Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1908, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.05.1908, Page 3
XXII., 25. .Þjóðviljinn. 99 •en mörg þÚ9und hlutu meiðsli, og er mælt, að úr hundrað borgum hafi komið óskir um tjöld, og víða kvartað um læknaleysi. Canada. 26. apríl féll skriða á þorpið Xotre Dame de Salette, og biðu 25 menn bana. — — — Argentína. I borginni Santiago del Estero urðu nýlega all-miklar róstur. — Var landshöfðingjanum, og æðstu em- bættismönnunum, varpað i fangelsi, og margir hlutu bana, áður en herliði tókst að bæla niður uppreisnina. — — — G-uatemaia. 20. apríl var Cabrera, for- eeta lýðveldisins, sýnt banatilræði, með skotum, og missti hann einn fingur, en nokkrir af fylgdarmönnum hans biðu bana. — 18 menn voru teknir fastir, og a?otn- ir, eptir herdómi. -- — — Peru. Þar í landi er uppreisn, og hafa ujipreisnarmenn náð i járnbrautarlest, og heriið verið sent gegn þeim. Astralía. Járnbrautarslys varð i Victoríu 20. april, og biðu 42 menn bana, en 143 hlutu meiðsli. Um mánaðamótin siðustu gekk ákafúr stormur yfir Veetur-Ástralíu, og týndust 40 skip, og alls drukknuðu um 100 menn. Marocco. Mælt er, að Mulay Rafíd sendi 20 höfðingja til Evrópu, til þess að reyna að fá stórveldin til þess, að við- urkenna soldánstign hans. — Eiga þeir og að fara þess á leit í Madríd, og í Par- ís, að vopuahlé komist á, og biðja Eng- lendinga, og Þjóðverja, að stuðla að þvi, að Frakkar hætti ófriði. 29. apríl réð herlið Mulay Hafíds á D'Amade, hershöfðingja Frakka, og urðu 30 sárir af Frökkum, en Maroccomenn urðu frá að hverfa. — — — Senegambía. I grennd við Munkschot réðu Márar nýlega á 32 þarlenda skot- menn, er frakkneskur liðsforingi stýrði, og komst liðsforinginn einn lífs af, en Márar rændu vopnum, vistum, og 7 þús. frönkum í peningum. — — — Japan. 30. apríl rakst herskipið ,Mat- sushíma' á sprengivél neðan sjávar, í grennd við Pescadores-eyjarnar, og er mælt, að 160 ínenn hafi farizt, en nokkr- um varð bjargað. — — — Persaland. Ráðaneytið hefir sótt um lausn, sakir tjárskorts í ríkissjóði. — Eru svo mikil brögð að því, að embættis- mönnum, og hermönnum, hafa eigi orð- ið goldin laun í nokkra mánuði. — — Indland. Momand-þjóðflokkurinn, er býr norðarlega á Indlandi, hefir ráðið á herlið Breta þar, er Willcocoks hershöfð- ingi stýrir, og fékk hann stökkt þeim á flótta; en af Bretum féllu þó sextíu. Si".....1 “aaaiat „jleykj avíkin“ •er iðin við sinn keip og gamla lagið. Að bera allar sínar vammir á þá, sem móti mæla. Ljótan munnsöfnuð og þvi um líkt talar blaðið um hjá öðrum, en um leið beitir það þvi sjálft á ljótasta hátt. Mörgum skynsemdarmanninum mun fiunast greinin í „Þjóðv.u nokkuð væg og allt var á rökum byggt, sem þar stóð, enda sýnir svar „B,.vikur“ það bezt. Of vægt, segi jeg, af því að rétta ráð- ið við svona blöð, er það, að sletta sama saurnum, og það slettir á aðra, beint fram- an í það og aðstandendur þess. En „Reykjavíkin“ er svo viti borin, að hún veit, að það er leiðinleg iðja fyr- ir góða menn, og það notar hún. Um það, að leppa sig með dularnöfn- um, ætti blaðið sem minnst að tala, því að þá er hætt við, að það sneiði dálítið ábyrgðarmann sinn. S. Ritsímaskeyti (frá Sk. Th.) til „Þjóðv.u 23. þ. m. Skilnaði aldrei heitið i sambandsnefnd- inni, strax eða síðar, og engu lýst yfir um hann. Skúli Thoroddsen, eigandi Þjóðviljans, kemur ekki upp um leið og hinir nefndarmennirnir. Hann liggur á sjúkrahúsi i Höfn, var veikur i eyranu, og tókst skurðurinn, sem á því var gerður, mjög vel, svo hann er á góð- um batavegi. ííýliitinn er 19. þ. m. Björn Bjarnason, fyrrum bóndi í Eystri Krókum í Fnjóskadal, 87 ára að aldri. Prói' við landbúnaðarháskólann hafa tekið: Bene- dikt Blöndal og Ingimundur Guðmundsson, úr Vatnsdal og hlutu báðir 1. einkunn. Bessnstaðir 30. maí 1903. Tiðín. Stöðugt haldast rigningar, við og við og heldur kalt í veðri. Krapslydda kom fyrir nokkrum dögum, og urðu fjöll hvítniðurí miðj- ar hlíðar. 170 Heimskinginn jeg, sem hafði gert; mér von um, að henni yrði þetta til ánægju, — henni, sem eigi myndi hafa gert sig ánægða með skraut rikustu hallar. Sársaukinn, sem eg hefði orðið fyrir í dag, var mér jafn þungbær, sern eg hefði verið að líða alla æfi. Eina ánægjan var í þvi fólgin, að rifja það upp aptur og aptur fyrir mér, hve óendanlega bágt jeg átti. XIII. kapftuli. Pyrir brúðkaupið. Tvær vikur voru iiðnar, og snerist hugsun mín öll um það eitt, að reyna að svæfa sorgina. Jeg bjó einn í húsinu, því að jeg hafði látið hjú mín fara frá mór, svo að jeg gæti búið einn yfir sorg minni. Jeg gat að visu eigi bannað neinum, að berja að dyr- um, en eg hleypti engum inn. Jeg var aleinn, og gat þó engan frið fundið. En nú hvarflaði hugurinn kvöldstund nokkra til jungfrú Dudleigh. Mig langaði til þess, að frétta eitthvað at heimili hennar. Þá heyrði jeg, að barið var á gluggann, sem sueri út að garðinum. „Massa, Massa Felt!u Jeg kaunaðist strax við málróminn. — Það var svertinginn, verkmaður jungfrú Dudleigh, sem einatt hafði verið hlýtt til mín, síðan eg einhverju sinni hafði beðið .hann fyrir skilaboð til jungfrú Leighton. 167 Hann rak upp hlátur. „Er það nú svo áríðandi, að efna allt, sem maður lofar?“ mælti hann. „Mig langaði auðvitað heim aptur til inndællar brúðar, og góðs vinar, sem var að halda brúðkaup sittu. Urquhart! Felt! „Ertu þorpari, eða ertu — u „Maður, sem enn er með fullu viti, og verður að taka vitstola æskuvin sinn undir vernd sína. Komdu inn í húsið, Mark; hér sjá oss allir“. Að svo mæltu greip hann í handlegginn á mér, og leiddi mig inn í húsið mitt, hann vesalingurinn, sem eg hefði getað jarðvarpað, hann, sem eg taldi vera versta fjandmann minn, hann, sem var orsökin í smán minni, og sorg, hann, sem eg hataði af öllu hjartau. Við gengum nú saman inn í herbergið, sem eg hafði gjört mór allt far um, að skreyta sem bezt handa konu- efninu. En hve mjög brá mér eigi, er hann nam staðar fyr- ir frarnan mig, og mælti: „Felt! Mér þykir vænt um þig. — Jeg á engan vin, nema þig, og er þór mjög þakklátur. — Segðu mér hvað þér mislikar við migu. Jog vis9Í ekki, hvaðan á mig stóð veðrið, þvi að á þessu átti jeg sizt von. „Þó að brúðkaup þitt færist fyrir í dag, þarftu ekki að vera niðurlútur. — Dutlungafullri jstúlku, eins og jungfrú Leighton er, getur vel dottið í hug að hún sé veik, og tei og víst, að hún hafi þegar iðrazt heimsku sinnar, og veiti þór, áður en vika er liðin, Lun þau, sem

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.