Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Page 3
Þ JOÖ VIL JINN. 123 XXI., 31—32 Jön Sigurðsson 17. júní 1907. $>ú komst á tímuin myrkrevalds og voðans <og varðir, sóttir helgan þjóðarrétt, þú faðir íslands frelsis morgunroðans, :sem fylktir allra kugum saman þétt, — ;SVo þétt og fast, að féllust öllum hendur, sem frelsi voru búið hugðu tjón. Æ>ú komst sem andi’ af sjálfum guði sendur •til sigurs þínu föðurlandi, Jón! Þann dag, er bar þig, blessar sérhver tunga frá báruskauti’ að efsta fjalladal. Þig blessar dáinn bleika ellin þunga •og brjóstmylkingsins lága vögguhjal. JPig blessar sálin hugumstóra, sterka, -er stefnir fram til ljóss með æskuþrótt. Þín minoing getur knúð til kraftaverka | ■og kallað sól á lopt um miðja nótt. Að sönnu’ er ritað bæði blóði’ og tárum margt blað í vorri sögu’ um liðna tíð, •og það er satt, á hinstu hundrað árum .að háð var sízt sem skyldi opt vort stríð. En svipur þinn er sá, er veg og ljóma i seinni tið á skjöldinn landsins slser, — þvi skal þitt nafn í hjarta’og ljóði hljóma ssem hafgnýr sterkt og milt, sem vorsins blær. Þinn andi landsins sonum öllum safni að sama merki og undir barðist þú! Með guð vors lands og giptu þína’ í stafni vór göngum fram í óbifandi trú á vísan sigur sannleik&ns að lokum, fþótt sókn vors réttar verði löng og ströng, ef fylgjumst að og aldrei víkjum, þokum, með íslands sigurfána’ á merkisstöng. Gruðm. Guhmundsson. Þingmálafundur Norður-ísafjarðarsýslu. Árið 1907, hinn 21. júní, var, sam- kvæmt fundarboði þingmanns Norður-ísa- fjarðarsýslu, haldinn þingmálafundur í Groodtemplarahúsinu í Bolungarvík. Fundarstjóri var kosinD kaupmaður Pétur Oddsson, og skrifari verzlunarmað- ur Loptur Qunnarsson. Þessi mál voru tekin til umræðu: I Sambandsmálið. I því var borin upp svo hljóðandi tillaga: FundurÍDn lýsir óánægju sinDÍ yfir þvi, að alþingi var ekki rofið, og tjáir sig^ að því er sambandsmálið snertir, sam- þykkan ávarpi blaðamanna. Samþykkt í einu hljóði. II. Fánamálið. I því var borin upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja lög um, að Island hafi sérstak- an fána, og fellst fundurinn á gerð fána stúdentafélagsins. Samþykkt i einu hljóði. III. Þingvattafundarlmsning. Samþykkt var, að kjósa mann á Þingvallafund, og hlaut kaupmaður Pétur Oddsson kosningu, í einu hljóði; en til vara verzlunarmaður Loptur Qunnarsson, í einu hljóði. IV. Ritsimamálið. í þvi var borin upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn telur heppilegast, að ritsíma- línan til ísafjarðar liggi um Steingríms- fjörð, og um sveitirnar vestan fram með Djúpinu. Samþykkt i einu hljóði. — V. Stjórnarskrármálid. I því var bor- in upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja breyting á stjórnarskránni, er fari í þá átt, að nema ríkisráðsákvæðið úr gildi, veita konum kosningarrétt til alþingis, og að þingmenn séu allir þjóð- kjörnir. Samþykkt í einu hljóði. VI. Kosningarlagabreyting. í því var borin upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn er mótfallinn kjördæmaskipt- ÍDgu þeirri, er stjórnin fer fram á, með hlutfallskosningu, eins og nú stendur, meðan konungkjörnir þingmenn eiga sæti á alþingi. Samþykkt i einu hljóði. VII. Ahnennur ellistyrkur. I þvi var borin upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn telur æskilegt, að landssjóð- ur styrki alþýðustyrktarsjóðina árlega, með tillagi úr landssjóði, er nemi 50 aur. fyrir hvern gjaldanda til nefnds sjóðs, en er mótfallinn þvi, að gjöld einstakra manna til alþýðustyrktarsjóð- anna séu hækkuð. Samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu. VIII. Samgöngumál. I því var borin upp svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi, að auka strandferðir, svo að þær að minnsta kosti verði ekki færri, en á árunum 1904—1905. Jafnframt telur fundurinn nauðsynlegt, að millilandaskipin komi stöku sinnum við í Bolungarvík. Samþykkt í einu hljóði. 32 „Og unnu sér lítt til frægðar11, svaraði Friðrik, sem • auðsjáanlega gazt illa að því, að Susie bæri lofið á Claughton. „Pabbi hefir og — —“ mælti Susie, en þagnaði ■ skyndilega, því að stjúpa hennar fór þá að kveðja mann- inn, sem hún átti tal við, og búa sig, til að standa upp. „Susie, barnið mittl“ mælti hún. „Við verðum að 'flýta okkur keim. — Pabbi þinn er óefað orðinn hissa á því, h ve lengi við höfum látið hann bíða. -- Verið þér sælir hr. Musgrave. .. . .. . Lítið einhvern tima inn til okkar, ef þér hafið tíma til þess. — Jæja þá Susie!“ Frúin mælti þetta mjög vingjarnlega, en engu að ■síður var Friðrik þó í nokkrum vafa um það, hvort hug- ur fylgdi máli. En sérstaklega gramdist honum þó, hve kuldalega "Susie hafði tekið honum, og að breytingin, sem orðin var á kjörum hans, skyldi hafa haft þessi áhrif á hugar- iar hennar. Hitt datt honum ekki í hug, að ástæðan kynni að ;vera sú, að henni þætti hann hafa 9innt sér of lítið. Ástfangnir menn otu aldrei mjög glöggskyggnir. Fimmti lcapltiiLi. Meðan Friðrik var að spjalla við Susie, sat hr. IBrefFit á skrifstofu sinni, og lá hraðskeyti fyrir framan hann á borðinu, og var það frá „Lauru Fenton í Sydn- ey í Nýja-Suðurwales“. Hraðskeytið var svo hljóðandi: „Auglýsingin lesin. Legg þogar af stað til Eng- ilands. — Ekkja í þrjú ár“. „Fjandinn hossi henni!“ tautaði hr. Brefifit við sjálfan 21 frekart umræður um þetta, og skömmu siðar stóðu menn upp, og gengu út úr herberginu. Reotorinn klappaði innilega á öxlina á Friðrik, er hann fór, en sagði ekki neitt. Hr. Breffit var orðÍDn góðkunningi Friðriks, því að þeir höfðu opt sézt, og er þeir voru orðnir tveir einir mælti hann: „Það veit sá, sem öllum illt gelur, að þetta er bæði synd og skömm, enda myndi eg eigi hafa skirizt við, að segja umsjónarmanninum skoðun mína upp í op- ið geðið á honum, hefði eg eigi þekkt það, eins og eg gerði, hve afar-óráðþægur hanD var“. Jeg sé ekki, að það sé að neinu leyti synd, eða skömrn, hvernig föðurbróðir minn hagaði arfleiðsluskránni^, mælti Friðrik. „Úr því að haDn átti dóttur, finnst mér það eðlilegt, að hann léti hana sitja í fyrirrúminu fyrir mér. — En það þykir raér á hinn bóginn kynlegt, að eg skuli aldrei hafa heyrt hann, eða aðra, minnast á þessa dóttur hans“. Breffit yppti öxlum. „Þetta er eðlileg afleiðing þess, að allir töldu hana dauða fyrir mörgum árum, og það hefir hann að líkindum gert sjálfur, enda var hann ekki marg- máll maður, að því er venzafólk sitt snerti. Sannast að segja hefir mér optar, en einu sinni, dottið í hug, að vekja athygli yðar á því, að vafasamt væri, að þér yrðuð aðal- erfingi hans, en þar sem jeg hafði eigi við næg rök að styðjast, taldi eg þó réttast að þegja, og fara eigi að blanda mér í málefni, sem mér var óviðkomandi.“ „Það var rétt gert af yður“, mælti Friðrik. „Það li efði getað orðið til ílls í svip, og þegar alls er gáð, hefi eg eigi ástæðu til að kvarta, því að tíu þúsund sterlings- pund a oru þó all-álitleg upphæð“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.