Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 25.07.1908, Blaðsíða 3
XXII., 34. ÞJÓÐVILJ l:VN 185 Otto Monsted danska sinjörlíki er bezt. Den norske FiskegarnsíaDrik GDristianía, leiðir athygli manna að hinum naínkunnu netum sínum, síldarnótum og hring- nótum. Umboðsmaður fyrir Island og Færeyjar: Hr. Lauritz Jensen. Enghaveplads Nr. 11. Kjöbenhavn Y. arfrestur til 5. sept. Veitingin telst frá síðast- liðnutn fardögum, og launin verða ákveðiu sam- kvæmt prestalaunalögunum frá siðasta þingi. M annalát. 10. maí þ. á. andaðist í Húsavíkur- verzlunarstað Bj'órn Bjarnason, fyrrum bóndi að Vöglum í Fnjóskadal, 87 ára að aldri. — Ekkja hans er Hdga Olafsdóttir, og meðal barna þeirra var Bjarni, sölu- stjóri á Húsavík, er andaðist á siðastl. hausti. Björn heitinn var „mesti fríðleiksmað- nr“, að því er blaðið „Norðurland“ skýr- ir frá. Hinn 2. júní þ. á. andaðist að heim- ili sinu Stóra-Knararnesi á Vatnsleysu- strönd ekkja Kristín Egilsdóttir, Gruðmunds- sonar fyr prests að Kálfatjörn, Böðvars- sonar; móðir hennar hét Gnðrún Magn- úsdóttir. Hún fæddist 2. júní 1821, og varð því réttra 87 ára. Hún giptist 15. júlí 1847 Einari Brandssyni, bróður G-uðm. sál. alþingismanns Brandssonar i Landa- koti, og varð ekkia 18. júní 1885. Þau hjón eignuðust 2 börn, Vilhjálm, lausa- mann á Stóra-Knararnesi og Guðrúnu, konu Stefáns bónda Jónssonar á sama bæ. Kristin sál. vár einkar stillt og hógvær kona og grandvör til orða og verka. A. Þ. 11. júlí þ. á. andaðist Ólafur Sigurðs- son dbrm. i Asi í Skagafirði. Hann, sem var fæddur 1822, var rneðal allra merk- ustu bænda í Skagafirði, og þingmaður þeirra á ráðgjafarþingunum 1865 —’67. — Meðal barna hans er Björn augnlækn- ir i íteykjavík. Bessa8taðir 25. júlí 1908. Tíðin stöðugt hin bezta, venjulega hitar og þurkar, en þó eigi skarpir. — Rignt hefir þó dálítið öðru hvoru þessa viku, sérstaklega 4 næturnar. __________ s/s „Laura“ fór til útlanda 19. þ. m. s/s „Sterling“ fór til Vesturlands 19. þ. m., og kom aptur til Reykjavikur, að kvöldi 21. þ. m. Moðal farþega: lagaskólastjóri Lárus H. Bjarnason (úr kosningarleiðangrinum um Snæ- fellsnes) og Björn Jónsson, ritstjóri, er hrugðið hafði sér með skipinu til Flateyjar. — Til út- landa fór „Sterling“ 23. þ. m., að kvöldi. s/s „Skálholt“ lagði af stað frá Reykjavík i I strandferð að morgni 23. þ. m. Ökeypis getur hver sem vill fengið vörur, sem eru kr. 6,50 virði, hvert stykki, með því að senda utanáskript sína til A. Severin Scliou, Köbenhavn K. Ritstjóri og áhyrgðarmaður: Sigurður Lýðsson, stud. jur. Prentsmiðja Þjóðviljans. 206 Ollum á heimilinu þykir þetta kynlegt, og ungu piltarnir eru að gizka á, bvað hún muni heita. Mér þykir það og nndarlegt, að hún, móðiris, skuli aldrei nefna fornafn dóttur sinnar. En ef til vill er hún alls ekki móðir hennar; jeg er opt að gera mér von um það, þegar jeg hugsa til þess, hve mikla eptirtekt frú Letellier veitir herberginu, sem eikarþiijurnar er í. En skyldi þetta vera annað, en ímyndun min? Ef til vill er það ekki annað, því að ekki hefi eg nýskeð tekið eptir neiuu, er styrkt geti grun minn. XIX. kapítuli. Eptir miðnætti, á ganginum. 10. okt. 1791. Nú veit eg, að þetta er eigi ímyndun. — Frú Let- ellier lætur sér eigi að eins mjög annt um herbergið, en vill fyrir hvern mun komast þar inn. — Hún lætur sér ekki nægja, að reika fram og aptur um ganginn, heldur reyndi hún og snemma í gærmorgun, að Ijúka upp hurð- inni. Ein vinnukonan rakst þar á hana, og spurði hana, hvort hún væri að leita að nokkru, og svaraði hún þá, að hún hefði haldið, að þetta væri gestaherbergið, en það er nú reyndar hinu megin í húsinu. En það er eigi öll sagan sögð, því að í nótt, sem leið, er eg ætlaði að fara að sofa, heyrði eg, að barið var lítið högg í hurðina hjá mér. Jeg stóð upp, og lauk upp, og sá þá jungfrú Le- tellier standa fyrir framan mig. „Fyrirgefið, að jeg raska næturhvild yðaru, mælti 203 að vera svöng, og henni hlýtur að vera mjög kalt. Seg- ið henni að koma“. En nú ætlaði eg naumast að trúa mínum eigin eyr- um, er hann mælti: „Vitið þér þá ekki, hvar hún er? . Hvernig gátuð þér þá verið svona stillt, er hann leitaði hennar, sera vit- stola maður, khtíma eptir kl.tíma? Vissuð þér þá eigi, að henni var vel borgið?“ „ Jeg var sannfærð um það„, svaraði jeg, „enda þótt eg vissi, að hún var ókunnug hér, og þekkti eigi húsa- kynninu. „Hún getur hafa þekkt húsakynnin, þó að hún væri yður ókunnugu, svaraði hann. „Þér hafið að eins verið1 hér skamma hríð“. „Tæplega í eitt áru, sagði jeg, og hrissti höfuðið, því að mér fór nú að lítast fremur ílla á sakirnar. En er einn kl.timi leið eptir annan, án þess hún kæmi, fórurn við að verða all-áhyggjufull. Við hugguð- um okkur þó við þá hugsun, að þetta stafaði að eine af varkárni hennar; en þegar komið var fram yfir nón, fór- um við að leita, og kölluðum á hana með nafni; en það varð allt árangurslaust. „Hún er hér hvergiu, mælti jeg við unga manninn, sem var utan við sig af sorg og örvæntingu. — „Lygin er orðin að sannleika. — Við verðum að leita hennar í ánni“. Hann fór þó aptur að leita. „Hún sagði, að hún ætlaði að fela sig, og óhugsandi, að hún hafi blekkt mig. — Hún myndi aldrei hafa gengið ein í dauðann, og hlýt og þvi að finna hana“. Hann fann hana þó ekki. - Það hefir enginn séð

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.