Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.11.1904, Qupperneq 2
186 T3 j óe t (r. j: s v XVIII., 47. — Hann er 39 ára að aldri, en konu- laus, síðan .Louíse, kona hans, stökk burt með Griron kennara, fyrir nokkrum árum. — Svo er að heyra, sem Louíse prins- essa vilji nú gjarnan sættast aptur við manu sinn, og hefir kvennþjóðin i Sax- landi sent konungi allra-þegnsarnlegastar bænaskrár þess efnis, að taka hana í sátt; en konungur tekur þvárt fyrir, að slíkt geti komið til nokkurra inála. Þýzkur ríkisþingsmaður frá Magde- burg, Albert Schmidt að nafni, flokkamað- ur „socialista“ kastaði sér 16. okt. niður fyrir framan járnbrautarlest, som kom brunandi, og gekk eimlestin yfir hann, og boið hann þegar bana. Talið er, að hann hafi gert þetta í vitfirringu. 16. okt. fannst gamall kvennmaður í Berlín, Elíse Wascher að nafni, mvrt í rúmi sínu, í náttklæðum einum, rist á kviðinn, með svipuðum hætti, er „Jakob kviðskeri14 lék fyrir nokkrum árum. — Eigi var rnönnum full-ljóst, hver morð- ið hefði framið, þvi helzt lék grunur á vitskertum bakara, Miilethaler að nafni, er sloppið haf'ði þá ný skeð af vitfirringa- spítala, og þekkt hafði kvennmann þenna áður. — — — Spanski skaginn. I Portugal urðu ráð- herraskipti í síðasti. októbermánuði, og heitir sá Luciano Castro, er nú stýrir þar ráðaneyti. f 17. okt. andaðist á Spáni prinsessan María de las Mercades, 24 ára að aldri, systir Alfonso konungs. 29. okt. stóð þjóðfundur í samfieyttar 36 kl.stundir á þingi Spánverja, og var í meira lagi hávaðamikill. — Þingmenn börðust þar með gönguprikum sínum, en blekbyttur, og annað, sem lauslegt var, flaug í loptinu, enda var umræðuefnið það, að stjórnin hafði hafið rannsókn gegn ýmsum þingmönnum, og mæltist það tiltæki hennar all-víða mjög ílla. Pjöldi blaða á Spáni krefst þess, að Mauro-ráðaneytið sleppi völdum, eptir þessi læti, sem á gengu á þinginu, en Mauro sat þó enn fastur i sessi, er síðast fréttist. — — — ítalía. Þar fóru fram þingkosningar í öndverðum nóv., og gengu þær mjög stjórninni í vil. Vesuvíus heldur enn áfram að gjósa, og var all-mikið öskufall í borginni Nea- pel 3. nóv. síðasti. — — — Austurríki. All-miklar róstur urðu mý skeð i borginni Innsbriick í Tyrol, er italskur lagaskóli átti að taka þar til starfa. — Þýzkum stúdentum þótti þjóð- erni sinu misboðið með skólastofnun þess- nri, og lenti í bardaga milli þeirra og ítalskra stúdenta. — Stúdentar beittu skammbyssum, og urðu ýmsir sárir, og tveir hafa þegar iátizt úr sárum. Her- lið varð að lokum að skakka leikinn, og voru um 130 stúdentar teknir fastir. Tvö verzlunarfélög urðu gjaldþrota í síðastl. okt., og námu skuldir þeirra sam- tals 4,300,000 krónum (austurískum). — Balkanskaginn. Eitthvað er soldán að myndast við að fuiinægja umbótakröfum Pússa og Austurríkismanna, að þvi er Makedoniu snertir, svo að þar er nú allt nokkurn veginn friðsamlegt, sem stend- ur, og hersveitir* soldáns að hverfa burt þaðan. Fjárhagur soldáns virðist þó enn, sem fyr, i meira iagi bágborinn, og bera her- menn sig ílla yfir því, að þeir fái ekki mála sinn greiddan, og því var það, að ein tyrkneska hersveirin, er var á heim- leið úr Makedoníu ný skeð, tók það ráðs, að hneppa fyrirliða sína í varðiiald, og neita að sleppa þeim úr haldi, fyr en málaféð væri greitt að fullu, og er mælt, að soldán liafi þá boðið stórvezir sinum, að reyna á einhvern hátt að ná í pen- inga, til að fullnægja kröfum hemiann- anna. — — — Bússland. Fregnir úr Rússlandi eru ,mjög óijósar um þessar mundir, sem opt- ar, þar sem stjórnin reynir að láta ekki aðrar fregnir berast þaðan, en henni lika. — Vist er þó, að mjög er þar víða róstu- samt, einkum í héraðinu Kíew, þar sem iýðurinn hefir víða ráðizt á hiis gyðinga, og ýmsra stóreignamanna, og eytt, og rænt, eptir föngum, og opt lent í bar- daga við lögregluiiðið, og ýmsir hlotið áverka. A Póllandi virðist og viða all-mikil ókyrrð, og 28. okt. lenti í bardaga milli hermanna og landslýðsins í grennd við Vola, og urðu margir sárir. Fjöldi ungra manna flýr og land um þessar mundir, til þess að verða ekki reknir til slátrunar, austur á blóðvöilinn í Asíu, og er það ekki láandi. Aðfaranóttina 31. okt. kviknaði í húsi í Pétursborg, þar sem verið var að halda brúðkaup, og brunnu þar 11 menn inni. Kólera gerir vart við sig hér og hvar í löndum Rússa í Asíu, og er mælt, að í borginni Tebris hafi dáið daglega 3—4 hundruð, og flýr fólk þvi þaðan í hóp- um. — — — Baudaríkin. Forsetakosningin fór fram 8. nóv., og voru sóttar af miklu kappi, svo að mælt er, að yfir 14 milj. kjósenda hafi greitt atkvæði, og hlaut Roosvelt, forsetaefni „republikana“ yfirgnæfandi at- kvæðafjölda, svo að talið er, að 325 kjör- menn séu honum fylgjandi, en að Parker, forsetaefni „demokrata“, séu að eins 151 kjörmaður fyigjandi. Þegar úrslit þessi urðu kunn, sendi Parker dómari þegar hraðskeiti til Roose- velt’s forseta, og kvaðst samfagna hon- um. — — — Afríka. 22. okt. gekk voðalegt of- veður yfir héraðið Ain Serfa í Algier, er olli stórtjóni, og fórst þar fjöldi manna. Egyptar eru að búa út leiðangur, um 2 þús. hermenn frá Sudan, sem eiga að berja á mannætum í héraðinu Níamnian í Mið-Afríku; en þar sem mannæturnar kvað hafa um 'íh þfis. vopnaðra manna, og hafa fengið byssur hjá belgiskum kaup- mönnum, í skiptum fyrir fílabein, þá er trúlegt, að þeir geti orðið nokkuð skeinu- hættir, enda verður þeim góð björg úr því, ef einhverjir falla, og þurfa þá ekki ketskorti að kvíða. — Thibet. Ekki hefir keisarinn í Kína enn staðfest samning þann, er Younghus- band gerði við Thibetinga, og er mælt, að hann þori það ekki, þar sem sendi- herrar Rússa Frakka og Þjóðverja mæli eindregið á móti, telji Thibet vera óað- skiljanlegan hluta Kínaveldis, er eigi tjái að veita Bretum stik yfirráð yfir, sem sámningurinn fer fram á. Thíbetingar hafa og þegar lýst þvi yfir, að þeir treystist engan veginn til þess, að greiða fé það, er samningui'inn til tók, svo fljótt, sem áskilið er, og ætla þvi Bretar að hafa herlið í Chumbí-daln- urn fyrst um sinn. — — — Jarðskjálfti varð mikill á eyjunni Form- osa í Kyrrahafi 6. nóv. siðastl.—Hrundi þar fjöldi húsa, eða skemmdist, og 70— 80 rnenn biðu bana, en nokkrir meidd- ust. — J ólagjafir ráöhemins. Danska dbi'.krossa hefir ráðherrann ný skeð útvegað hr. Guðm. Magnússyni, læknaskólakonn- ara, og inágisínum —Lárusi vot'um, dánirmaruii. Var þess víst sízt vanþörfin, að reyna að dubba ögn upp á „dánumanninnli, og það mun ráðherr- ann hafa fundið. En hvort. það er maklog meðferð á hr. Guðm. Magnússyni, eða þykir mikil virðing fyrir hann — ef virðing væri að krossa-glingri —, að vera þannig óbeinl/nis settur á bekk með „dánu- inanni11, telja líklega alL-margir vafasamtj Alveg ósjálii'átt minnumst vér gömlu ísiirzku bögunnar, er ort var fyrir nokkrum árum, um óþokka, [e'' þá dvaldi þar vestrá, og sagan sagði, að hýddur hefði verið: „Danska orðu’, ef eignast sá Isafjai öar-hjassinn eflaust hengja ætti þá allra-helzt á r........“ Já, fylgdi nú dbr. krossunum sú náttúran, að geta læknað gömul mein, á brjósti eða baki, þá væru þeir þó óneitanlega til nokkurs nýtir. En því er nú líklega ver, að það mun býsna hæpið, að þeir jafnist á við „volta“-krossinn, hvað þá heldur, að þeir græði baksárin betur. Bókfregn. Fjóla, úrvalssafn íslenzkra kvœða. Útgefandi Hannes Þorsteinsson. Rvík 1904. 224 bls. 8A I safni þessu eru nokkur ljóðmæli eptir skáldin Bjarna Thorarensen, Svein- björn Egilsson, Bölu-Hjálmar, Sigurð Breið- fjörð, Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Qrím Thomsen, Björn Hálldórsson, Jón Þorleifsson, Magnús Qrímsson, Helga Háif- dánarson, Ben. Qröndal, Pái Ólafsson, Gisla Brynplfsson, Steingrím Thorsteinsson, Matt- hías Jochumsson og Kristján Jónsson. IJtgefandi hefir að eins tekið í safn þetta ljóðmæli skálda þeirra, sem fædd eru á árunum 1786—1842, en ráðgerir, að gefa ef til viil síðar út sams konar úrval af ljóðum hinna yngrí skálda vorra. Það er mikið vandaverk, þegar um útgáfu slíkra úrvalssafna ræðir, að velja heppilega, og er hætt við, að all-skiptar verði skoðanir manna um það, hvernig útgefandinn hafi leyst það verk af hendi. Mörgum fellur það óefað ílla, að út- gefandinn sleppir algjörlega Birni Qunn- lögssyni, höfundi „Njólu“, sem geymir svo margar gull-fagrar hugmyndir, enda

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.