Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1905, Blaðsíða 1
Verð árganqsim (minmt 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; irlendis 4 kr. 50 aur., og x Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aiarlok. j M 40. !! ÞJÓÐVILJINN. — |= Nítjándx ÁaaANöUR. -— -«»>01= RITST.T ÓRI: SKÚLI THOfiODDSEN. Bessastöðum, 30. SEPT. | Uppsögn skrifleg, ógild \nema komin sé til útgef- \anda fyrir30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borqi skuld sína fyrir blaðið. Til kapÉ Jjflfly." S árg. „#jóðv.“, 5 er hefst við næstk. áramót, verður alls 60 tölublöð, eða 8 nr. stærri, en yfirstand- andi árerangur blaðsins, og er þessi stækkun blaðsins án nllivii' v«n-<Nh;*‘lilvinisii-fyr- ir kaupendurna, því að verð árgangsins verður að eins 3 kr. 550 ;i.„ eins og verð blaðsins er nú. JJ5JJ5J Þó að stækkun þessi nemi að eins 8 tölublöðum, þá er þess vænzt, að blaðið geti orðið töluvert fjölbreytilegra en ver- ið hefir. 2 Kaupendum blaðsins hefir fjölgar að mun siðustu tvö árin, og teljum vér oss skylt, að láta kaupendurna njóta þess, enda treystum vér því, að þeir geri sér þá enn meira far um, að stuðla sem bezt að útbreiðslu blaðsins. Nýir kaupendur að XX. ár- gangi „Þjóðv.“ geta, ef óskað er, fengið siðasta ársfjórðung ylir- standandi árgangs ÓkeypÍS, til þess að kynnast blaðinu sem fyrst, og ættu því þeir, sem gerast vilja kaupend- ur XX. árg., að gera sern fyrst að- vart um þá fyrirætlun sína, svo að upp- lag blaðsins verði stækkað sem þörf er á. Enn fremur fá nýir kaupendur, sem senda borgun fyrir XX. árgaaginn fyrir- fram, alvejar ókeypis, frekar mr 200 bls. af skemmtisögum; en sögusöfn „Þjóðv.“ hafa, sem kunnugt er, náð all-mikilli alþýðu hylli hér á landi Gerið svo vel, að benda nábúum yðar, og kunningjum, á stækkun blaðs- ins, og kjör þau, er það býður, eins og vér einnig væntum þess, að þér mælið sem bezt með blaðinu. Oss er kunnugt um, að sumir stjórn- arliða hafa gert sér all-mikið far um, að spilla fyrir útbreiðslu blaðsins, og vonum vér, að það verði öllum vinum þess hvöt t.il þess, að styðja útbreiðslu þess enn öflugar, en áður. Útgefandi „Þjóðv.“ Afrek síöasta alþmgis. -o^þo- Enda þótt siðasta alþingi samþykkti alis 59 lög, eða 35 stjórnarfrumvörp, og 24 er þingmenn báru frara, þá voru þetta flest smá-mál, og tiltölulega mjög fátt þeirra nýmæla, er hafa verulega þýðingu fyrir þjóðina. Þegar litið er á stjórnarfrumvörpin, og frá eru talin trumvörp þau, er milli- þinganefndirnar í fátækra- og sveitar- stjórnarmálum höfðu búið í hendur stjórn- arinnar, þá er þar ekki um auðugan garð að gresja, allt þýðingarlítil smá-mál, nema einna helzt frumvörpin um rithöjimdarétt, skulda fyrningu, og um stofnun byggingar- sjóðsins. Frumvarp stjórnarinnar um stofnun landsdóms munu sumir ef til vill einnig vilja nefna; en eins og stjórnarliðið skildi við það mál á þinginu, hefði sjálfsagt vorið heppilegra að þau lögin væru enn ósamin, þar sem þau hljóta að draga að mun úr þýðinguráðherra-ábyrgðarlaganna. Hluttaka stjórnarinnar í undirbúningi þingmála gat þvi naumast verið öllu aum- legri, en hún var, og virðist benda mjög ótvírætt á það, að erindi núverandi ráð- herra vors upp í valdasessinn hafi ekki verið ýkja mikið, eða hugsjónirnar, sem fyrir honum vöktu, gert mikið vart við sig að þessu sinni, hafi þær annars nokkr- ar verið, nema löngunin til valdanna. I þessu sambandi var það og á alþingi, er drepið var eitthvað á „tóma rúmið“, sem vera myndi í heila stjórnarinnar, og hafa stundum heyrzt meiri ýkjur í heim- inum. Að því er snertir þingmanna-frumvörp- in, sem samþykkt voru, eru þau og hvert öðru þýðingarminna, nema frv. um stofn- un fiskiveiðasjóðsins, og um heimild Islands banka, til að gefa út bankavaxtabréf; en um hið fymefnda þessara framvarpa er þess að geta, að það var einn úr flokki stjóraarandstæðinga (dr. Valtýr), sem bar það fram á þingi, og síðara frumvarpið vildi meiri hluti stjórnarliðsins feigt, 6V0 að það var að eins öflugu fylgi stjómar- andstæðinga, og nokkurra mannaúrstjórn- arflokknum, að þakka, að málið náði fram að ganga, svo að bætt verður að mun úr peningaeklunni í landinu. En hvað sem þessu liður, þá verður þessa nýafstaðna alþingis þó óefað lengi minnzt í sögu þjóðar vorrar. Þess verður lengi minnzt, ekki sakir þess, er það vann sér til frægðar — sem var, sannast að segja, harla lítið —, held- ur sakir hins, er það vann þjóð og landi, til ógagns og ófrægðar. Meðal þeirra fremdarstrikanna(!) var það eúma tilfinnanlegast, er meiri hluti þingsins tjáði sig alveg ófáanlegan til þess, að mótmæla þeirri lögieysu, að for- sætisráðherra Dana riti undir skipunar- bréf íslenzka sérmálaráðherrans, og ráði þvi þess vegna, hver þann sessinn skipar. Margur hefði svarið fyrir, að „heima- stjórnarliðiðu, á þingi léti teygjast- svona langt, sviki hugsjónir sínar jafn gjörsam- lega, og fótum træði þannig algjörlega skilyrði þau,' er þingið setti, þegar stjórn- arskrárbreytingin var samþykkt, En svona fór nú samt, meiri hluti þingsins þorði eigi að fylgja- fram ský- lausum rétti landsins, og yfirlýsingum fyrri þinga, gegn yfirgangi danska valds- ins. Óbilandi fylgi við ráðherrann varð þyngra á metunum, en nauðsyn, og rétt- indi landsins. Þetta er svartasti bletturinn í sögu hins ný-afstaðna alþingis, og sú þjóðar- vanvirða, sem seint mun fyrnast. Önnur helztu afrekin(!), sem einnig verða lengi í minnum höfð, eru afskipti þingsins af ritsímamálinu, þar sem fylgið við ráðherrann, er studdi hagsmuni dansks auðfélags, var látið sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum þjóðarinnar, og þjóðin keyrð að óþörfu undir erlent ok, sem eigi er séð fyrir endann á, hve lengi hún má bera, né hversu afar-mikið fjártjón kann að baka einstökum mönnum, og þjóðfé- laginu í heild sinni, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Fyrsta afleiðingin af ritsimasamnings- hneykslinu voru auknar tolla-álögur á þjóðina, sem áætlað er, að nema muni um 300 þús. króna yfir tvö árin næstu, og hrökkva þær álögur þó vitanlega mjög skammt, svo að næsta þing verður óefað, að bæta ]'ar við öðru eins, eða jafn vel meiri upphæð, þar sem gert er ráð fyrir því, þrátt fyrir þessa miklu toll-aukningu, að vanta muni um 211 þús. króna t!l þess, að tekjur landsins jafnist á við útgjöldin, og bætast þó við þessa upphæð ýms gjöld, sem eigi eru talin í fjárlögunum, heldur byggð á sérstökum lögum, svo aem 90 þús. til stofnunar geðveikrahælis, 160 þús. til bókasafnsbyggingar o. fl. o. fl. Hina afar-miklu þýðingu, sem það hefði haft fyrir þjóðina, að vér íslending- ar réðum sjálfir að öllu leyti yfir hrað- skeytasambandinu milli íslands ogútlanda, { stað þeBS að danskt auðfélag ráði hrað- skeytatöxtunum o. fl., og samgöngumála- ráðherra Dana sé nokkurs konar einvalds- herra, að þvi er skýriagu ritsímasamn- ingsins snertir, vildi meiri hluti þingains hvorki sjá, né heyra. Yilji þjóðarinnar, sem kom mjög ein- dregið í ljós, bæði á þingmálafundunum, og í áskorunum til alþingis, að því er riteímasamninginn, og „undirskriptarmál-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.