Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Síða 2
114 Þjóðviljinn. XXI., 29. Þórhallur leetor Bjarnason, sem er einD í ritnefnd „Lögréttu“. Yirðast þvi enn þá hafa orðið áttaskipti hjá tólfmenning- unura, sem ekki kváðust sammála blaða- mannaávarpinu, vegna tillöguDnar um ríkisráðið. Sömu skoðanir báru þeir Guðlaugur Guðmundsson og Magnús Kristjánsson fram á fundinum á Akureyri. Allir sannir Islendingar munu taka þessu með gleði. En óskandi væri, að áttirnar yrði dálitið stöðugri í þetta skipti en áður hefir orðið raun á. Af þíngmálafundum undan Jökli og i Saurbæ í Dalasýslu hafa einnig nýlega borizt fréttir. Báðir þessir fundir halda einarðlega fram skorinorðum kröfum um réttindi íslendinga, og eru meðmæltir stúdenta- félagsfánanum. Bœkxir. Jón Trausti: Halla, 224 bls., 8 bl. br. Bók þessi er all-góð og læsileg sveita- saga. Klerkur nokkur fær útkjálkabrauð og flyttst þangað eiun, að hausti til, og skilur eptir konu sÍDa og búslóð í Reykja- vik. Hann býr einn frammi i stofu og kynnist lítt fólki, nema stúlku þeirri, sem þjónar honum. Fer nú svo, að þau leggj- ast á hugi hvort við annað, og endalok- in verða þau, að Halla verður þunguð af völdum prestsins, en giptist Ólafi sauða- manni til þess að færa ekki elskhuga sinn úr hempunni. . Sagan er vel gerð að mörgu leiti. Les- andinn sér glöggt skapferði sögufólksins og skilur vel hátterni þess. Er þess get- andi, að sumir þeirra eru hvað Ijósastir, sem aukahlutverkin hafa, svo sem prests- ekkjan og Ólafur sauðamaður. Einn galli er á gerð sögunnar, sem hver maður tek- ur. Hann er sá, að höf. lætur það vera mönnum leynt að presturinn er kvoDg- aður. Slikt er harla ósennilegt, að menn þekki svo ógjörla hagi prestsins síds, j þótt nýkominD sé. En enginn getur ,séð, j hvers vegna höf. vill láta þetta dyljast, | nema ef hann gerir sér það til hægri I verka. Má vera, að honum hafi þóttsér j ofurefli að vekja þokka lesandans til Höllu, ef hún vissi að sá var kvongaður, sem hún lagðist á hugi við. En það væri þó ílla farið, þvi hitt verkefnið er tilkomu- meira, en auðvitað meiri raun. Sagan er þó vel gerð yfir höfuð að tala, en á frásögninDÍ eru margvíslegir gallar og sumir stórir. Málið er mjög j óhreint og fullt af dönskuslettum, orða- j röð og setningaskipun víða ramvitlaus og frásögnin samin eptir fyrirmynd erlendra skáldsagnahöfunda. En eigi er þessi höf. hór einn í sök. og skal því eigi lengra farið í þá sálma að sinni. — Enn er sá galli á frásögninni, að málalengingar eru all-miklar. Er því líkast sem höf hafi verið afar-mikið niðri fyrir og að hann hafi eigi gefið sér tima til að skilja á inilli þess, sem hér átti að vera og hÍDS, sem átti annars staðar heima. — Sá galli er enn á, að höf. er það oftamt að kveða upp dóma yfir sögufólkinu um leið og hann segir söguna. — En sumir kaflar eru og mjög vel sagðir og skal hér bent á lýsÍDguna á Höllu og ástríðu hennar, þegar hún missir taumhaldið á henDÍ i fyrsta sinn. Þótt töluverðir gallar séu á bók þess- ari, mun hún þó verða vinsæl hjá al- þýðu. Og jeg hlakka til þegar hún kem- ur út í næsta sinn stytt og endurbætt. Sá dómur mun vera réttur um höfi, að hann kunni vel að yrkja sögu, en ílla að segja hana. En þar er hægurinn hjá, sem bæta má. Bjarni Jónsson, frá Vogi. Sigur Stúdentaiélags-fánans. Á þingmálafundinum á Akureyri var lesið upp bréf frá Ungmennafélaginu á Akureyri, sem hafði komið með tillögu um gerð fánans, gagnstæða uppástungu Stúdentafélagsins. Ungmennafélagið hafði sent áskorun til aDra hreppa landsins, um að láta í ljósi álit sitt um málið, og þar sem vilji þjóðarinnar hefir kornið ótví- rætt í ljósi, með tillögu Stúdentafélags- ins, hefir Ungmennafélagið tekið uppá- stungu sina aptur. Þessari dreDgilegu framkomu fólags- ins var tekið með dypjandi lófaklappi á þingmálafundinum. Kosnir á Pingvallafund. Frétst hefir um kosningu á Þingvalla- fund úr þessum héruðum: Fyrir Stykkishólm og Helgafellssveit í var kosinn á fjölmenuum fundi, 2. þ. m. Sigurður prófastur Gunnarsson, aðal-full- trúi, og Hjálmar kaupm. Sigurðsson, auka- fuDtrúi. Fyrir ytri Neshrepp: Árni Magnús- son verzlunarmaður á Hellusandi. Fyrir Breiðavikurhrepp: Sigurður Guð- mundsson, aðstoðarprestur i Ólafsvik. Fyrir Saurbæjarhrepp (í Dalasýslu): Benedikt Magnússoa, kennari i Ólafsdal. Fyrir ísafjöið: Guðm. Guðmundsson, fyrrura prestur í Gufudal. Fyrir Hnífsdal: Jónas Guðlaugsson, ritstjóri á Isafirði. Eimreiöin XIII. ár, 2. hefti. Nýskeð er 2. hefti Eimreiðarinnar kom- ið út og er fjölbreytt og skemmtilegt að að vanda. Það byrjar með sönglagi eptir H. S. Helgason. Því næst er hugvekja eptir Guðm. skáld Friðjónsson: „Yegurinn út úr völundarhúsinu“. Hún ræðir um prestana og er höf. all andmæltur hinni nýju prestafækkun, sem kirkjumálanefndin leggur til. Það er ekki vanþörf á þvi, að ræða mál þetta frá öllum hliðum; þvi ípresta- málinu erum vér komnir í þær ógöngur, sem illt er að losna úr. — Greinin er vel og ljóst samin eins og annað frá þeim höfundi. Þá er fróðleg grein eptir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi um mismun á lífi fyr og nú í Gnúpverjahreppi. Höf. hefir búið i sömu sveit alla ævi og er nú hniginn að aldri. Man hann vel eptir mönn- um og atburðum frá 1850, svo að grein- íd er nákvæm og vel samin. Það væri mikill fengur fyrir væntanlega menning- arsögu Islands, ef til væri samanburðar- lýsingar á ástandinu fyr og nú, úr sem flestum hreppum landsics, ogvonandi,að menn gefi þessu máli meiri gaum eptirleiðis. „Ofan úr heiðiu, lagleg smásaga eptir Einar E. Sæmundsson og áframhald af „Norrænar þjóðir á vikingaöldinni44 ept- ir próf. A. Olrík. Þá koma nokkur kvæði eptir Halldór Helgason, ritdómar um nýjar íslenzkar bækur eptir ritstjóra Eimreiðarinnar, Jón Stefánsson, Jónas Einarsson og Hafstein Pétursson. Dr. Valtýr GuðmuDdsson ritar dálitla grein um kvennfrelsi og sjálfstæði. Á- mælir hann íslenzku konunum fyrir, að þær hafi tekið það fram í áskorun sinni um kvennréttindi, að þær vilji hvorugum landsmálaflokkinum fylgja. Vér getum frætt doktorinn um það, að áskoranirnar minnast ekki á þetta einu orði. Það væri líka heldur snemmt að fara að lýsa yfir þvi hvorum flokknum þær ætli aðfylgja löngu áður en víst er livort nokkurntíma þarf til þess að taka. Yór höfum það traust á íslenzku kvennþjjóðinni, að hún muni okki reynast ver í sjálfstæðismáli voru en karlmennirnir, þegar hún er bú- in að fá tækifæri til að sýna skoðanir sinar i verkinu. Aðdróttun doktorsins er því byggð á eintómum misskilniugi, eða öllu heldur ber að álíta, að hann hafi alls ekki lesið áskoranir kvennfélagsins. Síðast er íslenzk hringsjá, ummæli út- lendinga um Island og að lokum tvær sestánmæltar vísur: „Hret“ og „Blíða“. Yeitt lœknishérað. Mýralæknishórað er veitt, frá 1. ág. t>órði Pálssyni, héraðslækni í Oxafjarðarhéraði. Yeitt prcstakall. Mýrdalsþing eru veitt síra ÞorvarOi Þorvorðs- syni, presti á Fjallaþingum. Lausn frá einbœtti, fékk 14. þ. m. síra Ólafur Ólafsson, í Saur- bæjarprestakalli, sökum vanheilsu. Geir Sæinundsson, prestur á Akureyri, var skipaður prófastur í Eyjafjarðarsýslu 8. þ. m. Préf i læknisfræði hefir Kristinn Björnsson, frá Reykjavik, tekið við li.hafnarháskóla, með 1. einkunn. Sjálfsmorð. Simskeyti frá Seyðisfirði skýrði frá því, að Guðm. Björnsson, þurrabúðarmaður, hafi drekkt sér í Fjarðará. 15. f. m. andaðist í Húnavatnssýslu Gróa Ólafsdottjr, kona Kristjáns fyrrum bónda í Viðidalstungu 69 ára að aldri. Sonur þeirra er Jón Kristjáns- son læknaskólastúdent. Bessastaðir 22. júní 1907. Tíðarfar. Loks brá til rigninga á sunnu- daginn, enda var ekki vanþörf á, eptir alla þurrka- dagana fyrrihluta mánaðarins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.