Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Síða 6
238 Þjóðyilj insi XXI., 59.-60 Enn íremur hjallur 9X6 áln., með geymslulopti, Með húsunum selst einnig ræktaður lóðarbiettur, sem mun vera freklega um eitt hundrað úr jörðu, og út-engjar. Semja má um kaupin við undirritaðan. Tröð ‘23. okt. 1907. Sveinn A. Hjaitason. Otto Monsted6" danska smjörlíki er bezt. Ef þér viljið lifa lengi, verðið þér að muna eptir því, að af öllum meðulum sem upp fundin hafa verið til þess að vernda heilsu manna, kemst ekkart í samjöfnuð við hinn heimsfræga meltingar- b; úer Itina—lifs-elexírinn. Tæring. Konan mín, sem árum saman heíir þjáðst af tæringu, og leitað ýmsra lækna hefir orðið talsvert betri, síðan hún fór að staðaldri að neyta Kína-lífs-elexírs Valdemars Petersen’s, og vona jeg, að hún verði fyililega heil heiisu, ef hún heldur áfram að neyta þessa ágæta elexirs. J. P. Amorsen Hundested. Taugagigt. Konan mín, sem þjáðst hefir af tauga- gigt í 10 ár, sem og af taugaveiklun, og leitað ýmsra lækna, án þess að gagni hafi komið, er orðin fyililega heii heilsu, síðan hún fór að neyta hins heimsfræga Kína-lífs elexírs Valdemars Petersen s. J. Petersen, timburmaður Stenmagle. Stærsta hnoss iífsins er heilbrigði og ánægja. Heisan er öilu fremri. — Hún er nauðsynlegt skilyrði hamingjunnar. — Heilsan gjörir lífir að sama skapi dýr- mætt, sem veikindin gera það aumt, og sorglegt. Allir, sem vilja vernda líkamsheil- brigðina, sem er skilyrði hamingjusamr- ar tilveru, ætti að neyta hins heims- fræga og viðurkennda JKína-lifs-elexirs. En gætið yðar gegn lélegum, og ó- nýtum, eptirlíkingum. Gætið þess /andlega, að á einkennismið- anum sé hið löghelgaða vörumerki mitt: Kínverji, með glas í hgndi, ásamt merk- inu — í grænu lakki á flöskustútnum. flrgei og loíiopiano frá heimsins vöuduðustu verksmiðjum, ameríkönsk, þýzk og sænsk, útvegar Jön Hróbjartsson verzlunarstj. á Isafirði. Yerðlistar með myndum til sýnis. Prentsmiðja Þjóðviljans 48 gagn gat orðið að ógæfu þinni?“ spurði hún. „Hvernig féll þér og bróður þínnra?u „Jeg hefi opt lagt spurningu þessa fyrir sjálfan mig“, svaraði hann. „En ekki máttu varpa neinum skugga á minningu bróður míns, því að hann vildi engum rangt gjöra, þó að hann væri ístöðulaus, og beygði sig undir ok- ið. Og að hvaða gagni gat honum orðið þetta? Hann var eldri, en jeg, og þó að hann ætti þá engan son, fékk hann þó — optir gömlum ákvæðum — meiri hluta eign- anna, og forstjórn verzlunarhússins. — Ógæfa mín var honum þ(d eigi til neins gagns, en að eins til smánar og skapraunar. — Hann hefir því fráleitt gjört mér neitt íllt“. „Hverir voru þá vinir þínir?“ spurði Benedikt enn fremur. Baldvin kýmdi. „Synir Ephraim’s Brenkmann’s áttu enga vini!“ „En þú minntist ný skeð á Lebrecht Masche!“ mælti Benedikta. Baldvin hnyklaði býrnar. „Sleppum því, Benedikta“, mælti hann. „Það er ekki til neins. — En ekki skal eg neita því, fyrst þú vekur máls á þessu, að fyrstu árin datt mér bann opt í hug. — En hvað gat honum geng- ið til þess, að gera mig svo aumann og fyrirlitinn, mig, sem aldrei hafði gjört bonum ueitt? En hægan, hægan! Jeg hefi rejmt, hvað það er, að vera grunaður um glæp, og verð því að gæta þess, að varpa ekki grun á aðra. En nú skulum við heldur láta hljóðfærið hafa úr okkur ólundina“. Nokkru síðar fór Benedikta að týgja sig til farar, Og minnti.st þess þá, að hiín hafði eigi beðið Birgittu, að vera á verði fyrir sig. 49 En þar sem hún var nú á förum frá Elysíum, og gat fengið sér sjálfstæða stöðu, er hún vildi, hirti hún eigi um þetta, en fór fám mínútum áður, en hún var vön að koma heim úr kennaraskólanum. En áður en hún var komin gegnum eldhúsgarðinn, sá hún Lebrecht, Elínu, og ókunnugan mann, sem hún sá óglöggt vegna sólskinsins, koma móti sér. Fór hún þá að hugsa um, hvernig hún gæti skot- izl burt, án þess hún sæist, og sá Birgittu þá koma hlaup- andi á móti sér. Birgitta hafði séð bækur hennar í forstofugluggan- um, og grunaði því, hvar hún myndi vera. „Hví flýtirðu þér svona, Birgittu?“ heyrði hún ókunn- uga manninn segja. „Þegar maður er farinn að eldast, verður maður að fara sér hægar! Getur ekki einhver af stúlkunum, sem yngri er, sótt kálmeti í matinn? Hald- ið þér ekki. Það verður þá að vista nýja stúlku! Jeg vil ekki, að þú reynir of mikið á þig!“ Benedikta þóttist nú vita, hver ókunnugi maðurinn myndi vera, þó að rödd hans væri þýðlegri, en henni hafði áður heyrzt hún vera. Hún vildi eigi mæta honum, og ætlaði að skjótast burt, en Lebrecht kom þá auga á hana. „Þér eruð þá hér i garðinum núna!“ mælti hann. „Jeg hélt, að þér væruð að ganga undir próf“. „Henni er líklega íllt í höfðinu í dag, og hefir því eigi getað farið í skólann“, mælti Elín hlægjandi. „En það hefir kornið sér illa, fyrst þú áttir að taka próf. Yeslings Benedikta! Prófið hefir að líkindum verið of örðugt fyrir þig! Játaðu, að þú hafir svikizt um, að fara í skólann!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.