Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1906, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1906, Síða 1
Verð árganqsins (minnst \ 60 arkir) 3 kr. .50 aur.; crlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríkn doll.: 1.50. j Rorgist fyrir júnímán- alarlok. ÞJÓÐVILJINN. — =|ir~ Tutti'öasti ákgangur. =! -:— • -Sar>H= RITSTJ ÓRI: SKÚLI THOHODDSEN. ==|=*ts|— I Vppsögn xkrifirq. óqild \nema kowiv xétilútqej- \anda fyrircO. tmg júrn- mánaðar, og kmcpandi samhliða nppsögninni borgi sknld sína fyrir blaðið. M 18. Bessastöðum, 19. apbítj. 1 9 0 6. Tir ilönd. Eptir síðustu blöðum, er borizt hafa frá útlöndum, og nýjustu Marconí-lopt- skeytum, eru helztu tíðindi frá útlönd- unn: Danmörk. Breyting grundvaliarlag- anna, að því er fjölgun kjördæma snertir, mætti all-mikiili rnótspyrnu i landsþing- inu, af hálfu hægrimanna, og nær þvi eigi fram að ganga, enda fá.tt nýtilegra laga, sem núverandi ráðaneyti fær fram- gengt, þar s >m hægrimenn hafa enn tögl- in og hagldirnar í landsþinginu. — Hækk- un á launum liðsforingja er því mark- verðasta nýmælið, sem þingið hefir sam- þykkt, og hætt við, að það verði núver- andi stjórnarflokki lítil meðmæli, er fil kosninganna kemur í næstk. júnímánuði, þar sem það ríður mjög í bága við stefnu vinstrimanna í hermálum að undan förnu. Bæjarfulltrúakosningar fóru fram í Kaupmannahöfn 27. marz, og fylgd- ust hægrimenn, og stjórnarliðar, að málum við þær kosningar, eins og í fyrra, gegn frjálslyndari vinstrimönnum, og „soeíalistumu. Kvennlæknir í Kaupmannahöfn, ung- frú Elí Möller, hlaut 9. marz síðastl. doct- orsnafnbót fyrir ritgjörð um læknisfræði, og er það fyrsti kvennlæknirinn í Dan- mörku, er þann titil hefir hlotið. Seint í marz lögðu af stað „legátaru frá Kaupmannahöfn, sem eiga að tilkjmna það við hirðir allra konunga, og keisara, í Évrópu, að Cliristján IX. sé látinn, og að Friðrik VIII. sé til ríkis kominn. — Detta er gömul venja, sem sjálfsagt þykir að fylgja. enda þótt það sýnist í raun og veru harla óþarft, að fara nú að tilkyrma lát Christjáns IX., eptir að flestir þjóð- höfðingjar hafa verið við útför hans, eða þá fulltrúar þeirra; en svona er vaninn ríkur.-----— Noregur. Aðfaranóttina 8. marz síð- astl. varð snjóflóð 20 mönnum að bana í verstöð einni í Vestur-Lofoten, og um 40 meiddust. — Verstöðin var undir brattri hlíð, og sópaði snjóflóðið burt verbúðum, bátum, og öðru, sem á vegi þess var. Til minningar um krýningu Hákonar konungs, og Maitd’s, drottningar hans, sem fer fram í dómkirkjunoi í Þránd- heimi 24. júní næstk., er áformað, að sleg- in verði medalía, með mynd konungshjón- anna, i öllum konungsskrúða. — — -- Svíþjóð. ] grennd við Haparanda, sem er norðarlega i Svíþjóð, var póstur, og fylgdarmaður hans, nýlega myrtir, og höfðu morðingjarnir brott með sór 70 þús. króna. — — — Bretland. Látinn er ný skeð Gatacres hershöfðingi, sem margir munu kannast við, ef þeir renna huganum til Búa-ó- friðarius. — Hann var þar miður hepp- ínn, fór ófarir miklar fyrir Búum í or- ustunni við Stormberg 9.—10. des. 1899, og síðan í orustunni við Beddersburg B. apríl 1900, svo að Roberts lávarður svipti hann þá herstjórninni. — Ensk blöð geta þess nú einnig, að svipuð slysni hafi og ásótt liann i daglega lifinu öðru hvoru. Frakkland. 16. narz síðast-1. varð lopt- sprengÍDg í efnafræðis-verkstofu í París, og urðu 10 menn sárir. Einn maour hefir enn náðzt með ’ífi úr Couríeres-námunum. — Hann hafði fundið eitthvað af brauði, og kognakki, í vösum látinna félaga sinna, og lifað á | því. Játtvarður, Breta konungur, hefir gefið 3600 kr. til styrktar þeim, er misst hafa venzlamenn sína við manntjónið í téðurn ' námum. — — — I Spánn. Þar er nýlega lát.inn Blanco I hershöfðingi, er fyrrum var landstjóri i Spánvérja á Cuba. — — Ítalía. í öndverðum marzmánuði eyddi skriða þorpinu TaVernao. 5. marz kviknaði í danssal i þorpinu Eueeceio, og biðu 16 meiin bana, e.n margir hlutu brunasár. Marconi-skeyti cegja nýtt eldgos í Yesuvíus, um nýjan gýg, er spýr hraun- leðjunni 1500 fet í lopt upp. — Oskufall töluvert í borginni Neapel, og húsin hrisst- ast af jarðskjálfta, svo að fólkið lætur fyrir berast á torgum borgarinnar.-------- Austurríki — Ungverjaland. Mareoni- skeyti segir sáttir á komDar rnilli Franz Jóseps keisara og frjálslyndu flokkanna á Hngverjalandi, og hafa báðir inálsaðilar slakað nokkuð til. Seint í marz segja útlend blöð, að keisarinn hafi verið mjög hættulega veik- ur, og þar sem hann er nú yfir hálf- átt-rætt (fæddur 18. ág. 1830), þykir ekki ósennilegt, að veikindin hafi gjört keis- arann sáttfúsari, því að mjög hæt-t var við því, eÍDS og sakir stóðu, að ríkið hefði ella liðazt sundur, ef hans hefði misst við. — — Þýzkaland. 22. marz síðastl. gjörðist sá atburður í þorpinu Schaffhausen, að kona ein fyrirfór sér, og þrem börnum sínum, i fossi þar í g-enndinni. f 22. marz þ. á. andaðist Karl von Síemens, elzti forstöðumaður þýzka lopt- skeytafélagsins Síemens & Halske. Mælt er, að Vilhjálmar keisari hafi æthð að bregða sér til Spánar, á fund Alfonso konungs, i öndverðum april. Nýlega hólt Biiloiv, ríkiskanzlari, langa j ræðu í ríkisþÍDgmu, en fékk yfirlið, er ræðunni var lokið, og raknaði ekki við eptur, fyr en eptir nokkra kl.tíma. — Félag er nýlega stofnað, að tilátuðlan | Vilhjálms keisara, til þess að vinna að I þvi, að smíða loptför, er stýrt verð', og er höfuðstóll félagsins 1 milj. ríkismarka (tæpar 900 þús. króna). — Mælt er, að frakkneskur verkfræðingur, Juillot að nafni, hafi nýloga smíðað loptfar, sem frakkn- eska herrnálastjórnin telur geta orðið að góðu liði í ófriði, og mun það hafa ýtt undir Vilhjálm keisara. — — íiússland. 5 þús. hafnaroriiðissnanna hafa nýlega gjört verkfall í Odessa. Nicolaj keisari hefir nú látið það boð I út ganga, að aðal-hlutverk friðarfundnr- ! ins í Haag eigi að vera í því fólgið, að j ræða um ýmsar hernaðarreglur, en alls I ekki um t.akmörkun herbúnaðar að Deinu ! leyti. Nýlega hafa bankamenn á Þýzkalandi lýst því yfir, að Bússastjóm geti ekki fengið neitt peningalán á Þýzkalandi. Nieolaj keisari hefir dú ákveðið, að j hann velji sjálfur helming allra þing- manna, sem sæti eiga á rikisþinginu, bæði að þvi er snertir fulltrúadeildina (,,dumau), og efri málstofuna (ríkisráðið). — Hinn helminginn á að kjósa, og gildir kosning ríkisráðsmannanna í 9 ár, og eru það aðalsmenn, „helga synódan“, háskól- arnir, og meiri háttar verzlana-eigendur, og iðnrekendur, sem mestu ráða um kosn- ingarnar. — Keisari geymir sér og rétt til þess, að staðfesta lagafrumvörp, þótt önnur hvor þingdeildin hafi fellt það, hafi báðar deildir eigi tjáð sigfrumvarp- inu móthverfar. En eins og skipun þess- arar ómerkilegu þingnefnu verður háttað, þarf auðvitað eigi að óttast, að gjörðir þess komi noklturu sinni i bága við vilja stjórnarinnar. Stössel hershöfðingi, er lengst, varði Port-Arthur, er nú háður sérstöku lög- reglu-eptirliti, og verður stefnt- fyrir her- rétt, út af frammistöðunni. — Fyrirher- rétt verðUr og stefnt Nebö/jatow aðmiráli, er fór ófariruar miklu í sjóorustunni, sem kennd er við Tsushíma. — Illt er íllurn að þjóna. Hungursneyð er nú i ýmsum héruð- um á Rússlandi, og devja margir úr t-augaveiki, sem sultinum er samfara. Mjög er gert orð á því, að hersveitir Bússa, Kósakkarnir, sem sefað hafa uppreisnina í Eystrasaltshéruðunum, hafi rænt, og ruplað, þar um slóðir, og er mælt, að þeir muni alls hafa sent skyld- mennum sinum um 5 milj. rubla, auk dýrgripa, eptir 6 mánaða veru þar. — Afríka. Bretar hafa nú bælt niður uppreisnina í Norður-Nígeriu. — Attu hersveitir þeirra orustu við her uppreisnar- manna, 12. marz síðastl., og féllu þar 300 upprei.«narmanna, og lögðu hinir þá á flótta. — Meðal þeirra, er féllu, var for-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.