Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Síða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1909, Síða 3
gÉ>JÓBVXI.J IM N 11 XXIII., 3.-4. G-omez befl lýst því yfir, að bann aetli að halda stjórnarskrá ríkisins, og hefir hann sent sendiherra til Evrópu, til að tilkynna, hvaða breyting sé á orðin. Yenezuela-banki hafði veitt Castro ó- takmarkað lánstraust, áður en hann lagði af stað til norðurálfunnar, en hefir nú lýst yfir þvi, að hann njóti eigi láns- trausts hjá sér. — — — Bandaríkin. Mjög mikil fjársvik hafa orðið uppvís í Pittsburg, og hafa 7 af meðlimum bæjarstjórnarinnar, verið sett- ir í varðhald, sem og tveir þjóðbanka- stjórar. — Fjöldi af helztu borgurum bæj- arins eru bendlaðir við fjárpretti þessa. Maroceo. Stórveldin hafa nú viður- kennt Muley Hafíd. sera soldán í Marocco. lolitík stjórnarinnar. —O— Ráðherrann kom aptur úr utanför sinni, af íntidi lronungs og rikisráðs, með ,Yestu‘ um daginn. Það er haft fyrir satt, að hann hafi leitað hófanna við Dani, um hvort þeir myndu fáanlegir, til þess að samþykkja nokkrar breytingar á uppkasti mi'.lilanda- nefndarinnar. En almenningi er með öllu ókunnugt um, hvort honum hefir orðið nokkuð á- gengt í því efni. Meun vita jafn vel ekki, hverjar breytingar hann telur æski- legt, að gerðar verði á frumvarpinu, því að í kosningahríðinni í sumar sáu, hvorki hann né flokksmenn hans, neinn blett eða hrukku á því. Stjórnarblöðin hafa verið að spyrja að • þvi í liðlangt haust og vetur, hvað frum- varpsandstæðingar ætluðu að gera, enda þótt þingmenn þess flokks hefðu greini- lega lýst skoðun sinni á kjósendafund- I nnum í sumar, og margir auk þess í blöð- um og á fundum síðan. Enn fremur gátu stjórnarblöðin sagt sér það sjálf, því að það liggur í augum uppi, að um orðalag- ið á breytingunum gátu meiri hluta þing- mennirnir ekkert sagt, fyr en þeir höfðu átt kost á að tala saman allir, sem ekki verður fyr en þeir eru allir komnir til þings. Hitt vita bæði stjórnarblöðin og aðrir, að um efni aðal-breytinganna var enginn ágreiningur meðal sjálfstæðismanna á kjósendafundunum í sumar, að því er il hefir spurzt. Kjósendum sjálfstæðismanna er þess vegna vel kunnugt um skoðanir þing- manna sinna, og þeirra vegna þurfa stjórn- arblöðin ekki að spyrja. E;i það er dálítið einkennilegt, að um Í6íð ug þau heimta, að stjórnarandstæð- ingar svari hverri spurningu, sem þeim dettur í hug að beina að þeim, verjast þau allra frétta um það, yfir hverju ráð- herrann og flokksmenn hans búi. Það virðist þó ekki síður nauðsynlegt fyrir þjóðina, að fá að vita eitthvað um það. Og það því fremur, sem ómögulegt er að gera sér í hugarlund, hvaða breyt- ingar þeir menn nú vilja hafa —efþeir vilja hafa nokkrar — sem fyrir nokkrum mánuðum stóðu á þvi fastara en fótun- um, að engum staf mætti, eða ætti, að breyta. Á Selfossfundinum í sumar, kvað ráð- herrann hafa lýst þvi yfir, að svo fram- arlega sem meiri hluti þjóðkjörinna þing- manna ekki yrði uppkastinu fylgjandi, þá yrði það ekki lagt fyrir þingið, því að Danir myndu þá ekki viija á það fall- ast, þótt það næði samþykki alþiogis. Eptir kosningahrakfarirnar vörðu stjórn- armenn — án þess ráðherrann mótmælti því — setu hans með því, að hann hefði að eins fallist á frumvarpið sem nefnd- armaður og þingmaður, hvað hann gerði sem ráðherra væri enn óvist, það gæti vel verið, að hann legði frumvarpið fyr- ir þingið óbreytt, en hitt gæti líka skeð, að hann kæmi með nýtt frumvarp. Enn sögðu sumir, að kæmi hann með nýtt frumvarp, myndi hann rjúfa þing, og bera þetta nýja uppkast undir atkvæði þjóðarinnar, ef meiri hluti þings yrði því andvigur. Þá hefir því loks verið fleygt nú upp á síðkastið, að bann myndi vikja frá völd- um í byrjun þings, og láta meiri hlut- ann spreyta sig á því, að greiða úr flækj- unni. Allt þetta hafa stjórnarmenn látið sér um munn fara, treystir nú nokkur sér til, að fá út úr þessum graut og eDda- ieysu, hver er stefna ráðherrans og flokks hans í sambandsmálinu? Er ekki eðlilegt, að menn spyrji, hvað ætlar ráðherrann sér, hefir hann reynt að fá breytingar á frumvarpinu, og hvað hefir honum orðið ágengt? Og er það ósanngjarnt, þótt íslenzk- SO eruð slæm börn, slæm börn. — Gerið óskunda hér í hús- inu, og gabbið mig, gömlu kerlinguna, og látist ekki þekkja hvort annað!u „Hættu nú að þreyta manninn með ruglinu i þér, amma! Komdu nú! Pabbi verður ella reiður, er hann kernur heim!“ Gamla konan hrökk við, og fór þegjandi með ungu scúlkunni. — Þegar hún var komin að dyrunum, sneri hún sér þó við, hneigði sig, og mælti við Frank: „Góði drengur! Farðu ekki! Heyrirðu það?“ Að svo mæltu hvarf hún ídu í hitt herbergið, ásamt Maggy. Frank gekk út að glugganum, og horfði út yfir Albe- marle-sundið, og sá húsin í Osceola spegla sig hinu meg- in i sólskininu, en var þó að hugsa um það, sem hann hafði heyrt gömlu konuna segja. Honum virtist auðsætt, að gamla konan væri farin að ganga í barndómi, en eitthvað hlaut að liggja til grund- vallar, að því er það snerti, er hún stóð svo fast á. Hefði hann lengur getað átt tal við hana, hefði hann að likindum komizt á snoðir um fleira, að þvi er toll- svikin snerti. Hún hafði sífellt kallað hann Dan, og hlaut það að vera sonur, eða bróðir, hennar, sem lengi hafðí verið í siglingum, og von var á heim. Þetta var og eigi ólíklegt, því að í Nagshead var tæpast nein fjölskylda, er einhver þaðau var eigi i sigl- ingurn, eða átti á bak að sjá föður, bróðir eða syni. Honurn datt nú í hug það, sem hásetinn hafði ver- ið að ympra á, að hann væri nauðalíkur kunningja hans frá Nagshead, sem hafði farizt, eða horfið, og þótti leitt 69 fast hönd hans, og var, sem gamla manninn furðaði á því, og starði hann einbeittur í augu honum, en leit svo Undan, hálf-feimnislega, og slepptí hendinni á Frank. „Yið tölumst betur við seinna, Zeke Konks!“ mælti Frank, sen nú var orðinn hinn stilltasti. Hann kvaddi síðan fiskimanninn, og gekk út úr húsinu, án þess að bíða þess, að hann svaraði. Gamli maðurinn hrökk við, og kreppti hnefann, er liðsforinginn var genginn út, og hlammaði sér síðan niður á stól. —• Hann hafði beitt hótunum, en þóttist nú sjá, að hann gæti ekki komið þeim fram. Loks spratt hann upp, sem óður væri, greip ár, sem stóð upp við vegginn, braut hana sundur, og kastaði brot- unum til jarðar. I sama augnabliki var hurðinni hrundið upp, og Maggy stóð á þrepskildinum. — Hún horfði forvitnislega á Zeke, eins og hún byggist við, að fá skýringu á því, hvað á gengi. — Síðan hljóp hún til hans, lagði handlegg- inn um háls honum, og mælti: „Hvað gengur á frændi? Ertu reiður?“ Gamli maðurinn virtist nú loks taka eptir henni. „Ert það þú, Maggy? mælti hann, og varð hýrlegri á svipinn. — Svo strauk hann hendinni þýðlega um hár- ið á henni, sem lá laust niður á herðarnar, og enn var vott af sjónum, síðan hún baðaði sig. „Vertu óhrædd barnið gott! Það er ekkert að mér! Ungur maður gjörð- ist svo fífldjarfur, að hafa í hótunum við mig, en Zeke gamli þorir eon að mæta hverjum, sem er!“ „Var það liðsforÍDginn, sem eg mætti?u „Ja, barnið mitt!“ Maggy geiflaði fyrirlitlega sér á munninn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.