Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.08.1907, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.08.1907, Síða 2
158 Þjcð vii j:nn XXI. 40. landi, og kvöddu alþingismenn þá á bryggj- unni, og mannfjöldinn hrópaði húrra; en söngflokkur, sem á bryggjunni var, söng aptur og aptur þjóðsöng Dana: „Der er et yndigt Land“. — Kl. 8'/2 e. h. var dansskenjmtun á konungsskipinu „Birma“. — Þar voru alþingismenn, rikisþingsmenn, bæjarstjórn Keykjavikur, og fleiri bæjarbúar. Snæddu menn þar kvöldverð, og síðan var dansað á þiljum uppi, og tók kon- ungur þátt í dansinum. Kl. 11 e. h. var flugeldum skotið af herskipunum, og fleiri skipum, og var það fögur sjón. Thomsens-verzlun lét og skjóta flugeldum í landi. Um miðnætti fóru boðsgestir frá kon- ungsskipinu, og aðfaranóttina 10. ág. lagði konungsskipið, ásamt „Atlanta“, og her- skipunum af stað til Isafjarðar. f . Konsúll Jön Vídalín. Eins og getið var um í síðasta nr. „Þjóðv., andaðist brezkur konsúll Jon Friðrik Vídalín í Keykjavík 20. ág. þ. á., um kl. 10 f. h., tæplega fimmtugur, fædd- ur að Víðidalstungu 6. sept. 1857. — Hann hafði verið veikur um hríð, og lengi far- inn að heilsu. — Hann dó í svefni, og var banameinið hjartaslag. Foreldrar Jóns sáluga Vídalin’s voru: Páll stúdent Vídalín í Víðidalstungu (f 1878) er var alþm. HúnvetDÍnga, og kona hans Elinborg Friðriksdóttir, Eggertssonar prests. — Hún giptist síðar síra Benedikt alþm. Kristjánssyni, og lifir nú, sem ekkja. — Jón ólst upp í Víðidalstungu, unz hann varð verzlunarmaður á tíorðeyri 1874. — Þar var hann rúmt ár, og sigldi um haustið 1875 til Kaupmannahafnar, og gekk þar á verzlunarskóla. — Sumarið 1876 varð hann bókhaldari við verzlun Gránufélagsins á Haufarhöfn, og nokkrum árum síðar byrjaði hann verzlun í Eeykja- vík, ásamt frænda sinum Páli Eggerz. — En félagsverzlun þeirra frænda varð ekki langæ, og urðu þeir gjaldþrota, en mælt er, að Jón Vidalín hafi þó síðar borgað sinn hluta skuldanna að fullu. Eptir það, er Jón Vídalín hætti verzl- nn var hann um tíma í Múla í Suður- Þingeyjarsýslu, hjá móður sinni og stjúp- föður, uriz hann varð umboðsmaður „Kaup- félags Þingeyinga“, og komst í félag við Zöllner í Neweastle árið 1887, og varð fulltrúi hans hér á landi, og síðar verzl- unarfélagi hans. — Var það dugnaði hans að þakka, hve mjög kaupfélögum fjölgaði hér á landi. — En árið 1900 slitu þeir Zöllner og Vídalín félagsskap sínum, og var Jón Vídalín síðan lítt, eður eigi, við verzlun riðÍDn. Árið 1895 var hann af neðri deild alþingis kjörinn gæzlustjóri landssjóðs- eimskipaferðanna, og brezkur konsúll varð hann 1898, og gegndi þeirri sýslan til dánardægurs. Meðan er félagsskapur Zöllner’s og i Vidalin’s stóð, mátti Jón Vídalín sín mjög mikils hér á landi, sem kunnugt er, og hélt hann sig mjög ríkmannlega á þeim árum. Arið 1890 kvæntist Jón Vídalín, og gekk að eiga Hélgu, dóttir J. P. 7. Bryde's, etazráðs í Kaupmannahöfn, og skildu þau síðastl. vetur. Hann var riddari af dannebrog. Jón Vídalín hafði safnað all-miklu af merkum forngripum, og gaf hann laDdinu safn þetta nokkru fyrir dauða sinn. — Höfum vér heyrt gizkað á, að safn þetta muni vera allt að 20 þús. króna virði, og var þetta þvi drengilegar gjört, sem efni hans voru mjög til þurðar geng- in, í samanburði við það, sem áður hafði verið, er vegur hans stóð i blóma. • Jcni Vídalín var margt vel gefið, og munu þeir, sem honum kynntust jafnan minnast hans með hlýum huga. — Móður sinni, og stjúpföður, reyndist hann mjög góður og ástríkur sonur. Á seinni árum reyndi hann hverful- leik lífsins, og þar sem langvarandi van- heilsa sótti þá einnig að honum, mega ættingar hans, of rétt er skoðað fromur gleðjast, en hryggjast yfir því, að lífs- stríðið er á enda. Jarðarför hans fór fram í Reykjavík laugardaginn 24. ág. — Alþingi gerði hlé á störfum sínurn, meðan jarðarförin fór fram, og fylgdu alþingismenn, og margt manna, honum til grafar. Ur Dýrafirði er „Þjóðv.“ ritað 15. ág. þ. á.: „Hér eru sí- felldir þurrkar, og góðviðri, en alveg óminnilcgt íslenzka nefndin eigi að koma saman í Kaupmannahöfn í febrúar. (Fregn þessi mun mega teljast áreið- anleg, enda var þetta áður orðið hljóðbært meðal alþingismanna). Heimför Friðriks VIII. Konungur, og ríkisþingsmenn, fóru í land við Guðvang í Noregi á sunnudag- inn var (18. ág.) í dag verða þeir á ferð um Skagerak, og er veður mjög fagurt. — Tii Kaupmannahafnar koma þeir á miðvikudaginn (21. ág.) Slysfarir. Járnbrautarslys varð í Kína, og biðu 112 menn bana (110 Kinverjar og 2 Þjóð- verjar). — Róðrarbátur fórst við Hernösand og týndust 6 menn. Frá Transvaal. — Gjöf til Játvarðar kongs^ Þingið í Transvaal hefir samþykkt, að gefa Játvarði konungi stærsta demant, sem til er i heimi. Demantinn er kall- aður „Cullinan“. Kaupmannahöfn 22. ág. 1907. Heimkoma Friðriks VIII. Konungsflotinn kom keirn í gær. — Móti konungi fóru 14 skip frá sameinaða gufuskipafélaginu, öll skreytt fánum, og var konungi tekið með mikilli viðhöfn við tollbúðina, enda mikill mannfjöldi þar staddur, og margt af stórmennum land9Íns. — Konungsfólkið ók ifereykis- vagni til Charlottenlund. graslevsi á flestum stöðum. — Grasið sviðnað af stórum stykkjum í túnum, áður en þau eru ljáborin, og engjar víða ónýtar, svo að til vand- rœða horfir. — Horfurnar eru því næsta bágar hjá fátækum einyrkjum, sem of margir eru“. B’rá ísalirrti eru helztu fregnir 14. ág.síðastl.: „Afli á þil- skip, og báta, í fremur góðu lagi. — Sundpröf var haldið í Beykjanesinu 4. ág., og tóku 26 nemendur prófið. — Kennari var stud. art. Krinján 01. Björnsson á ísafirði. Eptir prófið synti fjöldi ungra manna, og 8 stúlkur, í sund- lauginni, og voru í sundklæðum. — Margt manna úr ýmsum hreppum við ísafjarðardjúp voru við prófið, og skenuntu sér vel, því að veður var fagurt. — Silfurbrúðkaup héldu á ísafirði 30. júlí verzlunarmaður J. M. Riis, og frú hans, María, systir A. G. Asgeirssonar stórkaupmanns. — Þeim var flutt skrautritað kvæði, er Guðrn. skáld Guðmundsson hafði ort. Bœjarbrunar. Bær brann 21. ág. þ. á. hjá Rögnvaldi bónda Björnssyni í Kéttarholti í Skagafirði. — Litlu bjargað. — Hús og Jausafó óvátryggt. — Skað- inn metinn 4—ö þús. króna. — Timburhús er og nýlega brunnið að Asbrands- stöðum í Vopnafirði. Sektaðir síldveiðamenn. Níu síldveiðaskip hafa nýlega verið sektuð á Akureyri fyrir landhelgisveiðar, og kvað sektirn- ar alls hafa numið um 7500 kr., en aflinn sem upptækur var gjör, um 1600 tn. síldar. Fjögur síldveiðaskip, er voru að veiðum í | landhelgi, hafði donska varðkipið einnig nýskeð | komið með til Akureyrar; on um sektir, og upp- : töku afla, er enn ófrétt. | - —- - Ritsímaskeyti til „Þjóðv.“ Kaupmannahöfn 2C. ág. 1907. Millilandanefndin. Frá Borgen er sú fregn borin, að dansk- Lög, aí alþingi. Auk laga þeirra, er getið var i 85. nr. „Þjóðv.“ hefir alþingi enn frernur sam- þykkt þessi lög: VII. Lög um löggilding verzlunar- staðar að Bakkabót við Arnarfjörð. VIII. Lög um löggildiug verzlunar- staðar að Kirkjuvogi í Hafnarhrepp í Gullb: ingusýslu. IX. Lög um framlenging laga um hækkun á aðflutningsgjaldi frá 29. júlí 1905 og um skipun milliþinganefndar. X. Lög um breyting á lögum 13. apríl 1894 um útflutningsgiald. (Útflutnings- gjald af sildartunnunni er hækkað upp í 50 aura). XI. Lög um löggilding verzlunar- staðar að Bœ á Höfðaströnd. XII. Lög um breyting á lögum 4. marz 1904, um stofnun lagaskóla. (Sú breyting gerð á lögunum, að við skólann séu tveir fastir kenDarar, annar með 4000 ] kr., en hinn með 2800 kr. launum). XIII. Lög um forstjórn landsímanna. I (Forstjóri simamálefnanna hafi 3500 kr. | að iaunum, en núverandi forstjóri (For- berg) fái þó 1500 kr. persónulega launa- viðbót. — Til aðstoðar á aðalskrifstofu landsímans veitast 3000 kr. árlega. — Stjórnarráðið hefir feDgið þvífram gengt, að það ákveður tölu starfsmanna við land- símana, i stáð þess er alþingi hefði átt að gera það. — Alþingi er þó ætlað að ákveða launin á fjárlögum, en hætt við, að það á.kvæði reynist þýðingarlítið í fram- kvæmdinui, sakir fyrra ákvæðisins). XIV. Lög um gjafsóknir o, fl. Þau lög eru svo látandi: 1. gr. Stjórnarráðið veitir gjafsókti bæði fyrir undirrétti og yfirrétti. f

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.