Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 7
XXI., 38—39. þjobviljinn. 156 Aukning hlutafjár fslandsbnuka. Nefnd kosin i neðri deild 14. ág\: Jón í Múla, Lár. Bj., Ól Briem, Stefán konnan og Tr. Gunn- arfison. : _______ I Brunamál. Nefndin, sem íjallaði um frv. um stofnun inn- lends brunabótafélagrs, hetir í neðri deild borið fram frv. um brunamál. — Þar eru ákvæði um millibil milli nýrra húsa, og um eldvarnarveggi, um ofna, og eldavélar, sem eptirleiðis verða sett upp, um reykháfa, meðferð á eldi, ljósum o. fl:, um slökkviáhöld, slökkvilið og eldsvoða o. fl. Læknaskipunin. Tillaga þm. Vestur-ísfirðinga, Jóhannesar Ól- afssonar, um tvö læknahéruð í Vestur-ísafjarðar- sýslu, var felld í neðri deild, með 13 atkv. gegn 5. Tillaga þm. Norður-ísfirðinga (Sk. Th.,) þess efnis, að Nauteyrarhérað sé sérstakt læanishér- að, var og felld í neðri deild með 16 atkv. gegn 7. — Taldi lnndlæknir héraðsbúa ver farna, ef héraðið væri sérstakt læknis'uérað, en ef þeir ættu tilkall til héraðslæknis á ísafirði, eða að- stoðarlæknis hans. — Taldi hann engar líkur til þess, að nokkur læknir fengizt til Nauteyrarhér- aðs, sakir þess hve fámennt það væri, og því ó- lífvænlegt fyrir lækni. Liigregluaðstoðarmannssýslan í Reykjavik. Nefndin í málinu um breytingu á bæjarstjórn- artilskipun Reykjavíkur lcggur það til, að ráð- herra skipi lögreglu-aðstoðarmann i" Reykjavík, og fái hann 1400 kr. árslaun úr landssjóði. — Á hinn bóginn gerir frv. ráð fyrir, að^ritfé það, sem bæjarfógetaembættinu nú er veitt, að upp- hæð 1400 kr. falli niður, er bæjarfógetaembætt- ið losnar. Ætlast er til, að lögin öðlist gildi 1. júlí 1908. Yatnsveita og vatnsskattur i Reykjavik. Þingmenn Reykvíkinga bera fram frv. þess efnis, að heimila bæjarstjórn Reykjavíkur, að taka lögnámi, til afnota fyrir vatnsveitu, vatnsupp- sprettur: vatnsb'ndir, og brunna, í umdæmi kaup- staðarins, sem og land og lóð, og afnot lands, sem nauðsynlegt er tii vatnsæðalagningar, og annara mannvirkja, sem vatnsveitan heimtar, svo og grjót, möl og torf, allt gegn endurgjaldi eptir mati tveggja dómkvaddra óvilhallra manna. Sami réttur veitist og bæjarstjórninni í landi nágrannajarðanna. Vatnsskatt má leggja á húseignir í kaupstaðn- um, er þó sé eigi hærri, en fimm af þúsundi af brunabótavirðingu eignanna. Landsbankinn. — Bankaskuldabréf. Tr. Gunnarsson og Þórh. Bjarnarson bera í neðri deild fram frv. þess efnis, að heimila Lands- bankanum, að gefa út, og selja, bankaskuldabréf, allt að tveim millj. króna, og greiðist af þeim 4'iVVo í ársvexti. Skuldabréfin eiga að hljóða upp á 100 kr., 1000 kr. og 10,000 kr., og skal ‘/20 bankaskulda- bréfanna innleystur árlega. LSggilding verzlunarstaðar. Auff. Flygenring ber fram frv. i*efri deild um löggilding verzlunarstaðar vjð eystri enda Við- eyjar, móti Gufunesi. Prentsmiðjulögin lrá 4. des. 1886. í efri deild ber Jón Jakóbsson fram frv. um nokkrar breytingar á skyldu þeirri, er á prent- smiðjum hvílir, að þvi er eintök til bókasafna snertir. Skipting Húnavatnssýslu í£tvö sýslufélög. Frv. þess efnis er borið upp í efri deild af Jöni Jakobss. og Þórarni Jönssyni. — Annað sýslufélag heitir Austur-Húnavatnssýlsa, og nær yfir þessa hreppa: Vindhælis-, Engihlíðar- Bólstaðahlíðar-, Svínavatns-, Torfalækjar-, Sveins- staða- og Ás-hreppa. Hitt sýslufélagið heitir Vestur-Húnavatns- sýsla og eru i því: Staðarhreppui-, Fremri- Toríastaðahreppur,Ytri-TorfastaðahreppurKirkju- staðahreppur, Þverárhr. og Þorkelshólshreppur" Þjöðjarðarsala. Berm.[Jónasson‘her frarn frv. um sölu þjóðjarðar- innar Árbakka í Húnavatnssýslu fyrir 2200 kr. „Eldhúsdugurinn.“ Framhald 1. umræðu um fjárlögin var íneðri deild 12. ágúst, og var þar drepið á ýmislegt, sem athugavert þótti i fari stjórnarinnar, síðan síðasta alþingi var háð. Þátt í umræðunum tóku: Skú'.i Thoroddsen. Pétur Jónsson, síra Ól. Ola/ssou, Stefán kcnnari Stefánsson, síra h.ggeit Pálsson, og af hálfu stjórnarinnar Kl. landritari Jónsson, i fjarveru ráðherrans. „ísafold'* þykir „nauðalítið matarbragð" hafa að verið, en ekki skiptir það einatt mestu, að nota „stóru orðin“, og ógetið lætur ,,ísafold“ þess, hvers henni þótti vangetið. Bessastaðir 21. ágúst 1907. Sömu þurrviðrin, og sólskinið, daglega, sem að undan förnu. Mjög örðugt, að slá, þar sem ekki eru mýr- ar, eða því votlendara. „Oceana“, þýzkt ferðamannaskip, sama skip- ið, sem kom hér fyr í sumar, kom hingað aptur 13. þ. m., ogjmeð því yfir fjögur hundruð skemmti- ferðamanna. — Meðal farþegjanna var ungfrú Lehmann Filhes í Berlín. — Hún hefir snúið nokkrum íslenzkum ritum á þýzka tungu, og tal- ar íslenzku furðanleea vel. Að ráðstöfun Thomsen’s konsúls voru haldnar kappreiðar á Sfeildinganesmelum, og jsamsöngur um kvöldið úti á skipinu. Aðfaranóttina 14. ág. lagði skipið af stað tél Noregs. Gufuskipið „SterJing11 fór fik Reykjavík 10. þ. m., umhverfis land. — Með skipinu fórfjöldi farþegja til útlanda, þar á meðal stórkaupmaður Thor ,E. Tulinius, frú hans, og tvö börn þeirra, sira Árni Þorsteinsson irá Kálfatjörn, cand. mag. Guðm. Finnbogason, kennari Karl Finnbogason, stúdentarnir: BogiBrynjólfsson,GeirZoega,Georg Ölafsson, Guðm Olafsson, Gunnar Egilson, 01. Pétursson og Pétur Halldósson. — Enn fremur jungfrúrnar BergljótLárusdóttirogLovisaÁgústs- ! dóttir, ljósmyndari Pétur Brynjólfsson, Olafur Sigurðsson (frá Kaldaðarnesi), um 20 útlendir j ferðamenn o. fl. f Jón Vídalín, konsúll andaðist í gær eptir stutta Jegu. 64 Friðrik hrissti höluðið. „Jeg sé kapteininu sjaldan“, mælti hann. „Hvaða raissi hefir hann orðið fyrir? Hefir hann misst vasa-úrið sitt, hjartað sitt, eða annað, sem mik- il eptirsjá er að?-1 Hershöfðingjafrúin hló. .Ekki netiia eldri bróður sinnu, mælt.i hún. „Ekki nema?u „Stóreflis ógæfa getur það nú naumast talizt, þó að hann kveddi heiminnu, mælti herhöfðingjafrúin. „Hann hefir haft hjartasjúkdóm, og þjáðsfc mikið siðustu mánuð- ina. Að líkindum hefir kapteinninn farið, til aðveravið útförina. Hetta gerir mikla breytingu á kjörum hans, en þó vil eg vona, að vér missum hann eigi úr hernum, því að ekki get eg hugsað mér neitt voðalegra, en að vita mann vera án fastrar lífsstöðu, eða atvinnu íheiminumu. Friðrik þóttist skiija hvert stefndi. Claughton var orðinn stóreignamaður, og hershöfð- ingjafrúin vildi því ótrautt láta Friðrik skilja, að það væri eigi íyrir hann, að vera að renna huganum til Susie. Hvort Susie væri siálf sömu skoðunar, sem stjúpa hennar, gerði hann sér von um, »ð hann fengi að vita þá um kvöldið. Sú von hans. að fá að leiða Susie til borðs, rættist þó ekki, því að hún átti að sitja hjá Claughton, en vatð nú að ganga ein inn í borðstofuna þar Claughton var enn ókominn. Sjálfur sat Friðrik hjá gamalli jungfrú, og þó að Susie sseti til vinstri handar honum, varð bann að stjana svo raikið við gömlu jungfrúna, að hann gat naumast yrt neitt á Susie, enda var hún rnjög stutt í spuna, ef hann ympraði á einhverju við hana. 61 vel á yður, veit eg ekki, en hrædd er eg um, að hana langi eigi tnjög til þess, að giptast eignalausum manniu. Enda þótt þessi hugsun hefði aptur og aptur vakn- að í huga Friðriks allt kvöldið, féll hooum þó eigi vel það, sem Laura sagði, og rr.ælti þvi: „Þér þekkið Susie Á/oore of litið til þess, að geta fellt dóm í hennar sök. — Mér virðist alls ekki ósennilegt, að hún sé hrifin af Claughton, kapteini“. -Alls ekki ósennilegt!u svaraði frú Fenton, fremur háðslega. .Fyrirgefið mér að jeg er ekki blind, góði Friðrik. ímyndið þér yður, að mér hafi dulizt, að hún sneri bak- inu að yður, og lézt ekki sjá yður? Það var auðsætt, að hún ætlaði að særa yður. — En hugsanlegt er það, að mér hafi skjátlazt, og megið þér þvi eiei reiðast mér Friðrik, þvi að ekki vil eg styggja yður. — En þó að jeg svni yður einlægni, hafið þór enga ástæðu, til þess að reiðast mér fyrir þaðu. „Afsakið ókurteisi mína-, svaraði Friðrik. „Jeg veit, að þer ætluðuð eigi að moðga mig, og einlægni vil eg gjarna, að þér sýnið mór. — En þó hygg eg, að þér þokkið Susie minna, en svo, að þór getið dæmt hennar söku. „Vera má, að eg kynnist henni beturu, svaraði Laura hlæandi. „Frú Moore var mjög vinaleg við mig, og mæltist til þess, að eg heimsækti hana. — En þótti yður eg eigi kunna að bera mig, þegar eg var að tala við frú Moore?u „Já, vissulegau, sagði Friðrik. „En jeg var reycd- ar hálf forviða á þvi, að-------u „For"iða? Hvaða ástæða var til þese? Hefi eg

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.