Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1904, Blaðsíða 2
102 PjÓÐ VIÚJISS . X VlIL, 26. gamalmeDni. — í héraðinu Sassum er mælt, að Tyrkir hafi drepið um 5 þús. manna. — „Að gjöra sér mat úr ]m“. Grein minni í „Þjóðv.“ í vor, með þessari fyrirsögn, hefir nú Hallgrímur kennari Jónsson svarað fyrir sína persónu — í „Isafoldu núna fyrir skemmstu — og segir: „ Vér hljótum að gjöra oss mat úr þviu. Svarið er gott, fyrirtaks gott. Það er líklega leitun á manni, sem lýsir því eins hreinskilnislega og hann, hvernig hann vill baka sína köku, og sjóða sína súpu Mér sýnist það eiga bezt við, að lýsa þessari matargjörð hans að me9tu leyti með orðum hans sjálfs; henni verður ekki lýst annan veg betur. Hann vill hafa það kaup, að bjarg- ræðisáhyggjurnar berji ekki að dyrum hjá honum, og geti keypt sér allar helztu bækur og rit, til þess að fylgjast með tímanum. Sumarleyfinu vill hann svo geta varið, til að sitja yfir sínum upp- eldisbókum og menntunarritum, til að auka sitt andlega víðsy'ni; þá vill hann ekki þurfa að vinna fyrir munni og maga, svo að kraptar hans geti verið ódreifðir, og kennslan verði ekkert hjáverk, þegar til kemur. Já, óhætt er að segja, að þetta er í fullu samræmi við þá matargjörð, sem eg átti við í grein minni. En þetta er nú ekki allt og sumt. Hann tekur dýpra í árinni. Ef bændur vilja eigi greiða honum þetta kaup, þá er hann farinn frá starf- inu, þvi það er ekki getuleysi þeirrasem veldur, heldur miklu fremur nirfilsháttur; það er ekki hans sök, þó þeir fái engan kennara; þeim er það mátulegt fyrir alla nízkuna. Svo hættir hann þá öllum kennslustörfum, og snýr sér að einhverju öðru, sem rneira gefur af sér; annað er óhuysandi. En ef bændur leggja niður nirfils- háttinn, og upptylla allar kröfur hans til lifsins, þá ætlar hann að sýna göf- uglyndið, sem hann hefir til að bera; þá ætlar bann glaður að vinna kauplaust í þarfir uppeldisins og leggja fram krapta sína fyrir fátæklingana. Þá fyrst sér hann sér leið að þvi, að sýna mannko9ti sína; hann vill ekki varpa svo góðum hlutum á glæ fyrir sultarJcjör. Þetta eru nú lífsreglur hans í fám orðum. Þetta hefir hann nú lesið og lært í uppeldisbókunum sínum; þetta eru nú andlegu straumarnir, sem frá honum renna, til hinnar uppvaxandi kynslóðar; ekki eru þeir gruggugir af hfisgangs- væli og barlómskveini; þetta er nú and- lega víðsynið eptir allan sumarlesturinn — asklok er himininn, eins og kveðið er. Tvennt er það í grein minni, 9em hann skilur ekki og snýr því svo öfugt bæði fyrir sér og öðrum. Eg hefi hvergi sagt, né komið til hugar að segja, að of hátt kaup hafi svipt kennarana hér á landi göfuglyndi og nægjusemi. Þessa fjarstæðu hefir hann búið til sjálfur, og er alveg hissa yfir henni; Hitt hefi eg sagt, og get hœglega sannað, að of mikil peningafikn, of mikil eptirsókn eptir háu kaupi hafi orðið kenn- urum, jafnt sem öðrum, að fótakefli í vissum skilningi, orðið til þess að fæla þá frá nytsömu starfi, og svo hafi þeir reikað frá einu til annars, ekið seglunum eptir vindi og orðið þjóðfélaginu ónýtir menn, sumir hverjir. Með öðrum orðum: þeir hafa hvorki litið á hag sveitarfélags þess, eða skólastofnunar, sem. þoir áttu að vinna fyrir, né á það, hvað nytsamur starfi barnakennsla er, sé hún leyst af hendi með alúð og samvizkusemi. En til þess að kennarar leggi mikið í söl- urnar fyrir starf sitt, þá þarf göfuglynd- ið, ósérplægnÍD að vera sterkara afl í sál- um þeirra, en eigingirnin, eða hagnaðar- löngunin. Það er auðvitað. Hinn heiðraði andmælandi minn skil- ur ekki það, sem hann þyrfti að skilja, eins og fleiri, að hulin blessun fylgir hverju sönnu mannkærleiksverki, svo það tekst að leysa það af hendi, þó lág séu launin á pappírnum. Sagan og reynzlan sýna þetta. Þeim hefir einatt tekizt að vinna þörfustu verkin, sem ekki litu til laimanna, eins hér, sem anDars staðar. Eg hefi heldur hvergi sagt, né meint, að kennarar ættu að vinna alveg kaup- laust, eins og andmælandi minn gefur í skyn. Það var ekki nema von, að hon- um blöskraði sú fjarstæða, en hann á hana sjálfur, eins og hina. Hitt hefi eg sagt, og það er satt, að kennari á, eins og hver annar maður, að rétta hjálpar- hönd, eins og hann getur, ekki þegar laun hans eru orðin há, heldur hvað lág, sem þau eru. . Eða hver getur kallað það fjarstæðu, þó að fátækur kennari gjöri það af áhuga á sínu starfi, að veita ó- keypis tilsögn barni, sem annars hlyti að fara allrar fræðslu á mis, og verja til þess einhverju af tómstundum sínum? Það er einmitt þetta og því um líkt, sem allir eiga að gjöra, í hvaða stöðu, sem þeir eru, og hvernig sem kjörum þeirra er háttað: prestar, valdsmenn, læknar, og — „vér kennararu líka. Ósérplægni er ekki buDdin við launa- upphæðir. Þá ættu þeir hálaunuðu að vera göfuglyndastir, þeim ætti að þykja það tilvinnandi, að sýna mannkostina. En jeg hefi verið þar á þingi, þar sem safnað var samskotum til ekkna sjódrukkn- aðra manna. Þar gaf embættismaður með 7000 króna launurn 4 krónur; ann- ar maður þar átti einar 10 krónur í eigu sinni, og gaf þær með gleði. Af þessu litla dæmi má sjá, svo ekki verður á móti mælt, að kennarar myndu ekki al- mennt verða nœgjusamari né ósérplœgnari, þó að þeir hefðu svo góð kjör, að þeir þyrftu aldrei að vinna fyrir mat sínum — vinna líkamlega vinnu, sem kallað er. Nú er eg þá búinn að kvitta fyrir sumargjöfina, sem mór var send, þó hún kæmi ekki fyr en þetta. Eg fyrir mitt leyti læt það ráðast eins og verkast vill, hvaða matur mér verður úr keDnslustarf- inu. Mig langar til að gegna því harn- anna vegna, og gegna því vel; fyrir lífs- uppeldi minu og minna ber jeg enga á- hyggju óðar en líður; og þegar kennslu- starfið er úti, þá fyrirverð jeg mig ekki fyrir að vinna þá vinnu, sern eg kann að vinna. Jeg finn ekki, að mór hafi farið nokkixð aptur við það. Bjarni Jónsson. i i i ii» i i i n n i i ii» iJI Guðírceðispróf. Embættisprófi á preStaskólanum í Revkjavík lauk 18. júní Bnðvar Eyjólfsson, sonur síra Eyj- ólfs Jónssonar í Arnesi, og hlaut þriðju einkunn ("44 stigk J iirðskjálítakippur fannst i Landsveitinni í Rangárvallasýslu að- faranóttina 15. júní. — Fólk vaknaði á flestum bæjum við hristinginn, enda hrikkti í húsunum, og lausir munir færðust úr stað. „Bjarki“ lifnaður aptur. Ritstjóri Þorsfeinn Gfíslason er byrjaður n.ð gefa „Bjarka“ út í Revkjavík, en ráðgerir þó, að láta þenna árgang að eins vera helming hins vanalega tölublaðafjölda, og kostar þvi árgang- urinn að eins 1 kr. 50 aur. Prói' í lieinispeki tóku ný skeð við háskólann þessir ísl. stúdent- ar: Bogi Brynjófsson, og Jónas Emarsson, er hlutu ágætiseinhmn, og Geir Zríéga,, Georg 01- afsson, Gisli Sveinsson, Gtuðm. fíannesson og Vig- fús Einarsson, allir með lofs-einlmnn. Einn stúdent hlaut þriðju einkunti. Vopnaðir menn. Varhugaverö tillaga. Svo er að sjá, sem nýi ráðherrann vilji nú þegar fara að koma hér upp her- flokki, því að 24. júní síðastl. telur stjórn- arblaðið „Þjóðólfur“ idss Islendingum það „brýna nauðsyn“. að „hafa dálítinn flokk manna (t. d. 10—20) æfðan við vopna- burð, er taka mætti til varðgæzlu á hand- sömuð botnvörpuskip, og svo til annarsu.* Yarðgæzlan á handsömuðum botn- vörpuskipum er auðvitað ágætt yfirskin, til þess að smokka inn litla fingrinum, og koma herfloklcinum á fót, sem svo mætti síðar auka. En hvað þetta annað er, sem þessir vopnuðu menn eiga að gera, nefnir stjórn- arblaðið ekki, en þess hefir verið til get- ið, og þykir ekki ósennilegt, að blaðið hafi í huga lífvörð handa ráðherranum, og mætti þá smellaí hermanna-,,munder- inguna“ ýmsum þessara herra, er voru í Isafjarðarförinni, með ráðherranum, síðastl. vetur, sællar minningar. Yonandi láta Islendingar þó ekki ginnast til þess, að fara að koma á fót herflokki, því að það er mikið betra, að einliver botnverpingur skjóti sér stöku sinnum undan refsingu, en að hafa vopn- aða menn, sem ófrjálslynd stjórn kynni að misbeita á ýmsa vegu, til að hepta mál- og funda-frelsi manna, svo sem all- títt er í öðrum löndum. Stjórnin er að láta „Þjóðólf“ þreifa fyrir sér. *) Auðkennt af oss. Bitstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.