Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Síða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1909, Síða 4
32 Þjóðviljinn XXIII., 8.-9. Svissaraland. Meðan á guðsþjónustu- gjörð stóð, hrundi nýlega hvelfing í kirkju einni í borginni Nax, biðu 28 menn bana, en 30 hlutu meiðsli. — — — Portugal. Stjórnin óttast mjög bylt- ingu af hálfu lýðveldismanna, og hefir því herlið til taks, ef á þarf að halda. — ítalía. Úr rústum Messínaborgar var manni nokkrum bjargað eptir 14 daga, og hafði kona hans, og fjögur börn þeirra hjóna, iátizt úr hungri í rústunum, að honum ásjáandi. — — — Ungverjaland. Slys vildi til i kola- námu í janúar í héraðinu Vuszprim, og kvað hafa látizt þar nokkrir tugir manna. Þýzkaland. Látinn er Hompeseh greifi, sem verið hefir ríkisþingsmaður síðan 1874, og var hann einn af foringjum ka- þólska flokksins, og elzti maður á þingi Þjóðverja. — Hann átti og sæti á norð- þýzka ríkisþinginu 1866, og er jafnaðar- maðurinn Behel nú einn á lífi þeirra manna er sæti áttu á því þingi. — — — Montenegro. Mælt er að Níkíta, fursti í Montenegro, ráðgeri, að sleppa völdum, en vilji eigi, að krónprinzinn, Danílo að j nafni, taki við ríkisstjórn, heldur Mirko prinz, sem talinn er meiri stjórnmálamað- ur, og líkrar skoðunar, sem furstinn, að því er efiingu ríkis Serba snertir. — — Rússland. Fjöldi lögregluembættis- manna voru teknir fastir í Pétursborg í öndverðum janúar, með því að uppvíst varð um 2]/2 millj. króna sjóðþurrð í sjóði lögreglustjórnarinnar. Mælt er og, að lög- regluembættismenn hafi séð gegn um fing- ur, að því er ýms spilahús snertir, og þeg- ið fé fyrir. 11. janúar fann lögregluliðið all-mik- ið af sprengikúlum, og sprengiefnum, hjá stúdent nokkrum, og voru þvi tveir stú- dentar. synir hátt settra embættismanna, teknir fastir, enda telja lögreglumenn mikinn byltingahug í flokki stúdenta yf- irleitt. — — — Bandaríkin. 19. janúar þ. á. minntust Bandamenn þess, að þá voru liðin hundr- að ár frá fæðingu Edgar Allan Poe. sem er eitt af helztu þjóðskáldum þeirra. — Edgar Poe dó á unga aidri, og átti við bág kjör að búa, enda varð hann eigi frægur, sem skáld, fyr en nokkuru eptir andlátið. Ameríska eimskipið „Republic“ sökk ný skeð í Atlantshafinu, hafði rekizt á annað gufuskip. — Skipshöfn, og farþeg- ar, voru alls 761 að tölu, og var þeim öllurn bjargað af eimskipi, er þar var í grennd. Löggjafarþingið í Kaliforníu er um þessar mundir að fjalla um laganýmæli, er bannar Japönum að eignast jarðeignir í Kalíforniu. — Japanar eru laganýmæli þessu mjög gramir, og hefir Boosevelt for- seti skorað á landstjóranu i Kaliforníu, að neyta wynjunarvalds síns gegn laga- nýmæli þessu, svo að eigi stafi ófriðar- hætta. Ameríkumaðurinn Wellmann ráðgerir, að freista að komast í loptfari til norð- urheimsskautsins; en óréðið er enn, hvort hann leggur í leiðangur þenna i ár, eða eigi fyr en að ári. — — — Filjppseyjar. Þar er eldsumbrot um um þessar mundir. — Enn er þó ófrétt, | hvort eldgos þetta hefir valdið tjóni. — Marocco. I Remaras-héraðinu í Mar- occo hafa verið ákafir landssjálftar í jan- úar, og hafa ýms þorp lagst í eyði, og fjöJdi manna látizt, eða hlotið meiðsli. — Transvaal 160 menn druknuðu ný- lega í gullnámu, er fylltist af vatni. — Kina. Þar hefir nýlega orðið sú breyt- ing á stjórninni, að Yan-Shí-Kat, er ráðið hefir rajög miklu í Kína, og viljað haga þar sumu að háttum norðurálfumanna, hefir verið sviptur völdum, og þykir það bendiog um það, að stjórnin verði enn í- haldssamari en áður. — Yan-Shí-Kaí var aðal-aðstoðarmaður ekkjukeisarafrúarinnar nýlátnu, er hún hripsaði til sín völdin úr höndum Kvangsu keisara. Yantranslsyíirlýsinfi. Ijáðherra tjáist beiðast lausnar. — í báðum deildum alþingis báru sjálf- stæðismenu fram svo látandi þing9álykt- unartillögu: Ráðherra íslands heflr lagt allt kapp á að koma fram „frv. til laga um rík- róttarsamband Danmerkur og íslands“, sem mikill meiri hluti þjóðar og þings 98 þrælmenninu. — Hitti eg hann einhvern tíma, brýt eg á honum alla skanka!“ En áður en fiskimennirnir höfðu lagt nokkuð orð í belg, gekk Maggy till Bills, og mælti fyrirlitlega. „Það tekst þér ekki, Bill!u „Hvers vegna ekki?“ spurði hann ákaft. „Hvers vegna ekki, mér er spurn?“ „Af því þú þorir það ekki!“ „Þarna sérðu!“ mælti Pike hlægjandi. „Álit þitt hefir rirnað, Bill! Þegiðu nú, og reyndu, að vinna það apturP Bill grísti tönnum af reiði, jókst hún að mun, er liann vaið þess áskynja, að álit hans hafði rírnað hjá Maggy, sakir hrakfaranna, og er hún bar honum rag- mennsku á brýn. Hann Iangaði nú fyrir hvern mun, til að hefna sín. „Biðið við — allt jafnar sig!“ svaraði hann, og brosti afskræmislega. „Þið megið treysta því, að þið skuluð eigi hafa ástæðu, til að hæðast frekar að mér!“ „Þegið snöggvast!“ mælti Raffles. „Mér heyrist jeg heyra áiaglam!u Allir gengu nú að glugganum, og með því að kyrrt veður var, heyrðist glöggt árahljóðið. „Það er Twysten!“ mælti Raffles, og lokaði glugg- anum. Þið hafið ekki meira hér að gjöra!“ Unga stúlkan fylgdi þegjandi boði föður síns, og þótti vænt um, að geta verið ein með hugsanir sínar. Eu er þeir voru nýskroppnir út úr dyrunum kom Twysten inn, og fylgdi honum rnaður, sem auðsætt var að var fiskimaður. Þeir heilsuðust nú allir 107 „Það verður leiðinlega litið úr samræðunum, hafirðu ekki meiri tíðindi að segja mér, en eg þér“. „Hvers vegna hafið þér þá gert boð eptir mér skip- stjóri?“ spurði Frank all-gramur. „Hvers vegna?“ ímyndið þér yður, að það sé gam- an, að vera í förum fram með ströndinni hérna, ekki skemmtiiegri en hún er? Maður verður einhvern veginn að stytta sér stundir! Og þar sem sennilegt er, að eigi sór skemmtilegra hjá yður, á klettunum, og mat- urinn liklega öllu lakari, en vér höfum, datt ruér i hug að bjóða yður til morgunverðar, svo að vér getum rabb- að um hitt og þetta, og drukkið úr einni vínflösku! Fall- ist þór eigi á það?“ Þó að jeg kunni yður þakkir fyrir vinsamlogt boð yðar, kom það sór þó ekki sem beztídag“, sagði Frank. „Hefði eg vitað, hvað erindið var, hefði eg fráleitt kom- ið. — En eg hugði, að um eitthvert nauðsynjamál væri að ræða!“ Þrátt fyrir þetta, tók þó brátt að glaðna yfir Frank og bauð skipherra honum nú að koma ofan í káettu með sér, með því að matur væri á borð borinn. „Bíðið ögn! Má jeg fá lóðan kíkinn yðar?“ Einn af skipverjum rótti honum nú kíki, og gat hann hvergi komið auga á Maggy. — Að líkindum var hún þegar farin aptur heim til sín. „Jeg tek boði yðar með þökkum, Morris skipstjóri, en þætti vænna um, ef snætt væri hór uppi, aptur á skip- inu, en eigi í káettunni“. „Sem yður þóknast!“ svaraði skipstjóri. „Hafið þá hraðann á, piltar!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.