Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Síða 2
30 Þjób viljinn. Hann kvað sér hafa gengið það aðal- lega til, er hann kom fram með breyt- ingartillögur sínar, að í Uppkastinu fæl- ist uppgjöf á þeim réttindum, sem vér \ nú hefðum, og teldum oss eiga tilkall til. T. d. gætu íslendingar nú, eftir stöðu- lögum og stjórnarskrá, skipað fiskiveiða- málum og annari atvinnulöggjöf svo sem þeim sýndist, og því heimilað Islending- um sérréttindi fram yfir Dani, ef þeim sýndist svo. Sama væri og um það, að Islending- gætu nú tekið sér hvaða verzlunarfána, sem þeim sýndist, en öðru máli gegndi, ef Uppkastið yrði samþykkt. Þá veik hann orðum að, hver hætta væri fólgin í jafnréttisákvæði Uppkasts- ins, ekki sizt þar sem frumvarpið gerði ráð fyrir, að því yrði aldrei haggað. Það virðist nokkuð hjáleitt, að fela Dönum hervarnir og utanríkismál vor um aldnr og æfi samtímis því, að Danir ætl• uðu Islandi að verða fullvalda ríki, og færi svo, að sjálfstæði Danmerkur yrði hætt, t. d. af óíriði í Evrópu, þá væru íslendingar miklu ver farnir, ef frum- varpið yrði samþykkt, og viðbúið að ís- land yrði þá ekki talið annað en ríkis- hluti, er að sjálfsögðu yrði að fylgja Dan- mörku. Þrátt fyrir það þó að nefndarmenn- irnir dönsku heíðu látið svo í veðri vaka annað veifið, að íslandi væri œtiað að vera sjálfstætt ríki, hefðu þeir þó verið ófáan- legir til að taka upp um það Ij'os ákvæði, og fellt breytingatillögu sína (Sk. Th.), þess efnis, og ekki fengist til að nota orðið Statsforbund (ríkjasamband) í 1. gr. frumvarpsins, en kosið heldur Statsforbind- else (ríkiseining). Það væri af sömu rótum runnið, að ekki hefði mátt nefna á nafn í frumvarp- inu sérstakt, íslenzktlandhelgissvæði, held- ur notað orðið Söterritorium til þess að allt skyldi becda sem bezt á það, að ríkið væri eitt. Það væri talinn aðal-ábatinn við Upp- kastið, að ísland fengi full ráð sérmála tinna. En þetta væri reyndar lítilla þakka vert, er þess væri gætt, að Danir hefðu tryggt sór með Uppkastinu jafnrétti til fiskiveiða og atvinnureksturs yfirleitt; en einmitt vegna atvinnumálanna hefðu þeir þózt þurfa til þessa að hafa hönd í bagga með sérmálalöggjöf vorri. Um undirskript undir skipun íslands- ráðgjafa væri það naumast vafasamt, að henni mundi nú hér eptir fást hagað svo sem íslendingar óskuðu sér, og um af- skipti Dana af sérmálalöggjöf vorri skipti bað mesiu, hversu á væri haldið af ís- iendinga hálfu. Aðal-ágreiningur milli stjórnar og sjálf- stæðismanna væri sá, að stjórnin teldi ekki meira fáanlegt en það sem í Upp- kastinu stæði, og vildi jafn harðan taka því sem fáanlegt væri, þar sem vér sjálf- stæðismenn vildum ó hinn bóginn eigi loka neinum sundum, en hamra á og bíða hetri tima, í því örugga trausti, að ekki væri tii engis beðið, heidur hlytum vér íslendingar að ná fullum réttindum vor- um, er stundir liðu. Réttaróvissan sú, sem nú væri á um ríkisréttariega stöðu Islands (ólögleg upp- tök stöðulaga og stjórnarskrár) væri ís- lendingum til hagnaðar í baráttunni. Skilningur Dana á málinu hlyti að skýrast smám saman, þótt örðugt gengi í fyrstu, og þeim að leiðast þófið og láta undan, svo að vér fengjum siðferðislegan rótt vorn að lokum. Ráðherra héldi þyí fast að þjóðinni, að samþykkja Uppkastið, og vildi þar með binda hendur eptirkomendanna. En þess- ari stefnu hans hefði mikill rueiri hluti þjóðarinnar tjáð sig andvígan, og kosn- ingaósigur stjórnarinnar 10. sept. síðastl. sýndi ótvírætt, að ráðgjaíi hefði glatað trausti með þjóðinni, enda mundi fram- koma hans í sambaudsmálinu ekki eiga hvað síztan þátt í því. I samræmi við þenna yfirlýsta þjóð- arviija kvað hann meiri hluta þings hafa : falið sér að lýsa yfir þvi, að væntanleg- ar væri mjög bráðlega úr báðum deild- um þiugsins þingsályktunartillögur, er lýstu vantrausti meiri hluta þings og þjóð- ar á núverandi ráðherra. Auk ofan greindra flutti og dr. Jön Þorkélsson all-langa ræðu, og lagði aðal- áherzluna á það, að í þessu máii ættu Islendingar ailt við konunginn, en í raun og veru alls ekkert við ríkisþing Dana. Níu manna nefnd var síðan kosin, til 1 af fjalla um mál ð, og hlutu kosningu: dr. Jón Þorkelsson Sig. Gunnarsson Björn Jónsson Skúli Thoroddsen Bjarni frá Vogi Ólafur Briem. Enn freraur af hálfu frumvarpsmanna. Jóh. Jóhannesson Jón Magnússon og Jón Ólafsson. Pdðherra-tilnefninqin. Ráðherra veitt lausn. —o— Þegar ráðherra hafði lýst því yfir á þingfundi neðri deildar á sprengidaginn (23. þ. m.), að hann myndi beiðast lausn- ar, tóku sjálfstæðismenn að ræða um ráð- herra-efni, og átti með sór eigi all-fáa fundi i því skyni. — Atkvæðagreiðslan um mál þetta, sem olli eigi all-litlum á- greiningi í flokknum, er þegar orðin hljóðbær, og þykir „Þjóðv.u því rétt að skýra frá henni, enda hér eigi um neitt að ræða — sé þyí sleppt, sem gerzt hafði á undan bak við tjöldin —, sem nein- um ætti að vera ami í, að almenningur fengi að vita: Við fyrstn atkvæðagreiðslu féllu at- kvæði þannig: Björn Jónsson.............9 atkv. Kr. Jónsson...............6 — Skúli Thoroddsen ,, . . . . 6 — Hannes Þorsteineson . . 3 —; XXIH, 8-9! en með því að Kr. Jónsson hafði lýstyf- ir í öndverðu, að hann vildi vera undan- þeginn, féllu atkvæðin siðar þannig: Björn Jónsson..................15 atkv. Skúli Thoroddsen .... 8 — Hannes Þorsteinsson ... 1 — Þá varð ágreiningur mikill um það, hvort benda skyldi konungi að eins á einn, eða á bvo, sem haDn þá gæti valið um, eins og ráðherra hafði farið fram á, og stóð í all-miklu þjarki um það í fleiri ! kl.tima, en hinir áköfustu fylgismenn Björns Jónssonar, er mest höfðu starfað að kosningu hans, vildu alls eigi á neinn hátt eiga það á hættu, að missabann, og eptir það, er Björn og Skúii höfðu verið beðnir að ganga út, og flokksmenn ráðið ráðum sínum um hríð, höfðu þeir það‘ fram, með 14 atkv. gegn 8, að að eins- ekyldi bent á einn, og neyddu hina með- atkvæða-magni, til að láta svo vera. Þaðvoru mestmegnis landvarnarmenn, er kosningu Sk. Th. studdu, litu svo á, sem það gæti haft pólitiska þýðingu út á við, sakir ágreinings hans í millilanda- nefndinni, sem borið hafði svo glæsileg- an hærri hluta við kosnÍDgarnar 10. sept. síðastl. En hann hefir nú lagt fram sinn skerf í málinu, og amiar tekur við. í sambandi við ofan ritað skal þess getið, að símskeyti barst frá konungi 28. febr. — ráðherra-tilnefningin hafði verið send honum 25. febr., ásamt lausnarbeiðni ráðherra —, þar sem hann veitir núver- andi ráðherra lansn, en biður hann gegna ráðherrastörfum, unz eptirmaður hans sé útnefndur, og skorar jatn framt á forseta þingsins (Björn Jónsson, Hannes Þor- steinsson og Kr. Jónsson), að koma sem bráðast á fund sinn, til skrafs og ráða- gerða (þ. e. um ráðherraskipunina.) Flokkur sjálfstæðismanna hefir enn eigi tekið málið til athugunar, en engum dylst, hve afar-bagalegt þetta er þinginu, og störfum þess, auk kostnaðarins, sem því er samfara. — Getur og verið var- hugavert, vegDa seinni tímans, enda kon- ungi fráleitt óljúfara, ef flokkurinn kysi það fremur, að fá allar þær upplýsingar,. sem hann kynni að óska, ritsímaveginn frá flokkstjóminni. — Eigi virðist það og annað en mjög sanngjarnt að konung- dómurinn fylgist svo með, að því er ís- Jenzka menn, og málefni, snertir, að slík- ar „utanstefnur“ gætu verið óþarfar. En að láta sér detta í hug, að utan för forsetanna, til þess að eiga ef til vill hálf-tíma til kl.tíma samræður við kon- ung, geti haft nokkra minnstu þýðingu, að því er til sambandsmálsins kemur, það er að voru áliti einberasti barnaskapur. — Vér vitum, að konungur vill, að allt jafnist sem bezt milli landanna; en það er skoðun danskra stjórnmálamanna, sem þarf að breytast, og það gerist eigi á svipstundu. eins og sakir standa, því að engar smá- breytingar lætur íslenzka þjóðin sér nægja, heldur að eins sjálfstæðiskröfur sínar fullar.: En að sá hluti sjálfstæðisflokksins, er.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.