Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arkvr) 3 kr. BO aur.; érlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50- Borgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. --- !^ TuTTUGASTI ÖG F YB S TI Á B G A N GU B. í=| -^---- •-*-—gic*|=r ÉITSTJÓEIV SKÚLI THORODDSEN. =|«*Mg—*- Uppsögn skrifleg, ógild nema komið sétil útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaoar, og kaupandi samhliða uppsögninní boi-gi skuld sína fyrir blaðið. M 38.-39. Bessastöbum, 21. ÁGUST. 1907. I Svcðju-sendinggriðriksJIÍI j ------- Gjöf hans til landsins. Á alþÍDgi skýrði ráðherrann frá því, 17. ágúst, að Friðrik konungur VIII. hefði beðið hann, er þeir skildm á Seyðisfirði, að færa alþingi kveðju sína, og árnaðar- óskir. Jafn framt gat ráðherra þess einnig, að konungur hefði gafið landinu 10 þús. króna til sjóðstofnunar, til að efla skóg- rækt hér á landi. Alþiugismenn hlu9tuðu standandi á þessa tilkynningu ráðherra, og var síðan hróp- að nifalt húrra fyrir konunginum. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. . KveOia frá Sttoeiitafélagiim í Reyki&vik. Hér hefir særður svanur kropið að sæluskauti móðurlands, því nú var höfuð niður dropið og nú var lokuð tjörnin hans, en lengi þíddi' hann þröngva vök og þreytti' hin fornu vængjatök. Og súmrin öll við sönginn mæran við sátum glaðir úti þar og höíum allir hugumkæran hvern himinn, sem þá vængi bár; svo vítt fór Gröndals vegsemd þá sem vorir gleöihlátrar ná. Og þegar allir svanir sungu á sumarkvöldin þjóðin fann, hver ljómi vafði vora tungu og vilta fjallasvaninn þann. Hún fann hvað yrði' á heiðum hljótt, er hann bauð síðast góða nótt. Og það skal okkar móðir muna, þótt margra söngur reynist tál, að hans var ólmur, opt úr funa, en aldrei nemu hjartans mál, og það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því. Víð krjúpum ekki' að leiði lágu, þvi listin á sór paradís; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi þvi, seui aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, setu Bjarai' og Jónas kominn er. Þ. E. Konungs-heimsóknin. Koma ríkisþingsmannanna. —<^>— VII. Förin að Þingvöllum. Að morgni 1. ág. vat' lagt af stað úr Reykjavík, og komið í Djúpadal (fyrir ofan Miðdal) kl. ll1/., f. h. - Var ferð- inni hagað svo, að menn skipuðust i sveit- ir. — í fremstu sveitinni var konungur, Haráldur prinz, ráðherra Islands, kamm- erherrarnir Bull og Herbs, kommandör Hovgaard, Crottschalkhöfuðsmftdnr, ogIbsen, yfirliðsforingi; en sýslumaður Axel Tul- iníus reið "á undan, ásamt tveim lögreglu- þjónum. I næstu sveit voru dönsku ráðherrarnir: Christensen og 0. Hansen, forsetar o. fl.; en þingmenn o. fJ. i 7 sveitum, og voru fyrir þeim sveitum borin tölusett merki (3—9), blár skjöldur á stöng, og voru all- optast 12 menn í sveit, jafn margt af Dönum og íslendingum, og voru sumir ríðandi, en sumir í vagni. — Hverjum flokki fylgdi einn sýslufulltrúi (úr sýsl- um þeim, er sont höfðu hesta til farar- innar). — Konungur, og sveit hans, reið alla leið. I Djúpadal hafði vorið reist stórt tjald, og mötuðust menn þar, en hressingu fengu menn sér við B,auðavatn, og á Mosfells- heiði, sem og þegar komið var í grennd við Dingvallasveitina. Beggja megin við Almannagjá vo'ru fán- ar á stöngum, alla leið a.ð veizluskálan- um á -Þingvöllum, og heíðursbogi, þar sem vegurinn liggur ofan í gjána, er á var letrað: „Stíg lieilum fœti á helgan vollu. Margföld húrra voru hrópuð fyrir kon- ungi á leið hans uni Almannagjá, og alla leið til skála þess, er honum hafði verið reistur. — Aonar skáli, stærri, hafði og og verio reistur þar á völlunum, skammt frá konungsskálanum. — Yfir dyrunum í skála þe.saum er valsmynd, og kóróna yfir; vindskeiðar með drekahöfðum og sporðum, og hurðir mjög haganlega skorn- ar af Stefáni Eirílcssyni. — Beggja vegna í skálanum eru smá-herbergi, og settust ríkisþingsmenn þar að; en í miðjum skál- anum, endilöngum, var veizlusalur, og í honum, fyrir miðjum vegg, andspænis dyrum, var hásæti handa konungi, haglega út«korið af Stef. Eiríkssyni. — Veggir i skálanum voru bláir að lit, en þakið hvítt. Alþingismenn settust að í tjöldum. Kl. 7 um kvöldið snæddu þingmenn þeggja þjóðanna, ásamt konungi. föru- neiti hans, og nokkrum öðrum, í veizlu- salnum, og var þá mælt fyrir ýmsum minnum, og sungin dönsk og íslenzk ætt- jarð^rljóð. — Að lokinni máltíð söng og íslenzki söngflokkurinn nokkur lög, eptir ósk konungí, t, d. „Bára blá", „Ólafur reið með björgum fram„, og „Þú á!fu vorra yngsta land", og þakkaði konung- ungur söngmönnum með handabandi. VIII. Á Þingvöllum. Þjóðhátiðardaginn 2. ág. var komin suddarigning, i stað góðviðrisins, sem hafði verið daginn éður. Kl. 81/,, f. h. var gestunum, og kon- ungi, fyigt upp að fo*sinum, og síðan að hraunrimanum, sem nefndur hefir venð Lögberg, og„skýrði prófessor Björn M. Olsen þar-fyrir mönnum stofnanir þjóð- veldisins, svo sein lögréttuna. fjórðungs- dómana, ogfimtardóiriimj, som og brennu- málm (eptir Njálsbrennu), og þakkaði kon- ungur honum upplýsingarnar, kvaðst nú skilja betur,' en áður, ást íslondinga til lands síns, og kvaðst sjálfur unna því, sem Islondingur væri. Kl. 11 f. h. var snæddur morgunverð- ur i veizlusnlnum, og kl. 1 e. h. gengu alþingismenn og rikisþingsmenn, með lúðrasveit i broddi fylkingar, til Lögbergs — Þar var ræðupallur reiscur á Al- mannagiárb»rminum, hjá Snorrabúð, og sat konungur þar, líkisþingsmenn, og ræðr.mennirnir, en alþingismenn sátu á bekkjum i brekkunni fyrir neðan. Alls er gizkað á, að þar hafi vorið um 5 þús. manna. Hátíðarathöfnin byrjaði með því, að söngfélagið „Kátir piltaru söng rLög- bergsljóð" sira Matth. Jocbumssonar, og eru þrjú fyrstu erindin á þessa leið: A nýrri þúsund ára ö]d, frá íslíinds Sínsí þér, jöfur, heilsar hundraðföld vor herrans kveðjan ný! Hér talar guð — ei tungan manns — vér tökum skóföt af. og þráum náð og þóknun hans, er þennan stað oss gaf. Hér stóð hinn forni fimbultýr, er fjallið rak upp hljóð, og þrumdi „reiðra goða" gnýr og geystist logaílóð. En didttinn stóð í hæztri hæð, og helgan samdi frið. Á brott var ógn og blöskran skæð, þá brosti' þetta svið! En aptur urðu goðin gröm og gullu voðahljóð, er bér, þars gnæfði heiðnin röm, hinn helgi krossinn stóð. En drottinn sagði: „Dvíni blóð, en dafni gullin öld!" Þá fyrst hlaut ró vor forna þjóð við frjáls og innlend völd. Ráðherrann mælti því næst fyrir minni konungs, og svaraði konungur þegar þoirri ræðu, minntist á þvtsundárahátíðina, er ástkær faðir hans hefði staðið á þes9um sama stað fyrir 33 árum. og kvað sig og systkini sín hafa erft ást hans til íslands, og gleddi það sig, hve óafmáanleg miajn.* ing hans væri í brjóstum sinna kæru Is- lendinga, kvaðst og vona, að hann hefði í ferð þeasari bundizt við þá órjtifanleg- um tryggðaböndum. — Kvaðst hann og heita því, að halda verndarskildi yfir stjórnlögum landsins, og öllu öðru, sem ísleudingum væri kært. — Að lokum kvaðst konungur vænta þess, að samvinna

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.