Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1904, Qupperneq 2
82 Á Akureyri er kosningarbaráttan þeg- ar löngu byrjuð, og verða þar í kjöri: Páll Briem amtmaður og Magnús kaupm. Kristjánsson, er styðst við „Gjallarhorn", og væntanlega við — consúlsbrennivín- ið o. fl. — I Eyjafjarðarsýslu vill Klemenz land- ritari koma prófessor Finni Jbnssyni í þingsæti sitt, og er mælt, að ýmsir bænd- ur hafi þegar, fyrir þrábeiðni KI. Jóns- sonar, lofað honum góðu um það, þótt réttara hefði óefað verið, að geyma sér loforðin, unz þeir hefðu heyrt politískar skoðanir þingmannsefnis þessa. Á hinn bóginn eru þó einnig til ó- greiðviknir menn í Eyjafjarðarsýslu, sem annars staðar, og er mælt, að Stefán bóndi Stefánsson í Fagraskógi verði þingmanns- efni þeirra, sunara að minnsta kosti. — Á Isafirði er enn allt í óvissu um frambjóðendur, en talið líklegt, að af ráð- herra-flokknum verði annað hvort Arni kaupm. Sveinsson, eða próf. Þorv. Jónsson. í kjöri; en ýmsir kaupstaðarbúar, sem síður leggja áherzlu á eindregið fylgi við ráðherrann, munu hafa augastað á síra Sig. Stefánssyni í Yigur. — Heyrzt hefir og, að gjörð hafi verið einhver tilraun til þess, að fá undirskriptir undir áskor- un til síra Guðm. Guðmundssonar í Grufu- dal, en mun hafa fengið lítinn byr. Frá tsafirði er „Þjóðv.“ ritað 12. maí síðastl.: „Tíð hefir verið hér köld, og afar-stormasöm; unz loks komu fáeinir blíðviðrisdagar 6.—10. þ. m., og grynnk- aði þá snjórinn að mun, þó að víða séu enn fann- ir í sveitum. — Nægir hagar eru þó alls staðar komnir fyrir sauðfé, enda var þess víða full þörf, þarsem margir voru orðnir æiið heyknapp- ir. — Á hinn bóginn má að líkindum enn bú- ast við þriggja vikna til mánaðar innistöðu fyrir nautgripi, þó að allt skipist þolanlega, að því er tíðarfar snertir. Að því er kemur til ajiabragða á opnum skip- um hefir nú um frekan vikutima verið all-góður afli á Bolungarvikur miðum, en fiskur þó ekki gengið lengra inn, en á móts við Bolungarvík, eða inn á miðið Kálfadaisrófur. — Hafa all-mörg skip, er þangað hafa sótt, fengið hlaðafla suma dagana, og einn daginr. fengu t. d. tveir mótor- bátar úr Hnífsdal, annar 10, en hinn 15 hundr- uð á skip. — E>ví miður hefir afli þessi þó eigi verið svo almennur, sem æskilegt hefði verið, þar sem sum skip hafa enn náð í mjög lítinn afla; en á sexæringunum, sem aflað hafa í betra lagi, hafa flestir saltað úr 20—80 tn., síðan á páskum, og sum skip jafn vel yfir 30 tn., og eru nú útróðrarskip i Bolungarvikinni með flesta móti. Ekki hefir enn aflazt nein síld, en einn vörpuútvegurinn er þó fyrir nokkruin dögum lagður af stað frá ísafirði, til að svipast eptir síld á Álptafirði og Skötufirði, þar sem síldar verður vanalega fyrst vart. Að þvi er afla þilskipa snertir, má hann yfir- leitt teljast mjög rír hér vestra enn, sem kom- ið er, sakir þess hve veðráttan hefir optast ver- ig óstöðug. Um politíkina er enn fremur lítið skrafað, og ekki ólíklegt, að menn séu að sækja i sig veðr- ið á undan kosningunni, sem íram á að fara hér í kaupstaðnum í næstk. septembermánuði, enda heyrist enn ekkert ákveðið um það, hverjir í boði verða; en margir munu þó þegar fastir á þeirri skoðun, að réttast sé, að kjósa ekki neinn ráðherra-jábróður, heldur mann, sem kemur sjálý- stœtt fram á þing, styður stjómina i öllu góðu og nyíaamlegu, svo sem sjálfsagt er, en hefir t JOE> V£ LJÍSN. líka kjark til þess, að vera á móti henni, ef hún gætir eigi skyldu sinnar, sem vera ber“. Síldarveiöar með reknetum. Ný atvinnu- og auðs-uppspretta. Á síðastl. ári stunduðu alls 120 skip síidarveiðar með reknetum víðsvegar á hafinu við strendur lands vors, og voru að eins 20 skipa þessara íslenzk, en hin Öll norsk. Aflinn var alls 40 þús. tunnur síldar, og er það eigi lítið fé, enda borgaði út- gerðin sig yfirleitt mikið vel. Enginn efi er á því, að atvinna þessi getur aukizt margfaldlega, og orðið mjög stórvægileg atvinnugrein, þar fsem síld- armergðin virðist vera nær óþrjótandi í hafinu umhverfis land vort, enda þótt síldin gangi eigi inn á firðina, nema öðru hvoru. Mælt er, að Norðmenn muni stórum auka þessa útgerð sína hér við land í ár, og er það leitt, ef vér Islendingar þurf- um til lengdar að horfa á, og berum oss eigi einnig eptir björginni, sem hafið geymir í svo ríkulegum mæli skammt undan ströndum lands vors. Heppilegast væri óefað, að hlutafélög mynduðust í ýmsum sjávarsveitum er héldu úti skipum til reknetaveiðanna, því að á þann hátt væri auðvelldara, að fá fé það, sem með þarf, enda lenti þá arðurinn í fleiri stöðum, og jafn framt væri þá áhættan minni, ef illa kynni að lánast ár eða ár i bili. Nú er nýi bankinn um það bil að setja sig á laggirnar, svo að hægra fer að veáta að fá fé til ýmsra fyrirtækja, sem af ráði eru stofnuð, og er vonandi, að ýmsir reyni að nota sér það, til að ráðast í ýms fyrirtæki, er orðið geta sjálf- um þeim að liði, og þjóðfélaginu í heild sinni til hagsældar og eflingar. Isafjörður 14. maí 1904: „Góða tíðin, sem eg gat um í bréfi mínu til „Þjóðv.“, dags. 12. þ. m., stóð því miður skamma hrið, þvi að seinni part uppstigningardagsins, 12. þ. m., byrjaði uppstigningardagshretið, með grenjandi norðangarði, afskapa brimi, og mikilli fannfergju, svo að hvergi sér nú í auðan blett. — Færi betur, að hvergi hlytust skaðar af veðri þessu, á sjó eða landi, og að þilskipin hafi leit- að hafnar, áður en veðrið varð mest. — Viða í sveitum, t. d. á Langadalsströndinni, voru bænd- ur farnir að láta geldfé sitt liggja úti, og munu nú margir reynast heyknappir, ef löng innistaða verður, svo að margir munu nú óska, að vel bætist nú úr, að því er tíðarfarið snertir, bæði til lands og sjávar“. Rjómabúin, sem smám saman fara fjölgandi, eru óefað einna mikilvægasta landbúnaðar- framförin hér á landi á seinni árum. Að vísu er netto-verðið á smjöri, sem rjómabúin hafa gefið félögum sínum, 60—70 aur. fyrir pundið, engin uppgrip, og litlu hærra, en menn fengu áður fyrir sitt gamla gráða-smjör, allra sízt ef tekið er tillit til flutnings mjólkurinnar til rjómabúanna, sem víða myndi nema eigi NviIL, 21. all-litlu, ef til peninga væri metið, en aðal-kosturinn er sá, að nú fá menn smjör sitt borgað í pemngum, og geta þvi sætt svo hagkvæmum kjörum á ýmsumnauð- synjavörum, sem frekast er kostur á, í stað þess er menn áður urðu tíðast að taka borgunina í ýmis konar búðarvarn- ingi með því verði, er kaupmanninum þóknaðist. Þrifnaður sá í meðferð mjólkurinnar, er rjómabúin hljóta að heimta, ef varan á að verða útgengileg, hlýtur og óefað að hafa þau áhrif, að skapa meiri þrifnað i öðrum greinum, og er það mjög mik- ilsvarðandi En aðal-framförin er, sem sagt, þessi, að menn heyra peningana klingja í budd- unni, og það er það hljóðið, sem kemur mönnum til þess, að fara að nota hverja stundina, til þess að auka ræktaða landið, og reyna að fjölga kúa-eigninni, til þess að fá meiri peninga milli handa. Þann kost hafa og peningarnir, að þeir kenna mönnum, að halda sparur á, en ef sótt er í verzlunarreikninginn, þeg- ar eitthvað brestur, eða vöru er skipt gegn vöru. Stofnun rjómabúanna verður því óef- að sterk hvöt til vinnusemi og sparsemi, og það gagn þeirra verður naumast til peninga metið, sem maklegt er. Yonandi er, að smjörframleiðslan kom- ist og bráðlega á það stig, að smjörverð- ið geti hækkað til muna, ekki sízt ef kornið væri á hentugum milli landaferð- ferðum til smjörflutninganna. Þýralirði 5. mai. 1904. „Það er nú æðilangt síðan jeg hef sont þér línu „Þjóðvilji" minn, enda hefur fátt borið til frétta um langan tima, veturinn er liðinn, og sannarlega mátti hann góðan kalla, veðráttan var optast væg, nema fyrsta vika Þorra var hörðust, sífeldur hríðar bilur þá, og harð viðri, rétt áður en „stjórnarráðið“ (kann jeg að nefnay settist á rökstólana sína. Sögðu þá sumar gaml- ar kerlingar að nú ætlaði að fara að hleypa í hörkur og bjargleysi, þegar nýa stjórnin settist á stokkana, en eins og margar hégiljur varð það marklaust, því allan febrúar og marz varfrosta- lítið, og snjóhríðar sjaldan, en fyrri hluta páska- tunglsins var kaldari, þó mátti allt af kalla all- góða vetrar veðráttu, þar til með sumartunglinu, þá versnaði veður með snjókomum og kulda allt til þessa. — Skepnuhöld hafa verið góð hjá all flestum og bráðapestar í fé ekki getið, og er hér þó aldrei bólusett, en sú bólusetningin mun affarasælust allra, sem menn eru hér flestir farnir að stunda, betur en áður var, og það er, að fara vel með skepnurnar, ætla fénu ekki of- mikla útibeit gjafarlausu, og láta það hafa holla aðbúð, þegar sú tillfinning kemst inn í meðvit- und manna, þá verður öllu borgið, það eru áhrifa mestu lögin, sem menn læra að hafa sjálfir til- finningu fyrir, þeir menn sem ganga á undan öðrum með góðum eptirdæmum, í hverju sem er, þeir eru mannfélaginu þarfastir allra, og miklu þarfari en hálaunaðir ráðherrar og skrifinnsku þjónar, — það kalla margir landsómaga en væri þó góðra gjalda vert ef þeir gerðu ekkert íllt. — Heilsufar manna hefir mátt heita all bærilegt, þó hefur lungnabólga stungið sér niður á stöku stað, úr henni dó ungur maður hraustur og efni- legur, Kristján Kristjánsson á Bakka, 8. apríl, 21 árs að aldri. og 7. dögum síðar móðir hans Jóhanna Jónsdóttir þann 15. apríl, 56 ára gömul. Hún var kona Kristjáns bónda á Bakka, Krist- jánssonar frá Kjaranstöðum, Þórðarsonar, þau mæðgin fóru bæði í sömu gröf.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.