Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1905, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1905, Qupperneq 1
Terð nrgangsins (minntt $2 arkir) 3 kr. SO aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doU.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJOÐVILJINN. - '|= Nítjándi áköangdb. =|-...— -<■—&ca|= RIT8TJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. =|»<«g—»— Vppg'ógn skrifleg, ógHd nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 25. Bkssastöðdm. 15. JÚNÍ. 19 0 5. Ifna og ildavélar seltix* Iristjdn gorgrímsson. Fátækralaga-frumvarpið. í 14. nr. „Þjóðv.“ var stuttlega getið fátækralaga-frumvarpsins, er fátækramála- nefndin hefir samið, og lagt verður fyrir alþingi í sumar, og skal hér nú getið nokkurra nýmæla, sem í frumvarpi þessu eru. I I. kafla frumvarpsins (1.—80. gr.) ræðir um framfœrsluskyldu, er á einstök- um mönnum hvílir, og eru þau ákvæði í flestum atriðum samhljóða núgildandi lögum, eða réttarvenju, eða miða til þess, að gera þau skýrari. — Framfærsla barna, sem slíkra, vill þó nefndin, að nái til 15 ára aldurs, og gildir það einnig um kjör- foreldri, að því er kiörbörn þeirra snert- ir. — Nefndinni þykir og rétt, að stjúp- faðir hafi sömu framfærsluskyldu, að því er snertir sérbörn konu hans, sem fædd eru á undan hjónabandi þeirra, og að stjúpan hafi sömu skyldu gágnvart skil- getnum sérbörnum manns síns. — Frænda- framfæri vill nefndin nema úr lögum, svo að foreldrar séu að eins skyldir að annast börn sín, og börnin foreldra, en eigi fiarskyldari ættmenn. Að því er hjúaframfærslu snertir, eru það nýmæli, sem nefndin kemur fram með, að húsbóndi skuli aldrei skyldur til þess, að ala siúkt hjú sitt lengur, en í 6 mánuði þritugnætta, en geti á hinn bóg- inn verið skyldur til þann tímann að kosta sjúkdómslegu þess utan heimilis, eða á spítala, að nokkru leyti, og þó svo> að hann leggi eigi fram yfir 70 aura um sólarhringinn. I II. kafla frumvarpsins (81.—45. gr.) eru ákvæði um framfœrslu sveitina, og legg- ur meiri hluti nefndarinnar það til, að menn vinni sér sveit þar, sem þeir hafa dvalið tvö ár samfleytt, eptir 16 ára ald- ur, en þó svo, að þeirri sveit, sem mað- ur á, er hann er 75 ára að aldri, heldur hann síðar. Minni hluti nefndarinnar (hr. Guðjón Guðlaugssón) vill á hinn bóginn, að mað- ur vinni sér sveit þar, „sem hann eptir 16 ára aldur hafi dvalið lengst, enda ekki styttri tíma, en 10 ár samtals .... enda hafi hann eigi þegið sveitarstyrk á næstu 6 árunum þar á undan“. Þá er III. kafíi frumvarpsins (46.— 53. gr.) um það, hvernir/ haqa skuli styrk- veitingu, og er þár meðal annars, bannað, að hafa undirboð á framfærslu þurfalings; svo sem viða mun hafa tíðkast. í IV. kafla frumvarpsins 54.—63.gr.) eru ákvæði um vald sveitarstjórnar yfir þurfamönnum, og eru þau að mestuleyti samhljóða ákvæðum núgildandi laga. — Þó er ókveðið, að eigi skuli skoða sem eiginlegan sveitarstyrk: greptrunar- kostnað, né heldur kennslukaup fyrir barn í barnaskóla, eða hjá farkennara, eða gjald fyrir nauðsynlegar bækur, og önnur kennslu-áhöld, handa barninu, og sviptir slikur styrkur engan mann borgeralegum réttindum hans að neinu leyti, enda ætl. ast nefndin eigi til, að krafizt verði end- urgjalds á honum, hvorki hjá framfærslu- manni, né öðrum sveitarfélögum. En þó að nefndÍD láti sér þannig eink- ar annt um menntun æsku lýðsins, sem skyit er, og beri virðingarverða umönn. un fyrir dauðu skrokkunum, þá verður eigi sagt, að hún láti sér fyllilega eins annt um hina lifandi, þar sem hún tekur þvert fyrir, að láta læknishjálp sæta sömu kjörum, og fer hún um það svo felldum orðum: „Aptur á móti hefir nefndinni eigi þótt ástæða, til að leggja það til, að læknishjálp væri látin sæta sömu kjörum, þvi að nú mun það mjög sjaldan koma fyrir, að maður þurfi að leita fátækra- styrks einungis vegna þess, að hann geti eigi á annan hátt fengið læknishjálp, eða meðul, og munu þar til hjálpa einstakir menn. Slíka liknarstarfsemi vill nefnd- in ekki hindra“. Mikil er samvizkusemi nefndarinnar í þessari grein(!) En skyldi ekki líkn- arstarfsemin, sem nefndin ber svo mjög fyrir brjósti, hafa getað fundið sér nóg verksvið, þótt nefndin hefði tekið aðra stefnu í þessu máli? Ekki trúum vér öðru. — Líknarstarfsemin, sem nefndin telur sjúka menn eiga svo greiðan aðgang að, mun og víða meiri í orði, en á borði, og í sumum tilfellum gjörsamlega leyna sér. Að því er snertir öreiga giptingarnar vill nefndin að eins gera það að skilyrði, að hvorugt brúðhjónanna hafi af sveit þegið síðustu 5 árin, nema styrkurinn sé endurgoldinn, eða framfærslusveit brúð- gumans lýsi yfir þvi, að þeim sé heimilt, að ganga í hjónabandið. Þá er Y. kafli frumvarpsins (64.—77. gr.), er ræðir um viðskipti sveitarstjóma, og er þar, meðal annars, ákveðið að dval- arsveit geti að eins krafizt ondurgjalds á 2/s hlutum af styrk veittum utansveitar- manni, og aldrei, að því er kennslueyri, eða greptrunar kostnað, snertir, og er þetta í líkingu við ákvæði danskra og norskra fátækralaga. — Telur nefndin líklegt, að dvalarsveitin gæti meiri spar- semi í styrkveitingum til utansveitar- manna, en ella, ef hún á sjálf að bera nokkurn hluta kostnaðarins, og er það að vísu nokkuð vafasamt. Að því er flutning þurfamanna snert- ir, setur 70. gr. frumvarpsins þessi skil- yrði: „Nú hefir maður, sem framfærslu- rétt á annars staðar, þegið 100 kr., eða meira, í dvalarsveit sinni, og bersýnilegt er, að hann er kominn á stöðugt sveitar- framfæri, og hefir þá dvalasveit hans og framfærslusveit, hvor um sig rétt til, að krefjast þess, að hann sé fluttur fátækra- flutningi á framfærslusveit sínau. Um framkvæmd þurfamannaflutnings- ins segir og: „þurfamenn skal flytja svo beina leið, sem verður“, og ber dvalar- sveit a/3, en framfærslusveit 2/g, kostnað- arins, og telst hann eigi, sem sveitar- styrkur Þá er og í þessum kafla ýms ákvæði, er miða til þess, að aptra því, að sveitar- stjómir dragi um of að svara bréfum, er snerta sveitar framfæri, eða sýDÍ gjald- tregðu, að því er greiðslu veitts sveitar- styrks snertir, og er slíkra ákvæða naum- ast nein vanþörf, jafn mikið eins og ýms- ar hreppsnefndirnar hafa haft á samvizk- unni í þessu efni. í VI. kafla frumvarpsins (78. —79. gr) ræðir um sérstákan styrk úr landssjóði í einstökum tilfellum, og munu þau ákvæði óefað mælast mjög vel fyrir, þar sem hér er um alveg sérstök atvik að ræða, er opt hafa bakað sveitarfélögunum lítt bæri- legan kostnað. Þar er ákveðið, að ef þurfalingur fer, eptir læknisráði á sjúkrahús — annað, en holdsveikraspitala — skuli landssjóð- ur greiða þann hluta kostnaðarins, er fer fram úr 150 kr. á ári. — Sömuleiðis greiðir landssjóður styrk, sem þurfamönn- um er veittur erlendis, og flutningskostn- að þeirra, að svo miklu leyti sem styrk- urinn fer fram úr 100 kr. á ári. Loks er VII. kaflinn 80.—81. gr.) um lög, sem úr gildi verða numin o. s. frv. Enda þótt ágreiningur verði að sjálf- sögðu um ýmsar af tillögum nefndarinn- ar, virðast margar af breytingunum þó yfir höfuð horfa til stórra bóta. Trúlegast er, að lang-mestur verði á* greiningurinn, að því er sveitfestis-ákvæð* ið snertir, enda er þar úr vöndu að ráða, þar sem hagur kaupstaðanna, og sjávar* héraðaDna, er annars vegar, en landssveit- anna á hina hliðina, því að tíðast hefir það gengið svo til þessa, að menn hafa þyrpzt til sjávarins, þegar þar hefir vel árað, en sveitirnar fengið margan slæm- an skellinn, þegar sjórinn brást um lengri tima.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.