Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1905, Page 4
188 Í>JÓÐ VIiJlISN. XIX., 47 1878). — AJ þrem börnum þeirra hjóna eru nú a* eina tvö á lífi: Sigríöur, gipt Hafliða Magn- ússyni á Hrauni, og Guðbjörg. ekkja á Hrauni. — Guðbjörg sáluga brá jbúi, er maður [hennar andaðist, og dvaldi síðan hjá Jdóttur sinni, og tengdasyni, og þótti jafnan mesta sómakona. — 16. okt. p. á. andaðist í Reykjavík Hans Stephensen, fyr bóndi að Hurðarbaki í Kjós, son- arsonur Stefáns {amtmanns á Hvítárvöllum (\ 1820). — Hann lætur eptir sig ekkju, Guðrúnu Ögmundsáóttur, og 5 uppkomin börn; Ögmund, bónda í Hurðarbaki, Stefán, Högna, Þórunni os Guðrunu. — Bessastaðir 22. nóv. 1905. Tiðarfar fremur votviðrasamt, en snjólaust jafnan, þó að eigi sé nema rúm vika til jólaföstu. Vixiiíölsun. Það er nýlega orðið uppvíst, að nafn hr. Sigurðar Þórðarsmar á Skólavörðustíg i Reykjavík hefir, án hans vilja og vitundar, verið ritað á 5 víxla, og hafði Islandsbanki keypt þrjá þeirra, en Landsbankinn tvo. — Járnsmið- ur i Reykjavík. Skúli Benjamínsson að nafni, er sakaður um giæpi þessa, og annar maður grun- aður um hluttöku. Seld fasteign. Kaupmaður Thor Jensen í Reykjavík hefir nýlega solthr. Runólfi Ólaýssyni i Mýrarhúsum eign sína, Bráðræði í Reykjavík og var kaupverðið 70 þús. króna. ... í yíðasta nr. „Þjóðv.“ hefir við pentun- ina fallið úr orðið „ekki“ á 1. bls. 8 dálki, á eptir orðin: „stjórnin hafi“. .. I I I I I I I I I 11 I I I II I I I I I I I I..I I.. I—ITTT Taugaveiklun og maga- kvef. Þrátt 'fyrir stöðuga læknishjálp,. hefír mér ekki skánað, en á hinn bóginn varð sá árangurinn, er eg notaði elexírinn. Sandvík í marz. 1903 Eiríkur Runólfsson. Slœm melting, svefnleysi, og andardráttsörðugleikar. Við notkun nýja seyðisins, saman við vatn, 3 theskeiðar þrisvar sinnum á dag, hefur mér batnað töluvert, og ræð því náungum mínum til þess, að nota þenna elexír, með því að það er bezti og ódýr- aeti bitterinn. Kaupmannahöfn Fa. Engel, eptirmaður L.Friis, stórkaupmanns. Jómfnígula. Elexírinn hefir al- gjörlega læknað jómfrúgulu, sem eg hafði. Meerlöse i sept. 1903. Maríe ChriMensen. Stöðugt magalivef. Þjáning- arnar fóru vaxandi, þrátt fyrir stöðuga j. læknishjálp, og mjög reglubundið matar- i ræði; en með þvi að neyta elexírsins, hefi eg fundið, að eg hefi læknazt, og get því neytt hvaða fæðu, sem er. Kaupmannahöfn í april 1903. J. M. Jensen, agent. Kína-lífs-elexírinn er að eins ekta, þegar á einkennismíðanum er vörumerk- ið: Kinverji, með glas í hendi, og naf’n | verksraiðjueigandans Valdimars Petersens í Friðrikshöfn—Kaupmannahöfn, ásamt innsiglinu 'LJi í grænu lakki á flösku- stútnum. Hafið jafnan eina flösku við hendina, bæði utan heimilis og á. Fæst alls staðar á 2 kr. flaskan. Eimreiðrn. Skemmtilegasta tímarit á íslenzku. Ritgerðir, myndir, sögur, kvœði. | fryggið líf yðar og eignir! Umboðsmaður fyrir „Staru, og „Union Assurance Society“, sem bezt er að skipta við, er á Isafirði Guðm. Bergsson. PKENTSMIBJA ÞJÓÐVILJANS. 162 ugt. — Þú hafðir kennt honum það. — Er það ekki satt ? Hann getur elskað innilega, og gert konu sína gæfusama?“ rJáu, mælti unga frúin lágt; en í þessu eina orði var fyllsta þýðing. Edith sneri sér nú hratt við, og gekk út að glugg- anum. „Nú er verið að gera merki, er sýnir, að eimreiðin er að koma! Við höfum að eins örfáum mínútum, úr að spila, og verðum því að kveðjast! En vertu ekki svona hrygg á svipinn, Daníra, og hafðu engar ábyggjur mín vegna, því að mér dettur ekki í hug, að ganga i klaust- ur, eða klæðast í sekk og ösku, meðan eg lifi. — Það hlýtur að visu að vera inndælt, að geta að öllu leyti helgað líf sitt manni, sem maður elskar, en það eru eigi forlögin allrau. I sama augnabliki kom Gerald inn, til að láta þær vita, að eimreiðÍD væri að koma, og sá hann þá að eins glaðleg andlit, og heyrði bær kveðjast mjög alúðlega. Fáum mínútum síðar var Edith komin inn í járn- brautarvagninn. og veifaði þaðan, með vasaklútnum sín- um, cg svo fór eimreiðin af stað, og hvarf þegar sýn. Jörgen hafði fylgt Jovíku frá járnbrautarstöðinni, og var ferðÍDni heitið til húss þess, er G-erald ætlaði að búa í fyrst um sinn, og átti hún að bíða Daníru þar. A opna svæðinu, sem var fyrir framan járnbrautar- stöðina, var margt um manninD, og mátti sjá þar margt glaðlegt andlit, er menn voru að fagna vinum, og ættingj- um, sem voru að koma heim. Jörgen hafði ul þessa komizt hjá öllum þess konar kveðjum, en nú sá hann býsna þrekvaxinn bónda, og feit- 163 lagna bóndakonu, brjótast gegnum mannþyrpinguna, og steÍDa til sín, og kallaði bóndinn á hann með nafni. „Guð sé oss næstur — þarna koma þá foreldrar mín- ir !a kallaði Jörgen glaðlega. „Hafið þið ekið hingað alla leið? Já, hórna sjáið þið mig heilan, og lifandi! Meira, en þið bjuggust við, þegar i þenna leiðangur var farið!u Foreldrarnir gripu í Jörgen, og ætluðu, að leiða hann milli sín; en þá kom annað fyrir. Jovíka hafði orðið hrædd 1 þrengslunum, og manu- þyrpingunni, t-om hún sá alls staðar kringum sig, og er henni virtist, að taka ætti Jörgen frá sór, greip hún í handleginn á honum, og grátbændi hann á slafnesku, að fara ekki frá sór. Foreldrar Jörgen’s urðu steinhissa, er þau sáu ungu stúlkuna gera sig svona kompánalega við son sinn; en af því að Jovíka var mjög barnaleg í sjón, grunaði þau þó eigi, hvernig í öllu lægi. Engu að síður hnyklaði bóndinn þó brýrnar, og kona hans spurði: „Hvað er þetta?“ „Það er — nokkuð, sem eg kem heim með úr leið- angrinumu, svaraði Jörgen, sem eigi fór nú að lítast á blikuna, en vitdi þó helzt komast hjá frekari skýringum í bráð. Hann sleppti þó eigi hendinni á Jovíku, og var við öllu búinn. „En hvað á þetta að þýða? Hvar hefurðu ‘náð í hana?“ spurði faðirinn, og jaf’n hraðan greip móðir Jörg- en’s mjög reiðilega fram í, og mælti: „Stelpan er likust flökku-fólkinu, sem vér nefnum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.