Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1904, Page 1
Terð árganqsim (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. Borgist. fyrir júnímán- I aðarlok. ÞJOÐVILJINN. ' Vppsögn skrifleg, ógild \ nema komin sé til\útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir \ blaðið. M 30. Bessastöbum, 19. JÚLÍ. 19 0 4. Bréf til „Þjóðv.“ (Hug-leiðingar um lagabrotin.) Hr. ritstjóri! Þegar jeg las í blaði yðar greinar þær, er litta að því, að nýi ráðherrann, hr. H. Hnfstein, sé ólöglega settur í embættið, af því að hann sé hafinn til þeirrar tign- ar með undirskript, og á ábyrgð, danska forsætisráðherrans, sem ekki hafi neitt atkvæði um sérmál íslands, þá fannst mér í fyrstu, að mikið væri sagt, og að djarft væri ritað, er þér sögðuð, að nýi ráðherrann hefði gjörzt sekur í broti á stjórnarskránni, er hann tók við embætt- inu upp á þenna máta. Rétt á eptir fiytur blað yðar svo nýja sögu um það, að hr. H. Hafstein hafi brotið önnur lög, landsbankalögin, þegar hann gerði hr. Ólaf Davíðsson að bókara við iandsbankann, og fór mér þá ekki að lítast á blikuna. Jeg hélt fyrst, að hér hlyti eitthvað að vera málum blandað, þar sem vér ó- lærðu mennirnir höfum þá skoðun, að raðherrann sé til þess settur, meðal ann- ars, að gæta þess, að landsiögin séu í heiðri höfð, og fannst mér það því ósam- rýmanlegt stöðu hans, að hann bryti sjálfur lögin, nema ef vera skyldi af af- sakanlegu skilningsleysi, ef lögin eru t. d. mjög flókin, eða torskilin. Mér datt því ekki annað í hug, en að annaðhvort væri hér um mjög flókin, og tvíræð, lagafyrirmæli að ræða, eða að blað yðar hallaði á ráðherrann að ástæðu- lausu, og fann mér því skylt. að rann- saka þetta sjálfur, eptir ýtrustu föngum, til þess að ganga ekki í trú, heldur í skoðun. En þegar jeg fór að rannsaka ritn- ingarnar, þ. e. stjórnarskrána, sá jeg brátt, að blað yðar hafði alveg rétt að mæla, því að stjórnarskráin gerir hvergi ráð fyrir því, að danskur ráðherra skrifi undir ályktanir um íslenzk sérmál, með konunginum, en talar að eins um ráð- herra Islands, sem þann eina, er fram- kvæmi valdið, með konunginum. Undir- skript danska forsætisráðherrans er því markleysa, samkvæmt stjórnarskrá vorri, og ráðherra-fitnefningin ógild; annaðget- ur mér ekki skilizt. I þingtíðindunum sé jeg einnig, að hr. H. Hafstein hefir sjálfur haldið þess- ari sömu skoðun öfluglega fram á alþingi, og þykist eg þá eigi þurfa frekar vitn- anna við. Jeg sé því ekki, að minnsti vafi geti á því leikið, að stjórnarskráin hefir verið hrotin, og fyrir því höfum vér ráðherrans eigin orð. Nú! Sjálfsagt hefðum vér fengið hr. H. Hafstein, sem ráðherra, þótt skipunar- bréf hans hefði ekki verið undirritað af danska forsætisráðherranum, heldur af Albertí, þáverandi Islandsráðherra, eða af Hafstein sjálfum, um leið og hann tók við embættinu, svo að frá þri sjónarmiði hefir þetta ekki stórvægilega þýðingu, og jeg get jafn vel hugsað mér, að sumir kunni ekkert ver við það, að sjá hr. H. Hafstein sitja svona öfugan í söðlin- um, eða upp á danska vísu; en það eru eptirköstin, sem mér blöskra, og sem gera þetta undirskriptamál svo afar-þyðingar- mikið, að þjóðin verður að gefa því mjöy alvarlegan gaum. Undirskript, danska forsætisráðherrans sýnir ótvirætt, að hann, og líklega dönsku ráðherrarnir yfir höfuð, þykjast hafa vald tilbþess, að vera nokkurs konar íslands- ráðherrar, og hafa afskipti af sérmálum vorum, þegar þeim þóknast, og sér þá hver maður, að sérmálalöggjöf vor verð- ur að dansa eptir höfði ríkisráðsins, er þvi svo sýnist, dansa eptir vilja og dutf- ungum ókunnugra útlendinga, sem eru ábyrgðarlausir gagnvart alþingi, hvað sem þeir gera, hvort sem þeir fara nokkuð eptir vilja þings og þjóðar, eða alls ekk- ert. Og þetta kalla menn „heimastjórn“(!!) Hvílík dæmafá fjarstæða! Mér er því ómögulegt að hugsa mér annað, en að þingmenn verði allir á einu máli um það á næsta alþingi, að mótmæla þessari aðferð öfluglega, og halda fast fram þeim skilningi á stjórnarskrá vorri, er kom svo glöggt fram á þinginu, að sérmál vor eru ríkisráði Dana, og danska forsætisráðherranum, alveg óviðkomandi. Riki sráðherrarn ir dönsku geta að eins látið til sín taka, ef alþingi, eða ráðherra Islands, fer út fyrir þau takmörk, sem sérmálunum eru mörkuð í stöðulögum og stjórnarskrá, en ella ekki. — Um hitt lagabrotið, sem blað yðar hefir gert að umtalsefni, las jeg nýlega í ,,K,eykjavikinni“ þá skýringu á banka- lögunum, að þau orð þeirra, að ráðherr- ann „skipar bókara og féhirði bankans, og víkur þeim frá, hvorttveggja eptir til- Jögum forstjórnar“ bankans, þýði sama, sem þar stæði: „eptir að hafa fengið til- lögur forstjórnarinnar“; en svona skýringu tjáir ekki einu sinni að bjóða neinu stálp- uðu barni, hvað þá heldur fullorðnu fólki, og furðar mig því stórum, að ritstjóri ,.Reykjavikur“ skuli bjóða lesendum sín- um aðra eins fjarstæðu, sem er sjálfum honum, og blaði hans, til háborinnar vanvirðu, og enginn gerir annað, en hlægja að, sem á það minnist. Það verður ekki varið, að her hafa lög verið brotin, til þess að koma hr. Olafi F. Davíðssyni að bókarastöðunni; en þó að það sé slæmt, og þó að ráðherrann' ætti í raun réttri að gjalda manni þeim skaðabætur, er bókarastaðan var ranglega höfð af, nefnilega manni þeim, er meiri hluti bankastjórnarinnar lagði til að sýsl- anin væri veitt, þá er þó hér að eins um smámuni að tala, i samanburði við stjórnarskrárbrotið, sem varðar aldna og óborna. Jeg held annars, eptir þessari byrjun ráðherra vors að dæma, að ekki sé van- þörf á því, að þið blaðamennirnir, sem óháðir eruð, hafið augun hjá ykkur, og litið eptir, hvað fram fer. Oskandi, að blað yðar hafi bráðlega skemmtilegri fregnir að færa oss af nýju heimastjórninni. Með virðingu Yðar Högni Högnason. Stórkostlegt slys. 618 manns drukkna. Þann 28. f. m. varð það voðaslys, að eitt af gufuskipum sameinaða gufu- skipafélagsins rakst á blindsker og sökk á litilli stundu. Það hét Norge og var á leið til Ameríku. Það fór frá Kaup- mannahöfn þann 22. f. m. og kom við bæði í Kristianíu og Kristianssandí Nor- egi. A skipinu var alls 765 manns, og þar af voru skipverjar 70. Farþegarnir voru flestir vesturfarar, norskir, sænskir, danskir, finnskir og pólskir. Skipið var komið vestur fyrir Skot- land og fór nálægt kletti nokkrum, sem Rockall er nefndur. Hann stendur upp úr sjónum úti á reginhafi og eru rif og blindsker kring um hann. A eitt af þess- um blindskerjum rakst Norge snemma morguns i þoku og rigningu. Farþegarnir voru flestir í rúmum sín- um, en stukku upp, þá er skipið rakst á, og hlupu upp á þilfar, og var svo mik- ill asi á þeim, að margir gáfu sér ekki tíma til að fara i fötin. Bjargbátar voru 8 til á skipinu, og var strax farið að reyna að koma þeim á flot, þvi að þeir hefðu getað tekið um 200 manns hefði verið hægt að nota þá alla, en svo var ekki. 6 bátum var kom- ið á flot, en af þeim brotnuðu tveir við skipshliðina og drukknuðu flestir, sem á þeim voru. Hinir 4 komust frá skipinu, hlaðnir fólki. . Eptir 20 minútur var skipið sokkið, og með því 618 manns. Norge var 2300 smál. að stærð, og heitir sá G-undal, er fyrir því var. Hann vildi ekki faraí björgunarbátana, og beið á stjórnpall-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.