Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Blaðsíða 4
Þjóðviljinn. XXI. 59-60. 23 6 Bjlvaníu, og eru þar 400 menn innibirgð- ir. — Menn eru bræddir um, að fleatir þeirra hafi beðið bana. Kaupmannahöfn 24. des. 1907. Frá Daxunörku. Þess er getið, a ð „Islands Falku verði ferðbúinn til Islandsfarar 8. janúar, að Færeyja-konsúllinn hafi 17. des. verið við- urkenndur brezkur konsúll fyrir Færeyj- ar og ísland, og sitji ýmist í Reykjavík, eða í Þórshöfn, og að þráðlaust t.alsam- band hafi komizt á, rueð Poulsens-aðferð- 1 inni, milli Kaupmannahafnar og Berlín- ; ar. — Enn fremur, að Níelsen, vélafræð- j ingur, hafi rænt 2300 kr. frá „Grundejer- j banken1', í K.lröfn, en verið handsamað- J ur af leynlögreglumánni, og skotið þá á J hann tveim skotum úr marghleypu, og i sært hann. j Hús hrunin. Vopnaverksmiðja, og veitingahús, hrundu I í Palermo á Sikiley, og biðu 44 menn i bana. i 100 kra ai'mœli Jóns Guðmundssonar, fyrrum ritstjóra „Þjóðó]fs“, var minnst íReykja- vík 13. des. síðastl. á þann hátt, að fánar blöktu þar á stöngum. Ýms Reykjavíkurblaðanna hafa og minnst nokkuð á starfsemi hans i þarfir þjóðarinnar, sem ritstjóra og alþingismanns. Blaðið „Eeykjavík“ skiptir um ritstjóra nú um áramótin. — Nýi ritstjórinn verður Magnús Blöndal, fyrrum kaup- maður á Akureyri, en Jón Ólafsson hættir við blaðamennsku um hríð. Hr. Jdnas Guðlaugsson, fyrrum ritstjóri „Yalsins“, kvað taka að sér blaðamennsku hjá Islendingum í Vesturheimi á næstk. vori. Brezka Milljónafðlagið. Framkvæmdum frestaö. Um brezka milljóna-félagið, er ætlar að kaupa verzlanir A. Asgeirssonar á Isafirði, Leonh. Tang’s o. fl., kvað nú eigi hugsað í bráðina, og valda háir bankavextir, og peningaekla erlendis. Lýðskólinn á Ilvítárbakka. Á síðastl. hausti sóttu alls 37 nemendur um inntöku í skólann, og voru þeir úr 12 sýslum landsins. — Af umsækendunum var alls 30 veitt inntaka i skólann, en nokkrir þeirra hafa þó oigi getað komið, sakir mislingaveikinnar í Reykjavík. Ur Suður-Þingeyjarsýslu er „JÞjóðv.“ ritað 29. þ. á.: „Hrapaiegt var það, að þingið skyldi fella frumvarpið um breytingu á stjórnarskránni. — Konungkjörnu þingmennina þurfum við fyrir hvern mun að fá ímrt af þingi, og óeðlilegt þrælsband er það, að leyfa ekki öllum sjálfstæðum og fulltíða mönn- um, að njóta kosningaréttar, en reita þó hvern, sem bægt er, til að gjalda til opinberra þarfa; þeir eru fullgóðir, til að bera byrðarnar, en mega ekki njóta réttindauna .... Fjármálapólitíkin virðist mér glæfraleg. Land- ið áfalla-iand. — Viðlagasjóð inn mátti ekki skerða, og peningaforðinn þarf að vera talsverð- ur, hvað sem fyrir kemur. —• Menn verða að sníða sér stakk eptir vexti, og einmitt nú hvað helzt, þegar menn vilja og ætla sér, að fara að verða sjálfstæðir. Útgjöldin eru mörgum um megn, hvað sem j þeir prédika sumir postularnir. — Menn fljóta í að eins núna, af því verzlunin er hagstæð; en | versni hún, sem einatt má gera ráð fyrir, að j fyrir geti koinið, fljóta menn ekki“. [ Bjálfsmorð. i Bóndi að Litlu-Breiðuvík við Reyðarfjörð, Hans | K. J. Beck að nafni, drekkti sér í nóv. þ. á. — I Hann hafði verið mjög þunglyndur um hríð. Mannalát. 2. okt. þ. á. andaðist að Þingeyri í Vestur- ísafjarðarsýslu húsfrú Kristín Agústa Jnnsdóttir, kona Natanaels, skósmiðs á Þingeyri, Moesesson- ar, bónda á Bakka í Dýrafirði, Moesessonar. — Kristín heitin var fædd í Reykjavík 1. ág. 1881 og ættuð þaðan, en giptist Natanael, manni sín- um, 1. ág. 1901. Þau hjón eignuðust alls 3 souu,og er að eins einn þeirra á lífi; en annan ól hún 6 dögum fyrir andlát sitt, og fór hann í sömu gröf sem móðirin. —• Kristín var taiin kvonnkostur góður, og háttprúð kona; en í hjónabandinu mun hún tæpast hafa lifað nokkurú dag keilbrygð, og þjáðist af sífelldu heilsuleysi síðustu árin. Útför Kristínar heitinnar var fjölmenn, og hin virðulegasta. — Voru prentuð tvenn erfiljóð, sem eptir hana höfðu verið kveðin. — I graf- skript eptir hana er þetta erindi: „Ó, æsku-hlómi alltaf var þinn sami, og ávarp blítt, með stillta, þýða lund, hve margföld þraut, og megin steráur ami, sem mætti þér á æfidagsins stund. Þinn hreini svipur. átti allra hjörtu, sem einhver kynni gátu haft af þér; þín háttprúð mynd, og augun íturbjörtu, með ást og virðing náði hylli sér.“ 8. Grr. B. 7. nóv. þ. á. andaðist að Næfranesi í Dýra- firði Sigurður snikkari Jónsson, um áttrætt. — Hann var við smíðar á Næfranesi, og var bana- mein hans heiíablóðfall. — Foreldrar hans voru: Jón Samsonarson, smiður og alþingismaður í Keldudal 1 Skagafirði (ýl859;, og fyrri kona hans Guðnún (ý 1810) Sigurðardóttir, frá Mikla- bæ í Óslandshlíð. Sigurður fór ungur utan, og nam þar tré- smíði, en var siðan frek 50 ár á Vesturlandi, einkum á Isafirði og þó enn lengur í Dýrafirði (yfir 30 ár). — Hann kvæntist aldrei, en eignað- ist tvö börn, og er annað þeirra á lífi. Sigurður var fáum mönnura líkur, alveg af- skiptulaus, um umbrot heirnsins og bylt’ngar, en umgekkst alla með frábærri snild. — Hann var glaðvær, og skemmtiun, enda hafði enginn mað- ur nein kynnl af honum, er eigi unni honum hugástum. — Hann iifði sem ljós, og leið burt sem ljós. S. Gr. B. 46 Benedikta tók við bréfinu, en bjóst ekki við, að heyra neinar nýjungar, því að Birgitta hafði skýrt henni frá öllu. Bréfið var svo hljóðandi: „Þú hefir hlýðnazt skipan minni, er bú fórst frá Elysíum, en því rniður hefirðu tekið með þér dýrmæt- asta málverkið, er Brenkmanns-æfctin átti. — Eða þor- irðu að segja, að þú hafir ekki tekið með þór máiverk- ið: „María meyja rneðal liljau? En afsakaðu, að jeg ámæli þór fyrir heimsku þíua. — Þú hefir verið svo vegiyndur, að skilja eptir dálítið af lóreptinu. — Ar- talið 1530, og „Basel“, er letrað á það — og á þenna hátt hefirðu nálega svipt myndina öllu verðmæti, og er það — einkum þín vegna — mjög leiðinlegt. — Yertn samt áhyggjulaus. Jeg skal ekki skýra lögreglu- mönnum frá þjófnaðinum, þótt maklegt væri. Brenkmann’s-ættin vill leyna þeim smánarbletti, sem þú hefir sett á hinn fágaða skjöld hennar, og því sleppurðu við hegningu. — En gjörstu ekki svo djarf- ur að stíga fæti þínum inn fyrir þröskuldinn í Elysíutn, Enginn myndi þekkja þig hér. — Hundarnir yrðu ieystir, til þess að reka þig burtu apfcur. — Þetta er síðasta orð mitt til þÍD. Ephraim Brenkmann/ Benedikta dró þungt andann.og leit á frænda sinn, er hún hafði lesið bréfið. „Veslings Baldvin frændi!“ mælti bún, og kmndi mjög í brjóst um hann. Baldvin rak aptur upp hiátur. „Nú, það er ekki hugsnnrangt, að gruna mann, sem ekkert er, og ekki kann að vinna fyrir sér! En þeir hefðu þó átt að spyrja 51 „Það er kynlegt, að yður hefir þá gengið svo vel við prófið“. mælti hann, því að sjaldnast tekst það vel, sem maður hefir óhuga á“. Unga stúlkan brosti napurt. „Maður getur allt, som maður vill!“ mælti hÚD. Ulrich horfði forv'tnislega á hana, og mælti: „Hvers vegna hafið þér eigi andmælt ákvörðun minni, fyist yður féll kennslukonustarfið svona ílla?“ Benedikta stundi þungan. „Andmæla?“ mæiti hún. „Til hvers hefði það verið? Takmark rnitt var og, að geta orðið frjáls“. Uirich leit upp, all-forviða. „Þór ætlið yður þá að að fara héðan svo fljótt, sern auðið er?“ mælti hann, og var auðsætt, að hann var all-æstur, þó að hann hagaði orðum sínum stillilega. „Heldnr í dag, en á morgun“, svaraði Benedikta, „enda má heita, að eg eigi nú stöðuna vísa. — Þór hafið, vænti jeg, ekkert við það að athuga?“ Elín roðnaðí. „HLæilegt! Rétfc oins og við höfum verið slæm við hana!“ mælti hún háðslega. „Og þó hafa liðið heilar vikur, sem eg hefi ekki séð hana“. „Rétt er nú það!“ mælti Uirich dræmt, og leit á Elinu. „Auðvitað höfum við tekið svo mikið tillit til náms hennar, sem frokast var auðið“, mælti Elín. Ulrich baniaði henni, svo hún þagnaði; en síðan mælti hann við Benediktu: „Jeg get ekki svarað yður strax! Þér verðið að vera hérna nokkra daga enn, því að jeg verð sern fjárhaldsmaður yðar, að grennslasfc epfcir fcil hvaða fólka þér ætlið að fara“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.