Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 5
XXI. 38.-39. ÞjóðviljikSí. 153 ekti rétt, þar sem allt væri í óvi9su um það, hver árangurinn af starfi hennar yrði, og hvort og hvenær danska og íslenzka löggjafarvaldið kæmi sór saman um sam- bandslögin. Að öðru leyti fór hann nokkrum orð- um um aðrar tillögur frumvarpsins, er getið var i 34. nr. blaðs þessa. i* Bcncdíkt ||rcndal. Eins og stuttlega var getið um í sið- asta nr. blaðs vors, andaðist þjóðskáldið Benedikt Gröndal í Reykjavfk aðfaranótt- ina þjóðhátíðardagsins 2. ág. þ. á. Rann var fæddur á Bessastöðum 6. okt. 1826, og voru foreldrar hans: dr. Svein- björn Egilsson skólameistari (f 1852), og kona hans Helga Benediktsdbttir, dóttir Gröndah, yfirdómara. — Ben. Grröndal nam skólalærdóm að Bessastöðum, og varð sérstaklega mjög ’Vel að sér í islenzku, enda var faðir hans, dr. Svbj. Egilsson, manna bezt að sér í íslenzkri tungu. — Benedikt varð stúdent frá Bessastaðaskóla, tæplega tvítugur, og dvaldi síðan 4 ár í. Kaupmannahöfn við nám, en kom aptur til Reykjavíkur árið 1850, dvaldi þá sjö ár hór á landi, en fór siðan aptur til útlanda, og hafði ýms ritstörf á hendi, og tók meistarapróf í norrænu. — Dvaldi hann erlendis, unz hann varð kennari við lærða skólann í Reykjavík árið 1874, og gegndi hann kennaraembættinu, unz hann fékk lausn f'rá embætti árið 1882; en eptir það naut hann 800 kr. eptirlauna, og fékk einnig árlega 800 kr. til vísindalegra starfa. Árið 1871 kvæntist hann Ingigerði lómasdbttur Zoega (f 1881), og er einka- dóttir þeirra, Helga, gipt Þórði lækni Edílonssyni i Hafnarfirði. — Ben. Grön- dal unni mjög konu sinni, og harmaði hana því mjög. Benedikt sálugi Gröndal var einkar fjölhæfur, og lærður maður. — Hann var eigi að eins mjög lærður málfræðingur, heldur var hann og vel að sér í náttúru- vísindum o. fl. — Meðan hann var kenn- ari við iærða skólann, kenndi hann eink- um náttúrufræði og landafræði, og reit kennslubækur í þeim námsgreinum, og sýndi að því leyti meiri ötulleik, en ýms- ir af kennurum skólans, fyr og síðar. Að því er snertir ritstörf Gröndals má geta þess, að hann lauk við þýðingu föð- ur síns á Odysseifsdrápu, og sneri Ilíons- kviðu Hómers á Islenzku í ijóðum. — Síðustu árin, sem hann dvaldi í Kaup- mannahöfn, gaf hann út tímaritið Gefn, sem ræddi stjórnmál o. fl. — I annála norræna fornfræðafólagsins í Kaupmanna- höfn ritaði hann og ýinsar greinar um fornfræðileg efni, og nokkrar ritgjörðir í Tímarit bókmenntafólagsins, ault fjölda margra greina í íslenzk blöð. — A seinni árum æfinnar, safnaði hann all-miklu til Þjóðmenningarsögu Norðurlanda, og er það handritasafn nú eign landsins. Sem skáld mun Ben. Gröndals lengi minnzt hjá þjóð vorri, ekki sizt sem höf- undar Heljarslóðarorustu; en þar sem „Þjóðv.u minntist ljóðasafns hans all- ýtarlega, er kvæðabókin kom út, hirðum j vér eigi, að fara frekar út í þær sakir. — Minna má og á Orvaroddsdrápu, sögti Þórðar Geirraundarsonar, og Göngu-Hrólfs- rímur, enda var Gröndal starfsmaður mik- ill, og naut all-góðrar heilsu meginpart æfinnar, en var þó, sem von var, orðinn all-eilihrumur siðustu árin. Alkunnugt er, hver listamaður Gröndal var í höndunum, og skrautritaði hann því opt ýmislegt, er mikið skildi við hafa, og var einnig mjög sýnt urn að mála, og liggur í þeirri grein, meðal annais, eptir hann safn af íslenzkum dýrum, sein verður eign landsins. — Náttúrugripasafn landsins á honum og mjög mikið að þakka. Gröndal var eigi fríður sínum, en and- litið mjög einkennilegt, og svipmikið. — Hann var fremur lágur vexti, og grannur, hvatlegur á fæti, og hólt sálarkröptum sÍDUin nokkurn veginn óskertum til æfi- loka. Sem kennari við lærða skólann var Gröndal almennt mjög mikils virtur af lærisveinum sínum, og söknuðu hans því margir, er hann fór frá skólanum. - Hann var maður blátt áfram, en gat virzt þurr á manninn við ókunnuga. — Yið þá, som hann þekkti var hann á hinn bóginn hinn glaðlegasti, og skemmtinn í viðræðum. Æfis&ga Ben. Gröndals er til eptir hann, óprentuð, og má telja vÍ9t, að mörg- um ,þyki gaman að kynnast henni. I ritinu: „Benedikt Gröndal áttræður“, sem gefið var út i fyrra, er æfiatriða Grön- dals minnzt að ýmsu leyti mjög ýtarlega, svo að óþarft er, að lýsa þeim iíér frekar. 66 og kom hingað opt; en það var að eins um hríð og að öðru leyti þekki eg hann lítið, svo að mér þykirósenni- legt, að hann hafi sagt, að við værum vel kunnug.“ „Jeg þori heldur eigi að staðhæfa, að jeg hafi það orðrétt eptir, sem hann sagði“, svaraði frú Fenton hlæj- andi. ,,En rétt held eg, að eg fari með að öðru levti.— Mér þykir annars leitt, að svo virðist, sem yður geðjist ekki vel að honum, því að mér þykir afar-vænt um haDD. — Hann er svo góður, einlægur og óeigingjarn roaður, og honum er ekkerl illa við mig, þó að það sé mér að kenna, að hann varð af arfinum. — Hann hefir þvert á móti sýnt mér kurteisi, og greiðvikni, hvsð eptir annað“. Susie svaraði stuttaralega, að henni þætti vænt um að heyra það, og varð þá ebki meira úr samræðum þeirra, með þvi að herrarnir kornu nú inn í salinn, og hershöfð- ingjafrúin spurði frú Fenton, hvort hún vildi gjöra sér, og gestunum, þá afar-miklu ánægju, að fara með nokk- ur kvæði. Frú Fenton tjáði sig fúsa til þess, en sagðist þó eigi hafa verið við því búin. Hún settist nú við hljóðfærið, leit brosandi til herr- .anna, sem næstir stóðu, og raæltist til þess, að beir væru henni til aðstoðar, og skipuðust því nokkrir þeirra i hálf- hring að baki hennar. Enda þótt Laura hefði eigi sterka rodd, var röddin þó óvanalega hljómfögur, og framburðurinn einkar hríf- andi. Friðrik settist á auðan stól, næst Susie, og var, eigi siður en aðrir, mjög hrifinn af söng frænku sinnar. „Hún syngur yndislega14, mælti hann við Susie. „Já, hún hefir fagra rödd, og beitir henni' velu, 59 Hún gretti sig ögn. „Ekki vil eg nú beinlínis stað- hæfa það“, mælti hún; „en það er þó það, sem það er, því að bæði er mór það nýtt, og svo þykir mér gaman að því, að t.ala við þessar greifa- og hertogafrúr, setn jafn- ingja mina. — Að öðru leyti tel eg mig það engu skipta, hvort vinir mínir eru aðal-bornir, eða eigi, og þér eruð eini sanni vinurinn minn, Friðriku. Þetta hafði eigi lítil áhrif á Friðrik, svo að þegar hann hitti hr. Breffit næst, talaði hann svo innilega um frænku sína, að hr. Breffit var dyllað. „Sjáum til, hvort þau verða ekki hjón, séu þau látin eiga sigu, mælti hr. Breffit við James le Breton. James le Breton yppti öxlum, og kvaðst fegin vilja, að sú yrði raunin á. A hinn))bóginn var svo að sjá, sem frú Fenton væri ekkert íjær skapi, en að giptast frænda sínurn, því að hún hvatti hann mjög á það, að tjá Susie ást sina, enda þótt frú Fenton hefði enn eigi gefist kostur á, að kynn- ast henni. En þá vildi svo til kvöld eitt, er Friðrik og Laura voru í leikhúsinu, að fjórar manneskjur komu inn í stúk- una, sem þau sátu í. Það var Moore, hershöfðingi, frú hans, Susie, og síð- ast, en ekki sízt Claughton, kapteinn, sem all-optast fylgdi þeim, eins og skugginn fylgir manninum, og gramdist Friðriki það talsvert. Þau heilsuðu Friðriki öll vingjarnlega, og horfðu forvitnislega á stúlkuna, sem hjá honum sat, nems Claugh- ton, kapteinn, sem öðrum blöðum virtist hafa u fletta. Friðrik kynnti þegar frænku sína fyrir hinum, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.