Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.11.1905, Blaðsíða 1
Vtrö árganqsins (minnst \ 52 arkir) 3 kr. 50 awr.; \ trlmiis 4 kr. 50 aur., og í Ameriku doll.: 1.50. I Borgist fyrir júnímán- aiarlok. ÞJÓÐVILJINN. —- Nítjándi ÁBGANODR. =1 — ■ ■ RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. Uppsbgn skrifieq, ógiid nema komin sé til útgej- anda fyrir 30. dag júni- mánalSar, og kaupancU samhliöa uppsögninni borgi skuld sína fyrir M 45. Bessastöbtjm, 8. NÓV. I 9 C 5 . ffna og lldavélar selur Rristjdn |*orgrímsson. Þingið og fijóðin. Það er eDgÍDn vafi á þvi, að mikill meiri íiluti þjóðarinnar er sár-óánægður með gjörðir síðasta alþingis. Þjóðiri tel- ur sér einkum misboðið með þvi, bvernig þingið réði til lykta tveimur stærstu mál- unum: ritsímamálinu og undirskriptarmál- iuu. Það þarf ekki að sanna fyrir nein- um, að óánægjan sé almenn hjá þjóðinni, með því að benda á bréflegar og munn- legar yfirlýsingar; hver, sem vill, getur sjálfur komizt að raun um, hvernig menn dæma um þingið. Það er einkennilegt að lesa það, sem stjórnarblöðin skrifa um þessa óánægju. I hvert skipti sem hún kemur opinber- lega í ljós, þá tala þau um uppæstan skríl. Um „ Þjóðólfu er ekki til neins að tala. Það er sami þvættingurinn hjá honum, þegar hann er að reyna að sví- virða þjóðina, eins og þegar hann er að skamma einstaka menn. Það eru að eins tvö orðatiltæki hjá þessum smekkvísa rit- höfundijSem hafa fest sig í mÍDni mínu, af því þau eru svo samboðin ,,Þjóðóifiu. Hann nefnir einhvers staðar kjósendur „atkvæðgférnið", og setur svo milli sviga danska orðið „Stemmekvæg“, liklega til þess að sýna, hvað hann er orðinn dansk- ur í lund. Eru það kjósendur í Arnos- sýslu, sem honum finnst þetta danska orð hæfa svo vel? A öðrnm stað talar hann um ávarp, sem komið hafi frá Þingeyingum, og seg- ir, að þeir eigi heiður skilið fyrir það. Avarp þetta er UDdirskrifað af sýslumanni Þingeyinga, og 30 mönnum öðrum, og lýí’r megnri vanþóknun þeirra yfir þvi, að aðrir landsmenn skuli vera svo óánægð- ir með litsimasamninginn. Eðlilega hafa Þingeyingar rétt, til að lýsa yfir sínum skoðunum, en engum, nema „Þjóðólfi“, mundi koma til hugar, að tala um, að þeir eigi heiður skilið fyrir það, og svívirða svo jafn framt alla aðra kjósendur, er láta í ljós skoðanir sínar, og kalla þá afvega- leiddan og uppæstan skrí!. Eða er það af þvi, að sýslumaðurinn er í broddi fylkingar. að þessi yfirlýsing er heiðurs verðari, en aðrar yfirlýsingar frá l<jós- endum? Nei! Þá á hinn ritstjórinn í þjónustu stjórnarinnar, Jón Ólufsson, það lof skilið, að hann talar ólíkt betur máli stjórnar- flokksins. Hann er ekki svo grænn, að hann fari að miklast yfir því, að það skuli fyrirfinnast 30 menn á landinu, er tjái sig samdóma meiri hluta þingsins i ritsímamálinu. Hann hefur að engu alL- ar yfirlýsingar frá kjósendum, en færist í fang, að sýna fram á, og sanna, að það sé ómögulegt annað, en að þjóðin sé á- nægð með allar gjörðir siðastn þings. Hvernig ætti þjóðin að vera óánægð? Þingræði er sama, sem þjóðræði. Það er viðurkennt um allan hinn menntaða heirn. Nú ræður þingið öllu; öll lög, sem það samþykkir, verða staðfest. Hvernig ætti þjóðin að vera óánægð mina; hún fær vilja sinn í öllu, því að það, sem meiri hluti þingsins vill, það hlýtur að vora vilji meiri hluta þjóðarinnar. Náttúrlega veit Jórt það, að meiri hluti þingsins er ekki í samræmi við meiri hluta þjóðarinnar, og hann veit manna bezt, hvernig á því stendur. Hann veit, hvers vilji það var, sem meiri hluti þings- ins lét leiðast af, að það var ekki vilji þjóðarinnar. Hann veit, að þjóðin hefur fulla óstæðu, til að vera óánægð En það er nú orðið hans hlutverk í lífinu, að reyna að sanna, að svart só hvítt, hve- nær sem húsbóndi hans þarf á því að halda. Þetta hlutverk sitt reynir hann að leysa af hendi, stundnm með svo ó- viðjafnanlegumlærdómsrembingi,ogstund- um með skrípalátum. Þegar hann setur upp spekingssvip- inn, þá talar hann á þessa leið: Eptir algild- um stjórnarfarsreglum getur þjóðin að eins látið i Ijós vilja siun með þvi, að kjósa sér þingmenn. Eptir það er þjóðin eiginlega úr sögunni, og enginn þjóðar- vilji til lengnr annars staðar, en hjá þing- mönnunum. Kjósendur rnega reyndar á fundum, og með skriflegum ávörpum, láta þingmönnum vilja sinn i ljós, en þeir geta vel sparað sér þá fyrirhöfn. Það er sem sé alveg þýðingarlaust os: gagns- laust. Þingmenn eru eiðbundnir, til að fara eingöngu eptir sannfæring sinni. Það eru að eins skrílæsingamenn, og menn líkir Napoleon þriðja, meinsæris-keisaran- um, sem spyrja um þjóðarvilja annars staðar, en í þingsalnum. Og vitið er líka, eptir skoðun Jóns, eingöngu hjá þingmönnunum. Hann sví- virti því, og hæddi, bændur, þegar þeir komu til Reykjavíkur, til þess að ávarpa stjórnina óg þingið. Hann talar um þá, sem bjáua. er enga hugmynd geti haft um það, sem gjörist á þinginu Þegar kjósendur svo sendu skriflegar yfirlýsing- ar, þá kallar hann þá veslings einfeldn- inga, er fa megi, til að skrifa imdir hverja vitleysu, ef þeim er sagt að gjöra það. Svona lítur Jón nú á þjóðræðið. Nú er itann líka, sjálfur í náðinni hjá stjórn- inni, og fær væna bita af borði hennar fyrir sig og sina. En hvernig sem þeir eru smánaðir þessir kjósendur, þá eru það þó þeir, sem eigaað ráða, samkvæmt stjórnarfyrirkomu- lagi því, er vér nú höfum. Þeir kjósa sór fulltrúa, og það er skylda þessara full- trúa, að standa stöðugt í samvinnu og sam- læmi við kjósendur sina. Ef það er ekki, þá nær stjórnarskipun vor ekki i ví marki, sem henni er ætlað að nó, að uppala þjóð- ina, til að geta stjórnað sér sjálf. Hvernig á þjóðin að læra að stjórna sór sjálf, ef kjósendur hafa engan rrieiri rétt, ert þann, að koma saman einu sinni á sex árr.m, og kjósa sér fulitrúa, en eiga svo ekki að skipta sér af noinu, þangað til þessi sex ár eru liðin? Ef svo væri, þá yrðu þeir liklega lengst af sömu ein- feldningarnir í pólitik, eins og stjóruar- blöðin sugja nú, að þeir séu. Þeir hafa rétt til, og það er meira að segja skylda þeirra, að gæta þess stöðugt, hvernig full- trúarnir fara með umboð það, sem þeim er fengið. Það er gott, ef fulltrúarnir halda vel eiðirm, er skuldbindur þá, til að fara ept- ir sannfæringu sinni. Nú er svo opt vitn- að í þettnan eið, rétt eins og einhver hafi gjört tilraun til, að fá þingraenn til að rjúfa eiðinD. Ekki hafa kjósendur gjört það; það getur ekki verið sannfæring neins þjóðarfulltrúa, að þjóðin hafi of næma til- finningu fyrir réttindum sínum, og það sé rangt, af henni, að krefjast bess, að þeirra sé gætt. Það getur heldur ekki verið sannfæring neins þjóðarfulltrúa, að það eigi að reka þjóðina nauðuga út í fyrirtæki, sem hún vill ekki ráðast í, og ekki leggja fé til. ÞÍDfiið hefir haft að engu vilja þjóð- arinnar í stærstu máluDum, og því er eðlilegt, að þjóðin sé óánægð. Það bæt- ir lítið úr, þó stiornarblöðin spottist að þessaii óánægiu, og segi hróðug:það eru fulltrúar þjóðarýinar, sem öllu hafa ráð- ið. Það er einmitt meinið, að þingið er ekki í samræmi við þjóðina, og ekki for- mælandi hertnar. Eg skai síðar bénda á, hvernig þingið er nú samsett, og sýna fram á, hvað rnikið er satt í því, sem stjórnarblöðin eru að staglast á, að þing- ræði sé nú sama, sem þjóðræði. k— TJ tiönci. Kaupmannahöfn 17. okt. Noregur. 9. okt. síðastl. samþykkti stórþingið Karlstað-samningana, eptir miklar umræður, með 101 atkvæði gegn 16. Um sömu mundir voru samningarn- ir samþykktir í báðum deildum ríkisdags- ins sænska. Enn fremur hefir ríkisdag-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.