Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.11.1904, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.11.1904, Page 1
Verð árganqxim Iminnst 52 arkirj 3 kr. 50 aur.; erlendie 4 kr. 50 aur.. og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist tyrir júnímán- | aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. —-- ■ j=" Atjándi á h o a n o r k . —- -s—RITST.IÓHT: S K í1 L T THORODDSEN. =|w(S—*- M 44. Bessastöðum, 7. NÓV. Uppsiign skri/leg, óyild nema komin sé til útgef- anda f-yrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögnrnni horgi skuld sína fyrvr hlaðið. 19 0 4. fpkilaboðin frd J3euntzer. I stjómarblaðÍDU rBeykjavík“ segir, að ráðherra H. Hafste.in hafi í ritsíma- átjnu 22. okt. siðastl. flutt samsætismönn- um þau skilaboð frá danska forsætisráð- herranum, hr. J. H. Deuntzer, að bonum rkæmi eigi til hugar, að sækja um lausn fyrir Islandsráðhenann, þótt svo kæmi, að hann sækti um lausn fyrir hið danska ráðaneyti; íslandsráðherr- ann væri, bæði í formi og veru, al- gjörlega óháður stprnarskiptum íDan- mörkuu. Stjómarblaðið segir enn fremur, að stjóm- ariiðar, sem að áti voru, hafi orðið feyki- lega kátir yfir þessum tiðindum, og hrópað húrra fyrir ráðherranum, „með sýnilegu fjöri og ánægju“, eptir að stjórn- arbiaðsritstjórinn, hr. Jón Ólafsson, hafði kornið þeim í skilninginn urn það, hve þýðingarmikil gleðitíðindi um væri að ræða, 0, jæja! „Litlu verður Vöggur feg- inn“, datt oss í hug, er vér lásum allan lofsönginn; og þó að það sé fjarri oss, að vilja draga úr gleði stjórnarliða, getum vér þó eigi varizt þess, að faraumgleði- efnið nokkrum orðum, eins og það kemur oss fyrir sjónir. Getum vér^þá eigi dulizt þess, að oss virðist það ærið óviðfelidin aðferð, að ráð- herra íslands skuli vera að flytja mönn- um munnleg skila- eða sletti-boð frá for- sætisráðherra Dana, að því er islenzk sérmál snertir. Um íslenzk sérmál, svo sem lausn ísieD/.ka sérmáiaráðherrans frá embætti eigum vér IsleDdingar eigi von neinna skilaboða frá dönsku ráðkerrunum, og hirðum lítið um þau, teljum þeim kerrum þau gjörsamlega óviðkomandi. En það er engu líkara, en að sumir stjórnarliðar séu farnir að telja það. svo sjalfsagt, að danski forsætisráðherrann misbjóði stjórnarskrá vorri, og sletti sér fram í sérmál vor, að þeir telji það |til stórtiðinda, ef hann gefur ádrátt um, að láta það í einhverju einstöku tilfelii ógert. I stað þess að flytja oss íslendingum munnleg skilaboð fró forsætisráðlierra Dana, hefði íslandsráðherrann átt að flytja • oss ligl. auglýsingu, eða kgl. opið bréf, undirritað í rikisráði af konunginum, og sjálfum honum, íslandsráðherranum, þar sem þeim sjálfsagða skilningi á stjórnar- skrá vorri var slegið föstum, að danskir ráðherrar gætu eigi með undirskript sinni gefið neinum ályktunum um íslenzk sér- mál gildi, hvort sem er skipun islenzka sérmálaráðherrans, lausn hans frá embætti, eða annað. Dað var sannarleg viðleitni, til þess að fylgja fram réttindum lands vors, og fyrirbyggja nýtt stjórnarskrárbrot af hálfu dönsku raonerranna, og allt annars eðlis, en að beina bænakvaki til danska for- sætisráðherrans. Með öðrum orðum: I stað þess að spyrja Deuntzer alira-auðmjúklegast, hvort hann ætlaði að brjóta stjórnarskrá vora, ef til þess kæmi, að hann æskti lausnar fyrir danska ráðaneytið, átti hr. H. Haf- stein, með kgl. auglýsingu, útgefinni í rikisráðinu sjálfu, að slá því föstu, að skipun og lausn íslenzka sérmálaráðherr- ans er íslenzkt sérmál, sem engum dönsku ráðherranna er heimilt að blanda sér í. I þessu var meining. Að því er munnlegu skilaboðin frá hr. Deuntzer snertir, að hann muni eigi beiðast lausnar íyrir íslenzka sérmálaráð- herrann í þvi sérstaka tilfelli, sem þar er nefnt, eru þau á hinn bóginn hégóman- um likust, os. ekkert á þeim byggjandi. Vér skulum sleppa því, hve hæpið er einatt, að byggja á munnlegum skila- boðum, sem margvíslega kunna að hafa aflagazt í meðförUnum, þótt óviljandi sé. Sennilega hefir hr. H. Hafstein borið sig all-báglega frammi fyrir forsætisráð- herranum, út af andróðri þeim, er hann hefir mætt, sakir stjórnarskrárbrotsins. Ef til vill hefir og Deuntzer litið svo á, sem hann bæri kvíðboga fyrir því, að j þurfa að sleppa embætti, ef ráðherraskipti yrðu bráðlega í Danmörku, sakir sundur- lyndis vinstrimanna, er talsvert varfarið að brydda á í ríkisþinginu í fyrra vetur. Sem kurteis maður hefir þá forsæ’tis- ráðherrann talið sór skylt, að mæla við hann hughreystandi orðum, og auðvitað jafn framt heimilað honum, að geta þessa opinberlega, ef hann teldi það mundu efla fylgi sitt á íslandi. í skilaboðum hr. Deuntzer’s felst og engin viðurkenning þess, að hann telji sig bresta vuld til þoss, að láta ísl. sér- málaráðherrann fara frá, ef ráðherraskipti verða i Danmörku, enda synir undirskript hans undir ráðherraskipunarbréfið sœla, að það þykist hann hafa. En þó að hann telji ekki nauðsynlegt, eða æskilegt, að boita því í þessu sér- staka tilfelli, sem hér um ræðir — og meirai verður á engan hátt út úr skila- boðunum dregið —, þá er það engin trygg- ing. Það er og aðgætandi, að þó að ráða- neytið, sem nú er, færi frá, og æskti eigi lausnar^fyrir Islandsráðherrann, hver seg- ir oss þá, að ráðaneytisíörsetinn, er við tæki, vildi liafa „eptirlegumanninn“ á- fram ? Sé ísl. sérmálaráðherrann dönsku stjóru- inní leiðitamur, þá er auðvitað litil ástæða til að ætla, að danska ráðaneytið hirti að skipta um; en hvort sama y^rði niðurstað- an, ef íslandsráðherrann greindi á við dönsku ráðherrana, t. d. af því að haun fylgdi fastara fram sérréttindum lands vors, en hr. H. Hafstein hefir gjörý til þessa, það er annað mál. . Undirskript danska forsætisráðherrans undir skipunarbréf hr. li. Hafstein’s sýn- ir glöggloga, hvað danskir ráðherrar þykj- ast geta leyft sér, og því er sízt að furða, þótt Islendingar séu ærið tortryggnir, og til þess að útrýma þeirri tortryggninni þarf sannarlega eitthvað, sem tryggara er, en slettiboðin, er að framan er ávikið, snertandi eitt einstakt tilfelli. - • •— „Tilkynningarbréfið“. ^peuntzer „í horninu“. Blekking'a-tilraunir ráðherrans. 1 ritsíma-átinu, 22. okt. síðastl., hafði ráðherra H. Hafstein, að því er blaði stjórnarinnar, „Reykjavikiitni “, segist frá, talað um þá: „getsök, er Danastjórn hefði verið gerð fyrir skemmstu, að hún væri að seilast eptir lands- réttindum vorum, og að svipta alþingi áhrifum á stjórn sérmála vorra, merT þvi, að láta for- sœtisráðherrd ríkisins rita nafn sitt í hornið á tilkynningarhréfi konungs um, að konungur hefði kvatt hann til ráðherra fyrir Island“. Þar sem orð þessi standa í aðal-mál- tóli stjórnarinnar, sem nefnir sig sjálft „málgagn sannsöglinnar“, verðum vér að álita, að orð þessi séu rétt hermd eptir ráðherranum, þvi að viljandi hefir jafn stjórn-elskandi borgari, sem hr. Jón 01- afsson er orðinn, fráleitt hermt þau rangt, og hefði honum orðið það á óviljandi í handritinu, þá hefði skekkjan óefað verið leiðrétt, þegar ritskoðunin af hálfu stjórn- arinnar fór fram, áður en blaðið var prentað. Af þessum rökum teljum vér það ó- efað, að ráðherranum hafi í raun og veru farizt svo orð, sern „B,eykjavíkin“ skýrir frá; en að öðrum kosti hefðum vér svar- ið fyrir, að svo gæti verið. Og hvers vegna? Af þvi að orð þau, er ráðherrann hef- ir notað, er hann minntist á ráðherra- skipunina, og undirskript danska forsæt- isráðherrans, lýsa því svo berlega, að ver- ið er að reyna, að blekkja allra fáfróðasta hluta þjóðarinnar, að ætla mætti, að bver beiðvirð stjórn teldi sér það algjörlega ó- samboðið, að grípa til jafn lúalegra með- ala. Með því að velja ráðberraskipunarbréf- inu nafnið „tilkynningarbréf konungs“, er Danastjórn bafi látið danska forsæt- isráðherrann „rita nafn sitt í hornið á“, þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.