Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 2
ÍBO Þjóðviljinn XXI., 38.-39. islenzkra og danskra manna myndi leiða til þess, að landið ætti blessunarríka fram- tíð fyrir höndnm. Þá var sungið svo hljóðandi Konungsminni eptir Steinyr. lliorsteirsson Hvað þýða mundu þjettsett bvítu tjöldin, sem þekja i röðum fagurgænan völl? Hvað þýðir allur þessi mikli fjöldinn, er þúsundmargur fyllir svæðin öll? Er það ei fðlk og fylkir, sem hér mætast á fegins hátíð, landsins hjarta nær? Og „hátíð er til heilla bezti‘ — mun rætast og hvað hezt þá, er staður helgi ljær. Þú komst til vor of kaldgeim Ránar slóða, vor konungur! er göfga nú vor ijóð; vor Friðrik kær frá grundu Friðar-Frðða, til freralands frá vorri bræðraþjóð; og það vér vitum: þínu líkast nafni, og þeli göfgu, sem þú kyn átt til, að friðarheill þú, stillir! barst í stafniT er stefndir þú til vor um ægis hyl. Nú stöðvar kærstar hverjum Snælands syni, þar sviptign ættláðs ríkir al varleg, þér benda hírt sem hilmi lands og vini, er hingað sækja réðst um langan veg. Sjá, faðminn breiðir hnúka hringur viður og heilsar þér með stramnum bergs úr skor, er silfurfagur, sí-máll fram hjá líður með söng til ju'n, sem nú ert gestur vor. Og minna ekki mœrir þessir staðir á minnisstæðan gleðitima þann, er hér um bergláð fyrrum gekk þinn faðir, sá fylkir góði, er þjóðar hjörtun vann? „Hér gengu báðir“. — geyrr.t það áfram lifir — TJm grænvöll þings og Lögberg Isalands; þau spor ei fyrnast, gleymska grær ei yfir hin góðu sporin, — sporin þín og hans. Vor þjóð er smá og hrjóstrugt er vort hauður og harðbýlt varð oss alda stríðið kalt, en gegnum nauðir entist þó sá auður, sem ei vér létum falan fyrir alt, og þaðan kom sá hugur, þjóð sem hvetur, að hefjast handa, vel að neyta sín, með sínu vörðu að verða hvað hún getur og vaxa frjáls og yngd í skjóli þin. Svo lengi fögur fjöllin kringum standa vor fornu vé og miðstöð sögu ranns og bjarga milli blasir vatnið þanda, sem blátært speglar himin fósturlands, svo longi gróður grói af vinakynnum þess grams, er hér kom föður sínum jafn, og lifi um aldur hugkært hnýtt í minnum við heiti lands vors Friðrs átta nafn. Síra Ólafur Olafsson mælti þá fyrir mirmi Danmerkur, og svaraði varaforseti laDdsþingsins, yfirherdómari Steffensen, þeirri ræðu, og talaði fyrir minni alþingis. Kl. 3 e. h. voru sýndar glímur á dans- paili, er reistur hafði verið á völlunum. Glímumenn voru: Árni Helgason, Guðbrandur Magnússon, Guðm. Sigurjónsson, Guðm. Stefánsson, Hallgrímur Benediktsson, Jóhannes Jós- epsson, Sigurjón Pétursson og Snorri Einarsson. Af 7 glímum, er liver um sig glímdi, sína við hvero, unnu þeir Guðm. Stefáns- son og HaUgr. Benedildsson 6 glímur hvor, og Jöhunnes Jösepsson og Sigurjón Pét- ursson 5 glímur hvor; en síðan reyndu þeir með sér, er jafn margar glímur höfðu unnið, og urðu þá úrslitin þiu, að Hall- grímur BeneUildsson hlaut 1 verðlaun, Guðm. Stefánstion 2. verolaun og Jóhannes Jósepsson 3. verðlaun Konungur, og aðrir, skemmtu sér mæta vel, meðan er glímurnar fóru fram, og dáðust mjög að fimleik glímumanna. — Sérstaklega þótti mikið kveða að mjúk- leik, og glimu-iþrótt, Snorra Einarssonar frá Oddeyri; en hann er enn ungur að aldri, og hefir þvi eigi náð fullum kröpt- um. — Mælt er og, að konungur hafi sér- staklega mælzt til þess, að fá mynd af honurn. Kl. 6 e. h. var sezt að miðdegisverði i veizlusalnum. — Þar mælti landritari Kl. Jönsson fyrir minni konungs, og gat konungur þess, meðal aunars, í svari sínu, að það væri innilegasta ósk sín, að sem beztur árangur yrði af starfi millilanda- nefndarinDar, svo að báðir málsaðilar yrðu ánægðir; enda færi öll starfsemi sín í þá átt, að efla frelsi og framfarir beggja þjóð- anna, Islendinga og Dana. Fyrir minni Danmerkur mælti Guðm. landlæknir Björnsson, en dr. Valtyr Guð- j nmndsson fyrir minni ríkisþingsins og j dönsku stjórnarinnar, og lector Þórhallur ! Bjarnason fyrir minni annara gesta. Fyrir hönd ríkisþingsmanna þakkaði i A. Tliomsen, forseti fólksþÍDgsÍDS, og mælti J fyrir minni alþingis. Sira Matthías Jochumsson talaði nokk- ur orð um hreinskilni og bróðerni í við- skiptum dönsku og íslenzku þjóðarinnar, og svaraði konungur þeirri ræðu á þann hátt, að hvetja þingmenn beggja þjóðanna, til þess að vinna af einlægni, og sam- heldni, að hagsæld Danaveldis. I veizlunni var kvæði sungið fyrir minni Islands, eptir Jón Olafsson og er það svo látandi. Vort fagra land. Vort fagra land með fagurgræna dali! Vort fagra land með blómum skrýddan völl! Vort fagra land með forna hamra-sali! Vort fagra land með álfa, svipi’ og tröll! Vort feikna land með flug og klettastalla! Vort feikna land með hraun og eyðisand! Vort fagra land með frána jökulskalla! Vort fagra land með glitað eyja-band! Vort kæra land! I hverri laut og hóli á hjartað eitthvert minninganna ból. Vort kæra land! Æ, hvergi, á byggðu bóli skín börnum þínurn hlýrri lífsins sól. Vort kæra land! Hver bur þinn ervorbróðir, j því brúum allir þinnar gæfu stig. j Vort kæra land! Vor kæra bjartans."raóðir! Vort kæra land! Vér börn þín elskum þig. Prófessor Lncher, málari, mælti fyrir ; minni móttökunefndarinnar, ogrikisþings- i maðurinn P. Sveistrup, bæjarfógeti, hélt | gamansama lofræðu um íslenzku hestana. Að lokum minntist konungur íslenzka | kvennfólksins, og bað menn drekka minni ráðherrafrúarinnar, sem þar var viðstödd. SeinDÍ hluta dags var dansað á dans- pallinum, þar sem glímurnar höfðu áður fram farið, og kom konungur þangað snöggvast, og tók þátt í dansinum. Kl. 10 e. h. voru flugeldar sýndir. Alls mun hafa verið yfir hundrað tjöld á Þingvöllum, og var tjald Good-templ- ara lang stærst, og veglegast. — Ekki urðum vér þess varir, að íslenzkir fánar blöktu þar, nema á tveim tjöldum. Síðara hluta dagsins hafði veðrið batn- að, og skemmtu menn sér þvi betur, en ella myndi. IX. Förin til Geysis*. Að morgni 3. ág. kl. 8—9 f. h. var_ lagt af stað frá Þingvöllum til Geysis, og komið á Laugarvatnsvelli kl. 108/4 f. h., og matast þar í stóru tjaldi, og þess um leið minnzt, að þann dag var afmæli Hálconar Noregskonungs. — Konungur skoðaði Laugarvatnshelli, og dáðust menn yfirleitt að náttúrufegurðinni i Laugar- dalnum. Kl. 6^/j e. h. komu menn að Geysi,. og bjó konungur þar í sérstöku húsi, ern ríkisþingsmenn, útl. blaðamenn og nokkr- ir af alþingismönnunum í skála, er reist- ur hafði verið; aðrir bjuggu í tjöldum, og matast var í stóru tjaldi, eem reist var- á flötinni hjá Geysi. X. Við Geysi og hjá Gullfossi. Kl. 10. f. h. 4. ágúst sýndi Geysir dýrð sina, og gaus í glaða sólskini, og^ fannst mönnum mikið um. Kl. 11 f. h. snæddu menn morgun-- verð og flutti prófessor Þorv. Ihoroddsen þá hálf-tíma fyrirlestur um jarðfræði ís- lands, og er sá fyrirlestur nú kominn á prent. Meðal annars fór hann að lokum nokkrum orðum um framtíðarhorfur lands- ins, og gat þess, að á 12. öld væri talið, að ibúar landsins hefðu verið 100 þús., og að þá hefði ibúatalan í Noregi verið 2B0 þús., í SvíÞjóð 300 þús. og í Dan- mörku B00 þús., og eptir sama hlutfalli milii íbúatölu landanria, ættu íbúar Íg- lands nú að vera 1 millj., og taldi hann engan efa á því, að landið myndi ein- hvero tíma í framtíðinni framfleyta þeim fólksfjölda. — KonuDgur þakkaði fyrir fyrirlesturinn, og kvaðst óska þess af al- huga, að vonirnar um bjarta framtíð lands- ins rættust, og að arður af fiskiveiðum meðfram ströndum landsins, sem nú væri mjög í höndum erlendra þjóða, rynni til íslendinga og Dana. Kl. l^1/^ var lagt af stað til Gullfoss, og fannst mönnum mjög til um feaurð' hans — Kl. B e. h. komu menn svo apt— ur að Geysi. Meðan er setið var að miðdegisverði, mætli Lárus Bjarnason fyrir minni koDungs, B. M. Olsen fyrir minni gestanna, La Cour fyrir minni drottningar, Jensen-Sönderup fyrir alþingi, og Brumsen fyrir minni ís— landsráðherrans. — Forsætisráðherra Dana mælti og fyrir franitið íslands, og kon- ungur fyrir minni tónskáldsins Sveinbjörns: Sveinbjörnssonar. XI. Frá Geysi að Þjórsárbrú. Að morgni 5. ág. kl. 7'/g f. h. var haldið af stað frá Geysi að Þjórsárbrú, og lá leiðin ytir brú á Tungufljóti, og: yfir Hvítárbrúna, og síðan ofan Ytrihreppr og er þaðan fegursta útsýni til Langjök- uls, Heklu og Eyjafjallajökuls. *; Það, sem segir um förina frá Þingvöllum til Geysis, og þaðan til Reykjavíkur, er byggt á skýrslu cand. mag. Guðm. Finnbogasonar, er var einn í förinni, sem fulltrúi blaðamannafé- lagsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.