Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1904, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.03.1904, Page 3
Þjóðyiljinn. 89 XVIII, 10. sem eigi hafði heldur gipzt, Christjane að nafni, fædd 16. okt. 1832, andaðist nokkrum dögum síðar, að kvöldi 8. marz síðastL, og var jarðarför Mariu sálugu því frestað, svo að þær gætu fylgzt í gröfina, enda höfðu þær jafnan, sem góð- ar systur, verið mjög samrýmdar, og yfir 30 ár haft þá atvinnu á hendi, að kenna börnum og fullorðnum, bæði til munns Og handa, og kenndi María sáluga sér- staklega ýmis konar hannyrðir, en Ohristjane, sem dvalið hafði nokkur ár i Skotlandi, kenndi, meðal annars, enska tungu, og hafa þær systur notið almennr- ar virðingar allra, er einhver kynni hafa af þeim haft. Jarðarför þeirra fer fram í Reykjavik 10. marz. Hinn 22. april f. á. andaðist að Stóru- Vogum konan Ingveldur Sveirisdóttir. Hún var fædd á Kvíhólma undir Eyja- fjöllum 7. marz 1863, og ólst hún þar upp. Hinn 25. ágúst 1895 giptist hún austur á Fáskrúðsfirði, Elís Péturssyni, til keimilis á Brekku í Kálfatjamarsókn, og fluttist sama ár suður með honum. Þau voru 71 /t ár i hjónabandi, og eign- uðust 5 börn, og eru 4 þeirra á lifi. Hún var mesta siðprýðis kona, ágæt móðir, og ástrikur maki, guðhrædd, og bar með stakri þolinmæði langvinnan, og opt mjög strangan, sjúkdóm, er hana leiddi til bana. — Á. Þ. Hinn 16. maí s.l. andaðist á sjúkra- húsinu i Keykjavik bóndinn Hjörleifur Steindórsson frá Móakoti á Vatnsleysu- strönd. Steindór, faðir Hjörleifs, var bróðir Gluðm. sál. prests Torfasonar, en móðir Hjörleifs var Gróa Hjörleifsdóttir, Jónssonar, prests að Stóra-Núpi. Hjör- leifur sál. var fæddur að Seli í Gríms- neai 12. júní 1850. 2 ára gamall missti Hjörleifur föður sinn, og tók föðurbróðir hans, Ingvar Jónsson í Laugardalshólum, hann þá til fósturs, og dvaldi hann hjá honum, þangað til hann var 9 ára gam- all; fór hann þá aptur heim til móður sinnar, er gipzt hafði aptur; dvaldi hann þvi næst hjá móður sinni og stjúpföður, og að honum látnum, var hann nokkur ár fyrir búi móður sinnar. Arið 1880 kvæntist Hjörl. sál. eptirlifandi eiginkonu sinni, Kristinu Jónsdóttur, frá Kringlu í Grímsnesi, og hóf sama ár búskap áföð- urleifð sinni Seli, og bjuggu þau hjón þar rausnarbúi i 10 ár. Að þeim tima liðnum fiuttust þau til Reykjavikur, og voru þar 1 ár. Erá Reykjavík fluttu þau að Halakoti á Vatnsleysuströnd, og bjuggu þar í 8 ár. Þaðan fluttu þau að Móa- koti í Kálfatjarnarhverfi, og bjó hann þar til dauðadags. Þau hjón eignuðust 9 böm og eru 6 þeirra á lífi, flest upp- komin, og öll efnileg og mannvænleg. A meðan Hjörleifur sál. bjó á Seli, var hann einhver helzti bóndi þar í sveit, en við flutninginn gengu efni hans mjög tii þurrðar, enda voru börn hans þá öll á æskuskeiði; en eptir því sem börnin komust upp, rýmkaðist aptur um efna- hag hans, svo að hann, þrátt fyrir mikla vanheilsu hin síðustu árin, hafði nóg fyr- ir sig og fjölskyldu sína. Hjörleifur sál. var mjög vel greindur maður, og yfir höfuð vel gefinn, bæði til sálar og lík- ama, einkar skemmtilegur, og fróður um margt, einkar friðsamur, stilltur og gæt- inn; var hann því að verðleikum vel metinn, og hans sárt saknað, eigi að eins af ekkju hans og börnum, heldur og öll- um þeim, er kynni höfðu af honum, eink- um af nágrönnum hans, sem, eins og gefur að skilja, höfðu mest kynni af hon- um, og þekktu bezt hina góðu mann- kosti hans. Á. Þ. Eins og getið var i síðasta nr. „Þjóðv.“, andaðist hreppstjóri Björn ÞorláJcsson á Varmá í Reykjavik 27. febr. síðastl., og varð honum lungnabólga að bana. Foreldrar hans voru síra Þorlákur Stefánsson, er síðast var prestur að Und- irfelli (f 1872), og kona hans Sigurbjörg Jbnsdottir, systir sira Halldórs sáluga Jónssonar á Hofi, og bjuggu þau hjónin að Blöndudalshólum i Húnavatnssýslu, er Björn fæddist 23. nóv. 1854, og var hann því á fimmtugasta árinu, er hann andaðist. Björn sálugi var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans Elízabet Stefánsdóttir, prófasts Þorvaldssonar í Stafholti, og bjuggu þau hjónin í Munaðarnesi í Staf- holtstungum; en eptir lát hennar, fluttist Björn að Varmá, og kom þá á fót ullar- og tóvinnu-vélum að Alafossi, enda hafði hann áður kynnt sér allt, er þar að laut, erlendis. — Seinni kona hans var Anna Jónsdóttir, Hjörleifssonar frá Skógum undir Eyjafjöllum, og lifir hún mann sinn, ásamt 3 börnum þeirra hjóna. — Björn var maður vel greindur, og bezti smiður, bæði á tré og járn, og sérstak- lega hafði hann mjög gott vit á öllu, er að ullar- og tóvinnuvélum laut, og átti því bæði þátt að því, að setja upp vél- arnar við Reykjafoss í Ölfusi, og koma 44 færi, og ekki vita hér aðrir, en þér, hvaða atvinnu eg stunda“. „En, guð hjálpi mér!“ hrópaði Durrant allt í einu. „Hvað var þetta?“ „Að eÍDS þruma“, svaraði William, og gekk út að glugganum. „Hann stendur að með illviðri“. „Jeg á ekki við þrumuna, heldur við hljóðfæra- sláttinn“. „Nú! Hann heyrist frá bænahúsinu; það er síra Ching, sem situr þar við orgelið“. „Rétt er það“, svaraði Durrant, „og hverfum þá að umtalsefninu aptur. Hvað segið þér um tilboð mitt?“ „Til hvers viljið þér fá hringinn?“ „Látið mig um það“. „En það er mál, sem mig snertir líka“, mælti Willi- am. „Hvi viljið þér ná i hann?“ „Til þess að selja hann, fyrst þér viljið endilega vita það“, svaraði Durrant þurrlega. „Amerískur milj- óna-eigandi, sem er ákafur páfatrúarmaður, hefir heyrt sögu „hringsins helga“, er þér hafið sagt mér, og vill nú fyrir alla muni eignast hann, og býður mér tíu þús- undir punda, ef eg geti útvegað honum hann“. „Það er hátt verð, Durrant“. „Hann er miljóna-eigandi, eins og eg sagði yður áðan“, mælti Durrant, „og hefir þvi efni á því, að láta þetta eptir sér. Hann vill eignast hringinn, og jeg er fús til þess, að borga Píers lávarði þrjú þúsund pund fyrir hann“. „En seljið hann fyrir tíu þúsund, og nælið þannig í sjö þúsund pund sterling handa sjálfum yður. Finnst yður þetta fallegt?“ 41 greitt yður höfuðstólinn, en eins og stendur, er mér það ómögulegt“. „Frændi yðar er ríkur maður“, mælti Durrant“. „Jeg ætla mér eigi að biðja hann um peninga“, svaraði William stuttlega. „En greiði jeg yður fyrir fram vextina, viljið þér þá endurnýja víxilinn?“ „Það get jeg ekki“. „En þér sögðuð þó rétt áðan —“ „Jeg fékk þá ekki að tala út, hr. Kynsam. Enjeg skal endurnýja víxilinn með sérstökum skilyrðum“. William leit á hann, og grunaði hvers kyns vera myndi. „Þór eigið víst við — hringinn helga?“ „Einmitt“, svaraði Durrant, „því að jeg er hingað kominn, til að kaupa hringinn, eða stela honum“. „Stela honum! Það vogið þér ekki, og — að kaupa hann, það getið þér ekki“, mælti William. „Detturyður i hug, að það komi til nokkurra mála, að Píers lávarður fari að selja menjagrip, sem verið hefir í eigu Lametry- ættarinnar í meira, en þrjú hundruð ár?„ „Hann vinnst til þess fyrir peningana“. „Nei, frændi minn þarfnast ekki peninganna“. „En þér þurfið á tveim þúsundum sterlingspunda að halda, hr. Kynsam“. „Hvað eigið þér við, hr. Durrant? Talið greini- legar“. Durrant ypti ögn öxlum, og hnyklaði brýrnar, þvi að honum fannst Kynsam vera óhagsýnn í meira lagi; en þar sem honurn var fast í huga, að hafa sitt mál fram, fór hann ögn að mýkja málið.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.