Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Side 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1907, Side 5
XXI. 21.-32. Þjóðvilinn. 125 Til nefndar þeirrar var og vísað stjórn- arfrumvarpiiiu um gjald afinnlendri vindla- gjörð og tilbúningi á bitter, sern og frv. um vitagjald af r-kipum, og frv. um toll- vörugeymslu og tollgreiðslu. Lwkuaskipunarmál. í nefnd, til að ihuga stjórnarfrumvarpið um breytingu á læknaskipunarlögunum, kaus neðri -deild 5. júlí: G-uðm. Björnsson, Guð). Guðmunds- Æon, Jóhannes Ólafsson, Ólaf Thorlacius og :Stefán í Pagraskögi. Eilistyrkslögin. í frv. stjórnarinnar um almennan ellistyrk kaus neðri deild 5. júli þessa menn í nefnd: Björn Bjarnason, Hermann Jónasarson, Lárus .Bjarnason, Magnús Andrésson og Pétur Jónsson. Veð í skipum. Tii þess að fjalla um stjórnarfrv. um það efni ikaus neðri deild í nefnd 5. júlí: Guðlaug Guðm. .Magnús Kristj. og Sk. Thoroddsen. Vegamál. í nefnd í því máli kaus neðri deild 5. júlí: Björn Kristjánsson, Hannes Þorsteinsson, Jón i Múla, Jón Magnússon og síra Ólaf Ólafsson. Skögrœktarmál. Nefnd í það mál kosin í neðri deild B. júli: síra Eggert Pálsson, Ólafur Thorlacius og síra Þórhailur. JCosningarlagafrumvarpið. í nefnd, til að íhuga frv. stjórnarinnar um það efni, kaus neðri deild 6. júlí: Pétur Jóns- son, Jón Magnússon, Eggert Pálsson, Lárus Bjarnason, Jón í Múla, Björn Kristjánsson og Ólaf Thorlacius. Til nefndar þessarar var vísað frv. um al- mennan kosningarétt. Brejting lagaskólalagauna. Nefnd í því máli í neðri deild 6. júlí: Jón .Magnússon, bkúli Thoroddsen, Lárus Bjarnason. Fræðslumál. I nefnd, til að íhuga frv. stjórnarinnar um fræðslu barna, kaus neðri deild (j. júli: Árna Jónsson, Eggert Pálsson, Guðm. Björnsson, síra Þórhall Bjarnarson, Magnús Andrésson, Stefán kennara Stefánsson og Jón Magnússon. Til nefndar þessarar var og vísað frv. stjórn- innar um stofnun kennaraskóla. Ojafsóknir. Nefnd, til að athuga frv. stjórnarinnar um það efni kosin í neðri deiid 6. júlí: Björn Bjarnar- son, Hannes Þorsteinsson og Ól. Briem. j Takmörkun á eignar- og umráðarétti á fossum. i I það mál kaus neðri deild 6. júlí þessa menn i í nefnd: GuðL Guðmundsson, Ól. Briem, Jó- j hannes Ólafsson, Magnús Andrésson og Stefán I frá Fagraskógi. Alþingisvcizlan, sem haldin var þingsetningardaginn 1. júlí, varð söguleg að þvi leyti, að i ræöu, sem for- seti noðri deildar, Magnús Stephensen, flutti fyr- ir minni ráðherra, gjörðist hann svo harðorður í garð stjórnarand8tæðinga, að tveir þeirra (Jó- hannes bæjarfógeti Jóhannesson og Stefán kenn- ari Stefánsson) stóðu upp frá borðum, og gengu út úr veizlusalnum. — Aðrir stjórnarandstæð- ingar, er þar voru, fóru og úr veizlunni, er stað- ið var frá borðurn. Mannalát. 16. maí síðastl. andaðist. að Laugum í Súgandafirði húsfreyjan Guðmundína Jónsdóttir, 46 ára að aldri, fædd 12. maí 1861. — Foreldrar hennar voru: Jón hreppstjóri Halldórsson á Kirkjubóli i Sbutilsfirði, og kona hans Rannveig 0- lafsdóttir (f 1901), og ólst Guðmundína sáluga upp í foreldrahúsum fram yfir fermingu, en fluttist þá að Ósi iBolung- arvík, og var nokkur ár hjá Ólafi hrepp- stjóra Gissurssyni á Ósi og konu hans Kristinu Pálsdóttur, og kynntist þar ept- irlifandi manni sinum, Sveinbirni Páls- syni, Guðmundssonar á Kvianesi, er þar var þá í vinnumennsku, og færðust þau þá frá Ósi að Klúku í Súgandafirði, og giptust þar; frá Klúku fluttust þau að Botni í Súgandafirði, og bjuggu þar mörg ár á 6 hundruðum úr jörðinni, unz þau fluttust að Laugum. Alls varð þeim hjónum fimmtán barna auðið, og dóu fjögur þeirra í æsku, en ellefu eru á lífi, og eru nöfa þeirra þessi: Pálína, 27 ára, Pétur, 26 ára, Guðrún, 24 ára, Rósinkranza, 23 ára, Ólöf, 18 ára, Sesselja, 14 ára, Rannveig Salóme, 11 ára, Þorvaldur, 9 ára, Elízabet, 6 ára, G. ð- mundína, 5 ára, og Sveinfríður, 1 írs. Þegar Sveinbjörn og Guðmundína byrjuðu biiskap, voru þau biáfátæk, en tókst þó engu að siður að ala önn fyrir barnahóp sínum, og veita börnunum sóma- samlegt uppeldi, og nutu því hylli góðra manna, er þeim kynntust. Guðmundína sáluga var talin mesta myndarkona, og gjörvileg ásýndum, eins og hún átti kyn til. — Hún var og ást- rík eiginkona, og góð og umhyggjusöm móðir barna sinna. Hún andaðist úr krabbameini, eptir langa sjúkdómslegu. í önuverðum júnímáD. þ. á. missti Eggert bóndi Reginbaldsáon á Kleifum jí Seyðisfirði i Norður-Isafjarðarsýslu eitt barna sinn*; það dó úr lungnabólgu. 6. apríl þ. á. andaðist Magnús Krist- jánsson, formaður og búseigandi í Isa- fjarðarkaupstað, tæpra 48 ára að aldri fæddur að Krumshólum í Borgarfirði 2. 30 um, að taka þált í ýmís konar boðum, og sbemmtunura, nema hvað hann taldi réttast, að fara eigi á dansleika :fyrst um sinn. Ekki böfðu enn fengizt neinar upplýsingar, að jiví er frú Fenton snerti. — Hr. Breffit bafði að vísu sím- ritað til allra stærstu blaðanna í Nýja-Sjálandi, og «purzt fyrir hjá yfirvöldunum þar, en ekkerb svar fengið ■enn. „Við hljótum brátt að fá að vita, hvort bún er lífs eða liðin“, mælti hr. Breffit við Friðrik. „Á vorum dög- xim geta menn eigi lifað í heiminum, né dáið, án þess meðbræður þeirra viti af því. — Gerið yður að svo stöddu •engar áhyggjur, góði vinur! Þér megið trúa því, að áð- ur en langt um líður, kemur það upp úr kafinu, að hún :sé dáin.u Friðrik fylgdi þó einatt gaumgæfilega röddu sam- vizku sinnar, að skirrast við, að hitta jungfrú Moore, og átti hann þó örðugra með það, en hann hugði, ekki sízt þar sem hann frétti, að Claughton, kapteinn, væri nú mjög tíður gestur á heimili hershöfðingjans. En dag nokkurn í maimánuði, i glaða sólskininu, bittist svo á, að hann mætti Susie í Hydepark-blómgarð- inum. Hún, og stjúpa hennar, sátu svo nærri honum, að það hefði verið bein ókurteisi, að bjóða þeim ekki góðan daginn. Hershöfðingjafrúin átti fjörugar samræður við ein- Iivern gamlan mann; en á stólnum, sem næstur var Susie sat enginn, svo að Friðrik taldi það enga synd, að tylla -flér snöggvast niður hjá henni, og inna eptir líðan hennar. Hún kvaðst hafa skemmt sér vel, síðan þau hittust 23 „Þér hafið ef til vill rétt að mæla hr. Breffit, og mun raun bera vitni um það“. „Jeg vona, að hún hvili nú undir grænni torfn, mælti Bceffit; „en að sjálfsögðu geri eg allt, sem í mínu valdi 9tendur, til þess að komast eptir sannleikanum, og býst eg við, að þær eptirgrennslanir mínar leiði til þe9s, að við fáum bráðum að sjá dánarvottorðið hennar“. „Ekki kann eg vel við það, að fara að byggja von- ir á dauða frænku minnar“, svaraði Friðrik, „og kysi eg fremur, að hún væri á lífi, og gæti sem lengst notið á- nægju af arfinum“. „Þetta or fallega talað“, mælti Breffit, „og er því bezt, að þér séuð við öllu búinn. — Skylduð þér vilja fara að mínum ráðum, ættuð þér að velja yður hagkvæma stöðu, er þér gætuð haft nægilegt lífsviðurværi af. — Þó að skáldskapargáfan sé fögur gáfa, hafa skáldin þó jafn- an átt við sult og seyru að búa, og þó að við lögfræð- ingarnir böðum oss að visu eigi í rósum fyrst í stað, tekst oss þó, er frá líður, að safna ögn í sarpinn*. Friðrik lét þetta nú inn um annað eyrað, og út um hitt. :U!Íl.Ád fil, Fjórði kapitixli. Friðrik Musgrave hafði aldrei haft hugann fastan við peningana. — Hann hafði aldrei steypt sér í skuldir, enda hafði föðurbróðir hans séð honum fyrir nógu eyðslu- fé árlega. Á hinn bóginn hafði Breffit réttilega getið þess til, að vextir af tíu þúsundum sterlingspunda myndu eigi mægja, til þess að standa strauminn af ársútgjöldum hans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.