Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1905, Blaðsíða 1
Terð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; trlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doU.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. -— )= Nítjándi áböanguk. =| —— •*—*>^|= RITSTJÓRI: SKÍJLI THOKODDSEN. =|boí!— \ Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- I anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 18. Bessastöðum, 29. apríl. 19 0 5. Ifna og ildavélar selur Jristjdn Jorgrímsson. Fi umvarp tiS sveitarstjórnarlaga. Árgjöld sýslusjóða til landssjóðs. VátœkramálaDeÍDdiii hefir, svo sem Iicddí var falið, samið frumvarp til sveit- o? sijörnarlaya, sem stjórDÍD leggur vænt- anlega fyrir alþÍDgi í sumar. Nefndin telur það hafa verið aðal- hlutverk sitt, að því er sveitarstjórnar- li'iggjöfina snertir, að koma gildandi á- kvæðum um sveitarstjórnarmálið í eina heild, og hefir því hagað störfum sínum í eamiæmi við þenna skilning sinn. Aðal-breytingin, sem nefndin ræður til, að gjörð verði á sveitarstjórnarlög- gjöfinri, er afnám amtsráðanna, og ætl- ast nefndin þá til, að störf þeirra verði, eumpart falin sýslunefndum, en sumpart etjórnarráðinu, og amtsbókasöfnin í Stykkishólmi, á Akureyri, og á Seyðis- firði, vill hún gefa Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Akureyrar- og Seyðis- fjarðarkaupstöðum, ásamt Eyjafjarðar- og Norðurm úlasýslum. Það er rétt, sem nefndin tekur fram, að raddir hafa heyrzt um það, að réttast væri, að leggja amtsráðin niður, og staf- ar það af þvi, eð mönnum hefir þótt starf þeirra ærið lítið, í ssmanburði við þann mikla kostnað, er þau hafa í för með sér, og hefir sá kostnaður lagzt mjög þungt á sýslufólögin, og aukið að mun hin beinu útgjöld bænda, sem að vonum eru all-óvinsæl. En þar sem það er kunnugt — þótt nefndin geti þess eigi —, að þessierað- al-ástæðan til óánægjunnar með amtsráð- in, gegnir það furðu, að nefndin skuli, jafn framt sveitarstjórnarlega frumvarp- inu, bera fram frv. þess efnis, að lerjyja á syslufélögin all-þunglcert fast árgjald, til landssjöðs, er nemur alls 15 þús. króna, eða nálega sömu upphæð, sem jafnaðar- sjóðsgjaldið hefir verið árlega að meðal- tali tíu árin siðustu, enda þótt skuldir þær, er á ömtunum hvíla, nemi að eins rúmum 20 þús. króna, eptir því sem nefnd- in skýrir sjálf frá, því að skuldir þær, er hvíla á Norður- og Suður-ömtunum, vegna búnaðarskólanna, ætlast nefndin til, að fylgi búnaðarskólunum, ef landið tekur þá að sér. Yér teljum sjélfsagt, að séu amtsráð- in lögð niður, taki landið að sór skuldir þær, er á ömtunum hvila, eða að þeim sé að öðrum kosti skipt milli sýslufélag- anna, eptir því hlutfalli, sem þau hafa áður greitt jafnaðarsjcðsgjaldið, í stað þess að fara í ð afla landssjóði árlegra tekja á þann hátt, að leggja skatt á sýslusjóði, enda furðar oss. að nefndinni skuli hafa dulizt það, hve rík þörf er á því, að minnka gjöld sveitarfélaga til sýslufélaga, eins og yfir höfuð hin óvin- sælu beinu gjöld, er á almenningi hvíla, og finna á hinn bóginn einhvern óbein- an tekjustofn fyrir sýslusjóði, til að hjálpa þeim til þess, að hrinda ýmsum fram- faramálefnum sýslnanna áleiðis. Nefndin vekur máls á því, að vera megi, að sumir kunni að óttast, að stjórn- arráðið kunni að verða of íhlutunarsamt um sveitarstjórnarmálefni, og getum vér oigi neitað því, að vér erum einn í tölu þeirra manna, sem teljum það mjög var- hugavert, að draga valdið enn meira í hendur þess, en orðið er, enda sjáum vér ekkert á móti því, að veita syslunum fulla sjálfstjörn í málurn sínum, er amtsráðin eru niður lögð. Auk þessarar aðal-breytingar, sem nú hefir nefnd verið, stingur nefndin upp á ýmsum breytingum, sem flestar eru þó þýðingarlitlar. Einna merkasta nýmælið er ákvæðið í 4. gr., þar sem svo segir: „Nú hefir kauptún, eða þorp, 800 í- búa, eða fleiri, og hefir það þá rétt til, að fá sérstaka sveitarstjóm, og verða hreppur fyrir sig, með þeim ummerkjum, er stjórnarráðið ákveður, eptir tillögum hreppsnefndar og sýslunefndar1**. Tekur nefndin það fram, sem rétt er, að ákvæði þetta geti að likindum orðið til þess, að ýms þorp, og kauptún, láti sér nægja heimild þessa fyrst um sinn,í stað þess að beiðast bæjarréttinda, er baka myndi landssjóði kostnað. EeiknÍDgsár hreppa ætlast nefndin til, að framvegis verði almanaksárið, og í samræmi við þá tillögu sina, leggur hún það til, að niðurjöfnun aukaútsvara fari fram í júní, og sé gjalddagi þeirra 81. okt. ár hvert. Sýsluvegasjóðunum vill nefndin, að slegið sé s:man við sýslusjóði, og að úr þeim séu gjöld til sýsluvega siðan greidd, án þess sýslunefndin þurfi að binda sig *) Ekki gátum vér stillt oss um að brosa, þegar vér sáum, að nefndin, i athngasemdunum við frumvarpsgrein þessa, skýrir orðin „eptir tillögum hreppsnefndar og sýslunefndar", sem þar stæði: „að fengnum tillögum hreppsnefndar og sýslunefndar“, og telur því stjórnarráðið hafa alveg óþundnar hendur, þrátt fyrir orðalag grein- arinnar. — Parna sjá menn, hvað lögskýringar hr. Jóns Ólafssonar, stjórnarhiaðsritstjóra, aðþvi er fyrirmæli bankalaganna snertir, hafa þegar áunnið(l) við upphæð sýsluvegagjaldsinsfremur, en verkast vill. — Breyting þessi sparar þau óþarfa ómök, að vera að hafa reikn- inga sýslusjóðsins í tvennu lagi (sýslu- vega- og sýslusjóðsreikninga), og er því fremur til bóta. Nefndin telur og æskilegt, að saminn sé leiðarvisir fyrir sveitarnefndir, erend- urskoðaður sé á 5—10 ára fresti, og séu þar talin öll lagaákvæði, er sveitarnefnd- ir varða, og skýrð, sem þörf þykir. Fleiri smá-breytingar, er nefndin leggur til, að gjörðar séu, hirðum vér eigí að nefna að þessu sinni; en þar sem hér er um gagngerða endurskoðun sveit- arstjórnarlaganna að ræða, má telja víst, að málið verði íhugað sem vandlegast, áður en því er til lykta ráðið. Eitt atriði finnst oss þó rétt að minn- ast á, áður en vér sláum botninn í grein- arstúf þenna. — Eptir lögunum er engu síður heimilt, að leggja útsvar á vinnu- hjú, en aðra, enda hefir þeirri regluver- ið fylgt í sumum hreppum, og virðist því ósanngjarnt, að vinnuhjú eigi ekki atkvæði í sveitarmálum, þegar þau bera byrðarnar, ef þau fullnægja þeim skilyrð- um, sem atkvæðisrétturinn er að öðru leyti bundinn, að því er snertir aldur o. fl. f ukrið. --<xif)o- Það eru nú að eins tveir mánuðir, unz alþingi tekur til starfa í sumar, og að eins rúmur mánuður til þingmálafund- anna, sem víðast eru haldnir í júní, og enn vita menn þó eigi, hvaða málefni það eru, sem stjórnin ætlar sér að koma fram á slþingi. Svo vandlega hefir stjórnin haldið öll- um undirbúnings-störfum sínum, er hér að lúta, leyndum, eins og hún væri að brugga einhver glæparáðin, sem alls ekk- ert mætti vitnast um. Jafn vel samningi sínum um ritsíma- lagninguna — ekki minni áhrif, en sá samningur hlyti þó að hafa á fjárhag allr- ar þjóðarinnar — ætlaði stjórnin sér að halda leyndum, og það er blöðum stjórn- arandstæðinga, sérstaklega „ísafold“, að þakka, að þetta tókst þó ekki. I öðrum löndum, þar sem þingræði er viðurkenDt, verðum vér þess varir, að ráðherrarnir eru einatt öðru hvoru að láta þjóðina vita, hvað þeir eru að starfa fyr- ir hana, hvaða málum þeir ætla sér að koma fram á þingi, og gera sér allt far um, að sannfæra hana um ágæti ráðstafana sinna, og vinna fylgi hennar. Hjá 088 hýrist nýi ráðherrann á hÍDn bóginn, sem mús í holu, og forðast, eina og eldinn heitan, að láta þjóðina fá nokkra

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.