Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.11.1904, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.11.1904, Blaðsíða 2
182 XVIII., 46. Þjúevir.jixN. „skellurinnu að lokuin, sem iyrrum, ef einhver á að fá hann. Það er spá vor, að sá verði eini á- rangurinn af þessu „ siðmenn in gar u-starfi „dánumannsins44 undir Jökli. „Jelgjörðamaðurinn“. Eins og lesendur „Þjóðv.“ hafa óefað veitt eptirtekt, þá er eg töiuvert farinn að leiða það hjá mér á seinni árum, að vera að svara ýmis kon- ar ósannindum, sem stjórnarblöðin beina að mér persónulega öðru bvoru, því að eigi tjáir, að fylla biaðið með siíkum deilugreinum. Flest af þessu er og þess eðlis, að það ber svo auðsælega á sér ósannindablæinn, að óþarft er að svara því, eða hefir þá margsinnis áður verið svarað, og brakið, í blaði þessu, svo að þar geta þeir séð hið sanna, sem hið sanna viija vita. Hinir, sem vilja halda sér sem fastast við þá trúna, að þeir, sem eitthvað láta veruiega til sín taka í þjóðmáium, og eigi viija falia á kné fyr- ir hinni núverandi landstjórn vorri í öllum grein- um, hvernig sem hún hagar sér, hljóti að vera varmenni og mannhundar, ræningjar og erki- bófar, íalsarar og fégiæframenn, meinsærismenn og manndráparar, eða eigi að minnsta kosti að málast þannig, kjósendunum tii viðvörunar, verða min vegna að lifa og deyja upp á þessa trú sína. En þar sem þjóðin er farin að þekkja þenna oftrúnaðinn þeirra, og veit því vel, hvað rógin- um og ósannindunnm er ætiað að vinna, þá er Jhæpið, að þetta reynist stjórninni sá „sáluhjáip- ar“- eða „matfanganna-vegurinn11, sem til er ætlast. Það mun því all-optast vera óhætt, að leiða þetta raus þeirra, „kaupamannanna11, hjá sór, og lofa þessum sjálfsiýsingum þeirra að standa þeim til heiðurs. En þegar farið er að haida því fram, að herra Tryggvi Gunnarsson, núverandi bankastjóri, sé gamall „velgjörðamaður11 minn, þá finnst mér þó, sem þessi kenning misbjóði svo stórum til- finningum sjálfs mín, að eg fái eigi orða bund- izt lengur. Það er ritstjóri „tíjaiiarhornsins11, — piltur- inn, sem lýst var nokkuð í 86. nr. „Þjóðv.11 —, einn af „kaupamönnum11 stjórnarinnar, sem flyt- ur þenna gleðilegan boðskap í blaði sinu ný skeð. Og boðskapurinn er í því fólginn, að hr. Tryggvi Gunnarssm hafi lánað mór fé á stúdents- árum mínum í Kaupmannahöfn, fyrir rúmum 20 árum, sem eg aldrei hafi endurgoldið honum, en sagzt hafa verið ómyndugur, er mér var trú- að fyrir því. Sagan er eigi óliðlega samin; en höfundinum hefir orðið það sama á, sem hr. Guðm. skáldi Magnússyni i ljóðaleik hans „Teitur11, að sögu- legu atburðirnir eru nokkuð öðru vísi. Sannleikurinn er sá, að jeg er mér þess ekki meðvitandi, að hafa nokkuru sinni fengið eins eyris lán hjá hr. Tryggva Gunnarssyni, hvorki á stúdentsárum mínum í Kaupmannahöí'n, eða fyr, né síðar. A hinn bóginn átti eg síðasta timann, sem eg dvaldi við háskólanám í Kaupmannahöfn, að sækja nokkurt fé til hr. Tr. Gunnarssonnr eptir tilvísun núverandi prófessors Þorv. Thoroddsen, sem þá var kennari á Möðruvöllum, og í hans reikning. A síðustu stúdentsárum mínum í Kaup- manuahöfn voru deilur miklar í íslendinga-fé- laginu, er jafn vel enduðu með málaferlum, sem kunnugt er, og stóðum við hr. Tr. G. þar hvor öðrum mjög andvígir, svo að eg hygg, að hon- um hafi þá naumast verið öllu minna um aðra gefið, en um mig. Jeg vil ekki segja, að þær deilur væru yfrið merkilegar, þegar eg nú hugsa til þess tíma; en víst er um það, að vér ungu mennirnir, sem þar áttum hlut að máli, litum svo á í þá daqa, sem vér stæðum þar á verði fyrir land vort gegn fylgismanni Dana-stjórnar, IVellemanns-vininum, hr. Tr. Gunnarssyni, og það skapaði hitann. Það er þvi eltki mjög sennilegt, að jeg hafi kosið að leita prívat-láns hjá hr. Tr. Gunnars- syni, enda man eg, að mér féll það full þungt, j að eiga að sækja fé til hans í annars reikning þenna stutta tírnann, sem eg gerði það, og bar margt til þess, sem hér verður eigi tínt, eður talið. Mér er ókunnugt um reikninga viðskipti hr. Tr. Gunnarssonar og Þorváldar, bróður rnins, í þá daga, en víst er um það, að nokkru eptir það, er eg var settur sýslumaður i Isafjarðar- sýslu, fékk eg reikning frá hr. Tr. G., þar sem hann krafðist borgunar á nokkurum hluta ofan getins fjár; en eitthvað skildist mér, að viðskipti þeirra Þorváldar hefðu jafnað. Tóninum i brófi hr. Tr. G., er reikninginum fylgdi, og endaði „með tilhlýðilegri virðingu11, skal eg ekki lýsa, enda loit eg þá svo á, sem þessi reikningur hans til mín væri mest til bekknis sendur, og til að halda við gamla kunn- ingsskapnum(l) Jeg skrifaði hr. Tr. G. þá aptur, auðvitað með sömu „tilhlýðilegu virðingunni11, og fiagði, sem var, að eg þættist í raun og veru ekkert við hann eiga, þar sem hann hefði aldrei lánað mér neitt, auk þess er eg skopaðist ögn að 6°/0 vöxtunum, og vaxtavöxtunum, er hann lagði á peningana, lögum gagnstætt, enda þurfti eg að sjálfsögðu að leita skýrslu Þorvaldar, bróður míns, áður en þossari skuldakröfu væri fullnægt. Um þetta gengu svo nokkur „vingjarnleg11 bréf á milli okkar „kunningjanna11, hr. Tr. G. og min, þar som meðal annars bar á góma um ýmsar rniður góðgjarnlegar sögur í minn gaið, er eg beyrði hafðar eptir honum, og svaraði hann því, meðal annars: ,.ef til vill hefði það verið réttara af mér, að jeg heimtað* sannanir fyrir því, að .jeg „bæri út af yður ósannar sögur frá stúdentaárunum11, „og fyrst þér endilega vilj- ið hafa svar . . . þá skal jeg hér með lýsa það lygi, og heimta, að þér reynið að sanna það, að jeg beri út um yður 6sannar* ': sögur11. Þetta nægir, til að sýna tóninn i þessum gömlu „vinabréfum", og skal eg hér eigi fjölyrða meira um það. Að sjálfsögðu átti þó hr. Tr. G. heimtingu á peningura sínum, þótt jeg ætti í raun og veru ekkert við hann um það, og endirinn á skiptun- um varð því sá, að eg boryaði honwni reikning hans upp á eyri, að viðlögðum 6°/3 vóxtum, svo að skaðlaust slapp hann frá því, karlinn, sem og vera átti, og þó að nú sé þegar komið nokk- uð hátt á annan áratuginn, síðan þessum værum lauk, og hr. Tr. G. fékk peningana, munu þó þau plöggin enn geta komið fram í dagsbirtuna, ef vili. Þetta er nú nokkuð annað en lygasagan, sem ritstjóri „Gjallarhornsins11, róberinn og lyga-hró- ið, breiðir út í blaði sínu, og þykir sómi að skömmunum. En annars er þessi lygasaga i „G jallarhorni11 ekki annað, en ein lykkjan í lygavefnum, sem sum stjórnarblöðin eru sí og æ að auka við. Hann á að verða aðal-efnið í ný föt handa stjórninni, er næst fara fram þingkosningar, en gæti má ske eins vel orðið henni -— hengingar- snara. Óheiðarlcg blaðamennska. í „Þjóðólfi11, 11. nóv. síðastl., segir ritstjórinn, að vér höfum í fyrra vetur sagt í „Þjóðv!1, að gjafsóknir em bættismanna „séu alveg nauðsyn- legar og sjálfsagðar11. Lesendur „Þjóðv!1 geta dæmt um það, að aldrei hefir staðið eitt einasta orð í blaði voru í þessa átt, og for ritstjóri „Þjóðólfs11 því í þessu efni með rísvitandi ósannindi. En slík er nú all-tið blaðamonnskan stjórn- arinnar megin, að skrökva upp einhverju, sem á *) Svo i bréfi hr. Tr. G. *'*) Auðkennt af hr. Tr. G. þarf að halda í þann svipinn, í trausti þess, að lesendurnir nenni eigi að athuga, hvað satt er, eða hafi eigi tök á þvi. Og þó er það guðfrasðingur, sem „Þjóðólfi11 stýrir. Sá hefði orðið brúklegur í stólnum(l) „Málgagn sanns<5glinnar“. Hr. Ben. S. Þðrarinsson, kaupmaður í Reykja- vík, sem verið hefir gjaldkeri blaðsins „Reykja- vík“, og þekkir vel skoðanir samverkamanns síns við blaðið, hr. Jóns Ólafssonar ritstjóra, seg- ir í „Ísaíold11 12. nóv. síðastl.: „Okkur (þ. e. Jóni Ól. og Benedikt) kom báðuin saman um það, að aðgerðir stjórnarinn- ar væri hvorki sem allra hyggilegastar, né réttastar,, gagnvart latínuskólanum. Sama var að segja um skipun bankabók- arans gagnvart hinum umsækendunum, En hvað segir svo vinur Jón um þessi tvö atriði í „Reykjavíkinni11 skömmu seinna? Náttúrlega, að allt sé rétt, slétt og fellt hjá stjórninni11. Hr. Jón Ólafsson leggur það mjög í vana sinn, að bregða öðrum um það, að þeir riti gegn betri vitund, Núerukomnar fregnirnar úr horbúðum sjálfs hans. Dánargjafir W. Fiske’s. Fé til íslauds og isl. bókmennta. Prófessor W. Fiske, hinn alkunni íslandsvinur, er andaðist 17. sept. síðastL, sbr. 41. nr. „Þjóðv!1 þ. á., hefir í erfðaskrá sinni ánafnað all-mikið fé til íslands, og til eflingar íslenzkum bók- menntum. Allar bækur sínar, nema íslenzka bókasafnið, og bækur, er snerta ítalska skáldið Petrarca, hefir hann ánafnað landsbókasajninu, og á að senda þær til safnsins á kostnað dánarbúsins. Enn fremur hefir hann ánafnað málverkasafn- inu í Reykjavík 12 beztu málverk sín, og enn fremur alla forna dýrgripi sína, svo sem brjóst- nælur, hálsbönd, dýrindis steina o. fl. Þá hefir hann og gefið ísiandi 12 þús. doli- ara (um 44 þús. krónur), er leggjast á í sér- stakan sjóð, sem sé í umsjá Jandstjórnarinnar, og skal vöxtunum varið, til þess að bæta kjör Grímseyinga. Megnið af auðæfum sínum, er alls kvað hafa numið um 11 milj. króna, hefir Fiske ánafnað CorííeM-háskólanum i New York, og þar á með- al allar ísl. bækur sinar, en mælt svo fyrir, að 130 þús. dollara skuli lagt i sérstakan sjóð, og vöxtunum varið, til þess að launa íslenzkum bóka- verði, er hafi umsjá með isl. bókasafninu; enn fremur skal og vöxtum aí 8 þús. doUurwm jafnan varið, til að auka ísl. bókasafnið, og vöxtum af 5 þús. dollurum, til þess að gefa árlega út bók um Island, og um hið ísl. bókasafn háskólans. Tvo íslenzka menn, cand. Sigýús Blöndal og stud. jur. Halldór Hermannsson, hefir W. Fiske tilnefnt, ásamt tveim mönnum amerískum, til þess að ljúka við, og gefa út, ófullgerð rit hans. Mannalát. Ný skeð er látinn að Litlu-eyri í Suð- urljarðahreppi í Barðastrandarsýslu Helgi bóndi Petursson, sem þar hefir lengi bú- ið. Helyi sálugi Pétursson var fæddur að Fossum í Skutilsfirði í Isatjarðarsýslu 25. júní 1836, og voru foreldrar hans Pótur Asgrímsson, og kona hans Helga Jóns- dóttir, Sigurðssonar frá Engidal, og missti Holgi föður sinn, er hann var að eins á þriðja ári. — Ólst hann síðan upp hjá móður sinni, unz hún giptist í annað skipti, og gekk að eiga Ásmund Guð- mundsson, og reistu þau hjónin bú i Engidal í Skutilsfirði. — Hjá móður sinni, og stjúpföður, dvaldi Helgi, unz liann var

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.