Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1904, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1904, Síða 2
118 JÞjúhviljxnn. XVIII., 30. inum, þangað til skipið sökk, þá hélt hann sér uppi á sundi, og varsvob]arg- að upp í einn bátinn. Mönnum þeim, sem frá skipinu kom- ust, 147 að töiu, hefir öllum verið bjarg- að, en mikið hafa þeir orðið að þola áður. ! Þannig höfðu þeir á einum bátnum ver- \ ið matarlausir^'i 4 sólarhringa, og vatns- lausir í 3 sólarhringa. Frá ísafirði er „Þjóðv.“ ritað 8. júlí síðastl.: „Hér hefir haldizt öndvegistið, nema kalza-norðangarður síð- ustu dagana. — Aflahrögð á opna báta haldast enn all-góð í Djúpinu, þegar kúfiski er beitt, en í Ut-D,júpinu má heita, að almenningur sé hætt- ur róðrum, sakir þess að beitu vantar, þar sem hvergi er enn neina síld að fá. — Á hinn bóg- inn munu þó ýmsir hafa í huga, að stunda sum- ar-róðra ef síld skyldi fást, þar sem ailir vænta þess, að fiskur verði í háu verði. Mislingarnir eru að smá-breiðast út hér innan héraðs, og er það að vonum, þar sem samgöng- ur um héraðið eru greiðar, og engri sóttkvíun beitt milli bæja eða sveita. — Hitt er á hinn bóginn hvimleiðari fréttir, að fullyrt er, að misl- ingariiir séu nú komnir á tvo bæi í Steingríms- firðinum í Strandasýslu, og hafi borizt þangað með pilti einum, er sagt hafi skakkt til aldurs sins, og þótzt hafa haft mislinga áður, svo að honum var leyft að fara heimleiðis, ,eptir að hafa verið sótthreinsaður, samkvæmt fyrirmælum land- læknis. —• Sóttkvíuninni hér í héraðinu er enn haldið áfram, til varnar öðrum héruðum, og er mælt, að varzlan kosti landssjóðinn daglega hátt á annað hundrað króna, og væri að vísu sízt horfandi í þann kostnað, ef varzlan kæmi að fullum notum; en á þvi eru því miður slæmar ] lorf ur. Ekki er kosningabaráttan byrjuð hér í kaup- staðnum enn, sem komið er, en altalað er, að prófastur Þorvaldur Jónsson verði frambjóðandinn af hálfu ráðherraflokksins, og keppi um þing- mennskuna við sira Sigurð Ste/ánsson í Vigur, sem talið er víst, að einnig muni bjóða sig fram, sem þingmannsefni framsóknarflokksmanna í kaupstaðnum, og verður vonandi sigursælli, ekki sízt þar sem ýmsar gjörðir nýju stjórnarinnar hafa mælzt hér íila fyrir hjá almenningi, svo að margir telja óheppilegt að kjósa mann, sem virð- ist vera eins ástfanyinn í ráðherranum, eins og ræða sú bar vott um, er prófasturinn hélt ber- höfðaður hér i fjörunni, þegar ráðherraefnið kom úr siglingunni síðastl. vetur. — Slíka ræðu fýs- ir oss ekki að heyra aptur i þingtíðindunum". Teitur. Ljóðleikur í finm sýningum eptir (fuðtnund prentara Magnússon. R.vík iy04. Ljóðleikur þessi ferfram í Bjarnanesi og Skálholti á öndverðri 15. öld (1432 — 1433). Leikurinn er sögidegur, á að sýna ganginn i viðskiptum þeirra Jóns biskups Gerrehssonar í Skálholti og sveina hans annars vegar, en hins vegar leikmanna- höfðingjanna Teits Gunnlaugssonar hins ríka í Bjarnanesi eystra og Þorvarðar Loptssonar hins ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði. Til þess að semja góðan söguleik þarf nrihla og retta sögulegu þekhiurju og skap - andi imyndunaraji, innan þeirra takmarka, sem hin sögulega þekking setar. Þennan höf. vantar hvorttveggja. Það leynir sér ekki. Og það finnur hann sjálfur. Þess vegna slær hann varnagl- ann í eptirmálanum, og segir, að þenna leik beri ekki að skoða sem söguleik, þö : hann sé settur í samband við þessa gömlu viðburði. Söguleikur er það samt, — getur ekki annað verið í því sniði, sem hann er, og eptir því á hann að dæmast. Af þekkingarskorti er það sprottið, að höf. lætur konu Teits, Þördísi, verða svo ástfangna af útlendum og iliræmdum flækingsbiskupi, að hxin leggur sitt líf við hans lifi. Þó gjörir þessi biskup manni hennar, einhverjum voldugastaog auðugasta manni landsins í þá daga, hverja svivirðuna á fætur annari, —læt- ur sveina sína kasta honum dauðadrukkn- um inn í forugt hesthús, og seinna setja hann i varðhald og læsa hann i hlekki heima í Skúlholti og láta hann berja þar harðfisk og sæta annari háðulegri með- ferð. meira en misseristíma. Otöf ríka Loptsdöttir hefði leikið þetta, eða hitt þó heldur! Sú hefði orðið skot- in í Jóni biskupi Gerrekssyni fyrir slíka meðferð á manni hennar! Hún hefði bara sagt: Þetta er slwrnt! Það er hart af höf. að gjöra göfugri konu, aðalsmannsfrú að heita mátti, slík- ar auðvirðilegar getsakir. Fyr mátti nú vera metnaðarleysið! Veit höf. þá ekki, að höfðingjar leikmanna og allt þeirra skuldalið og frændlið hataði einum huga alla áseilni biskapa til veraldlegra yfir- ráða og eigna leikraanna? Þeim var sannarlega allt annað í mun en að elska þá Þeim var þá eitthvað nær skapi að taka þá höndum, setja þá í poka og varpa þeirn út í fossandi árstrauminn, eins og ketlingum. A það hefðu konur þeirra getað horft með hjartanlegri á- nægju. Hitt er annað, þó þeir vinguðust stundum við biskupa, eins og Loptur hinn riki, ekki til að rýra álit sitt, efni og völd, heldur til að efla það allt. Bisk- upar höfðu ýmisleg arðsöm lén, sem þeir veittu vildarmönnum sínurn. En enginn þoldi ágang biskupa. I því áttu þeir altir sammerkt. Um þetta leyti eru enn harðar deilur með klerkum og leikmönnum út af til- kalli kirkjunnar til eigna og yfirráða yfir veraldlegum hlutum i hendur leikmönn- um. Það er því meira en lítill sögulegur misskilningur fólginn í því hjá höf., að hann lætur dómkirkjuprestinn í Skálholti ámæla biskupi, fyrir það, að biskup vill einn ráða yfir landslögum og guðslögum og beita bannfœringum og öðru harðræði til að afla sér alþýðufylgis í stað þess að beita kærleikans aga. Að risa gegn þess- ari stefnu byskups var sama sem að risa gegn páfanum sjálfum. En það kom víst engum klerki til hugar i þá daga. Þeir voru enn allir dyggir fylgismenn kirkj- unnar. Og þegar prestur bætir því ofan á, að segja biskupi vægðarlaust til synd- anna, þá hefði enginn biskup á þeim tímum þolað presti sínum slíka goðgá og bersögli, heldur vikið honum úr þjónustu sinni óðara. Mikil og góð söguleg þekking hefði getað leiðbeint höf., svo ekki hefði hann strandað á þessum skerjum. Þá er það ímyndunaraji höf. Hann hefir ímyndunarkrapt að vísu. en ekkert taumhald á honum; þess vegna lendir hann í þær ógöngur í leiknum, sem hann kemst, aldrei úr; hann situr þar fastur, getur engan ólarendann hreyft, fremur en Þór forðum. Jeg á hér við hið fáránlega ástalif Þórdisar. Hún elskar bæði manninn sinn og biskupinn, og þó eru þeir svarnir ó» vinir. Hún nær manni sinum úr varð» haldinu með ráðkænsku, af ást til hans, og hún gjörir biskupi aðvart, eða vill gjöra, þegar maður hennar hefir ráðið at- för við hann, af ást til mannsins síns lika, segir hún, en biskup skilur það svo, að hún gjöri það af ást til sín og kallar hana verndarengilinn sinn. Síðast bregður hún handleggnum fyrir, þegar Teitur heggur til biskups, af ást til manns síns, en segir þó áður við hann, að hann skuli aldrei bera vopn ábiskup, meðan hún megi þar milli ganga, af ást til biskupsins nát.túrlega. Leikurinn hefði átt að heita: Hembihnútur ástarinnar, eða eitthvað þvi um líkt. Höf. verður aldrei maður til að leysa hann; það er liægur vandi að skera hann sundur, eins og hann gjörir í leiknum. En það er á- rangurslaust. Þetta er þá leikurinn, sem alþingi 1903 sæmdi verðlaunum, ef ekki beinlín- is, þá óbeinlínis. Höf. nýtur nú verð- launanna og ferðast borg úr borg, — kemur og sór, eins og Cæsar forðum, en sigurinn er in futuro (ókominn), eins og Kristján kvað. Höf. átti að vaða andlega strauma. Bara hann drukkni nú ekki i þeirri Brúará, þvi svo eru þeir straumar, sem aðrir, að þeir geta vaxið smámenn- um yfir höfuð. Og þá er ver farið en heima setið! Heldur þykir mér þessi ljóðleikur þreytandi og stirður til upplestrar á leik- sviði, liggur við, að orðin sporðrísi, að því er áherzluna snertir, eins og hjá gömlu rímurunum. Ekki eru fjörsprett- irnir. Það er allt af þetta sama koll- hríðarlausa langviðri, sem alþýða kallar síekju. Hann ætlar að búa til ljóðaleik, en úr því verða ljóða/eiJh(di;.hann ætlar að búa til leik, en úr þvi verður óleikur, einkum honum sjálfum. Hér er þörf á bragarbót. Bjarni Jönssou. Úr Strandasýslu (Árneshreppi) er „Þjóðv.“ ritað 21. júní síðastl.: „í vetur mátti heita, að hér væri versta tíð, sífelldar aust- an- og norðan-áttir, moð afar-mikilli fannkomu, en vindar miklir, og stór brim til sjávarins. — Þrjú opin skip stunduðu hákarlaveiðar hér úr hrejjpi í vetur: Teinæringur, er Ghtðm. Péturs- son í Ófeigsiirði var formaður á og aflaði hann 55 tn. lifrar, áttæringur frá Finnbogastöðum, for- maður G. Guðmundsson, er aflaði nær 40 tn., og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.