Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1904, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.10.1904, Page 2
170 í'*]OÐVrxLJi>.N XVIII., 43. 30 þús. — Japanar höfðu náð fjöldafall- byssna frá Rússmn. og þar sem orustunni var eigi lokið, er síðast fréttist, þá er enn óvíst, hvort Kuropatkin hefir kom- izt undan, eða beðið algjörðan ósigur. — Akafur eldsvoði varð í Winnipeg 12. okt., og brann fjöldi húsa, svo að skaðinn er metinn um 700 þús. dollara. .■ ■ i ■ ■ ■ .TrmTT0 Bref frá Djúpi. 11. október 1904. Heizt lítur út íyrir, að veturinn sé genginn í garð; síðan á Mikaelismessu, hefir verið hin mesta ótíð, opt með töluverðri snjókomu, og frosti, og unohleypingum. Kýr komu inn fullum þrem vikum fyrir vetur. Tíeyskapv/r varð í góðu með- •al-lagi víðast hvar, sumarið var eitt hið hezta og biíðasta, sem náenn muna, frá því vorharðindun- um Jinnti, föstudaginn fyrir hvítasunnu. Fiski- ajli hefir verið mjög rír, síðan á vorvertíðarlok- um, og slæmar horfur með haustvertiðina, bæði hvað beituföng og aflabrögð snertir. Hér er að vanda lítið talað, og liklega hugs- að, um stjórnmál; vér Djúpkarlar látum lítt til vor taka um þá hluti. Vér erum hvoi-ki æstir landvarnarmenn, né stæltir stjórnarféndur. En ekki fáum vér heldur ofbirtu í augun af dýrð nýjn stjórnarinnar; vantar þó ekki, að ..Vestri11, sem sézt hér hjá stöku manni, reyni, að gylla ráðherrann, og telja fólkinu trú um, hve ágætur hann sé. Vér viíjum sjá, hverju fram vindur um athafnir nýju stjórnarinnar, áður en vér, með Kristjáni prentara, og G-uðmundi Bergssyni, föll- um fram, og tilbiðjum hana. Því er gott að taka, ef hún reynist. landi og lýð nytsöm, en um það verður hún sjálf að sannfæra þjóðina með athöfn- um sínum; þar dugar ekkert blaða skrum. Um „Vestra“-ritstjórann er það að segja, að margir spá því, að hann gjöri ráðherranum álíka greiða með skjalli sínu, eins og hann gjörði prófastin- um okkar, í kosningaleiðangrinum; fullyrða kunn- ugír menn, að enginn hafi meir spillt fyrir kosn- ingu hans, og stutt síra Sigurð, en einmitt „Vestri“, með öllum iofgjöiðai-þembingnum um prófastinn, og ranghermi um Vigurklet'kinn. Svo mikils virða ísfirðingar biaðtötur þetta, og get- ur það því engan icginn ávinningur talizt, að verða fyrir skrumauglýsingum slíkra blaða, enda munu fáir öfunda ráðherrann okkar, af þessum og þvílíkum skjaldsveinurn. — Hingað eru nú komnar fregnir af kosninga- úrslitunum; þykja flestum þær hafa all-vel tek- izt; að minnsta kosti eru þessir nýju þingmenn flestir engir viðvaningar; en mestu þykir nú skipta, hvernig þeir snúast viö fjárntálunum, á næst-a þingi; er flestum minnisstætt sukltið á síðasta þingi, og (íska einskis síður, er>. að sá flokkur vaxi, er sólundar fé landsins í alis konar brutl og ráðleysu, og því að eins munu auknar tollálögur frá næsta þingi mælast vel fyrir, að ekki verði jafnframt hriigað upp nýjum embætt- um; af því hefir þjóð þessi fengið meira, en nóg ■nú fyrir skemmst-u, er nýja skrifvélabáknið á Arn- arhóli var sett á laggirnar, og hefði fullvel mátt þar við lenda, er þingið gjörði, þótt ekki bætti stjórn- in nýju embætti ofan á allt, sem komið var, aö þinginu fornspurðu. Harðskeytír eruð þið sumir blaðamennirnir i garð nýju stjórnarinnar, og lítið fær hún sér enn til frægðnr unnið wð ykkar dómi. Það er rétt, að stjórninni sé vandlifað, og víst er um það, að hoilara er henni, að fá rökstuddar að- finningar, en smjaðrið og sleykjuskapinn, sem að öiiu dáist, og allt lofar í fari hennar. Með góðum fréttum má telja það, ef satt reynist, að nú eigi að gjöra alvöru úr ritsíma- lagningu bingað til landsins, verði kostnaður sá með nokkru móti kleyfur fyrir landssjóðinn. Það er leiðinlegt, að hafa ekkert í buddunni, er um slík nauðsynja fyrirtæki er að ræða. Ekki er við því að, búast, að vér Yestfirðingar unum því vel til lengdar, að vera ritsímalausir, er allir hinir landsfjórðungarnir eru komnir í ritsima sam- band við umheiminn. Vonandi förum vér nú að smáþokast i áttina 4 eptir framfaraþjóðunum; stórstígir getum við vart. orðið fvrst um sinn, en það er sjálfum oss að kenha, ef oss hér eptir ekki miðar töluvert. meira áfrarn, en hingað til. Þekki þjóðin og ræki þær helgu skyldur, sem samfara eru auknu sjálfsforræði, þá starfa allir hennar beztu kraptar, bæði hjá iandstjórninni, þinginu, og hverjum hugsandi einstakling, til heilla og hagsælda fyrir land og lýð. Aukin strandgæzla. Svo er að heyra á blöðmn stjórnarinnar, sem Dana stjórn hafi tekið fremur vei í þá áskor- un síðasta alþingis, að Danir bafi stöðugt I fallbyssubát hér við land, sérstaklega á Faxaflóa, til að líta eptir botnvörpungum, og hefir danska stjórnin því í huga, að leita nauðsynlegrar fjárveitiugar hjá rík- isþinginu, svo að smíðaður verði fall- byssubátur i þessu skyni, er sé á stærð við „Beskytteren'1, varðskip Dana við Færeyjar. En þó að ríkisþingDana veiti fé í þessu skyni, getnr fallbyssubátur þessi fráleitt verið full-smíðaður, og byrjað strandgæzlu hér við land, fyr en einhvern tíma á ár- inu 1906 í fyrsta lagi, og hefir því hr. H Hafstein áunnið það, að danska varð- skipið „Hek1au verður látið vera hér við land í 10 mánuði á næsta ári, að því er blöð stjórnarinnar skýra frá, og er það ögn skárra, en verið hefir, enda þótt eitt skip sé vitanlega alveg ófullnægjandi, ef strandgæzlan á að vera í nokkru lagi. „Þjóðólfur“ gamli spáir því, að ráð- herrann fái skammir fyrir þessa, frammi- stöðu sína, eins og fyrir allt annað, en ( þar sem ráðherrann virðist í þessu máli ; hafa sýnt góðan vilja, til að fylgja fram vilja alþingis, dettur vist engum í hug, að fara að hnífla hann fyrir það, þó ó- þarft sé á hinn bóginn, að fara að ausa út lofræðunum, þótt maðurinn gegni skyldu sinni, allra sízt meðan afrekin eru alveg óséð enn. Hoísprestakali á Ska«astjiin(i. Þar fór ný skeð fram prestskosning, og var að eins einn umsækjandi í kjöri, cand. theol. Þorsteinn Björnssnn, frá Bæ í Borgarfjarðarsýslu, og hlaut hann að eins 11 atkvæði, af 40 atkvæð- um, er greidd voru á fundinum; en með því að eigi mætti helmingur safnaðarmeðlima, er á kjör- skrá voru, varð fundurinn ekki lögmætur. Frá Ísalii'ði er „Þjóðv.“ ritað 15. okt. þ. á.: „Tíðin hefir vei'ið hér rnjög óhagstæð, ýmist kafaldshríðar, eða bleytu-slög. — A sjó hefir mjög sjaldan gef- ið, enda fisktregt, bæði hér, og í Bolungarvík; hæðst þar 4 kr. hlutir, sem þykir lítið. Sýslumaður Hallilór Bjarnason frá Patreksfirði kora hingað með „Ceres“ 11. þ. m., til að gegna setudómarastörfum í máli milli P. M. Bjarnar- snnar verzlunarmanns og Jóns verzlunarstjóra L/ixd/d. Margir eru hér all-óánægðir yfir þvi, að ferö- ir landpóstsins, milli ísafjarðar og Hjai'ðarholts, hafa verið bannaðar i sumar, þar sein allir aðrir, er haft haía mislinga áður, hafa mátt fara ailra ferða sinna, og bréf og blöð, og hvers konar far- angur, er sent fram og aptur með strandskipun- um. Sýnist þetta bera vott um töluverða ósam- kvæmni i ráðstöfunum stjórnarinnar, og una menn þessu því ver, en eila“. Ómakleg árás. 1 síðustu skólaskýrslu minnist rektor Bjnrn M. Olsen á óspektirnar í lærða skólanum síðastl. vetur, og sveigir þar mjög að landshöfðingja M. Stephensen, og virðist jafn vel vilja get’a í skyn, að hann hafi átt upptökin að óspektunum, þar sem hann fi'nnur ástæðu til þess, að taka það fram sérstaklega, að mest hati kveðið að óspekt- urmm í 2. og 4. hekk, einmitt í þeim bekkjun- um, þar sem synir landshöfðingja voru. Allir, sem kunnugir eru, vita þó, að þessar getsakir rectorsins eru alveg ástreðulausar, og væri ástæða til þess, að áfellast landshöfðingja, að því er afskipti harrs-Trf-inálum lærða skólans snertir síðastl. vetur, þá væri það að líkindum helzt fyrir það, að hann hafi sýnt rector B. M. Olsen helzt til mikið umburðarlyndi, eða hlífzt við því, hans vegna, að taka svo röggsamlega í taumana, sem þurfti. Ganiiiiisamiii' gjörist nú stjórnai'biaðsritstjói'inn, hr. Jón Ól- afsson, í meira lagi, þar sem hann fræðir les- endur sína á því, að stjórnarhlaðið „ Reykjavikin11 hafi verið „saunsögiinnar má!gagn“(!!) Þetta er sagt mönnunum, sern lesið hafa, hlaðið viku eptir viku. Svona gamansamur get- ur hr. J. 01. enn vorið. Bessastöðum 38. okt. 1904. Tiðarlar oinatt mjög óstöðugt, kaldhryssings- iegt og rigningasamt. — Haustið jlir höfuð af- ar-óhagstætt, bæði til lands og sjávar. Heiðui'ssamsíeti. Námsmenn lærða skólans héldu fyrverandi kennara sinum, cand. mag. Bjarna Jónssyni (írá Vogi(, samsæti í Iðnaðai mannahús- inu í Reykjavík að kvöldi '21. þ. m. — Þar voru ræður haldnar, og kvæði sungið, fyrir minni heiðursgestsins, og hafði einn skólapiltanna ort það. Jafn framt gáfu skólapiltar Bjarna kennara göngustaf, mjög haglega gjörðan, og gulli búinn, er á voru letruð þessi latnesku orð: „Kon opis nostræ grates agere dignas. Disciyiuli11.* Nýsveinar, er eigi hafa notið kennslu Bjarna, tóku að sjálfsögðu eigi þátt í samsæti þessu, og örfáii' — 6 eða 7 — skólapiltar aðrir skárust úp leik, með því að foreldrar, eða vandamenn þeirra, höfðu bannað þeim, að taka þátt í aamsætinu, til þess að styggja ekki ráðherrann(!) Eins og vænta mátti, kom það mjög glögg- lega í ljós í samsæti þessu, hve mjög skólapilt- ar sakna hr. Bjarna Jónssonar, sem kennara, og hve megn óánægjan er í skólanum, út af aðíör- um stjórnarinnar gegn honum. f 21. þ. m. andaðist í Reykjavík rectorsfrú Siyríður Jfmsdóttir, hálf-níræð, ekkja Jóns sáluga Þorkelssoniir rectors, er andaðist 21. janúar síðastl. Með manni sínum eignaðist frú Sigríður tvö börn, er hæði dóu strax eptir fæðinguna. Hún var kona trygg í lund, og þótti val- kvendi. Káöherrann fékk 22. þ. m. veizlu þá, er hr. Jón Ólafsson gekkst mest og bezt fyrir, sbr. síð- asta nr. „Þjóðv.1, — Lá þó við sjálft, að Jón yrði að gefast upp, sakir daufra undirtekta stjórn- arliða, en þá skarst D. Thornsen, riddara-efni, í leikinn, með eitthvað af búðarmönnum sinum, og málinu var borgið. Nú verður auðvitað látið heita svo í biöðum atjórnarinnar, sem íbúar höfuðstaðarins hafi fundið hjá sér alveg ómótstæðilega hvöt til þess, að þakka „vorum ástsæla og þjóðrækna ráðherrá“, í nafni höfuðstaðarins, og allrar alþýðu á Islandi, hin stór-fui'ðulegu aírek lians i fréttaþráðarmál- inuf!) Það eru auglýsingarnar, sem nú á dögum eru orðnar eitt ai keimsins stórveldum. l’iistguluskipið „Laura“ gat, sakir ótlðarinnar, eigi lagt af stað frá Reykjavík til útlanda, fyr en 25. þ. m. — Meðal íai-þegja, er fóru með *> „Það er eigi á voru valdi, að þakka, sem maklegt er. Skólapiltar11.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.