Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1908, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1908, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arkir> 3 kr. 50 awr.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameríku doll.: 1.50. \ Bsryist fyrir júnimán- I aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. - 1= TuTTUÖASTI Ofl ANNAR ÁEflANflUB. =|===--- —t—Swm|= EIGANDI: SKÚLI THOKODDSEN. =lt»og?—8-- Bessastöðum, 30. MAÍ. Uppsögn skrifleg, ógild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dagjiíní- mánaðar, og kaupandi samMiða uppsögnlnni borgi skuld sína fyrvr blaðið. 1908. Ræða Indriða Einarssonar í stúdentafélaginu 16. mai. Umræðuefnið var sambandslagafrumvarpið. Þeir beiðruðu fundarmenn, sem hafa talað hér, hafa tekið fram, að Island væri fjórhagslega bundið við Danmörku sérstak- lega, að við gætum ekki hreift okkur fyrir þeim fjötrum; isleLzkir verzlunar- menn og kaupmenn sæktu enn flestir láns- traust sitt tii Danmerkur. ef þeiin væri sagt upp lánstraustinu, þá yrðu þeir að hætta verzlun, og færu á höfuðið. Nú í ár hefðu sumir kaupmenn héðan komið heim vörulausir, þvi að umboðsmenn ís- lenzku verzlunarinnar hefðu ekki lÓDað þeim eins og áður, að stórfyrirtæki Dana hér við land mundu hætta, ef við vildum skilja fólagið við Danaveldi, og danskar verzlanir mundu hætta öllum tökum hér. Merkur maður hefði sagt að eitt einasta simskeyti frá Höfn gæti lokað báðum bönkunum hér á landinu, og þá öllum út- búum bankanna. Hér væru boðar fyrir stafni, ef menn hreifðu sig, fjárhagsvoði og vöruskortur vegna skorts á lánstrausti, og þar með mundi fvlgjahunguroghallæri. Einn háttvirtur fundarmaður tók það fram, að ómögulegt væri að selja erlendis veðdeildarbróf Landsbankans. Það mun vera erfiðleikum bundið að selja þau nú, sérstaklega í Danmörku. Reyndar seldi Schou bankastjóri við Islandsbankann eina milljón krónaí veðdeildarbréfum þessbanka í vetur, þegar vandræðin stóðu sem hæ> \ en jeg veit að svo var talað um það af fjármálamönnum i Höfn, að sú sala hefði verið fárra, eða einskis manns meðfæri þarlendra á þeim tima. Það var álitið að vera fjárhagslegt afreksverk. En hvað sem menn segja um sölu á veðdeildar- bréfum landsbankans, þá má koma þeim fyrir á útlendum markaði, og fá peninga út á þau. 1903 kom jeg snöggvast til Lundúna, og af því mig langaði til að koma við í frægasta peninga stræti heims- ins, Lombard Street, þá talaði jeg við mann á leiðinni til Lundúna um það, og hann bauðst til að koma með mór í banka, sem hann þekkti eitthvað þar. Samferða- maðurinn gaf mér Dafnseðil sinn og sagði, að eg skyldi leita sín á British museum, þetta var þýzkur fræðimaður. Jeg hafði ekki tíma til að leita manninn uppi, fór með nafnseðil hans inn í bankann. Yara- bankastjórinn kom og talaði við mig. „Þekkið þér Islendinginn N. N. spurði hann, jeg játaði því, og sagði honum að við værum venzlaðir, hann var þá venzl- aður honum lika. Svo sagði jeg honum frá veðdeildarbréfunum okkar, og spurði hvort hann vildi lána út peninga til ís- lands. Hann kvartaði yfir því, að Eng- lendingar væru fátækir nú. „Það mun vera Tran8waal-láDÍðu, sagði jeg. „Já það er Transwaal-láuið^, svaraði hann, „bankarnir hafa ekki selt neitt af því enn, og sitja með það allt eÍDS og það er“. — „Hvað er þetta“, segi jeg, „Jeg heyrði út til Islands, að enska stjórnín hefði óskað eð fá 250 milljónir punda til láns, en að heDni hefði vorið boðnar samdægurs 9000 milljónir punda“. „Það er alvog rétt“, svaraði hann, en við sitjum með öll skulda- bréfin óseld enn. — „En þetta, sem jeg var að tala um við yður“, sagði jeg, „væri nú aldrei nema 50—100000 pund steil- ing. Já það er satt“, sagði bankastjórinn. „Núna tökum við 3*/2 í vöxtu, við mund- um lána út á þau allt að S9°/0, en þið verðið að hafa nmboðsmann hér“. Síðan nefndi hann manninn, sem hann vildi helzt kjósa til þess. En við frelsuin ekki fjárhaginn úr viðjum þó 1—2 milljónir króna fengjust þannig til láns um stuttan tima, og allar þær athugasemdir, sem gjörðar hafa verið hér í kvöld út af fjárhagsviðjunum við Kaupmannahöfn eru þess verðar, að þeim só sérstakur gaumur gefinn. Jeg trúi því ekki, að danskir stórkaupmenn, sem verzla hér nú, hættu almennt að verzla fyrir það, að Island yrði t. d. sórstakt ríki, eða þó pólitiska sambandið milli landanna yrði öðru vísi. Hér verzla NorðmenD, þótt landið sé fyrir löngu gengið undan norskri krónu, og Englendingar, þóttþei r hafi aldrei verið í neinu pólitisku sambaDdi við okk- ur. — Jeg ímynda mér, að Höfn græði 1 milljón króna minnst árlega á íslenzkri verzlun, og gjöri ráð fyrir, að hún vilji ekki fara á mis 7Íð þann hagnað, en svo færi þó, ef kaupmennirnir þaðan hættu verzluD hér á landi. Likt er um gufu- skipin, sem hingað koma til landsins, við munum verða að borga fyrir þau öll hór um bil 180000 kr. á ári. Ef sauieinaða gufuskipafélagið reiddist okkur svo, að það hætti (og það fær sinn hluta af upp- hæðinni til að halda áfram ferðunum) væri þá ómögulegt að semja við Thorefélagið? — Jeg sé ekki neina verulega hættu írá þeirri hliðÍDni, en samt er fjárhagsástand- ið mjög athugavert, eða ískyggilegt, þvi að við erqm i skuld við eina einustu þjóð um 4MmiHjónir, sem má segja upp hvenær sem vera vill, og jeg held 2 milljónir að auki, sem má segja upp með einhverjum fyrirvara, og þjóðin er ekki nein stór þjóð, hefir órólegan peningamarkað, hún ann okkur lítið er jeg hræddur um, og nú ver stödd en flestar aðrar þjóðir með pen- inga, að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt. Það, sem við eigum að gjöra, er að taka til láns 10 milljónir króna. (Þá var gripið fram í: Bankarnir geta ekki fengið nokkurn eyrir til lánsb. Það er allt ann- að lánstraust, sem banki með 100 -200000 kr. bruttótekjum hefir út í heimi, eða landsjóðurinn sjált'ur með 14000C0 kr. árstekjur. Landsjcðurinn ætti sj.-.lfur að taka lánið. (Þá var gripið fram í: Verð- urn við þá ekki að veðsetja fasteignir landssjóðs, eða tekjur hans eins ogKína, eða láta setja okkur fjárhaldsmenn cins og Egyptaland varð að gjöra?) Nei við þyrftum ekkert að veðsetja, og þyrftum ekki að láta setja okkur neina fjárhalds- menn, þvi að sól þjóðarréttarins skin yfir landið okkar, við erum iand í Noj ðurálfu heims. Kína stendur fyrir utan þjóðar- réttÍDn enD, þótt Japan sé komið inn undir hann, og af Egyptalandi er það að segja, að 1866—68 var það skr.ttland í Tyrkjaveldi, og Tyrkjasoldán er álitinn lakasti skuldunautur i heimi; Tyrknesk ríkisskuldabréf hafa staðið i 7—8 af hundr- aði. (Gripið fram í: Við fáuin aldrei þetta lán!) Jú það er mögulegt að fá það, þó Island só ekki margmennt, þið vitið að margur bær erlendis með 80000 íbú- um er skuldugur um meir en 10 milljón- ir króna. (Gripið fram í: Kaupmanna- hafnarbær var búinn að fá loforð fyrir 40 milljÓD kr. láni hjá Credit Lyonnaise, en vegna klausúlu, sem sett var í lögin um lánið, gekk bankinn á bak orða sinna). Mér er kunnugt, að ýmsir franskirmenn hafa litið svo á ýms atriði í danskri lög- gjöf, sem þau væru ekki samboðin sið- aðri þjóð. Þessar 10 milljónir er unnt að fá, ef við að eins finnum hina réttu milligöngurrenn til þess að vera í útveg- um með okkur. PeDÍngarnir hljóta að vera fáanlegir á frönskum, enskum eða þýzkum markaði, við ættum helzt að fá þá hjá Frökkum, þar eru vextirnir jafnir og lágir, lán frá Englandi taka hærri vöxtu, til þess að gjöra fyrir því fyrir fram hvað vextirnir ganga upp og niður. Frá Frakklandi mætti líklega fá lán fyrir 3°/0 en þá yrðu að eins útborgaðar 95 kr. af bundraði, þeir vextir svöruðu kr. 3,15 af hundraði, ef lánið væri endurborgað á 90 árum, væri það enn fremur 25 aurar af hundraði um árið, og af lOmilljónum yrðu vextir og afborgun af því öllu 340,000 kr. árlega. Frh. XJ tlöndL. Kaupmannahöfn 4. maí 1908. Frá útlöndum eru þessi tíðindi mark- verðust: Danmörk. All-mikill atvinnuskortur hefir um hrið kreppt að verkamönnum i Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.