Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1908, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1908, Qupperneq 4
120 ■ÞjÓÐVILJINN. XXII 30. Grisk-rómverska glírnu háði Jóhannes Jóseps- son frá Akureyri 22. þ. m. við sænskan glímu- mann. Þeir glímdu alls þrjár glímur, og bar Jóhannes sigur úr býtum i öllum glimunum. „Ceres“ lagði af stað frá Revkjavík til út- landa 28. þ. m. — Meðal farþegja var dr. Valtýr Guðmundsson, og enn fremur þessir íslending- ar, er ætla að sýna glimur i Lundúnum: verzl- nnarmennirnir Guðm. Sigurjónsson, HalJgr. Bene- diktsson og Sigurjón Pétursson í Reykjavík, Jóhannes Jósepsson og Jón Pálsson á Akureyri Páll Guttormsson frá Seyðisfirði og Pétur Sig- fússon fra Halldórsstöðnm í Þingeyjarsýslu. Otto Monsteds danska smjörlíki er bezt. Fjölmennt samsæti karla og kvenna var rit- stjóra blaðs þossa, og konu hans, haldið í Iðnað- armannahúsinu í Reykjavík að kvöidi 27 þ. m. — Þar voru ræður haldnar, og kvæði sungið, er Þorsteinn Erlingsson hafði ort „við heimkomu alþm. Skúla Thoroddsen, ritstjóra, úr sambands- nefndarförinni 1908, og konu hans frú Th. Thor- oddsen11. Lífsafl, og á þanD hátt lenging lífsins — sem er allt of stutt, að þvi er til flestra manna kemur — fá menn, ef þeir neyta daglega hins heimsfræga meltingar-heilsu- bitters, Kína-lifs-elexirsins. Krampi og taugaveiklun. Jeg undirrituð, sem árum saman hefi þjáðzt af krampa, taugaveiklun, og sjúk- dómum, sem þessu hafa verið samfara, og leitað margra lækna, án þess árangur hafi borið, votta með gleði, að hinn frægi Kina-lífs-elexír frá Valdemar Petersen, hef- ir veitt mér ömetanlegaD bata, og finn j t eg, að eg get aldrei án hans verið. Agnes Bjarnadóttir. Hafnarfirði, Island. j Möðurveiki og hjartaveiklun. Jeg undirrituð, hefi árum saman þjáözt af móðurveiki, hjartaveiklun, og af tauga- veiklun, sem af nefndum sjúkdómum hef- ir leitt. — Jeg reyndi þá Kina-lífs-elexír VaXdemars Petersne’s og er eg hafði neytt úr að eins tveim flöskum, fann eg, að mér fór fljótt að batn.a Ólavía Guðmundsdóttir. Þúfu í Öifusi. Island. Steinsótt. Eg undirritaður, sem í 14 ár hefi þjáðzt af steinsótt, og leitað ýmsra iækDa, án árangurs, reyndi síðastl. sumar hinn heims- fræga Kína-lífs-elexír VaXdemars Petersen’s og með því að neyta daglega úr tveim teskeiðum af honum, er eg nú orðinn svo hraustur, og ánægður, að eg hefi ekki notið svipaðrar líðunar árum saman, og get eg nú gengið að vinnu minni, bæði á heimilinu, og úti við. Carl Maríager. Skagen. Graetið þess vel, að á hverri flösku sé mitt löghelgaða vörumerki: Kín- verji, með glas í heDdi, og merkið i grænu lakki á flösku stútnum. Prentsmiðja Þjóðviljans. 184 ið hafði vafizt utan um grein á pílvið, er stendur bak við húsið bans Urquhprt’s.“ Cæsar fylgdi mér þangað, all-áhyggjufullur. „Það vita það þá allir —“ mælti jeg. „Að hún bafði ást á honum? .... það hygg eg, því að inargir sáu hana hlaupa eptir götunni, að húsi Urquhart’s, áður en vagninn kom þaDgað, og þar sem hún eigi hefir komið þaðan aptur, hlýtur hún að líkindum að hafa varpað sér í ána. Allir kenna mjög í brjóst um yður, Felt!“ Jeg gaf honum bendingu urn að þegja. „Hefir Urquhart, og frú hans, fengið vitneskju um þetta?“ „Edd þá ekki; en Hatton —“ „Hatton er farin að eldast; það þarf yngri mann ti) þess að flytja þoim þessa fregn. — Leggðu á fljótasta hestinn fyrir mig! Jeg ríð á eptir þeim - Hann skal fá að vita —“ Augnaráð Cæsars gerði mig varkárari. „Frú Urquhart verður að fá að vita, hún að er dáin“, mælti jeg. „Jeg skal segja Hatton það,“ svaraði Cæsar. En eg gerði mig eigi ásáttan með það, heldur ein- setti mér, að ríða á eptir þeim. Þóttist eg vita að, þetta tiltæki hennar væri gjört eptir samráði við þrælmennið Urquhart, og minntist þess er Cæsar hafði sagt mér um samræður þeirra í garðinum. Hann hafði hvatt haDa til þess, að íyrirfara sér svo að aðrir nytu eigi ástar hennar. En væri hún eigi dauð — sú hugsun vaknaði einnig í huga mínum —, blaut hún að vera hjá Urquhart, og 185 hann hefði þá, þrátt fýrir samtal þeirra, neytt konu sína til þess að láta hana fylgjast með þeim. Og hvernig sem þessu var varið, fannst mér hann vera ragasti níðingur, sem væri dauða maklegur, og hugsaði eg honum þvi þegjandi þörfina, þar sem hann hafði tví- vegis gert mér mestu vansæmd. Jeg leið nú út. úr borginni; unz eg kom að áDni, og vöknuðu þá aðrar hugsanir hjá mér. Gat eg farið úr borginni, fyr en eg vissi, hvort lik hennar finndist? HefDÍgirndin, og afbrýðissemin, réð því þó, að eg hélt ferðinni áfram. — Hatrið rak mig áfram. En þegar eg reið eptir veginum, hafði hreyfingin og hreina loptið, þau áhrif á mig, að hugur minn sefað- ist, og blíðári tilfinningar vöknuðu í sál minni. Attí jeg að baka fiú Urqubartsmán, og örvæntingu? Leið henni ekki nógu illa, þó að það það bættist ekki við? Jeg átti í voðalegri baráttu við sjálfau mig. Blóðið sté mér til höfuðs, svo að jeg varð sljór, og nær meðvitundarlaus. Jeg hafði enga stjórn á hestinum, og vissi ekki hvert jeg fór. Svona á mig kominn fannst jeg í grennd viðbónda- býli, og fékk þá mjög svæsna hitasótt, og komst eigi á fætur, íyr en að þrem vikum liðnum. Hvarf eg þá aptur til Albany, og hafði sá orðróm- ur lagzt þar á, að eg hefði fylgt stúlku þeirri í dauðaun er eg unni svo mjög. Mér var fengið bréf, sem yfirvöldin höfðu opnað, þar sem engÍDn átti þess neina vod, að eg sæist lifandi. Bréfið var frú frá Urquhart, og skýrði nún mér frá því

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.