Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1907, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.02.1907, Qupperneq 2
18 ÞJOÐVILJINN. óvart á hann úr skammbyssu, svo aíl hann beið bana. Fékk þetta svo mjög á drenginn, að haD“ beindi skaminbyssu- hlaupinu að sjálfuni ser, og réð ser bana. Rússland. Skömmu fyrir jólin var þýzkur prentari í borginni Lodz á Pól- verjalandi, er eigi vildi prenta rit nokk- urt fyrir menn úr byltingaflokknum skot- inn, og beið þegar bana. Kosningar til rússneska ríkisþingsins (wduma“) eiga að fara fram 19. febr. næstk. ‘20. des. síðastl. voru 10 byltingamenn dæmdir til dauða, og teknir af lífi, í borg- inni Kíga, en 6 varu dæmdir í 20 ára hegningarvinnu. „Synodan helga“ hefir ritað umburð- arbréf til biskupanna íKússlandi, og fel- ur þeim á hendur, að hvetja presta, til að reyna að aptra þvi, að þeir, sem kirkj- unni eru andvígir, verði kosnir kjörmenn, eða nái kosningu til ríkisþingsins. Einnig er klerkum skipað, að boða öllum reiði guðs, er greiða atkvæði öðru visi, en samvizkaD býður þeim. 3. janúar þ. á. var Laimitz, lögreglu- stjóri i Pétursborg, skotinn til bana, er hann kom úr kirkju. MorðÍDginn, sem var ungur maður, réð ser þegar bana. Kannsóknir, er fram hafa farið, til undirbúnings fyrirhuguðu sakamali gegn Stösiél hershöfðingja, er var kastalavörður í Port-Arthur, þykja hafa leitt það í Ijós, að misfarizt hafi margar milj. króna, sem ætlaðar voru til víggirðinga umhverfis Port-Arthur. Nýlega hefir það orðið uppvist, að Kasperorv, sem var í 10 ár fulltrúi í fjar- j málaráðar.eytinu, og átti að annast kaup | á kornvöru, til hjálpar bágstöddum mönn- um, hafi dregið sér 150 þús. rúblna, og varð hann að endurborga 61 þús., til þess að komast hjá hegningu. Endurskoðunarmenn ríkisreikninganna hafa lagt það undir úrskurð Nicolaj keis- aru, hvort eigi só ástæða til þess, að skipa Alexepw aðmíráli, að gera ýtarlega grein fyrir 17 milj. rúblna af fó því, er hann hafði i höndum, meðan ófriðurinn stóð yfir, eða skipa honum að öðrum kosti, að endurgreiða fjárupphæð þessa. Félagsstjórn rússneskra jafnaðarmanna, er hafði ályktað að neyta engra örþrifs- ráðu, meðan á kosningunum stæði, kvað ný skeð hafa fellt þá ályktun sína úr gildi, telur eigi annars kosti, til að verj- ast gjörræði stjórnarinnar. Þrír menn voru nýlega af iífi teknir í kastalanum í Warschaw, en litlu siðar barst ritsímaskeyti frá Pétursborg, þar sem skipað var, að fresta liflátinu, með þvi að ástæða væri, til að ætla, að menn- imir væru saklausir, — — — Bandaríkin. Auðmaðurinn mikli, Car- ner/ie, hélt nýlega ræðu í New-York, sem vakið hefir mjög mikla eptirtekt, þar sem hann lagði það til, að það yrði gert að lögum, að líkið erfði helminginn af eign- um allra ríkismanna, enda yrðu þeir vana- lega ónýtir borgarar, er feDgju miklar eignir að erfðum. 28. des. siðastl. vora 6 Italir myrtir í svefni í borginni New- Orleans, líkin dregin út úr húsunum, helt í þau clíu, og kveikt í. — Leikur grunur á, að hið illræmda leynifélag ítala, er „mafia“ nefn- ist, muni eiga þar hlut að máli. 2. janúar varð jámbrautarslys í grennd við Altavista, og biðu 20 menn bana. — Voru þeir flestir frá Mexico. Schmidt, borgmeistari í San Francisco, var tekinn fastur í des., og sakaður tim ýmis konar fjárdrátt. — Honum var þo . aptur sleppt úr varðhaldi gegn lCO þús króna tryggingu. Kvað hann hafa haft fé af veitingamönDum, og af ólifnaðar- húsum. — — — Afríka. Bretar hafa nú veitt ibúunum ] í Oranje-fylki stjórnarskrá, sem er all- svipuð stjórnarskránni í Transvaal. — Þingið er tvískipt, 38 í neðri málstof- j unni, en 10 í hinni efri. — Öranje-fylkið j var óháð lýðveldi, áður en Búa-ófiiðurinn I hófst. — — — Kína. Þar vofir nú bimgursneyð yfir j 4 milj. rnanna, að því er mælt er. ílii dansks blaðs TJ M samkomulaqshorfurnar. Danska biaðið „Politiken“ getur þess 1. des. f. á., að horfur séu, sem stendur, miður vænlegar, að því ei snerti sam- koinulag við Islendinga. Nefnir blaðið í þessu skyDÍ fánamál- ið, og lætur þess enn fremur getið, að sumir íslendingar vilji neita Dönum um réttindi innborinna manna á Íslandi, en aðrir vilji banna þeim fiskiveiðar í land- helgi við strendur íslands — þótt hún sé varin af dönsku herskipunum. Enn fremur só þvi farið fram, að danska rikisþingið afsali alþingi réttindum sín- um, að þvi er snertir ríkisráðssetu isl. ser- málaráðherrans. Eitt blað hafi og vakið máls á því, að ísland eigi sjálft að annast peninga- sláttu sÍDa, og aDnað blað vilji, að verzl- unarviðskiptiiDum só beint frá Danmörku til Þýzkalands og Bretlands. Þykir blaðinu þetta síður en ekki bera vott um vinarþel í garð Dana; og hug- arfar skilDaðarmannanna islenzku telur blaðið ganga sem næst því, að vera fjand- samlegt gegn Dönum. Það eitt, að ofan greindum atriðum hefir verið hreift, telur blaðið munu valda örðugleikum, er til starfa hinnar fyrirhug- uðu millilandanefndar kemur, enda geti ekki hjá því farið, að DaDÍr reki augun í það, að það séu ekki að eins þau blöð- in, er lengra fara, heldur einnig stjórn- arblöðin, er blási eld að þessum kolum, þó að eigi sé trúlegt, að íslenzka stjórn- in eigi þar hlut að máli. — Það sé eigi hugsanlegt; en sé það rett skoðað, hafi hún erigin áhrif' á blöð sin, og á flokk | sinn. XXI., 5.-6. f| a m n i n g a-h o r f u r n a r. Þegar vér lítum á greinina í danska blaðinu „Politiken“, sem getið er um í blaði voru, sem og á skopgreinar prófess- ors Georqs Brandesar, o. fh, sem birzt hefir í dönskum blöðum í vetur, dylzt oss eigi, að samninga-horfurnar virðast því miður eigi vera svo vænlegar, som við mátti búast, og Islondingar þóttust geta geit sér vonir um, er alþÍDgismenn komu úr utanförinni í sumar, er leið. Að vísu er hér að eins um raddir nokkurra danskra blaðamanna, og annara einstakra manna, að ræða, svo að vór get- um eigi byggt verulega á þeirn, og meg- um eigi gera dönskum stjórnmálamönn- um þær getsakir, að þeir séu samdórna> þeim blaðagreinuio, er birtast hér og hvar í dönskum blöðum, án þess ráðandi menn Dana eigi þar hlut að máli. A hinn bóginn er það eðlilegt, að oss Islendingum falli greinar þessar illa, þar sem þeim er ætlað, að liafa þau áhrif á almennings álitið i Danmörku, sem oss eru óhagkvæm, og draga úr þvi, að stjórn- málamenn Dana séu þeim sinDandi. Að skopast er að sjálfstæðisþrá þjóð- ar vorrar, getur og auðveldlega orðið til þess, að særa, og gjöra örðtigra fyrir, er til samninganna kemur. Mikið mein gjörir það einnig, hve ó-- kunnugir flestir Danir, erum íslenzk stjórn- mál rita, virðast vera núgildandi stjórn— lögum vorum, þar sem þeir vilja t. d. á- lita það samninga-atriði, er hin fyrirhug- aða rnillilanda-nefnd verði að fjalla um, hvort vér getum meinað Dönum fiski- veiðar á eÍDÍiverjum tilteknum svæðum landhelginnar, enda þótt Danir hafi sjálf- ir skýlaust viðurkennt þann rétt vorn i stöðulögunum frá 2. janúar 1871. Ekki verður þvi rveitað, að þessi úlfa- þytur i dönskum blöðum er að nokkru Þyti Islendingum að kenna. Það hefði verið hyggilegra, að hreifa ekki fánamálinu að svo stöddu. — Það or mál, sem að vísu eigi kemur samn- ingi fyrirhugaðra sambandslaga minnstui vituDd við; en Dönum er það engu að siður mjög viðkvæmt, og skoða það, sem óvildar-vott, og þykir það særa þjóðern- istilfinningu sina. — Fánann gátum vér þá lögleitt ögn síðar, og eigum að sjálf- sögðu að gera það. Svipað er um „peningasláttu“ hér á landi, sem eitthvert íslenzku blaðanna hef- ir lireift, en sem að öðru leyti er mál, sem almenningur hefir ekki íhugað; en tekið' hefir verið óstinnt upp í dönskum blöð- um, enda hættir dönskum blaðamönnum til þess um of, sakir ókunnugleikans, að' skoða raddir einstakra manna hér á landi,. sern vott um almennan þjóðarvilja. Það eru aðal-kröfurnar, er teknar voru fram í blaðamanna-ávarpinu, sem vér ís- lendingar verðum að fylkjast sem þéttast um, og hefðum átt að'gera oss allt far um, að verða eigi ósáttir um hér innan- lauds.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.