Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 6
154 Þjóbviljinjn XXI 38.-39. Benedikt Gröndal var á fótum síðasta daginn, sem hann lifði, en aðfaranóttina 2. ágúst, litlu eptir miðnætti, fékk hann blóðspýju, og andaðist rétt á eptir. Jarðarför Ben. sál. Gröndal fór fram 14. ág. — Þinghlé var gjört, meðan á útförinni stóð, og fylgdu því alþingis- inenn, og margt annara manna. — Cand. theol. HaraJdur Níelsson hélt húskveðju á heimili hins látna, en dómkirkjuprest- urinn, síra Jöhann Þorlce\sson, flutti ræðu í kirkjunni. — Við gröfina sungu stúdent- ar minningarljóð, eptir Þorstein ErUngs- son, sem prentað er í þessu nr. blaðs vors. Ben. heitinn Gröndal var íslenzkur í anda, og á þjóð vor mjög mikilhæfum gáfu- og fróðleiksmanni á bak að sjá, þar sem hann er fallinn frá. Náðun. 7. ág. náðaði Friðrik konungur stúlkuda Jónw Ágústu Jt'msdóttur úr Barðastrandasýslu, setn hafði íyrirfarið barni sínu, og sat í hegningarhúsinu í Reykjavík. — Jafnframt gaf konungur henni 100 kr. til heimferðar. Sektaðir botnverpingar. Tveir enskir hotnverpingar frá Hull, „John Sherburn“ og „G-oodhopn“. er voru að veiðum í landhelgi undir Jökli, voru nýlega sektaðir í Hafnarfirði um 1000 kr. hvor, og afli og veiðar. færi gert upptækt. „Beskytteren“. danska varðskipið við Bæreyjar, sem hér hefir verið um hrið við mælingar, náði i þá, og fór með þá til Stykldshólms, en hrá sér síðan með þá tii Hafnarfjarðnr, með því að sýslumaðurinn í Stykkishólmi var fjarverandí. Mislingar i Reykjavík. 30. júlí kom unglingsstúlka vestan úr Stykkis- hólrai, og lagðist í mislingum, er hún var kom- in til Reykiavíkur. — Heimili stúlkunni, nr. Sí Bröttugötu, hefir verið sóttkvíað, og þangað hafa verið flutt 4 börn af öðrum heimiium, sem stúlkan hafði hatt samgöngur við. — En með því að stúlkan hafði verið á fótum tvo fyrstu dagana, er veikin var i henni, 8. og 9. ág., og var þá fjöldi aðkomumanna í Reykjavík, eru menn hræddir um, að veikin kunni að hafa breiðzt út. SlátriiDarhús á Akureyri. Slátrunarhús, 30X12 áln. að stærð, reisir „Kaup- félag Eyfirðinga11 í sumar í Akureyrarkaupstað. Þjórsárbrúar-sýningin. Fyrir smér á Þjórsárbrúar-sýningunni veitt þessi verðiaun: 20 kr. hvor hlutu: Guðbj'órg Jönsdóttir á Hofsá og Margrét Sigurðardóttir i Arnarbæli. 15 kr. hver hlutu: Þörbjnrg Sveinsdóltir á Hjalla Guðrún Jónsdóttir í Birtingaholti, Anna Kr. Sig- urðardottir á Yxnalœk og Elísabet Guðmundsson á Rauðalæk. 10 kr. verðlaun hver blutu: Guðbj'órg Jóns- dóttir, Hofsá, Guðrún Gísladóttir, Fossvallalæk, Herborg Þorvarðardóttir, Hróarslæk, Lilja Gísla- dóttir, Kálfá, Herborg Þórarinsdóttir, Hróarslæk og Ingunn Stefánsdóttir, Rangá. Um smjörið dæmdu: II. Grönfeldt, Sig. ráða- nautur Sigurðsson og Herborg Þórarinsdóttir. „Frjálst sambandsland" rit hr. Einars Hjörleifssonar hefir nýlega verið þýtt á dönsku, og hefir dr. Jón Stefánsson annazt þýðinguna. — Ritlingurinn er gefinn út á kostn- að Gyldendals hókaverzlunar. gregnir frd alþingi. VI. Fjárbienir til alþingis. í 35. nr. blaðsins var getið nokkurra fjárbæna frá einstökum mönnum, er alþingi hafa horizt, og skal hér nú getið þeirra, er vér áttum þá ó- getið: 33. Hólmgeir Jensson í Onundarfirði sækir um styrk til dýralækninga. 34. —37. Sótt um 3500 kr. st.yrk til byggingar sjúlcraskýlis á Bl'ónduósi, um 3000 kr. til sjúkrahússbyggingar á Eskifirði, um allt að 2000 kr., til að grynna á skuldum sjúkraskýlisins á Brekku i Fljótsdalshéraði og um 3500 kr. til byggingar sjúkraskýl- is í Hornafjarðarhéraði. 38. Stórstúka íslandi sækir um 8000 kr. fvrra ár- ið, en um 1600 kr, síðara árið. 39. Ingvar E. ísdál á Seyðisfirði sækir um 12000 kr. lán, til að endurreisa trésmíðaverksmiðju, sem brann síðastl. vetur. \ 40. Benedikt Jónasson sækir- um styrk, til að ljúka námi í húsagjörðarfræði. 41. Erindi frá amtmanni J. Havsteen þess efnis, að þau ár, sem hann var settur amtmaður vfir Norður- og Austuramtinu, verði talin með við útreikning og ákvörðun eptirlauna hans, svo sem þau væru regluleg embættis ár. 42. Páll Halldórsson, forstöðumaður stýrímanna- skólans, sækir um 900 kr. styrk, til þess að kaupa, cg koma fyrir, hengiklukku til afnota við fyrirhugaðar jarðskjálftaathuganir. 43. Bindindisfélagið „Tilraun11 á Blönduósi sækir um 1500 kr. til barnaskólahússbyggingar. 44. Bindindissaiueining Norðurlands sækir um 1000 kr. styrk. 45. Sótt um 12000 kr. til áframhaldanöi umbóta á Stokkseyrarhöfn. 46. Cand. mag. Helgi Jönsson sækir um 5000 kr., til að koma upp tilraunastöð til mýraræktun- ar, og um 3000 árlega, til þess að reka hana. 47. Sótt um styrk til bryggju á Blönduósi, 3/a af áætluðum kostnaði. eða um 19,400 kr. 48. Asgeir Torfason, forstöðumaður efnarannsókn- arstofnunarinr.ar, sækirum,að þóknun hansfyr- ir kennslu í efnafræði verði hækkuð upp i 600 kr. Löggilding verzlunarstaðar í Hnífsdal. Frv. um löggildingu verzlunarstaðar í Hnífs- dal hefir eskúli Thoroddsen borið frnm í neðri deild, samkvæmt ósk ýmsra búanda þar. Þurrabúðarmcnn og lausainenn. Nefnd. til að íhuga það mál, var kosinineðri deild 14. ág.: Júh. L>lafsson, Pétur Jóusson og Sk. Thoroddsen. 60 hoyrði hann hershöfðingjafrúna þá geta þess, að hana hefði lengi langað til þess, að kynnast Lanru. .Lafði Claraborough hefir sagt mér, að þér syngið svo dæraalaust velu, mælti hún. Laura svaraði að eins því, að hún hefði yridi af söng og hljóðfæraslætti, og gat Friðrik eigi annað, ™ dáðst að því, hve hygginda- og kurteislega henni fórust, orð. Friðrik vék nú máli sínu að Susie, sem svaraði hon- um afar-stuttaralega, en virtist á hinn bóginn niiklu upp- rifnari við Claughton, kaptein. — En ekki heyrði Frið- rik um hvað þau töluðu, því að þau hvisluðust á, og hætti Friðrik því vonum bráðar, að yrða minnstu vitund á Susie. Þogar Friðrik ók burt úr leikhúsrnu, og sat hjá Lauru í vagninum, mælti hann við hana: -Jeg liefi ver- ið mesti heimskingi, Laurau. „Ekki er það ómögulegt“, svaraði hún hlægjandi. „En hvernig dettur yður það í hug núna?u „Jeg hygg, að það hafi verið barnaskapur af mér, að láta mér detta i hug, að Susie þætti vænt um mig. — Hún hefir ekki augun á öðru en Claughton“. Frú Fenton greip í höndina á Friðrik, og mælti mjög lágt: „Yeslings drenguru. „Jeg verð tuttugu og átta ára á næsta fæðingardegi rmnum, og get því naumast kadast drengur lengur“, svar- aði Friðrik, all-gramur. „Svo er nú það“, svaraði Laura. „Að minnsta kosti eruð þér kominn á þann aldur, að þér ættuð ekki að fást um, þó að jeg kalli yður dreng, þar sem þér eruð enn mjög baraalegur að eðlisfari. — Hvortjungfrú Moore lízt 65 Að lokum fór haun að minDast eitthvað á leikrit'ð sitt, en Susie gaf mjög lítið út á það. og virtist yfirleitt vera mjög utan við sig, og ímyndaði Friðrik sér. að það stafaði af þvi, að Claughton kom ekki. Hann gjörðist því brátt sjálfur all-þöguil. Frænka Friðriks lék á als oddi, og gætti þess því síður, þó að sumir væru þegjandalegir. Hershöfðinginn, sem leitt hafði frú Fenton til borðs ætlaði opt alveg að veltast um i hlátri, er hnn sagði hitt og þetta til gamans. Þegar staðið var upp frá borðum, og herrarnir/voru seztir i herbergi sér, og t'arnir að kveikja í vindlum, eða vindlingum, gekk lofið um frú Fenton fjöllurmm hærra, og allir voru á einu máli um það, að skernmtilegri og yndislegri stúlka, en frú Fenton, væri ekki auðfuodin. Júngfrú Moore var á hinn bóginn mjög stutt í spuna, er frú Fenton vók sér að henni, og tnunaði minnstu, að hún sýndi henni blátt áfram ókurteisi. Frú Fenton leiddi talið að Friðrik, og lofaði baon mjög. Jungfrú Moore þagði þá fyrst um hrið, og sagði loks, er hún komst ekki undan þvi, að svara, að Friðrik væri talinn almeonilegasti maður, en á það atriði gæti hún engaa dóm lagt, þar sem hún væri honu-n of ókunnug til þess. Frú Fenton rak upp stór augu. „Jeg hugði þó að þið þekktust svo einstaklegi velu mælti hún. „A hverju byggið þér þá skoðun yðar?u „A. orðum Friðriks sjálfs“. „Fyrir nokkrum mánuðum“, svaraði Susie „lékum við sjónleik hérna, og var Friðrik okkur þá til að«toðar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.