Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1904, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.04.1904, Qupperneq 3
xvm., 16. Þjóbtiljinv. 63 Vér lifam í von, og vér lifum í trú, að landið sinn blómferil eigi; «n vort er það hlutverk, að byggja því brú, og bæta þess framtíðarvegi: þvi kynslóðin unga skal hefja þeas hag, af hjarta vér lofum því allir i dag. J. O. 8. „Gaddavírs-löggjafinn" reiöur. í blaðinn „Vestri“, 9. apríl síðastl., er Sti-anda- manna þingmaðurinn, hr. Chiðjón Gvðlaugsaon á Kleifum, eitthvað að reyna að myndast við, að ívara grein hr. Guðm. Péturssonar í Ofeigsfirði, ■er birtist í „Þjóðv.“ 19. febr þ. i. Þetta er orðinn sá höfðiiigi, síðan hann fór að viðra sig upp við valdsmennina í Revkjavík, að ekki má mótmæla einn hans orði. En það er ekki tilgangur þessara lina, að fara að svara ofan nefndri „Vestra“-grein „höfð- ingjans11, enda er hr. Guóm. Pétursson i Ófeigs- Jirði sannarlega full-fær um það, að mæta slik- um rithöfunþi, og leiðrétta ýmislegt ranghermi bans, ef orðum þykir eyðandi við slíkan mann, sem vænta má, að segja muni „klippt eða skor- ið“ um alla æfi, hvað sem öllum máisgögnum og röksemdum liður. Vér skulum því að eins svara fáum orðum þvi, sem nefndur „gaddavírs-löggjafi“ beinir til vor í grein sjnni, og skulum því lýsa því yfir í eitt skipti fyrii öll, að hmm gerir oss allsendis óverðskuldaðan heiður, er hann telur oss hafa var- ið fé til faj-areyris politískum andstæðingum hans í Strandasýslu. Vér játum að vísu, að það hefði verið mjög þjóðræknislegt tiltseki, þegar litið er til þess, hvemig ýmsri framkomu þessa virðulega „gadda« virs-löggjafa“ hefir verið varið á seinni þingum, og hafi hr. Ghiðm. Pétursson i Ófeigsfirði hlaup- ið undir bagga með einhverjum kjósendum, að því er farareyri á kjörfund snertir — sem auð- vitað var lögmætt, og eigi annað, en brallað hefir verið við kosningar aóverandi ráðherra vors, og fyrverandi landshöfðingja —, þá hafi hann þökk og heiður fyrir. Má vel vera, að það sé rétt, sem Guðjím segir, að vér höfum eigi svarað þessu rausi hans á síðastl. þingi, enda væri það óðs manns æði, að ætla sór að eltast við allt, sem út úr honum kemur, þegar „köstin“ hlaupa í hann, og „broddamiru standa i allar áttir. En að grein hr. Guðm. Péturssonar í „Þjóðv.“ 19. febr. hafi eitthvað komið óþægilega við kaun „gaddavírs-löggjafans“, virðist mega marka af því, að hann hefir hlaupið til, og snapað sér vottorð hjá nokkrum kjósendum, þar sem þeir skrifa undir það, að þeir hefðu ætlað að kjósa hann, ef þoir hefðu komið á kjörfundinn; ogyfir þessu vottorði sínu er hann feikna rogginn í „Vestra“(!) Að enginn þessara manna nennti þó á kjör- fundinn, sýnir þó bezt, hvort þeim hafi ekki staðið nokkurn veginn á sama, þótt kjördæmið losnaði við Ghiðjón, sem þingmann, en útgjalda- lítið auðvitað, að sýna honum þá greiðvikni, að skrifa undir vottorð þetta eptir á, þegar séð var, að kjördæmið verður að sitja með hann, sem þingmann, hvort sem er. Oss virðist því, að Guðjón vor hefði helzt átt að spara sér, að'hirta þetta vottorð, sem er ærið naglalegt, og ekki sannar minnstu vitund, að því er snertir fylgi hans í kjördæm- inu. Leiörétting: í 14. nr. „í>jóðviljans“ er prentrill* i Gadda- virs-vísunum: 8. línu 2. er. stendur: Græða mun ei gadda/árid, en 4 að vera gaddasárið. —n. Bessasföðum 18. apríl 1904. TiÖarfar má heita fremur hagstætt, optast stillt hreinviðri, en frost að nóttu, nema sunn- an-rosar og rigningar í gær og í dag. — AflabrögÖ. Svo er að sjá, sem netafiskurinn í Faxaflóa sé nú fremur að þokast inn flóann, þar sem Hafnfirðingar o. fl. hafa í vikunní, sem leið, fengið nokkra góða róðra fram undan Vatns- leysuströndinni, og jafn vel innar. Ráðherraskrifstofurnar. Blaðið „Ingólfur“ skýrir frá því, að Reykvíkingar hafi fundið upp á því að skira ráðherraskrifstofurnar ýmsum íslenzkum bæjarnöfnum, er þyki festast betur í huga, en raðtölurnar, sem á þeim eru. Samkvæmt þessu, segja þeir, að ráðherrann búi að „Undirfelliu, en Klemenz landritari að „ VeðramótunP, og skrif stofustjórarnir: Eggert Briem að „Skildinganesiu,Jón Magnússon að „Sauðagerði“, og Jón Hermannsson að „Nauthól11. Sumir kvað vilja hafa nöfnin nokkuð öðru vísjl, og nefna t. d. „Vindheima“, þar sem land- ritarinn býr, „Þuranes11, í stað Skildinganess, þar sem fjármálaskrifstofan er, „Gloppu“, x stað Sauðagerðis, o. s. frv. Yfir höfuð virðast nöfnin fremur kesknisleg, og þó vér höfum getið þeirra, lesendunum til gamans, þá álítum vér þó, að mótspyrnan gegn stjórninni eigi fremur að koma fram á annan hátt. Seglskip kom 15. þ. m. frá Bíldudal til Hafn- arfjarðar, og fréttist með þvi versta ótíð áVest- fjörðum, sífelldir kuldar og norðanstormar, svo að þilskip fá eigi haldizt við fiskiveiðar úti fyr- ir, og lá því fjöldi fiskiskipa inni á fjörðum. 68 aði Dove, með miklum spekingssvip. „En jeg sé, að glugginn — miðglugginn — er opinnu. „Hann var svona, þegar herbergisþernan kom hér inn í stofuna í morgunu. „En hvar er herbergisþernan, lávarður góður?u „A jeg að seuda eptir henni?“ „Nei, ekki sem stendur, þvi eg yíirheyri hjúin seinnau, mælti Dove. „Þér hafið þó, vænti jeg, ekki grun á þeimu, mælti 'William háðslega. „Mér er leyfilegt, að hafa grun á öllum, sem undir þessu þaki hafa dvalið, þegar morðið var framið“, svaraði Dove þurrlega. „Það er hlægilegt“, mælti Kynsam, og sneri sér við. „Hlægilegt!u tók lögregluþjónninn upp eptir hon- um, Og roðnaði. „Þér eruð ókurteis herra minn“. „Jeg bið yður afsökunar á því, hr. lögregluþjónn“, svaraði William „Sorgaratburður þessi hefir gjört mig töluvert æstan“. „Hm! Bétt er nú þaðu, tautaði Dove, og starði á William. „Þér eruð æstur. Hm!“ „En svo að eg víki að öðru“, mælti hann enn fremur, og sneri máli sinu að Lionel lávarði. „Viljið þér segja nxér, hvort gestir voru hjá ykkur í gærkveldi?“ „Að eins einn, maður, er neíndist Durrant“. „Og hver er þessi Durrant?“ „Það er vinur systursonar mínsu, svaraði Líonel. „Hvar er hann? Hvíer hann eigi hér staddur, tilað gefa skýrslu?“ spurði Dove styggur. „Hann hefir farið héðan í morgun“. „Svo er það!“ mælti Dove, sýnilega glaður yfir 65 „Þetta getur ekki átt sér stað; það er alveg óhugs- andiu, tautaði William, og hallaðist stynjandi upp að þilinu. „Durrant getur eigi hafa framið slíkan glæpu. „En hvers vegna hefir hannflúið?“ greip síra Ching fram í, „og hvernig stendur á þvi, að hringurinn er horfinn?u „Hann kom hingað í þeim erindum, að fá hringinn keyptanu, mælti Líonel, og hvessti augun á William. „Þér er kunnugt um það, að hringurinn er horfinn, Durr- ant flúinn, og bróðir minn dauður“. William svaraði engu, en greip höndunum fyrir andlitið, og stundi þungan. Eleonora kippti höndunum frá andliti hans, horfði í augu honum, og mælti: „William, hefir Durrant myrt föður minn?u „Jeg veit það ekkiu, anzaði WTilliam, ogleitundan. Eleonora sleppti þegar höndum William’s, og sneri sér frá honum. Við dyrnar mætti Eleonora frú Westcote, og missti þá máttinn, rak upp hljóð, og hné meðvitundarlaus í fang ráðskonunnar. 5. kapítuli. Njósnarmaðurinn. Fregniu um lát Píers lávarðar þaut um nágrennið, sem logi um akur, enda hafði hann notið almennrar hylli, og verið virtur af öllum, sem kynni höfðu haft af honum. Þeir, sem kunnugir voru, komu því hópum saman

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.