Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.06.1907, Blaðsíða 3
116 XXI., 29. Afmœli Jöns Sig'urðssonar vav lialdið í Reykja- vík 17. þ. m. með ýmsum hátíðabrygðum. 60—70 íslenzkir fánar voru dregnir á stöng, en 20—30 danskir. Veður var hvasst og rigning um daginn, •en þó stytti upp um kvöldið. Voru þá lúðrar þeyttir á Austurvel'i, ræður haldnar af alþingis- hússvölunum. Björn Jónsson ritstjóri talaði fyr- ir minni Jóns Sigurðssonar, Bjarni Jónsson frá Vogi fyrir minni íslands og loks Benedikt ritstjóri Sveinsson fyrir minni nýja fánans. All- -ar voru ræðurnar snjallar og vel fluttar. Síðan gengu um B000 manna skrúðgöngu suður í kirkju- garð, með blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar. Bar þá fjöldi manma íslenzka fánann nýja, þar á meðal merkisberar Kvennróttindafélagsins, Stúdentafélagsins og Lfngmennafélags Reykja- víkur. Pór skrúðgangan að öllu leiti vel og •skipulega fram. Það þótti tíðindum sæta, að stjórnarráðshúsið ■og alþingishúsið voru fánalaus. Flestum fannst ekki mætti minna vera en að Jóui Sigurðssyni væri sýnt þetta litla virðingarmerki. En það tjáir ekki að tala um það. Eramkoma þeirra manna, er þessu hafa til leiðar komið, mælir •sjálf með sér. Embættispröf á prestaskölanum fór fram 17. —18. þ. m. Eink. Stig. .Jóhann Briem hlaut................. I. 80. .Haraldur Þórarinsson hlaut.........II. 77. Slys vildi til 1B. þ. m.: Skipið „Nyanza'1, eign Th. Thorsteinsson kaupm., brann mestalt á R.víkurhöfn, skammt frá landi. Orsakir til brunans ókunnar. Skipshöfnin komst öll á land, .en tveir hásetar meiddust lítið eitt. Meðal skipverja voru 9 Norðmenn, er standa allslausir uppi, því skipið hafði aflað ílla, en þeir unnu fyrir hlut. Samskota hefir verið leitað i Reykjavik þeim til handa, og er það vei til failið fyrir ýmsan drengskap Norðmanna í vorn garð, er á hefir þurft að haida. „Hólar“ komu frá útlöndum, norðan um land, 16. þ. m. Meðal farþegja má nefna Hægstad ÞJÓ8VILJINN. Otto Monsted® danska siiijöi-líki * er bezt. prófessor frá Kristjaniu, Gisla Sveinsson lögfræð- ing, Jakob Jóhannesson, stud. art., a fl. „Laura“ kom þann 16. þ. m. frá Vesturlandi. Heimspekispröfi lauk 18. þ. m. Þórður Odd- geirsson, stud. theol. með 1 einkunn. | f Dáin er 11. þ. m. ekkjan Ingveldur Sigurð- i ardóttir að Hliði á Álptanesi. Ingv. sál. var á í sextugs aldri. Hún dó úr krabbameini. í! Lofleg mmnæli. Eg hefi í hór um bil 8 inánuði, við og við, þegar eg hefi álitið það við eigandi, brúkað Kína-lifs-elexír Yaldemars Peter- sen handa sjúklingum mínum. Eg hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að elexírinn só ágætt meltingarlyf, og hefi orðið var við læknandi áhrif í ýmsum greinum, svo sem við vonda og veika meltingu, sem opt hefir verið samfara ógleði, upp- sölu, þrýstingi og spenningi fyrirbrjóst- inu, veiklun á taugakerfinu, og á móti reglulegri hjartveiki. Lyfið er gott, og eg get gefið því meðmæli min. Kristjania, Dr. T. Rodian. Taugaveiklun og niður- gangur. Þrátt fyrir læknishjálp að staðaldri heðr mór ekki batnað, en fókk heiisuna þegar eg fór að brúka elexírinn. Sandvik, marz 1902. Eirikur Runólfsson. Langvinnur niðurgangur. Sá kvilli fór sívaxandi, þrátt fyrir stöð- uga læknishjálp og mjög reglubundið mat- aræði. En af elexírnum hefir mér batn- að, og má nú borða, hvað sem er. Kaupmannahöfn, apríl 1903. J. M. Jensen, agent. 16 fór fótgangandi frá járnbrautarstöðinni, til háskólans, þar sem föðurbróðir hans átti heima, og voru gluggatjöld fyr- ir gluggum. — Það þótti honum alls eigi kynlegt, þar sem þetta var snemma dags. En er Williams, vinnumaður föðurbróður hans, kom til dyra, og Musgrave innti hann eptir líðan frænda síns, svaraði William: „Nú er því miður allt um garð geng- ið. — Urasjónamaðurinn fékk hægt andlát litlu eptir klukk- .an ellefu i gærkveldi“. Ráðskonan samsinnti þessu, með stunum og tárum. IPriðrik varð mjög sorgbitinn. „Svona óvænt!“ mælti hann. „Það getur maður nú reyndar ekki sagt“, mælti >ráðskonan, „því að þrjá siðustu sólarhringana hefi eg ver- ið alveg vonlaus, og þegar læknirinn var hór snemma í .gærmorgun, sagði hann mér, að öll hjálp væri ómöguleg“. „En livers vegna símrituðuð þið ekki eptir mér?“ „Það þorði jeg ekki“, mælti ráðskonan. „Jeg vissi •eigi, hvernig umsjónarmaðurinn kynni að taka því. — En í fyrradag spurði eg Williams, eins og hann hlýtur að muna, hvort honum sýnist ekki réttast, að símrita til yðar, og fannst honum, sem mér, að það væri réttast; en jeg þorði ekki, að spyrja umsjónarmanninn að því, og þegar hr. Breffit var hérna í gær, bar eg þetta undir ihann, og fannst honum varasamt, að ráðast í það upp á eigin spítur“. „Mér stendur á sama, hvað Breffit hefir sagt“, greip Friðrik fram í. „En ykkur er það að kenna, að eg gat .ekki kvatt frænda minn“. „Mór þykir það mjög leitt“, svaraði ráðskonan, í 13 um verður okkur auðvitað sundurorða, — og semur eigi sem bezt þessa stundina —, en þess háttar jafnast nú vanalega fljótt aptur“. Og það á að líkindum að skiljast á þá leið, að þór verðið jafnan að sveigja til að lokum“. „All-optast, enda er mig þá optast hætt að langa til þess, að gera það, sem honum er á móti skapi:“ „En hann hlýtur tíka að vera yður vænn og góð- ur“, mælti Susie, eptir nökkra umhugsun. „Þór virðist að öllu leyti lifa eins og yður þykir skemmtilegast“. „Þetta megið þér ekki segja! Það er ekki fallegt af yður. — Auðvitað tek eg þær nautnir, sem bjóðast; en þær eru saklausar, og engum til ama“. „Fjarri var það skapi mínu, að særa yður á nokkum hátt hr. Musgrave“, svaraði Susie. „Jeg átti að eins við það, að yður æfti að geta orðið enn meiri not að yðar góðu hæfileikum“. „Jeg skil hvað þér eigið við“, svaraði Friðrik* „Yður finnst, að jeg hefði átt að velja mér aðra lífsstöðu. — Auðvitað var um margt að velja, en þetta féll mór nú bezt, að gjörast sjónleikahöfundur, og finnst mér það eigi ógirnilegri starfi, en hvað annað, þó að föðurbróður minn vilji ekki láta sór skiljast það“. „Er hann yður þá ekki mjög gramur?“ „Hann segir ekki annað, en það, að þetta athæfi mitt hafi reynzt sór þungbærara, en allt annað, sem mætt hafi á lífsleiðinni. — En líklega hefir honum samt gram- izt margt emgu siður, að eg hygg, og hver veit, hvað ó- lifað er?“ Susie hló. „Veslings gamli maðurÍDn!“ mælti hún.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.