Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Qupperneq 1
VerS árgangsins (minns 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í AmeríVw doll.: 1.50. Borgist fyrir júnimán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. —. =|= TuTTIJGASTI OG FYRSTI ÁRGANGUB. =|' .=— 4—g*«d= RITSTJÓKI: SKÚLI THORODDSEN. =|Ma—>— Uppsögn skrifleg, ögild nema komið sé til út.gef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína ýyrir blaðið. M 29. Bessastöðum, 22. júní. 19 0 7. fjfátnjggíng sveitabceja. Það er viðvíkjandi lögum, um stofn- un brunabótasjóðs fyrir sveitabæi, sem jeg vildi fara um nokkrum orðum. Jeg er á þeirri skoðun, að það sóu þörl lög, og mikil nauðsyn, að slíkir brunabóta- sjóðir séu stofnaðir í hverjum hreppi, sem allra fyrst. En það mun þó víða ekki vera svo létt að koma því í framkvæmd. Hér í Önundarfirði hefir það verið reynt tvívegis, en ekki tekist. Orsökin til þess að ekki fókkzt nægur atkvæðafjöldi, var sú, að kaupstaðarbúar eru ekki með mál- inu; en eins og lögin ákveða, þarf meiri hluti allra atkvæðisbærra manna að greiða atkvæði með því á fundi, en þar sem svona er strjál-byggt hérað eins og liér, þá getur maður varla búizt. við, að allir mæti á fundi, og eins og gengur er mis- jafn áhugi hjá mönnum með málinu, og geta verið til þess margar ástæður. Sum- ir leiguliðar, sem láta málið afskiptalaust, ef þeir hafa heyrt á landsdrottni sínum, að hann só ekki með því, og aðrir, sem ekki ná svo vel til landsdrottna sinna, sem má ske eru í annari sýslu — til að heyra álit þeirra, og þar sem kaupstaðir eru í hreppum, getur þad varla verið mikið á- hugamál kaupstaðarbúum, þar sem þá vantar sjálfa brunabótasjóð, en verða að bera aukin útgjöld við stofnun þessa. Jeg þykist viss um, að það muni ganga víð- ar erfitt, að hrinda þessu máli í fram- kvæmd, þar sem eins stendur á og hér (að kaupstaðarbúar eru nærri helmingur af hreppsbúum). Jeg vildi stinga upp á, að næsta þing gjörði dálitla breytingu við þessi lög, og hún er sú, að þeir einir eigi atkvæðis rótt í þessu máli, sem eru með lögum skyldugir til að vátryggja hús sín, og að húseigendur borgi sjálfir fyrstu virðing, en ekki hreppssjóðir, og hinar skyiduvirðingarnar á 10 ára fresti borg- ist úr vátryggingarsjóðnum. Ef þetta fengist breytt, þá só jeg ekki, að það væri neitt gjörræði við aðra hrepps- búa, þótt þeir fengju ekki að greiða at- kvæði í þessu máli, þar sem ekkert yrði þá greitt úr svoitasjóði, annað en lánað þegar brynni, ef brunabótasjóðurinn hrykki ekki til að borga það. Það getur verið, að sumum þyki óviðfelldið að gjöra þess- ar breytingar við lögin, svona strax, en óviðkunnanlegra er það, að þegar ný lög eru sanun fyrir jafn þýðingarmikið mál og þetta, að þá sóu þau svo íllaúrgarði gjörð, að þau standi málinu fyrirþrifum. Jeg hefi líka heyrt nokkrar raddir, sem óskað hefðu eptir, að öll eignin fengist útborguð þegar brynni og að feugist hefði vátryggðir innathúsmunir líka, ef menn æsktu þess; en það veit jeg ekki hvort væri nokkuð róttara. Jeg álít, bezt sé j að fara varlega fyrst um sinn í því efni, [ en þegar fram líða stundir, ef brunabóta- sjóðirnir stæðu sig vel, og menn væru á- fram um það, hugsa jeg, að sú breyting myndi fást. Jeg ætla ekki að fara að rita langt mál um þetta efni, því að jeg vona, að allir sjái, að það er mjög þýðingar mik- ið og nauðsynlegt fyrir þing og þjóð, að styðja að efnalegu sjálfstæði bændastétt- arinnar, og álít jeg þetta mál styðja tals- vert að því; ef hægt verður að koma því í kring, viðast. hvar á landinu. Síra Sigurður Stefánsson í Vigur hef- ir ritað um þetta mál í „ísafoldu og er það góð ritgjörð að mörgu leyti, en ekki get jeg samsinnt honum í því, að ekki þurfi nema lítilfjörleg samtök til að stofna svona brunabótasjóð í hverjum hreppi, því að þar sem kauptún eru í hreppum, álít jeg það vart mögulegt, nema lögun- um væri breytt; hann talar líka um, að það ætti ekki að líða annað ár, án þess að þessir 10 hreppar, sem ákveðið er að myndi eitt félag, komist á fót og það væri gott, ef það yrði. Mór finnst eins og hann vilji kenna bændunum um á- hugaleysi í þessu efni, og það getur ver- ið að það só rótt af honum, en ekki væri það órétt af honum, að stuðla til að þessi litla breyting við lögin kæmi á næsta þingi. Hjarðardal 29. maiz 1907. Guðm. Bjarnason. Ritsímaskeyti til „Þjóðvú K.höfn 11. júní kl. 4,85 e. h. Frá Danmörku. Koch justitsiarius í hæztarótti er lát- inn. Konungshjónin dönsku hafa fengið liátíðlegar viðtökur í Lundúnum. Keisarahjónin þýzku heimsækja Dan- mörku í júlímánuði. Frakkland. Hallæri í vínyrkjuhéruðum á Suður- frakklandi. Mannfjöldinn þyrpist saman og gjörir óspektir. Bæjarfulltrúar leggja niður völdin. Veðurskeyti. Norska stjórnin stingur upp á 6000 franka árstillagi fyrir veðursímskeyti frá Islandi. Frá Japan. Uppþot í Japan út af atburðum i San FraDcisco. Andstæðingum stjórnar- innar fjölgar. Ákafar æsingar. Oraníuríki hefir verið veitt sjálfstjórn, á likan hátt og Transwaal. K.höfn 13. júní kl. ö1/^ e. h. Konung shj ónin fara í kvöld frá Lundúnum til Frakk- lands. V íny rkj auppþ o tið á Frakklandi fer óðum vaxandi. Morð. Nálægt Gautaborg hefir bóndi verið myrtur ásamt konu hans, stjúpdóttur og börnum. •EESÚEIISSSS# Þingmálafundur ísfirðinga. ísfirðingar hafa ekki hingað til verið eptirbátar annara íslendinga í þvi að halda fastfram réttindum sinum og annara lands- manna og hefir sú raunin einnig orðið á í þetta skipti. Þingmálafundur var settur 1. júní kl. 7 síðdegis. Fundarstjóri var kosinn Jó- hann Þorsteinsson og skrifari Jón Auð- unn Jónsson. Um sjálstæðismálið urðu langar um- ræður, hólt þingmaðurinn, síra Sigurður Stefánsson, eíndregið fram réttindum landsmanna og hallaðist að blaðamanna- ávarpinu. Að lokum var samþykkt svolátandi tillaga: Fundurinn krefst þess: 1. að semja ekki á öðrum grundvelli en þeim, að ís- land sé frjálst sambandsland Danmerkur, eins og það var til forna samkvæmt gamla sáttmála. Með samningi má fela Dönum að fara með einstök mál fyrir íslands hönd, meðan svo þykir henta. Um öll önnur mál séu íslendingar einráðir með konungi sínum og verða þau mál ekki borin upp i rík- isráðinu (samþ. með B8 atkv. gegn 26) og 2. að afsala engum þeim landsréttindum, er vér nú höfum (samþ. með öllum atkv.) Samþykkt var að kjósa 1 fulltrúa á Þingvallafund. Kosningu hlaut Guðm. Guðmundsson frá Gufudal. Þingmálafundur var haldinn á Akranesi 10. þ. m. Um 50 kjósendur voru á fundi. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum svohljóðandl tillaga: „Fundurinn gengur að því visu, að konungur skipi menn af öllum flokkum í sameiginlega nefnd, 'til þess að rann- saka sögulega og stjórnarfarslega afstöðu íslands til Danmerkur. Komi þeir menn fram með tillögur, þá skulu þær birtar almenningi i tæka tíð, fyrir Dæstu þing- kosningar, og skulu byggjast á því, að ísland só frjálst sambandsland við Dan- mörku og sérmál þess séu ekki borin upp í ríkisráðinu“. Tillögu þessa studdi þingmaðurinn,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.