Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1905, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1905, Síða 3
XIX, 25. ÞjóeviiiiiNN 99 um og fríðum vængjum frá öllu því, sem lífinu fylgir, 8em er, og verður að vera. Amma segðu mér sögu, segðu mér huldufólkssögu, segðu mér fjallabúasögu með dalnum eða um kong og drottningu í ríki sínu. Þetta er gamla, fallega barna- bænin af þörfinni á þvi, að kornast eitt- hvað út úr baðstofunni, út frá daglegu atburðunum, út frá smáum og stórum áhyggjum, frá mönnunum og lífinu. En þú horfir lengra, litla skáld á ströndinni. Álfabærinn er þér of þröngur, og álfa- heimurinn oflíkur mannheimi, fjallabúa- dalurmn aðkreptur og kongsríkið lítið. Grágæsamóðirin þín hefir betra rúm; hún hefir allan geiminn fyrir framan sig og ef „blómlega eyjanu verður henni of lítil, þá grunar okkur að þú vitir af því, að þar er enn annar geimur hinu megin við hana, óendanlegur, því hún hefir vængi, Margir hafa óskað sér vængja, en mér finst þeir færri, sem hafa vitað jafn vel hvað þeir ætluðu að gera við þá, einsog þessi unga stúlka. Sá jeg hvar hún leið og leið langt í geiminn bláa. Slíkir yndishljómar eins og i þessu kvæði geta komið tárunum fram i augun á manni, og ber það ekkifvið á hverjumjdegi. Að maður skuli ekki hneykslast á rím- lausu og stuðlalausu hendingunum i upp- hafinu og endanum. jafnvel finnast þær prýða og þyka vænt um að þetta sterka barn brýtur alla fjötra. Svona létt er flogið. Hvað er að vera „skáld af guðs náð?“ Svarið þið. Er það að vera Mattias Joc- humsson? Og svo formið! Þula, með endurteknum hendingum, og endurtekningarnar hrein tilviljun, ó- fyrirhuguð fyrri en þeirra þarf við. Rim- tilbreytingar eru langflestar tilgerðarleg- ar og bera opt á sér merki eins og þær sé teknar með töngum, þvi sömu skáld- in sligast á sínum eigin rímtilbúningi, sem segja allt betur, þegar þau yrkja und- ir einfaldari lögum. Finnst nokkrum manni rimið hér tilgerðarlegt? og þó er þetta sú djarfasta rímbreyting, sem jeg hefi séð á mínum dögum. Það eru gömlu þulurnar, en orðnar ungar i annað sinn, þvi þeirra vængir voru bæxlaðir og skörð- Óttir; hér haggast engin fjöður. Allt er rímið siétt og fagurt og mál- ið eins, og svo er það á öllum kvæðum Huldu. Hinar þulumar í Sumargjöfinni eru að sumu leyti engu síðri, þó jeg hafi tek- ið þessa til. Á henni er að því leyti mest list, að hún or föstust heild, svo að hvergi er lát á, en hinar eru engu síður auðugar að fjölbreyttu og óbilandi hug- sjónalífi. En hvað sem hver kann að segja um þenna dóm minn á þeim hér, þá skal það sannast, að hver sem augun hefir og satt vill segja getur fundið her allt það sem fegurst er í gömlu þulun- um okkar eins og endurborið, og þar er þó sumt af þeim bezta og hreinasta skáld- skap, sem við eigum. Mér datt einmitt í hug, þegar jeg sá þessi ljóð, að sumt af yndislegustu perlunum, sem við kunn- um eins og lausa búta eins og „Vappaðu með mér Valau og fleira, væru eptir ó- þekktar stúlkur uppi í sveit. Manni dett- ur margt í hug þegar maður sér að kvenn- maður, og það rétt af barns aldri getur ort svona. Ef þetta þykja öfgar, sem jeg segi um Huldu og þulurnar, þá segi þið mér eitt: Hver er sá karlmaður núlifandi á íslandi, sem gæti aukið viðunanlega við þessar tvær fyrstu hendingar úr gömlu þulunni: „Grágæsamóðir ljáðu mér vængi“, hvað þá heidur eins og|þessi stúlka hef- ir gert? Flestir karlmenn hefðu ekki einu sinni tekið eptir þvi, að nokkurn skapaðan hlut mætti gera við hana og þvi siður að þar byggi að baki stórhuga þrá og dýrðlegir draumar. Hér verður nú að hætta, og er það þó ekki af þvi að ekki mætti segja meira eða þess þyrfti ekki við. Þær ljóðadísir eru fagrar, sem láta sönginn fara eins og SDæljós gegnum þoku og myrkur sálnanna, eða gera hina fölsku tóna aldarinnar að viðbjóð eða athlæi, þær fljúga margar fritt og hátt, en jeg þekki enga svo albyrga, að henni væri ekki hagur, að eiga þessa vængi til skipt- anna, til þess að bregða sér á út yfir sjón- deildarhringinn. En Ilulda finnur hræsni og ójöfnuð mannanna og skilur hvatir þeirra og til- finningar engu síður en við karlinennirn- ir og hittir engu siður það sem hún hæf- ir á. Hér er ekki rúm fyrir dæmi, jeg set hér að eins þessar línur: Því hjartað sér lokar í háværum glaum, i húmi það kröptunum safnar og vængina hreiðir í vakandi draum hver von sem að dagurinn hafnar og þessa stöku: Opt mig dreymir ást og vor, einskis þá jeg sakna, en mig skortir einatt þor aptur til að vakna. Við fáum fleiri dæmi upp á hvora- tvéggju tónana ef hamingjan gefur þess- ari ungu stúlku, heilsu og aldur. Það sannast. En beizk eða bitur eru ljóð henn- ar hvergi enn sem komið er. Þó jeg hafi tekið hér einkum tilþul- ur Huldu, þá er það engan veginn gert til þess að benda henni á að hún skuli fremur sveigja til þeirra stefnu en ann- ara eða til þess forms fremur en annars. Fyrst og fremst hef jeg haft illan bifur á öllum leiðbeiningum til skálda um stefnu þeirra og yrkis efni, síðan jeg sá, að ménn gátu skaðskemmt Grim gamlaThom- sen á elliárunum með því að segja hon- um að hann ætti aðeins að syngja um fornar hetjur og hreystiverk. Auk þess hefir Hulda fundið sjálf sína vegi, og van- séð' happið að þvi þó aðrir hefðu leiðbeint, að minnsta kosti hefði enginn bent henni á þulumar. Og þó hún i sumum kvæðun- um hafi valið sór viðfangsefni, sem hún ræður hreint ekkert við, þá er það gert bæði vitandi og óafvitandi til að reyna kraptana en ekki af neinni veilu i hugs- uninni, þvi hún hugsar svo rökrétt og kröptugt eins og karlmenn, þeir sem góð- ir þykjast. Og hvað formið snertir veit jeg auk þess alls ekki sjálfur hvort henni fer það betur en annað. Þið skuluð heyra: Svava. Er morgunsólin heit og hrein höfuð mitt laugar geislabárum og blómin ljúf við læk og stein tjósblíðum gráta feginstárum; þegar að dagsins drottning há daggtár af vöngum foldar kyssir og nóttin hnigin hægt í dá úr höndum veldissprotann missir — Þá innst í hug jeg óska mér, að árdagssólin dýrðarbjarta hún væri orðin ást frá þér, sem endurskini mér í hjarta, og ástarljúfu ljóðin þín hinn ljósi, hlýi geislastraumur. Heitasta, vænsta vonin mín væri þá meira’ en sólskiusdraumur. Jeg gerði það hálf nauðugt, að fara hér að skýra kvæði, því mér finst það eins um fingerð kvæði eins og um fiðrild- in, að á þeim verður ekki snert án þesa fjaðraglitið verði eptir á gómunum, auk þess sem þeirra getur enginn maðurnot- ið til hálfs, sem ekki finnur þau, án þess þau sé skýrð. En hér líður vika eptir viku án þess nokkur þeirra manna geti um þetta kvæði, sem þó eru vanir að dæma bæði ljóð og annað. Jeg vildi þvi heldur að menn nyti þessa kvæðis til hálfs, en að þeir nyti þess alls ekki. Þorsteinn Erlingsson. Yaltyska og Yaltýiogar. Þrátt fyrir eindregin mótmæl fram- sóknarflokksins, er birt voru i blöðunum i þinglokin 1902, halda blöð stjórnarinn- ar þó si og æ áfram, að uppnefna flokk- inn, og kalla oss framsóknarflokksmenn „Yaltýingau, og stefnu flokks vors í lands- málum „valtýskuu. Tilgangurinn með uppnefnum þessum, sem tíðast er gripið til, þegar röksemd- irnar þrýtur, er mjög auðsær. Meðan stjórnarskrár-rimman stóð yfir, og valdafi: kkurinn óttaðist, að dr. Valty’r hefði j:ann byr erlendis, að verið gæti, að hann yrði ráðherra, af því að hann hafði verið flutningsmaður stjórnarskrár- breytÍDga-frumvarpsins 1897, var nafn hans nítt á allar lundir, og allir, sem fylgdiL sömu stefnu í stjórnarskrármálinú, uppnefndir, og kallaðir „Valtýingar“, til þesu að níðið um dr. Valty skyldi einnig bíta þá. Þessar tilraunir, til að sverta dr. Vcd- ty, þóttu og þvi vænlegri til árangurs, sem skoðanir hans i stöku landsmálum vOru lítt að skapi almennings, svo sem mótspyrna hans gegn hérlendum æðri menntastofnunum, skoðun hans á gildi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.