Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1909, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1909, Qupperneq 3
XXIII., 5.-6., .Þjóðviljinn 19 ÞING-RÆÐISMÁL. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykkt með 9 atkv, 8 greiddu ekki atkvæði. Fundurin lýsir roegnri óánægju yíir þaulsetu ráðherrans og skorar á al- þingi að halda uppi þingræðinu." Enn voru mörg mál rædd, sem hór yrði of langt mál upp að telja. Meðal annars vildi fundurinn láta lögskipa mat á allri ull, er úr landi er flutt, og að enginn megi reka neÍDskonar atvinnu á íslenzkri lóð eoa landhelgi, nema hann sé búsettur i landinu sjálfu. Nýjar bækur. —o— Tímarit hins islenzka bókmennta- SKýrnir. félags. 82. ár. fiitstjóri, Einar Hjör- leifsson. Uppgangur bókmenutafélagsins hefir verið mikill hinn síðari árin. Árið sem leið liafa til dæmis félaginu bæzt 119 fé- lagar. Mun það mikið Skýrni að þakka, þvi að isann er nú miklu fjölbreyttaii að efni og veigaineiri en áður, er hann að eins flutti belztu tíðindi erleDd og inn- lend, og kom út að eins einu sinni á ári. Nú koma af honum 4 6-arka hepti árlega, og er þar fjöldi ritgerða fræðandi og 9kemmtandi efnis. 1 þessum síðasta árgangi eru alls 25 ritgerðir, og auk þess all-margir ritdómar, og yfirlit yfir helztu erlend tíðindi i hverju hepti, loks er í síðasta heptinu getið helztu atburða er gerst hafa á Islandi árið 1908. Ein skáldsaga er í hverju hepti, 3 eptir ritstjórann (E. H.) og ein eptir.Ión Trausta. Sögur Einars heita: Á vega- mótum, Marjas, og Vistaskipti, þeirri sið- ustu er þó ekki lokið. Allar eru þær laglegar, og það er saga Jóns Trausta Hka. Þá er ræða um móðurmálið, er landlækn- ir Guðmundur Björnsson flutti á stúdenta- fundi hér í Raykjavik í fyrra, fróðleg rit- gerð um sjálfstæðisbaráttu Norðmanna ept- ir hinn góðkunna norska prest 0. P. Monrad. Haraldur Nielsson prestaskólakennarihefir ritað 2 greinar, aðra um Prédikarann og og bölsyni hans, en hina um keDningar- frelsi presta, sem hann er mjög hlynntur. dr. Helgi Pétursson hefir skrifað um upp- tök mannkynsins, og íslenzka heimspeki. I Þórhallur Bjarnason biskup hefir skrifað mjög skemmtilega og fróðlega grein um Konráð Gíslason, væri gaman að sjá meira af íslands sögu frá hans hendi, því að þar fer saman mikillfróðleikurog skemmti- leg frásögn. Indriði Einarsson, hagfræð- ingur, ritar um peningaverð á Islandi. Jón Jóns^on sagntræðingur, og Matthías Joohumtson hafa báðir ritað um rússnesku spekinginn Leo Tolstoj, Guðmundur Kamban ritar um ættarnöfn, sem hann vill að íslendingar taki upp. Guðmund- ur Björnsson landlæknir skrifar um rot- þrór, og aðra grein um taugaveiki, og er sú hugvekja einkar þört, og ættu sem flestir að kynna sér hana. Þorleifur H. Bjarnason ritar um hið nýlátna stórskáld Norðmanna Jónas Lie, Jón Jónsson próf- astur á Stafafelli hefir skrifað grein um stikukerfið. Vill hann hann hafa stutt og lagleg heiti í stað hinna útlendu orða, er notuð eru í lögum siðasta þings. Matt- hías Jochumsson ritar um Sigurð L. Jón- assOD, er lengi var forseti flafnardeildar hins islenzka bókmenntufélags. Þá hefir SteÍDgrímur Mattbíasson skrifað langt mál um ofát, sem hann telur almennan löst hjá oss Islendingutn, er spilli heilsu fjölda manna Bríet Bjarnhéðinsdóttir blaðstýra segir frá upptökum og sögu kvennrétt- índa-hreifingarinnar í Ameríku. Loks er þar eitt kvæði eptir Stephan G. Stepb- ansson, er heitir: „í páfagarði“, og þýð- ing á dómiuum yfir Galilei, eptir Einar Hjörleifsson. Galilei var eins og kunn- ugt er dæmdur fyrir það, að hann hélt j því fram, að jörðin snerist í kringum sólina, en það kváðu klerkar gagnstætt heilagri ritningu. Hann varð að afneita kenningu sinni til þess að bjarga lífinu, og rit hans voru bönuuð í kaþólskum löndtim. Menn sjá á þessari skýrslu, að Skýrn- ir er ærið fjölbreyttur að efui, og vel þess verður að vera keyptur og lesinn. L. ----CjQO----- Á Blönduósi var þingmálafundur háð- ur 8. jan. þ. á. samkvæmt íundarboði þingmanDa sýslunnar. Meðal annars voru þar rædd þessi mál: SAMBANDSMÁLIÐ. Samþykkt var með öllum atkvæðum gegn einu svo hljóðandi tillaga frá Sig- urði Sigurðssyni bónda á Húnsstöðum: 92 En jeg er sendur í því skyni, að mér takist betur! ’Þér vekið mig aptur eptir tvo kl.tíma!“ Að svo mæltu kastaði Frank sér í fötunum upp í rúmið, horfði nokkrar mínútur upp í Ioptið, og lét síðan augun aptur, og litlu síðar mátti heyra, að hann var sofnaður. Bátarnir héldu nú af stað, hver á eptir öðrum, og seinasti báturinn fór ekki, fyr en sólin var að renna und- ir í ve_tri; on eptir það beið Myers rúman hálfan kl.tíma udz farið var að rökkva; þá kallaði hann í Frank, er spratt •upp, jafn skjótt, er hann heyrði nafn sitt nefnt. Frank leit út um gluggann, sá, að bátarnir voru farnir, og tók nú að týgja sig til ferðar, fór í gulu oliu- 'treyjuDa utan yfir einkennisbúninginn sinn, og lét suð- vestið á höfuðið á sér. „Þessi búningur gerir það að verkum, að í fjarska þekkist, eg ekkí! Haldið þér ekki?“ spurði Frank. Myers yppti .öxlum, því að honum leizt alls ekki á þetta. Frank gerði sér á hÍDn bóginn beztu vonir, og hló. „En til þess að þór álítið mig eigi allt of léttúð- ugan, undirliðsforingi“, mælti bann góðlátlega, „þá lítið á, hvað eg tek með mór til verndar, þó að eg grípi ekki til þess, fyr en í nauðir rekur“. Að svo mæltu tók hann skammbyssu upp úr koff- ortinu, og stakk honni í treyju vasann. „Yerið nú sælir undirliðsforingi, og gætið dú vel að, hvað þér sjáið á hafinu, því að óhugsandi er ekki, að toll- svikararnir sóu í greudinni einniitt i dag“. Að svo mæltu fór hann frá stöðvarhúsinu, og var ;þá orðið nær aldimmt. — En í stað þess að stefna til 81 að liann hafði eigi innt eptir, hvað hann hét; það hefði ef til vill getað gefið honum einhverja leiðbeiningu. „Annars væri það kynleg tilviljun“, hugsaði Frank, tækist honum að ná tökum á tollsvikurunum, af því að svo vildi til, að hann var líkur einum þeirra í sjón! „En þetta verð eg að nota mér“, mælti hann. „Látum gömlu konuna álíta, að eg sé Dan, eða ein- hver annar, geti það leitt til þess, að hún verði skraf- hreifnari“. Hann sneri sór nú frá glugganum, er hann heyrði Maggy koma inn í herbergið. Var auðséð á henni, að henni líkaði miður, er hún sá ókurnuga manninn þar enn. „Hvað? Þér eruð hér þá enn!“ mælti hún. „Mig rninnir, að eg segði yður, að þér gætuð ekki fengið flutn- ing til Osceola í dag.“ „.Teg hafði gleymt að borga“, svaraði Frank, en lót sem hann tæki ekki eptir óánægjunni, er lýsti sór raál- rómi stúlkunnar. Hann benti nú á rommflöskuna, og lagði banka- seðil á borðið. Maggy leit á glas hans, og ýtti svo seðlinum frá sér. „Þér hafið alls ekkert drukkið“, mælti hún, „og gjafir viljum vór engar af yður þiggja. — En mér þyk- ir vænt um, ef þó afsakið ruglið, sera amma mín þreytti yður m.ið. — - Gamla konan missti elzta son sinn fyrir mörgum árum, og gerir sór enn von um, að hann komi aptur. — Sú tilhlökkun er eina gleðin hennar, og vér látum hana því standa í þessari ímyndum. — En jeg skil v l, hve leiðinlegt það hlýtur að vera fyrir yður, sem eruð liðsforingi, að vera álitinn einn úr vorum hóp.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.