svo að ekki lendi við orðin ein, svo sem of opt vill verða hér á landi. Lagar 11 j étsh r úi n. Efni í hana kom tb Reyðarfjarðar í siðastl. desemhermánuði, með gufuskipinu „Mjölnb11, og verður flutt að hrúarstæðinn í vetur, ef ísalög leyfa. „Aurasjóður Sejrðisfjarðarkaupstaðar“ heitir sjóður, er verzlunarmannafélagið í Seyð- isfjarðarkaupstað hefir gengizt fyrir að stofna í vetur, til að temja hörnum sparsemi, og tekur sjóðurinn við hvað litlu innlagi, sem er, og svarar af innlögunum sparisjóðsvöxtum. Til stofnunar sjóðsins gaf verzlunarmanna- félagið 100 kr., en kvennfólagið „Kvik“ 50 kr., og voru ýmsum hörnum gefnar sparisjóðshækur, eða „aura-bækur“, með einnar krónu innlagi. Sjóðstofnun þessi er mjög þarfleg, og lofs- verð, og vonandi, að á sannist, að „opt er mjór mikils vísir“. Aflahrögð við Djúp. Síðan um hátíðar hefir fengizt all-góður afli í Bolungarvík, en sjaldgjöfult mjög í janúarmán- uði, sjaldan gefið á sjó, nema einu sinni eða tvisvar í viku. — í innri verstöðunum við Djúp- ið var á hinn bóginn fisklaust; en með febrúar- byrjun kom ganga af rígrosknum þorski inn á fiskimið Bolvíkinga, og fyrstu vikuna af febr. var bezti afb hjá Bolvíkingum, Hnifsdælingum, og öðrum, t. d. mótorbátum frá Isafirði, er út á Bolvikinga mið sóttu, og nokkur fiskreita var þá einnig farin að fást á innri fiskimiðunum. Að því er snertir aflabrögð í Bolungarvíkinni fyrir hátíðar, vill Bolvikingur einn gera þá at- hugasemd við hréfkaflann frá Isafirði, er birtur var í 52. nr. blaðsins f. á., að auk hr. Sumarliða Magnússonar á Jaðri, hafi þá stöku formenn verið búnir að salta úr nálægt 30 tunnum, og meiri parturinn úr 10—12 tn., og telur hann það eigi lítinn aba, er litið sé til ógæftanna. Þinginannsefni Akureyringa. Meiri hluti kjósanda í Akureyrarkaupstað hefir skorað á amtmann Pál Briem, að gefa kost á sér til þingmennsku fyrir kaupstaðinn við alþingis- kosningu þá, er væntanlega fer fram í næstk. septembermánuði. „Gjallarhorns“-menn, og þeirra fylgifiskar, vilja á hinn bóginn koma að Magnúsi kaupmanni Kristjánssyni, og hafa þegar vakið töluverðar kosninga-æsingar. Kýtt brauðgerðarliús á Ísaíirði. Frá Isafirði er „Þjóðv.“ skrifað 5. febr.: „Hlutafélag er nýlega stofnað, til þess að koma upp þriðja brauðgerðarhúsinu hér í kaupstaðnum, og eru þeir P. M. Bjarnarson verzlunarmaður og skipstjóri Jón Brynjölfsson helztu forgöngu- mennirnir. Upphæð hvers hlutabréfs er 25 kr., og hafa þegar nál. 100 manna keypt hluti, en fjöldinn þó að eins einn hlut hver, og kvað hlutaféð alls orðið um 5 þús. krónur. — Félag- ið hefir í hyggju að byggja á vori komanda, og taka tb starfa að sumri. Fyrirtæki þetta hefb mætt töluverðum and- róðri af hálfu annars bakarans (Finns Thordar- sen), er telur fólagið stofnað, tb að spilla fyrb sér, og hefir það orðið „Yestra“ fyrir ári, er flytur langar ritgjörðir um deiluefnið“. AIls staðar er baráttan um brauðið. Seld verzlunarliús. Kaupmaður L. A. Snorrason hefir ný skeð selt verzluninni „Edinborg11 verzlunarhús sín á Isa- firði fyrb 20 þús. króna, að sagt er. Ur Strandasýslu (Arneshreppi) ór „Þjóðv.“ skrifað 14. janúar síðastl.: „Hebsu- far manna er hér yfirleitt gott, en ótíðin sama, nema heldur góð tíð frá jólum tb þrettánda, og leysti þá svo, að á öbum bæjum kom upp næg- ur hagi; en útlitið er nú fremur bágborið hér á Ströndum, að því er framtíðina snertir, eins og 24 var ný-kvæntur, og átti ríka og fallega konu, hann, sem var annað þessara „hainingjusömu hjóna“? Hvernig stóð á því, að þessi ungi maður, er virtist eiga svo langt og hamingjusamlegt líf fyrir höndum, skyldi hverfa inn í myrkur grafarinnar svona skyndilega, rótt eptir brúðkaupið? Heimurinn fékk aldrei neitt um það að vita. Systurnar þrjár, er spinna örlög mannanna, hljóta að hafa lamið hann með sporðdrekum. Hann gat ómögulega haft neina hugmynd um það, úð eg væri á hælum honum. Enn það sannaðist, að hann hefði orðið feykilega þunglyndur, jafn skjótt er hann var kvæntur. Kvöldið áður hafði hann sagt við konuna sína, að sór íinndist, sem hann væri rétt að missa vitið. Þetta var hræðilega sorglegt fyrir ættingja þeirra hjóna, og enda þótt „Dick“ slyppi þannig við mannanna dómstól, hlýtur þó andi Maríu Albert, myrtu stúlkunnar, að hafa fundið, að fyrir glæpinn væri stranglega refsað. Hvernig morðið hafði atvikazt, vitnaðist aldrei Það var áin ein, sem vissi það, og hún hjalar fæst Dm trúnaðarmálin. 21 Hún skrifaði vinkonu sinni stöku sinnum, en bref hennar urðu æ styttri og styttri, og loks hætti hún al- veg að skrifa. í seinasta bréfinu var hún- all-raunamædd; en hún var fáorð, og bjó þvi ein yfir sorg sinni. Menn sjá af því, sem að framan er skýrt frá, að rannsóknin var enn skammt komin áleiðis. Það höfðu fengizt ýmsar upplýsingar um stúlkuna, sem myrt hafði verið, og þó hvergi nærri fullnægjandi; en það, sem mestu skipti, var, að komast eptir þvi, hvar Dick væri niður kominn, og það vissi enginn. Engu að síður var eg þó enn eigi vonlaus, því að mér fannst það einhvern veginn á mér, að raorðinginn hlyti að verða uppvís að glæpnum, fyr eða síðar. Fjórir mánuðir liðu þó, án þess eg yrði nokkurs frekar visari. En þá vildi svo til, að eg var að blaða í dagblaði einu, er lætur sér einkar annt um, að skýra sem greini- legast frá brúðkaupum, og ýmsu öðru, er tígið fólk varðar. Rakst eg þá á það, að getið var um brúðkaup Richard’s Gumbrell’s, næst-elzta sonar hr. Jeffrey Gum- brell’s í Warwickshire, og Önnu, einkadóttur Charles Drinkwater, er átti verzlunarhús í Lundúnum og í Simla. í blaðinu var skýrt greinilega frá brúðkaupinu, bráðarjómfrúnum o. s frv., og var þess þar getið að lok- um, að hin hamingjusömu brúðhjón myndu bregða sér til Eastburne, til að heimsækja bróður brúðgumans, áður en þau færu til meginlands álfunnar, þar sem þau ætluðu að skemmta sér fyrstu hveitibrauðsdagana. Jeg fókk ákafan hjartslátt, er eg las þetta, og spurði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.