Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Síða 2
158 J?JÓÐVILJIÍ,fJ XXII., 40. Wirmipeg 22 ágúst. Fjölinennur fundur við íslendingafljót hvetur IaleDdinga til að hafna millilanda- nefndar-frum varpin u. Sinoairman 26. ágúst. .Þingvallafundarályktun eða skilnað. Islendingar Pipestone Manitoba. Siskveiðaréttur í landhelqi. Þðim er það auðsjáanlega ljóst inn- iimunarmönnunum, að íslenzku sjómenn- irnir iuudí ekki vera auðunnir til þess, að greiða atkvæði með því, aðíslending- ar gefi danska ríkinu landhelgi sína. Það er ekki ósennilegt, að það sé þessvegna, að þeir halda þvi fram, að landhelgin eé ekki sérmál nú, er> verði það fyrst, er uppkastið er orðið að lögum. Þe8su er haldið fram í „Rvíkinniu 27. þ. nu, og grein er hr. Jón verkfræð- ingur Þorláksson hefir skrifað í „Lög- réttuu 26. þ m. „B,eykjavíkinu heldur því fram, að það sé bein afleiðing af hinuxn sameiginlega þegDrétti, að Danir hafi rétt til fiskveiða í landhelgi. En þetta er hreinnt og beinnt rangt. Jalnrétti i atvinnuvegum er alls eigi aíieiðing af þegnréttinum. —Það er ekki nefnt á nafn í þeim lögum, er gilda um þegnrétt í Danmörku, enda binda Danir sjálfir alls eigi réttinn til fiskveiða í landhelgi við þegnrétt, heldur hafa liann allir er búsettir hafa verið í Jandinu í 2 ár. — Og samkvæmt stöðulögunum eru fisk- veiðar sérmál íslarids, oggeta IsleDdingar því sett hver þau skilyrði fyrir réttinum til fiskveiða í tandheJgi, er þeim sýnist. Bæði „Rvk“ og hr. J. Þ. taka þaðfram, að Danir hafi nú rétt til slíkra veiða samkvæmt isleDzkum lögum. Það er satt, og sannar einmitt að landhelgin er sér- mál nú, því að Alþingi hefir að eins lög- gjafarvald í sérmálunum. Þeirri heimild getur Alþingi kippt i burt nær sem það vill, og þar með útilokað alla Dani frá fiskveiðum í landhelgi. Hr. J. Þ. segir að það sé ekki mögulegt sakir „jafnrétt- is þegnannau, en veit hann þá ekki, að þetta „jafmétti þegnanna" að því er at- vinnumál snertir, á við enga lagaheimild að styðjast — er alls eigi til. — Það verður fyrst til, ef uppkastið verður að lögum, því að jafnréttisákvæði 5 gr. er Dönum í lófa lagið, að beita þannig, að allir danskir þegnar um víða veiöld hafi jafnrétti við íslenzka menn búsetta á ís- landi. Það er því fullkomlega vist, að land- helgin er sérmál nú. Sama er að segja um gæzlu fiskveiða- réttarins i iandhelgi Islands. Það er ó- tvirætt íslenzkt sérmál nú, og nægir því til sönnunar að benda á það, að Islend- ingar borga til landhelgisvarnanna, en þeir eiga ekkert að borga til sammálanna. Uppkastið mælir aptur á inóti svo fyrir, að Danir hafa einkarétt til gæzlu fiskiveiðaréttar þegnanna, að rninnsta kosti næsta mannsaldur, og rétt til veiða í land- helgi á meðan þeir annast strandvarnirn- ar. Þar er heldur hvergi nefnd landhelgi íslands heldur landhelgin við Danmörku og ísland. — Þar er auðsjáanlega að ræða um eina heild landhelgi ríkisins. Það var hreinasti óþarfi að taka það skýrara fram í uppkastinu, að meiningin væri að gefa Dönum landhelgina. Það er beinlínis rangt hjá hr. J. Þ., að vér getum vísað Dönum úr laDdhelg- inni að 25 árum liðnum. Hinni sameig- inlegu gæzlu fiskveiðaréttar þegnanna getum vér fyrst sagt upp eptir 37 ár, og það er auk þess í meira lagi vafasamt, hvort það hefir nokkru ,.praktiskau þýð- ingu, því eins og sagt er hér að frarnan, þá geta Danir beitt jafnréttisákvæði 5. gr þannig, að þeir geti fiskað hér í land- helgi um aldur og æfi. Vér höfum ekki tíma eða rúm til þess að eltast við, nema allra helztu vitleys- ur og rangfærslur uppkastsmanna um þet.ta mál, enda virðist sannleikurinn svo auðsær, að ólíklegt er, að hægt sé að rugla nokkurn mann í þessu efni. — Málið hefir og verið nákvæmlega skýrt áðnr í 34—37 tbl. „Þjóðviljansu. Hitt getum vér ofboð vel skilið, að þeim mönnum, er þurfa að halda á atkvæðum ís- lenzkra fiskimanna 10. sept., þyki ekki heppilegt, að segja þeim, að þeir ætli að sam- þykkja uppkastið, ef öllum almenningi er það ljóst, að í þvi felzt afsal íslenzkr- ar landhelgi — að það heimilar Dönum að vaða með svo mikinD fiskiflota, setu þeim sýnist, alveg hér upp í landsteina. Og veitir þeim einkarétt til landhelgis- varna — eða með öðrum orðum, lætur þá alveg einráða um, hverjir fá að fiska i landhelgi, og hvað mikið þeim þykir borga sig, að leggja í sölurnar til þess að verja hana. En það er alveg ófyrirgefanlegt af uppkastsmönnum, að vera að reyna að bæta málstað sinn, með því að leitast við að ríra þau landsréttindi, er Danir með stöðulögunum hafa viðurkennt, að vér hefðum. Vel gætum vér trúað, að Reykjavik- ur sjbmennirnir myndu hr. J. Þ. þetta skrif hans, er til kosningaDna kemur. „Það er gott að gera vel, og liitta sjálfan sig fyriru. Þingmálafundur í Hafnarfiröi. Þingmálafundur var haldÍDn i Hafn- arfirði 26. þ. m. Björn kaupmaður Kristj- ánsson setti fuudinn, og stakk upp á Magnúsí Sigurðssyni sýslumanni,semfand- arstjóra, og var hann kosinn. Enn írein- ur var samþykkt eptir uppástungu B. Kr., að fyrst skyldu þingmannaefnin hafa leyfi til þess að tala 1 klukkustund hvort, síðan kjósendur Hafnarfjarðar allt að J/2 stund hver, og loks hver er vildi, en þó eng- inn íengur en x/2 stund. Halldór Jóns- son, bankagjaldkeri, vildi breyta því þann- ig, að ráðherrann fengi að tala jafn lengi og þingmannaefnin, en einir 3 greiddu atkvæði með þvi, og mun innlimunar- mönnunum hafa litizt það óálitleg byrjun. Síðan hófust umræður um sambands- málið. — Fyrstur mælti Björn Kristjáns- son, kaupmaður, og sýndi fram á helztu J galla frumvarpsins. Islaudi væri ekki ætlað að vera riki. Jafnréttisákvæðið stór- háskalegt. Sameiginlegu málin eigi tal- in upp í raun og veru, því að 4 gr. heim- ilaði dönskum stjórnarvöldum að hlutast til um öll þau tnál er bæði tækjutil (er af fælles Betydning) íslands og Danmerkur. Stórhættulegt að hafa hermál sameigin- leg með Dönum, þeir gætu’ ekki varið okkur, en af þvi leiddi, að ef þeir fiækt- ust inn í ófrið, þá fylgdum við með. 0- fært að dómsforseti hæzbaréttar væri odda- rnaður í nefnd þeirri, or úr ágreiningi sker, um pað, hvort mál væri sameigin- legt eða ekki. Uppsaguarákvæði 9. gr. afleit, vegna þess, að konungur gæti val- ið um, hvort hann vildi fylgja tillögu Rík- isþÍDgs eða Alþingis, og væri því engan veginn víst, að öllum þeim málum, sem gert er ráð fyrir, að mögulegt sé að slíta, yrði slitið, þótt íslendingar vildu. Ef Dan- ir t._ d. færu fram á að slíta einu atriði, en íslendiugar 5, þá væri líklegra að kon- ungur tæki tillögu Ríkisþingsins til greina. Aptnrför frá stöðulögunutn, bar væri kaup- fáninn sérmál, atvinnulöggjöfin ekki tak- mörkuð af jafnréttisákvæðinu. Þingvalla- fundarsamþykktin hefði verið það eina umboð, sem nefndarmennirnir hefðu haft frá íslenzku þjóðÍDni, og frá því hefðu þeir vikið Næstur talaði Jón Jónsson, sagnfræð- ingur. Lofaði hann f'rumvarpið á hvert reipi. Taldi ísland fullveðja riki, og því einkum til sönnunar, að Island fengi kaup- fána, líka út á við eptir 25—37ár, ogað hægt væri að stofna hæztarétt á Islandi. Yar hann klökkur mjög, og talaði um hve Ijótur löstur tortryggniu væri, og það margtók hann f'ram, að hanD fylgdi máli þessu af sanufæringu og — engu öðru. Þá talaði Halldór bankagjaldkeri Jóns- sod. Yar það mál allra þoirra manna, er vér áttum tal við, að jafn rakalausar full- yrðingar hefðu þeir aldrei heyrt fluttar á mannfundum. Vér gefumst alveg upp við að skýra frá efni ræðu haDs, vegna þess, að vér gátum þar enga heila hugs- un fundið aðra en þá, að uppkastið vildi hann hafa. Síðast af þingmannaefnunum talaði Jens prófastur Pálsson. Hann taldi frumvarp- ið óbreytt alveg óaðgengilegt, sérstaklega lagðí hann — auk galla þeirra, er B. Kr. hnfði nefnt — áherzluna á i hvílíkan voða Þlenzku þjóðerni væri stofoað, með því að veita Dönum jafn auðveldlega aðgang að auðsuppsprettum landsins, og uppkastið gerir ráð fyrir. Taldi hann að með uppkastinu, ef það yrði að lögum, væru lagðir ýmsir f]ötrar á íslenzku þjóð- in», sem stórskaðlegar gætu orðið fyrir þroska hennar og framþróun. Yar gerður aóður rómur að máli hans. Þá töluðu 2 af kjósendum í Hafnar- firði Sigurgeir vegaverkstjóri Gríslason og Jón ritstjóri Jónassou, báðir á móti frum- varpinu óbreyttu Nú kom röðin að ráðherranum. Gat hanu þess i fyrstu, að hann skyldi ekki tala langt mál, því á atkvæðagreiðslu þeirri, | er fram hefði íarið 'í fundarbyrjun þættist hann sjá, að íáa laugaði til þess að hiýða ! á eig. HaDn kvað íslandi alveg ótvirætt ætlað að verða fullveðja ríki eptir upp- kastinu. Danir fengju með frumvarp- inu engan nýjan rétt — jafuréttið það sama og nú. Frumvarpið hvergi rangt þýtt. Hagfeldara að hafa ekki öll málin uppseganleg. — íslendingar samþykktu að eins íslenzka textann. — Þeim mætti því alveg á sama standa hvaða gildrur

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.